Ísland U21
3
0
Makedónía U21
Elías Már Ómarsson
'55
1-0
Höskuldur Gunnlaugsson
'61
2-0
Höskuldur Gunnlaugsson
'67
3-0
11.06.2015 - 19:15
Hlíðarendi
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Sól og hægur vindur. Völlurinn lítur ágætlega út.
Dómari: Tore Hansen (Noregur)
Hlíðarendi
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Sól og hægur vindur. Völlurinn lítur ágætlega út.
Dómari: Tore Hansen (Noregur)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
('91)
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
('93)
10. Aron Elís Þrándarson
11. Ævar Ingi Jóhannesson
('87)
17. Daníel Leó Grétarsson
Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
14. Viktor Jónsson
('91)
14. Davíð Örn Atlason
('93)
15. Heiðar Ægisson
('87)
16. Kristján Flóki Finnbogason
17. Aron Heiðdal
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('49)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það tók sinn tíma fyrir íslenska liðið að finna taktinn en þegar hann kom þá sýndi liðið frábær tilþrif!
Kynþokkafullar krullur. Liprar hreyfingar og sigurvilji. @HossiGunnl #fotboltinet
— Guðjón Már Sveinsson (@gudjonms) June 11, 2015
83. mín
DAUÐAFÆRI hjá Makedóníumönnum en Rúnar Alex Rúnarsson í markinu gerði frábærlega og varði vel!
76. mín
Makedóníumenn hafa kastað inn hvíta handklæðinu. Virðast ekki hafa nokkra trú á því að þeir fái eitthvað úr þessum leik.
67. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland U21)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson (f)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson (f)
MAAARK!!! Menn eru á eldi hérna í seinni hálfleik! Höskuldur skorar í kjölfarið á hornspyrnu, markið úr þröngu færi. Eftir að hafa átt frekar dapran fyrri hálfleik hefur Höskuldur verið frábær eftir hlé.
65. mín
Aron Elís sífellt ógnandi og heldur áfram að skemmta áhorfendum. Átti hættulega sendingu á Ævar sem náði ekki til knattarins. Gestirnir í tómum vandræðum með Aron!
61. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland U21)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
ÞAÐ VAR LAGLEGT!!! Aron Elís með verðskuldaða stoðsendingu, gerði þetta vel. Var á undan leikmanni Makedóníu í boltann, renndi knettinum fyrir markið þar sem Höskuldur kom á siglingu og skaut hnitmuðuðu skoti í bláhornið.
@Boddi95 massa sending og gullskalli frá @eliasmar þetta var listaverk !!!! #U21 #fotboltinet
— Tómas Meyer (@Meyerinn) June 11, 2015
55. mín
MARK!
Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
ÞARNAAA!!!! Böddi löpp með frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem ratar á kollinn á Elíasi Má. Þessi skalli frá Elíasi hörkugóður og syngur í netinu!
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks. Ég ætla ekki að horfa á þennan fyrri hálfleik í endursýningu í kvöld... eða jú kannski maður kíkir á tilþrifin sem Aron Elís hefur sýnt. Þau hafa glatt augað.
41. mín
Afar tíðindalítið á Hlíðarenda. Adam Örn Arnarson þurfti aðhlynningu en er mættur aftur út á völlinn.
39. mín
Sindri Björnsson með skalla úr erfiðu færi á markið. Flikkaði boltanum, hugsanlega átti þetta að vera sending. Auðvelt fyrir Siskovski.
33. mín
HÖRKUFÆRI! Böddi löpp renndi boltanum á Elías Má Ómarsson sem var við vítateigsendann en hitti ekki á rammann! Þarna er skylda að hitta á markið.
32. mín
Heitar handboltaumræður í gangi í fréttamannastúkunni enda Gaupi og Þorkell Gunnar hérna. Djúpar og líflegar umræður.
29. mín
Makedónía með skot af löngu færi en auðvelt fyrir Rúnar Alex í markinu. Lítið sem ekkert um opin færi í leiknum, meira um langskot.
Þetta touch hjá Aroni var algjört Berbatov move #fotbolti #fotboltinet
— Tómas G. Jóhannsson (@TomasJohannss) June 11, 2015
21. mín
Vörnin okkar er að opnast alltof alltof mikið eftir stungusendingar Makedóníumanna. Þurfum að loka á þetta sem fyrst áður en illa fer! Mustafov átti skalla yfir eftir horn.
20. mín
Aron Elís byrjar þennan leik frábærlega. Sýnir lipra takta og þessi sókn endar með hörkuskoti Sindra Björnssonar sem hitti samt ekki markið.
16. mín
Ísland fékk hornspyrnu. Böddi löpp tók hana stutt á Höskuld, fékk boltann eftir og sendi fyrir en Siskovski í markinu gerði vel og handsamaði knöttinn.
13. mín
Adam Örn Arnarson með skot af löngu færi. Fín tilraun en framhjá. Fyrsta skot Íslands komið.
9. mín
Stórhættuleg sókn Makedóníu! Radeski að sleppa í gegn en á síðustu stundu kemur Ísland boltanum í horn. Þarna skall hurð nærri hælum. Ekkert kemur úr horninu.
6. mín
Svo mikil barátta í Oliver að hann missti fyrirliðabandið. Bandið liggur á miðjum vellinum bara og allt í góðum gír.
3. mín
Aron Elís aðeins að leika listir sínar í byrjun. Minnir íslenska áhorfendur á að hann og boltinn eru alveg vinir.
1. mín
Leikur hafinn
Makedónar byrja með boltann en Íslendingar sækja í átt að gömlu góðu Keiluhöllinni sem hefur því miður lokið keppni :(
Alltaf gaman þegar sólin skín. #fotboltinet pic.twitter.com/nCUo4PDBGa
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 11, 2015
Fyrir leik
Verið er að spila þjóðsöngvana. Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson meðal áhorfenda og einnig Eiður Smári Guðjohnsen og fleiri leikmenn A-landsliðsins.
Fyrir leik
Jæja nú er rétti tíminn til að fá menn í fréttamannastúkunni til að skila inn spá fyrir leikinn.
Ingvi Þór, 365: 1-1.
Hörður Snævar, 433 1-2.
Alexander Freyr, Viðskipablaðið: 0-2.
Ég ætla því að vera eini hér sem spáir Íslandi sigri. 2-1 í hörkuleik!
Ingvi Þór, 365: 1-1.
Hörður Snævar, 433 1-2.
Alexander Freyr, Viðskipablaðið: 0-2.
Ég ætla því að vera eini hér sem spáir Íslandi sigri. 2-1 í hörkuleik!
Fyrir leik
Sjálfur Rúnar Vífill Arnarson er mættur í stúkuna, kóngurinn í landsliðsnefnd KSÍ. Þá eru nokkrir meðlimir Tólfunnar mættir. Þar á meðal Árni Súpermann sem er Leiknismaður og væntanlega í skýjunum með að Sindri Björnsson sé í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Verð að viðurkenna að ég er sammála Ragnari í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. Kemur mér á óvart að Viktor Jóns, framherji Þróttar, sé geymdur á bekknum. Ekki amalegt að hafa svona svakalegan markaskorara til taks á bekknum.
Hvaða rugl er það að @ViktorJons byrji ekki fyrir U21? Heitasti framherji Íslands, jafnt innan sem utan vallar. #fotboltinet
— Ragnar Pétursson (@RagnarPeturs) June 11, 2015
Væntanlega er uppstilling U21 svona. Textalýsing hér: http://t.co/Rnz1ASazBj #fotboltinet pic.twitter.com/27Q3OwDopW
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 11, 2015
Fyrir leik
Fylgist með: David Babunski, fyrirliði Makedóníu, er vinstri kantmaður sem er samningsbundinn Barcelona. Dorian Babunski, bróðir hans, er á bekknum en hann er framherji sem er á mála hjá Real Madrid! Byrjunarlið Makedóníu er komið inn en þjálfari er Blagoja Milevski.
Hlakka til að fara & sjá Íslenska U21 móti sterku liði Makedóna. Fullt af efnilegum leikmönnum sem eiga fullt erindi í atvinnumennsku.
— Hólmar Eyjólfsson (@Holmar_Eyjolfs) June 11, 2015
Fyrir leik
Fannar Hafsteinsson markvörður og Ívar Örn Jónsson eru utan hóps. Varamannabekkurinn er kominn inn hér til hliðar.
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson er fyrirliði íslenska liðsins en byrjunarlið Íslands er komið inn. Sindri Björnsson úr Leikni og Ævar Ingi Jóhannesson úr KA eru í byrjunarliðinu en þeir eru að leika sinn fyrsta U21-landsleik.
Vertu með í umræðunni um leikinn á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet - Valdar færslur munu birtast í þessari lýsingu.
Fyrir leik
Hjörtur Hermannsson og Árni Vilhjálmsson eru meiddir og geta ekki tekið þátt í þessu verkefni. Reynslumestu leikmenn hópsins eru markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem hafa leikið ellefu U21-landsleiki.
Fyrir leik
Varnarmaðurinn Adam Örn Arnarson:
Ef við ætlum að gera eitthvað í riðlinum held ég að það sé nauðsynlegt að taka þrjú stig heima gegn Makedóníu.
Ef við ætlum að gera eitthvað í riðlinum held ég að það sé nauðsynlegt að taka þrjú stig heima gegn Makedóníu.
Fyrir leik
Það verður dágóður fjöldi erlendra njósnara á leiknum í kvöld. Langflestir leikmenn hópsins spila enn á Íslandi. "Það er bara jákvætt. Við ætlum að gera þá ennþá betri og búa til atvinnumenn úr þeim," segir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari. Sex úr hópnum eru hjá erlendum félagsliðum - norskum og dönskum.
Byrjunarlið:
1. Damjan Siskovski (m)
2. Filip Ristovski
5. Gjoko Zajkov
7. Marjan Radeski
8. Boban Nikolov
9. Valjmir Nafiu
('66)
10. David Babunski (f)
11. Filip Pivkovski
('79)
('87)
14. Darko Velkoski
18. Burhan Mustafov
19. Besir Demiri
Varamenn:
12. Igor Aleksovski (m)
3. Angelce Timovski
4. Visar Musliu
15. Kire Markoski
('87)
16. Dorian Babunski
('79)
17. Viktor Angelov
20. Jasir Asani
('66)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: