City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
4
0
Selfoss
Patrick Pedersen '25 1-0
Patrick Pedersen '65 2-0
Patrick Pedersen '90 3-0
Tómas Óli Garðarsson '92 4-0
03.06.2015  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
3. Iain James Williamson ('76)
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('70)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
14. Gunnar Gunnarsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
6. Daði Bergsson ('70)
13. Bjarki Steinar Björnsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('76)
16. Tómas Óli Garðarsson ('76)
19. Marteinn Högni Elíasson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Garðar Örn flautar hér af. 4-0 sigur Valsmanna staðreynd. Takk fyrir samfylgdina.
92. mín MARK!
Tómas Óli Garðarsson (Valur)
ÞEIR ERU AÐ GANGA FRÁ SELFYSSINGUM!!!

Tómas Óli með geggjað einstaklingsframtak, sólar nokkra leikmenn Selfyssinga og leggur boltann í netið!
90. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Fullkomnar þrennuna í uppbótartíma. Fær boltann inní teig og skila boltanum í netið eins og honum einum er lagið.
Frábært kvöld hjá Pedersen og Valsmönnum.
85. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
83. mín
Valsmenn halda áfram að sækja. Eiga hér tvö skot á stuttum tíma en bæði framhjá markinu.
80. mín
Haukur Ásberg lætur strax til sín taka og reynir skotið af löngu færi en þetta var ekki að fara að ganga.
76. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
76. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
76. mín
DAUÐAFÆRI hjá Valsmönnum. Bjarni Ólafur hleypur upp völlin og með flotta sendingu fyrir á Kristinn Inga sem stendur einn og óvaldaður en skallinn framhjá.
72. mín
Hver góða sóknin á fætur annari hjá Valsmönnum en það vantar oft menn á rétta staði til þess að klára sóknirnar.
70. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Fyrsta skipting Valsara.
67. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu. Pavlov tekur hana en æfingarbolti fyrir Ingvar.
65. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
MAAAAAARK!!

Valsmenn að auka forrystuna hér og mögulega klára leikinn, eða hvað??

Frábærlega gert hjá Kristni Frey sem spólar sig upp hægri kantinn og með sendinguna inní, þar stendur Pedersen einn og óvaldaður og leggur boltann í netið.
63. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Ivanirson Silva Oliveira (Selfoss)
Þriðja og síðasta skipting gestanna.
63. mín
Kristinn Freyr kemst innfyrir vörn Selfyssinga, Halldór tæklar hann innan teigs en Selfyssingar stálheppnir því línuvörðurinn var búin að dæma rangstöðu á Kristinn.
59. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss)
58. mín
Valsmenn fá tvær hornspyrnur í röð. Þeir ná þó ekki að nýta þær í neitt álitlegt.
56. mín
Inn:Marko Pavlov (Selfoss) Út:Jordan Lee Edridge (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins er gestanna.
52. mín
Selfyssingar mæta grimmari til leiks í seinni hálfleik og eru byrjaðir að bíta aðeins frá sér
51. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Valur)
Þegar Garðar er byrjaður að dreifa spjöldum þá er ekki aftur snúið.
47. mín Gult spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Fyrsta gula spjald leiksins. Verðskuldað.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og liðin haldast óbreytt.
46. mín
Hálfleikur
Garðar Örn hefur flautað til hálfleiks á Hlíðarenda. Heimamenn leiða 1-0 og með algjöra yfirburði.
44. mín
Ólafur Jóhannesson er DÝRVITLAUS á hliðarlínunni! Einar Ottó fer í harkalega tæklingu á Orra en Garðar leyfir leiknum að halda áfram og Ólafur öskrar úr sér lungun af óánægju.
40. mín
Valsmenn sækja úr öllum áttum og eru með algjöra yfirburði á vellinum.
36. mín
Góð sókn hjá Völsurum sem endar með skoti utan teigs frá Ian Williamson en boltinn rétt svo framhjá.
33. mín
ÚFF!
Vafaatriði þarna. Valsmenn með boltann inní teig Selfyssinga og einhver nær að pota honum í átt að markinu, sé ekki hver það var. Valsmenn vilja meina að boltinn hafi farið inn fyrir línuna en dómararnir ekki sammála.
32. mín
Valsmenn vilja fá vítaspyrnu þarna, vilja meina að Vignir hafi brotið á Patrick Pedersen. Garðar Örn sýnir engin viðbrögð og lætur leikinn halda áfram.
30. mín
Valsmenn eru með öll tök á vellinum og Selfyssingar ná ekki meira en 2 sendingum á milli síns. Þeir þurfa að rífa sig í gang ef þeir ætla að vera í pottinum næst þegar verður dregið.
25. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
MAAAARK!!!

Heimamenn komnir yfir eftir glæsilegt skot frá Patrick Pedersen. Fær boltann rétt fyrir utan vítateig Selfyssinga, er ekkert að flækja málin, leggur hann í fjærhornið og Vignir á ekki séns.
23. mín
Valsmenn mikið meira með boltann en hafa ekki verið að skapa sér neitt svakalega mikið.
19. mín
4. hornspyrna Valsmanna í leiknum. Engin alvöru hætta skapast hingað til útfrá þeim.
18. mín
Kristinn Ingi reynir fyrirgjöf, nær henni en Vignir grípur hana auðveldlega.
14. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á góðum stað, Arnar Logi mætir til þess að sparka en spyrnan hrikalega léleg og endar fyrir aftan mark Valsmana.
13. mín
Hættulegasta færið hingað til í leiknum. Kristinn Ingi skallar að marki Selfyssnga, Pedersen nálægt því að komast í boltann en Vignir vel á verði.
12. mín
Ekkert um hætturleg færi fyrstu mínúturnar en það er alveg ljóst að Selfyssingar ætla að liggja til baka og beita skyndisóknum.
9. mín
Bjarni Jóhannsson þjálfari KA er mættur á völlinn til þess að fylgjast með Selfyssingum en þessi lið mætast á laugardaginn í 1.deildinni.
7. mín
Fyrsta skot Selfyssinga í leiknum á Sindri Pálmason en boltinn þónokkuð langt framhjá.
5. mín
Anton Ari meiddist í upphitun hjá Valsmönnum og Ingvar Þór Kale ver því mark Valsmanna í þessum leik.
4. mín
Valsmenn fá aðra hornspyrnu í kjölfar hinnar. Mikið klafs inná teignum en Vignir stekkur manna hæst og grípur boltann.
3. mín
Fyrsta sókn leiksins og hún endar með hornspyrnu heimamanna. Hana tekur Sigurður Egill.
1. mín
Leikurinn er hafinn á Hlíðarenda og það eru heimamenn sem byrja með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks og uppskera lófaklapp frá þessum sárafáum áhorfendum sem eru mættir. Garðar Örn, rauði baróninn sér til þess að allt fari vel fram í kvöld.
Fyrir leik
Sárafáir áhorfendur mættir á Hlíðarenda. Það er alls ekki orðið of seint að drífa sig í úlpu og skella sér á völlinn.
Fyrir leik
Þjálfararnir skarta báðir flottu dressi í kvöld. Zoran geysilega fallegum frakka með derhúfu. Óli Jó er að sjálfsögðu með klukkuna utanum hálsinn og ef að sjónin er ekki að svíkja mig þá skartar hann nýrri 10-11 húfu.

10 mínútur í leik.
Fyrir leik
Það vekur athygli að Selfyssingar spila í sokkum frá Val í kvöld. Valsmenn verða í sínum hefðbundnu rauðu búningum, hvítar stuttbuxur og sokkar. Gestirnir eru í sínum bláu og hvítu búningum með argentísku ívafi og sokkarnir hvítir þar líka. Það gengur ekki og Valsmenn því gjafmildir að lána Selfyssingum rauðu sokkana sína.
Fyrir leik
Jæja byrjunarliðin komin inn. Bæði lið stilla upp sínu sterkasta liði af þeim leikmönnum sem eru heilir. Haukur Páll og Andri Adolphs meiddir hjá Valsmönnum. Þorsteinn Daníel enn á tæpur hjá Selfyssingum en er þó á bekknum. Barros og Sytnik eru þó báðir fjarri góðu gamni og hvorugir í hóp í kvöld. Sindri Pálmason byrjar sinn fyrsta leik í sumar.
Fyrir leik
Valsmenn unnu síðasta leik sinn örugglega gegn Fylki 0-3 á meðan Selfyssingar gerðu jafntefli við Grindvíkinga 1-1.
Fyrir leik
Bæði lið hafa heilt yfir spilað undir getu á þessu tímabili. Valsliðið situr í 7.sæti Pepsideildarinnar en vilja vera hærra. Sömu sögu má segja um Selfyssinga en þeir sitja í 8.sæti 1.deildarinnar.
Fyrir leik
Góða kvöldið áhorfendur góðir. Í kvöld fara fram fjöldamargir leikir í Borgunarbikar karla. Hér ætlum við að fylgjast með leik Vals og Selfyssinga. Við eigum von á hörkuleik.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Einar Ottó Antonsson
3. Jordan Lee Edridge ('56)
4. Andy Pew (f)
5. Matthew Whatley
8. Ivanirson Silva Oliveira ('63)
12. Magnús Ingi Einarsson ('59)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason
24. Halldór Arnarsson

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('59)
21. Marko Pavlov ('56)
22. Ingþór Björgvinsson
29. Kristján Atli Marteinsson

Liðsstjórn:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson

Gul spjöld:
Einar Ottó Antonsson ('47)
Arnar Logi Sveinsson ('85)

Rauð spjöld: