Wigan
0
1
Man City
0-1
Edin Dzeko
'22
16.01.2012 - 20:00
DW Stadium
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Martin Atkinson
DW Stadium
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Martin Atkinson
Byrjunarlið:
3. Antolin Alcaraz
4. James McCarthy
5. Gary Caldwell
7. Albert Crusat
('68)
11. Victor Moses
14. Jordi Gomez
('81)
16. James McArthur
('68)
20. Hugo Rodallega
23. Ronnie Stam
26. Ali-Al-Habsi (m)
31. Maynor Figueroa
Varamenn:
2. Steve Gohouri
8. Ben Watson
('68)
9. Franco Di Santo
('68)
12. Mike Pollitt (m)
15. Callum McManaman
('81)
17. Emmerson Boyce
18. Conor Sammon
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
James McArthur ('62)
Maynor Figueroa ('88)
Rauð spjöld:
90. mín
Lokatölur í kvöld 0-1 fyrir Man City sem situr á toppnum með 51 stig. Wigan situr ennþá í botnsætinu með 15 stig.
88. mín
Tæknin aðeins að stríða! En það helsta. Maynor Figueroa fékk gult spjald fyrir fáránlegt hendi við miðju þar sem Aguero hefði getað sloppið í gegn. Mancini heimtaði rautt spjald og reyndi að spila stóra rullu í að koma Figueroa útaf en virkaði ekki.
84. mín
Aguero hefði getað bætt við öðru marki þarna. Fékk boltann inn í teig og fékk nægan tíma til að athafna sig, en skot hans fór framhjá.
71. mín
Joe Hart með frábæra markvörslu! Sýndist þetta vera James McCarthy sem átti dauðafærið en Hart ver eins og oft áður vel í marki City.
62. mín
Clichy með hættulega fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og næstum því í eigið net, en boltinn rúllaði rétt framhjá stöng og útaf.
57. mín
Af endursýningunni að dæma þá missir Aguero boltann frá sér og Dzeko ákveður að skjóta, en sá argentíski getur sjálfum sér um kennt, hann var einfaldlega of lengi að þessu.
56. mín
Aguero með svakalegt klúður! Hann var kominn einn í gegn, fíflaði nokkra varnarmenn og hefði getað klárað færið en beið áður en hann lagði hann á Dzeko sem náði ekki kraft í skot sitt.
55. mín
Habsi með tvær rosalegar markvörslur!! Hann ver fyrst meistaralega frá Dzeko áður en hann varði frá David Silva. City að sækja mikið þessa stundina!
51. mín
McArthur reynir langskot, en boltinn fer framhjá. Hann virðist vera eini leikmaðurinn sem þorir að skjóta hjá Wigan.
47. mín
Moses vildi þarna fá vítaspyrnu! Hann sendi boltann í handlegginn á varnarmanni City en Atkinson dæmir ekkert.
46. mín
Skemmtileg tölfræði í hálfleik. Gael Clichy, Gareth Barry og James Milner er búnir að hlaupa mest í leiknum eða 5,1 kílómeter.
45. mín
Hálfleikur: Martin Atkinson dómari flautar til hálfleiks. Edin Dzeko með eina mark leiksins til þessa, en vonandi bíður síðari hálfleikur upp á enn meiri skemmtun.
44. mín
Aguero í dauðafæri!! David Silva með sendinguna á Aguero sem keyrði inn í teig og skaut á markið en Habsi sá við honum í markinu.
41. mín
Wigan að skapa sér færi en virðast taka sér endalausan tíma í að setja boltann á markið. Albert Crusat er virkilega áhugaverður leikmaður, hann er snöggur og með mikla tækni. Hann gæti verið Wigan mikilvægur síðari hluta tímabilsins.
38. mín
Vincent Kompany er meðal áhorfenda sem og Mario Balotelli, þeir eru ekkert að stressa sig. Vinir Balotelli með nákvæmlega sömu klippingu og hann.
35. mín
Það er fínn spilandi hjá heimamönnum í Wigan en tekst þeim að búa til mark úr því er kannski spurningin.
29. mín
Wigan-menn reyna að koma sér aftur inn í leikinn. McArthur með gott skot en Joe Hart sér við honum í markinu.
22. mín
Dzeko með mark!! David Silva er með stoðsendinguna, en sendingin kemur úr aukaspyrnu og beint á Bosníumanninn sem á ekki í vandræðum með að stýra knettinum í netið.
20. mín
Crusat og Zabaleta er barátta kvöldsins, Wigan menn sækja mikið í gegnum Crusat og Zabaleta reynir að sjá við honum.
11. mín
Victor Moses með skot! Hugo Rodallega vann boltann af Lescott og gaf á Moses sem keyrði á markið og negldi honum vel yfir, hefði kannski betur átt að senda hann aftur á Rodallega sem var í góðri stöðu.
Ágúst Þór Ágústsson, leikmaður Fjölnis.
Pitbull á phoninum á DW stadium..Ef þetta peppar ekki heimamenn i gang gegn City þá er ekkert sem kemur þeim í gírinn #kingpitbull #mr305
Pitbull á phoninum á DW stadium..Ef þetta peppar ekki heimamenn i gang gegn City þá er ekkert sem kemur þeim í gírinn #kingpitbull #mr305
5. mín
Edin Dzeko með skalla! Fyrirgjöf frá vinstri sem ratar á kollinn á Dzeko en hann stýrir honum framhjá.
3. mín
Wigan hættulegir!! Jordi Gomez vildi fá vítaspyrnu þarna eftir samskipti við Gareth Barry en dómarinn dæmdi ekki. James McArthur átti þá skot fyrir utan sem fór af varnarmanni og í horn.
Fyrir leik
Karim Rekik, 17 ára hollenskur varnarmaður City er á bekknum. Hann hefur leikið tvo leiki með liðinu á tímabilinu, bæði í deildabikarnum. Fyrst gegn Birmingham í þriðju umferð deildabikarsins og svo gegn Wolves.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús. Mario Balotelli er ekki í hóp hjá Man City í dag, þá eru Kolo og Yaya Toure á Afríkumótinu með Fílabeinsströndinni. David Silva aftur á móti er mættur aftur eftir ökklameiðsli. Micah Richards er þá meiddur hjá City en hann ætti að geta spilað gegn Tottenham næstu helgi.
Fyrir leik
Liðið þarf þá á sigri að halda til þess að halda nágrönnunum í Man Utd frá sér, en liðin eru jöfn stigum með 48 stig. Wigan aftur á móti er í botnsætinu og þarf á sigri að halda til þess að fleyta sér upp töfluna.
Fyrir leik
Man City hefur þó ekki gengið vel undanfarið, en liðið hefur tapað þrem af síðustu fjórum leikjum sínum. Roberto Mancini og félagar í City eru því ekki ósigrandi eins og margir héldu í fyrstu.
Fyrir leik
Toppliðið og botnliðið eru að mætast í kvöld og má því vonandi búast við stórskemmtilegum leik.
Fyrir leik
Ég hvet eins og alltaf, notendur Twitter um að nota hashtagið #fotbolti ef það ræðir leikinn þar en vel valdnar færslur verða birtar í lýsinguna.
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
7. James Milner
8. Samir Nasri
('74)
10. Sergio Aguero
10. Edin Dzeko
15. Jesús Navas
15. Stefan Savic
21. David Silva
('81)
22. Gael Clichy
Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
13. Aleksandar Kolarov
24. Nedum Onuoha
('81)
25. Fernandinho
34. Nigel De Jong
('74)
35. Stefan Jovetic
38. Dedryck Boyata
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nigel De Jong ('80)
Rauð spjöld: