City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
4
0
Valur
Írunn Þorbjörg Aradóttir '11 1-0
Ana Victoria Cate '18 2-0
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir '58 3-0
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '74 4-0
02.06.2015  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Mikill vindur og frekar kalt.
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Áhorfendur: 146
Maður leiksins: Sigrún Ella Einarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
5. Shannon Elizabeth Woeller
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('70)
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('78)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('75)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir ('75)
6. Lára Kristín Pedersen ('78)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('70)
14. Beverly D. Leon
17. Rúna Sif Stefánsdóttir
20. Sigríður Þóra Birgisdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög fagmannlega gert hjá Stjörnustúlkum. Öruggur og sanngjarn sigur.

Viðtöl og frekari umfjöllun á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Stjarnan rosalega nálægt því að bæta við fimmta markinu. Harpa kemst í gott færi en skot hennar fer í varnarmann og þaðan yfir Þórdísi í markinu. Rebekka er réttur maður á réttum stað og nær að bjarga á línu.
90. mín
María Selma Haseta í einu besta tækifæri Vals í leiknum, hún er komin í góða stöðu og er Vesena ein inn í teginum. Haseta tekur sér of langan tíma við þetta allt saman og komast varnarmenn Stjörnunar fyrir og ná að bjarga.
89. mín
Annars er lítið að frétta af leiknum. Hann er búinn að fara fram á miðjunni í gott korter eða svo og ekki komið eitt einasta tækifæri. Úrslitin eru ráðin og virðast liðin ekki vilja eyða of mikilli orku, það sem eftir lifir leiks.
88. mín
Inn:Maria Selma Haseta (Valur) Út:Katia Maanane (Valur)
85. mín
Jeppe Hansen, leikmaður karlaliðs Stjörnunar er búinn að vera með okkur í fjölmiðlastúkunni allan leikinn en karlaliðið var á æfingu fyrir leikinn.

Hann er búinn að koma með vel valin dönsk blótsyrði við og við og lifir hann sig mikið inn í leikinn. Gaman að þessu og vel gert hjá Jeppanum að fylgjast með kvennaliðinu.
81. mín
Inn:Anna Garðarsdóttir (Valur) Út:Katrín Gylfadóttir (Valur)
78. mín
Inn:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
77. mín
Ég bað um fimm mörk áður en leikurinn fór af stað. Ég er búinn að sjá fjögur og ég ætla að halda mér við mína fimm marka spá. Það kemur annað mark í þennan leik!
75. mín
Inn:Björk Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
74. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
MAAAAAAAAARK!

Enn og aftur frábært spil. Harpa er búinn að vera mjög góð í seinni hálfleik og á hún glimrandi góða sendingu á Guðrúnu sem er nýkomin inná sem varamaður og klárar hún vel.

Með flottari frammistöðum sem ég hef séð hjá kvennaliði lengi.
72. mín
Inn:Lilja Dögg Valþórsdóttir (Valur) Út:Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (Valur)
Jóhanna lá áðan og virðist vera meidd.
70. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Sigrún Ella var besti maður vallarins í fyrri hálfleik. Það hefur farið aðeins minna fyrir henni í seinni hálfleik.
69. mín
Eitthvað líkar Valsstúlkum illa við Ana Cate, Elín metta var rétt í þessu að labba utan í hana og láta hana vita af sér eftir að hafa unnið innkast.
68. mín
Nú er hlé á leiknum á meðan Jóhanna liggur eftir árekstur.

Valskonur nýta tækifærið og halda léttan fund á vallarhelmingi sínum. Það veitir ekki af.
65. mín
Elín og Vesena vinna vel saman og er Elín Metta í fínu færi en Sandra gerir vel í markinu. Loksins eitthvað frá Valsliðinu í seinni hálfleik.
64. mín
Harpa kemst ein innfyrir eftir sókn en Þórdís gerir vel í markinu, kemur út og bjargar því sem bjarga þarf.

Stjörnukonur eru hvað eftir annað að komast í gegnum vörn Valsstúlkna sem ráða illa við góð hlaup sóknarmanna Stjörnunnar.
63. mín
Jóhanna og Ana eru að kjást mikið þessa stundina, þær fara í sama bolta og virðast skilja eitthvað ósáttar.

Dæmt er innkast og strax í kjölfarið fer Jóhanna harkalega í kantmanninn en ekkert er dæmt. Smá hiti í þessu hjá þeim.
61. mín
Harpa í dauðafæri og markið nánast opið eftir enn eina flotta sókn en Jóhanna er á línunni og bjargar marki.

Stjarnan er að spila frábærlega í seinni hálfleiknum.
58. mín MARK!
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
MAAAAAAAAAAAAARK!!

Falleg sókn hjá Stjörnustúlkum endar með því að Harpa Þorsteins á glæsilega fyrirgjöf sem Sigrún Ella gerir vel í að hoppa yfir því boltinn fór beint fyrir fætur Ásgerðar sem var í dauðafæri og kláraði mjög vel.

Virkilega vel gert hjá Stjörnuliðinu sem er að fara illa með liðið sem var á toppnum fyrir leikinn.
57. mín
Leikurinn er kominn aftur af stað og virðist vera í lagi með Jóhönnu.
55. mín
Jóhanna Steinþóra liggur nú eftir en hún og Kristún Kristjáns fóru í 50/50 bolta.
54. mín
Valsliðið er að reyna marga langa bolta í seinni hálfleiknum en varnarmenn Stjörnunnar eiga ekki í of miklum erfiðleikum með að eiga við þá.
49. mín
Ana fær smá högg eftir samstuð við Jóhönnu en hún stendur þetta af sér. Hún virtist lenda illa og fá högg á hnakkann.
46. mín
Valur byrjar seinni hálfleikinn betur og fá horn á fystu sekúndunum.

Sandra er hins vegar gríðarlega örugg í markinu og handsamar hornspyrnuna.
45. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað! Sjáum hvort Valsliðinu gangi betur með vindinn í bakið.

Ég vildi fimm mörk, vantar bara þrjú, ég hef trú á þessu hjá stelpunum.

45. mín
Hálfleikur
Stjörnustúlkur leiða verðskuldað í hálfleik. Þær hafa heilt yfir verið betri í leiknum en þær tóku öll völd á vellinum eftir að hafa komist yfir. Valstúlkur enduðu hálfleikinn nokkuð vel en náðu ekki að skapa nógu mörg færi.
42. mín
Elín Metta var með boltann á miðsvæðinu og var Katia í góðu færi og vantaði bara sendinguna. Elín reynir hins vegar skotið sem er afar misheppnað og rúllar boltinn í fangið á Söndru í markinu.
41. mín
Valsliðið er komið meira inn í leikinn eftir að Stjarnan hafði stjórnað honum í um 25 mínútur.
36. mín
Besta færi Vals hingað til, Elín Metta kemst ein gegn Söndru og er í mjög góðu færi en varnarmaður kemst fyrir og bjargar í horn.

Mist skallar síðan hornspyrnuna í slánna áður en Shannon nær að bjarga á línu.
30. mín
Vá! Stjarnan fær þrjú góð færi á svona 15 sekúndum. Sigrún Ella fer upp hægri vænginn á ný og býr til stórhættu. Harpa reynir skot sem Þórdís nær að verja. Boltinn berst síðan á Ana Cate en varnarmenn Vals komast fyrir. Að lokum endar boltinn hjá Hörpu sem reynir að lyfta boltanum skemmtilega yfir Þórdísi en boltinn fer rétt framhjá markinu.

Stjarnan er töluvert betri aðilinn sem stendur.
25. mín
Hægri vængurinn hefur verið mjög sterkur hjá Stjörnunni hingað til í leiknum. Bæði Bryndís Björnsdóttir sem leikur í bakverðinum sem og Sigrún Ella Einarsdóttir hafa verið mjög góðar hingað til.

Bryndís er að fara illa með Vesenu Elísu í baráttu þeirra á meðan Sigrún Ella er hættulegasti leikmaður vallarins.
23. mín
Harpa kemur boltanum í markið eftir flotta sókn en búið að flagga hana rangstæða. Virtist vera réttur dómur.
18. mín MARK!
Ana Victoria Cate (Stjarnan)
MAAAAAAAAARK!!

Þetta er byrjað að líta mjög vel út fyrir Stjörnuna. Valsliðið nær ekki að koma hornspyrnu frá og berst boltinn á Cate sem klárar frábærlega upp í vinkilinn rétt innan teigs. Þetta var bomba upp í sammarann eins og menn segja.
16. mín
Harpa Þorsteins er í mjög góðu færi í vítateig Valsstúlkna og nær hún mjög fínu skoti sem Þórdís ver frábærlega í horn. Virkilega,virkilega vel varið.

Hornspyrnan fer beint í hliðarnetið á marki Vals.
13. mín
Svo virðist sem markið hafi gefið Stjörnustúlkum aukið sjálfstraust, þær hafa litið vel út eftir að hafa komist yfir.
11. mín MARK!
Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Sigrún Ella Einarsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Íslandsmeistaranir eru komnir yfir!

Sigrún Ella hefur byrjað leikinn vel á hægri kantinum hjá Stjörnunni og átt nokkra góða spretti.

Hún átti einn slíkann þar sem hún fór illa með varnarmenn Vals áður en hún sendi fyrir, beint á Írunni sem kláraði mjög vel í hornið rétt innan teigs. Mjög vel gert hjá bæði Írunni og Sigrúnu.
9. mín
Vindurinn hefur nú þegar sett strik í reikninginn en Valsliðið á í erfiðleikum með að sækja með vindinn framan í sér. Sendingar eru ekki eins nákvæmar og þær eru vanalega.
8. mín
Fyrir þá sem ekki komast á völlinn þá vil ég minna á það að leikurinn er í beinni útsendingu á SportTv.
5. mín
Bæði lið eru búin að koma sér í ágætar stöður hingað til en framherjar liðana hafa verið rangstæðir er þeir virtust vera að sleppa í gegn.

Sigrún Ella reynir síðan svipaða tilraun og Katia reyndi fyrir stuttu en Þórdís var örugg með það í markinu.
3. mín
Fyrsta tilraun leiksins er Valsmanna, Katia Maanane á hana en fyrirgjöfin hennar rataði á markið en Sandra var örugg í markinu og greip boltann.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þá er þessi stórleikur kominn af stað, Valur byrjar með boltann. Stjarnan leikur með bakið í vindinn í fyrri hálfleik. Sjáum hvort það hjálpi þeim eitthvað.
Fyrir leik
Vallarþulurinn hér á Stjörnuvelli segir að mesta mætingin hingað til á kvennaleik hjá Stjörnunni séu um 200 áhorfendur.

Hann hvetur alla til að mæta á völlinn og slá það met og segir liðið eiga það skilið miðað við árangurinn síðustu ár. Hann hefur klárlega eitthvað til síns máls.
Fyrir leik
Stjarnan gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Selfossi. Rúna Sif Stefánsdóttir fer á bekkinn og kemur Bryndís Björnsdóttir inn fyrir hana.

Það er einnig ein breyting hjá Val, Hugrún Arna Jónsdóttir kemur inn í liðið í stað Mariu Haseta sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Nú eru aðeins um tíu mínútur í að leikur hefjist og eru liðin komin í búningsklefana.

Ég ætla að vera bjartsýnn og gíska að við fáum mörk hérna í kvöld. Ég gíska á fimm stykki. Ég ætla ekki að fara nánar út í úrslit leikins en fimm mörk, takk.
Fyrir leik
Valur ætlar sér stóra hluti í ár eftir erfitt tímabil í fyrra þar sem þær enduðu aðeins í sjöunda sæti sem er alls ekki nógu gott þar á bæ.
Fyrir leik
Stjarnan er auðvitað ríkjandi meistari í deildinni eftir nokkuð öruggan sigur í fyrra. Valur er á sama tíma stórveldi í kvennaknattspyrnunni og eru þær einmitt í efsta sæti deildarinnar og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Stjarnan er með sex stig en þær töpuðu frekar óvænt gegn Selfossi í síðasta leik.
Fyrir leik
Góðan dag! Velkomin í beina textalýsingu hér frá Samsung vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan og Valur mætast í stórleik í Pepsi deild kvenna.
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
6. Mist Edvardsdóttir
10. Elín Metta Jensen
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
21. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir ('72)
23. Heiða Dröfn Antonsdóttir
28. Katia Maanane ('88)
30. Katrín Gylfadóttir ('81)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('72)
3. Maria Selma Haseta ('88)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
18. Sigrún Björk Sigurðardóttir
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir
20. Anna Garðarsdóttir ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: