City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grótta
0
1
KA
0-1 Ævar Ingi Jóhannesson '83
30.05.2015  -  15:00
Vivaldivöllurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Mikill vindur ská á völlinn
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Árni Freyr Ásgeirsson (m)
Guðmundur Marteinn Hannesson
2. Hilmar Þór Hilmarsson
3. Benis Krasniqi
5. Ósvald Jarl Traustason
6. Guðjón Gunnarsson ('81)
8. Markús Andri Sigurðsson ('90)
11. Jónmundur Grétarsson ('73)
23. Andri Björn Sigurðsson
24. Kristján Ómar Björnsson
25. Björn Þorláksson

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
Ásgeir Aron Ásgeirsson ('90)
10. Enok Eiðsson ('81)
14. Björn Axel Guðjónsson
19. Jón Björgvin Kristjánsson ('73)
28. Kristófer Þór Magnússon
77. Pétur Theódór Árnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Gunnarsson ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA sigrar verðskuldað en það reyndi á þolinmæði liðsins. Ævar Ingi er hetjan en hann skoraði eina markið eftir að hafa sloppið í gegn.
90. mín
Inn:Ásgeir Aron Ásgeirsson (Grótta) Út:Markús Andri Sigurðsson (Grótta)
Fyrsti leikur Ásgeirs Arons síðan hann sleit krossband í leik með Fjölni árið 2013.
89. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Jóhann Helgason (KA)
88. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Hilmar Trausti Arnarsson (KA)
88. mín Gult spjald: Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Brýtur á Kristjáni Ómari.


83. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Gróttu menn hætta sér framar á völlinn þegar þeir fá aukaspyrnu. Fannar handsamar boltann í markinu og KA sækir hratt. Ævar Ingi sleppur aleinn í gegn og vippar yfir Árna Frey í markinu.

Ævar fagnar markinu síðan vel með Schiöttunum, stuðningsmannasveit KA. Ástríða hjá Akureyringum!
81. mín
Inn:Enok Eiðsson (Grótta) Út:Guðjón Gunnarsson (Grótta)
Þrettándi leikmaðurinn sem tekur þátt í leiknum með Gróttu. Enginn af þeim er uppalinn hjá félaginu.
80. mín
KA fær aukapsyrnu á vítateigslínunni en illa gengur að stilla boltann upp út af vindinum. Það tekst þó á endanum og Jóhann Helgason á þrumuskot í varnarvegginn.
74. mín
Inn:Benjamin James Everson (KA) Út:Halldór Hermann Jónsson (KA)
Everson fer fram og Elfar Árni dregur sig aðeins aftar. Bjarni Jó að setja meiri þunga í sóknarlínuna.
73. mín
Inn:Jón Björgvin Kristjánsson (Grótta) Út:Jónmundur Grétarsson (Grótta)
Jón Björgvin fer beint á hægri kantinn.
69. mín
Vindurinn er að spila rosalega stórt hlutverk. Leikmenn eru í miklu basli oft á tíðum.
67. mín
Juraj með skot úr aukaspyrnu af 40 metra færi með vindinum en boltinn fer rétt framhjá!
64. mín
Fyrsta alvöru sókn Gróttu í síðari hálfleik og þarna mátti litlu muna. Atli Sveinn í smá basli og Andri Björn er hársbreidd frá því að ná skoti á markið áður en Fannar handsamar boltann í markinu.
58. mín
KA sækir og sækir með vindinn í bakið. Nú er byrjað að rigna líka.
52. mín
KA byrjar síðari hálfleikinn betur og Gróttumönnum gengur illa að sækja á móti vindinum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. KA með vindinn í bakið núna.
46. mín
Doktor Peter Ivancic heilsar stuðningsmannasveit KA í hálfleik. Toppmaður!
45. mín
Hálfleikur
KA hefur verið líklegri aðilinn hingað til en færin hafa látið á sér standa. KA fær vindinn í bakið í síðari hálfleik.
44. mín Gult spjald: Guðjón Gunnarsson (Grótta)
Stöðvar skyndisókn.
43. mín
Besta færi leiksins! Elfar Árni hefur betur í baráttu við Benis og leikur í kjölfarið á Guðmund Martein. Skot Elfars úr dauðafæri fer hins vegar í varnarmann.
36. mín
KA fær tvær hornspyrnur í röð en ekkert kemur út úr því.
27. mín Gult spjald: Juraj Grizelj (KA)
Brýtur á Markúsi.
24. mín
Vindurinn að spila stórt hlutverk. KA menn reyna að koma boltanum í burtu ítrekað en vindurinn tekur hann alltaf aftur. Á endanum ná KA menn þó að létta pressunni.
20. mín
Björn Þorláksson með aukaspyrnu utan af kanti en boltinn fer í hliðarnetið.
15. mín
KA áfram líklegri en heimamenn eru þó aðeins farnir að sækja í sig veðrið. Vindurinn hefur mikið að segja og leikmenn eru í basli með að hemja boltann á köflum.
10. mín
Atli Sveinn með skalla eftir horn en boltinn fer langt framjá.
7. mín
KA byrjar leikinn af meiri krafti.
1. mín


1. mín
Ævar Ingi stingur boltanum inn á Juraj Grizelj sem er í ágætis færi en Árni Freyr ver.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn! KA byrjar á móti vindinum.
Fyrir leik
Siggi Helga er mættur að horfa á sína gömlu félaga í Gróttu. Hann segir 3-2 fyrir KA eða 2-1 fyrir Gróttu. Annað hvort eða!
Fyrir leik
KA spilar í varabúningum sem eru hvítir og rauðir. Minnir á Þrótt eða Atletico Madrid! KA spilar í búningum frá Diadora.
Fyrir leik
Schiöttarnir, stuðningsmannasveit KA, er mætt með látum. Taka stúkuna yfir.

Fyrir leik
Þorsteinn Þórsteinsson eftirlitsmaður hámar í sig hamborgara fyrir leik. Má ekkert vera að því á eftir þegar leikurinn er í gangi.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Fátt óvænt þar. Leikmenn eru byrjaðir að hita upp í rokinu. Vindurinn er ská á völlinn og aðeins meira á annað markið.
Fyrir leik
Endilega tjáið ykkur á Twitter um leiki dagsins í 1. deildinni með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Varnarmaðurinn efnilegi Gauti Gautason verður ekki með KA í dag eftir að hafa fótbrotnað í síðasta leik gegn Haukum. Hann verður frá keppn í einn og hálfan mánuð vegna meiðslanna.
Fyrir leik
Hæ hæ!
Hér verður bein textalýsing frá leik Gróttu og KA í 4. umferðinni í 1. deild karla.

KA er fyrir leikinn með sjö stig en Grótta er með eitt stig. Heimamenn eiga ennþá eftir að skora sitt fyrsta mark í deildinni í sumar.
Byrjunarlið:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson ('74)
3. Callum Williams
4. Hilmar Trausti Arnarsson ('88)
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Juraj Grizelj
11. Jóhann Helgason ('89)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu

Varamenn:
4. Ólafur Aron Pétursson ('89)
5. Ívar Örn Árnason ('88)
17. Ýmir Már Geirsson
19. Orri Gústafsson
19. Benjamin James Everson ('74)

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
Juraj Grizelj ('27)
Ævar Ingi Jóhannesson ('88)

Rauð spjöld: