City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
5
0
ÍR
Steven Lennon '4 1-0
Steven Lennon '11 2-0
Stefán Birgir Jóhannesson '19 3-0
Samuel Hewson '51 4-0
Orri Gunnarsson '56 5-0
12.01.2012  -  21:00
Egilshöll
Reykjavíkurmót karla
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Steven Lennon, Fram
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon ('85)
21. Stefán Birgir Jóhannesson ('46)

Varamenn:
10. Orri Gunnarsson ('73) ('33)
11. Jökull Steinn Ólafsson ('46)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jón Gunnar Eysteinsson ('67)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá öðrum leik ársins í Reykjavíkurmóti karla. Það er viðureign Fram og ÍR sem hefst klukkan 21:00 í Egilshöll. Liðin koma hér sitthvorum megin við textann.
Fyrir leik
Athygli vekur að Framarar tefla fram öllum bresku leikmönnum sínum í dag, Sam Tillen, Samuel Hewson, Steven Lennon og Alan Lowing. Denis Cardaklija er í markinu í fjarveru Ögmundar Kristinssonar.
Fyrir leik
Þetta verður fyrsti leikur ÍR undir stjórn Andra Marteinssonar sem tók við liðinu í haust. Jamie McCunnie sem er aðstoðarmaður hans og kom frá Grindavík byrjar leikinn í dag og það sama má segja um Aleksandar Kostic sem var að koma frá KR og Andra Björn Sigurðsson sem kom frá Gróttu.
1. mín
Leikurinn hafinn. Það eru Framarar sem byrja með boltann.
4. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Steven Lennon kemur Fram yfir með skalla eftir fyrirgjöf af vinstri kanti.
5. mín
Ögmundur Kristinsson, Daði Guðmundsson og Halldór Hermann Jónsson leikmenn Fram hafa allir gengist undir aðgerð nýlega og eru því ekki með þeim í leiknum í dag.
11. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Það er kraftur í Steven Lennon sem var að bæta við öðru marki Fram. Nú skallaði hann boltann í netið eftir fyrirgjöf Alan Lowing af hægri.
19. mín MARK!
Stefán Birgir Jóhannesson (Fram)
Markaveislan heldur áfram hjá Frömurum í Egilshöll því nú var Stefán Birgir Jóhannesson að bæta við þriðja markinu fyrir liðið. Framarar eru miklu betra liðið á vellinum.
30. mín
Kristinn Ingi Halldórsson leikmaður Fram þarf að fara af velli vegna meiðsla. Framarar undirbúa skiptingu.
33. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Orri Gunnarsson leysir stöðu Kristinns Inga sem þurfti að fara meiddur af velli.
40. mín
Það er lítið eftir af fyrri hálfleiknum. Framarar miklu betra liðið á vellinum sem má svosem skilja, enda Pepsi-deildarlið að mæta 1. deildarliði sem er mikið breytt frá síðustu leiktíð og hefur marga unga leikmenn.
45. mín
Það er kominn hálfleikur.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
46. mín
Inn:Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Fram)
Framarar gerðu eina skiptingu í hálfleik. Jökull Steinn Ólafsson kemur inná í stað markaskorarans Stefáns Birgis. Jökull er bróðir hins varamannsins sem er kominn inn hjá Fram, Jóns Orra Ólafssonar.
46. mín
Inn:Marteinn Gauti Andrason (ÍR) Út:Haukur Már Ólafsson (ÍR)
Andri setur son sinn, Martein Gauta Andrason inná í hálfleik en hann kom frá Haukum í vikunni.
51. mín MARK!
Samuel Hewson (Fram)
Samuel Hewson fyrrverandi fyrirliði varaliðs Manchester United skorar hér gull af marki fyrir Framara. Þetta hefur hann eflaust lært af Paul Scholes eða einhverjum álíka. Hann var með boltann fyrir utan teiginn og þrumaði á markið neðarlega framhjá Magnúsi Karli í marki ÍR. 4-0 fyrir Framara.
56. mín MARK!
Orri Gunnarsson (Fram)
Þá er komið að fimmta marki Framara, nú skoraði Orri Gunnarsson með skalla eftir fyrirgjöf af vinstri. Nóg eftir af leiknum og spurning hvort Framarar ætli sér að halda áfram að skora í allt kvöld.
61. mín
Inn:Már Viðarsson (ÍR) Út:Axel Kári Vignisson (ÍR)
Fyrsta skipting Andra Marteinssonar þjálfara ÍR í dag.
65. mín
Framarar eru alls ekkert hættir og gera harða hríð að marki ÍR-inga sem þurfa að hafa sig alla við að verjast því að fá á sig sjötta markið. Mörkin verða pottþétt fleiri í kvöld.
66. mín
Það vantar ekki ástríðuna fyrir því að halda áfram og skora fleiri mörk. ÍR-ingar fengu á einhvern undarlegan hátt innkast eftir að Sam Tillen þrumaði í Andra Björn og þaðan fór boltinn af velli. Sam Tillen hefur greinilega lært íslenskuna því hann spurði aðstoðardómarann: ,,Ertu að fucking grínast?" og Þorvaldur Örlygsson spurði hann á hvaða velli hann væri.
67. mín Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
Hér fór fyrsta gula spjaldið á loft. Jón Gunnar Eysteinsson fékk það.
Arnar Daði Arnarsson
Miðað við þær 7 mínútur sem ég hef séð, á AM verk að vinna með ÍR-liðið #SHIT #LélegastaSemÉghefSéð #Fotbolti
70. mín
Inn:Elías Ingi Árnason (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Andri gerir sína þriðju skiptingu.
73. mín
Inn:Gunnar Oddgeir Birgisson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Varamaðurinn Orri er farinn aftur af velli, annar ungur leikmaður, Gunnar Oddgeir leysir stöðu hans.
77. mín
Inn:Jón Orri Ólafsson (Fram) Út:Sam Tillen (Fram)
Sam Tillen er meiddur á hné og Jón Orri leysir því stöðu hans á vellinum. Alan Lowing fer í vinstri bakvörðinn og Jón Orri í þann hægri.
78. mín Gult spjald: Guðjón Gunnarsson (ÍR)
Guðjón Gunnarsson fær áminningu.
82. mín
Inn:Brynjar Örn Sigurðsson (ÍR) Út:Magnús Karl Pétursson (m) (ÍR)
82. mín
Inn:Ari Viðarsson (ÍR) Út:Andri Björn Sigurðsson (ÍR)
Andri Marteinsson gerir tvöfalda skiptingu.
85. mín
Inn:Davíð Sigurðsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Lokaskipting Þorvaldar Örlygssonar. Davíð Sigurðsson fær fimm mínútur og útaf fer Hlynur Atli sem haltrar af velli.
92. mín
Leiknum er lokið með 5-0 sigri Fram.
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
1. Magnús Karl Pétursson (m) ('82)
2. Jamie McCunnie
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('70)
9. Andri Björn Sigurðsson ('82)
15. Haukur Már Ólafsson ('46)
17. Guðjón Gunnarsson
18. Aleksandar Kostic
18. Guðmundur Gunnar Sveinsson
22. Axel Kári Vignisson ('61)

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m) ('82)
4. Már Viðarsson ('61)
10. Elías Ingi Árnason ('70)
14. Marteinn Gauti Andrason ('46)
16. Ari Viðarsson ('82)
17. Sigurður Þór Arnarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Gunnarsson ('78)

Rauð spjöld: