Laugardalsvöllur
A-karla EM 2016
Aðstæður: Stillt veður
Dómari: William Collum (Skotland)
Áhorfendur: 9767 & 5 hrafnar
Eftir að hafa lent undir, þá sýndu íslensku leikmennirnir hvað í þeim býr, svöruðu fyrir sig stuttu seinna og Kolbeinn Sigþórsson tryggði síðan öll stigin á 76. mínútu leiksins.
Góða skemmtun í kvöld - farið hægt um gleðinnar dyr og ÁFRAM ÍSLAND!
Skýrslan, viðtöl og allt sem tengist landsleiknum verður hér hent inn á síðuna í allt kvöld!
Ísland vinnur 2-1 og eru þar með komnir á topp riðilsins eftir sex umferðir!
VÁVÁVÁ! Þvílíkur dagur, þvílíkur leikur, þvílíkt lið!
Milan Skoda fer í Hannes, sem liggur og vinnur inn nokkrar dýrmætar sekúndur.
Jæja, taka sinn tíma í þetta, tíminn vinnur með okkur.
Þeir eru undir og fimm mínútur eftir, plús uppbótartími. Vörn Íslendinga er þétt að vanda. Einungis fengið á sig þrjú mörk í undankeppninni, reyndar öll á móti Tékkum.
Íslenska landsliðið er komið yfir og þar með komnir á toppinn í riðlinum!
Jón Daði Böðvarsson var að leika sér með boltann fyrir framan vítateig Tékka, Tomas Sivok tæklaði boltann til Kolbeins sem var skyndilega kominn einn gegn Cech. Lék á "Hjálminn" og renndi boltanum í autt markið!
Rangstæðu-gildra vörn Íslendinga klikkaði hrikalega og Krejci var kominn einn innfyrir en síðasta snerting hans, sveik hann gjörsamlega og Hannes náði til boltans.
Þetta leit ekki vel út á tímabili en sem betur fer, var Krejci enn ískaldur.
Krejci er leikmaður Sparta Prag í heimalandinu.
Petr Cech grípur boltann frá Gylfa úr horninu, alltof auðveldlega.
Stoðsending: Ari Freyr Skúlason
Og aftur JÁÁÁÁÁÁÁ!
Ekki lengi að jafna, hornspyrna Gylfa var skölluð út fyrir teiginn, Ari Freyr fékk boltann vinstra megin, átti glimrandi fyrirgjöf yfir á fjær þar sem Aron Einar gjörsamlega STANGAÐI boltann í fjærhornið.
Jón Daði Böðvarsson er að gera sig líklegan til að koma inná.
Ekki í fyrsta skiptið sem miðjumenn Íslands missa boltann svona auðveldlega á miðjunni og Tékkarnir refsuðu í þetta skiptið.
Stoðsending: Tomás Necid
Fyrsta skot Tékka á markið og það er inni.
Gylfi "þræðir" Sig(urðsson) framhjá David Limberský innan vítateigs en skotið hans hárfínt framhjá fjærstönginni.
Áfram svona - þetta er okkar völlur og allt það!
Jæja Ísland! Nú megiði fara mæta til leiks í seinni hálfleiknum.
Emil er kominn á hægri vænginn og Birkir á þann vinstri.
Heimir segir íslenska liðið geta gert betur þegar það er með boltann og segir að Aron Einar muni taka fleiri löng innköst í síðari hálfleiknum.
Enginn Ólafur Ragnar á vellinum í dag. Sigmundur Davíð mættur. Situr með Geir og Rúnari Vífli. Heiðursstúkan #fotboltinet
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 12, 2015
Þetta er í lagi, en við viljum sjá meira. Þá sérstaklega frá þeim Jóhanni Berg og Kolbeini Sigþórssyni.
Aron Einar virðist vera eitthvað tæpur, spurning hvernig hann kemur inn í seinni hálfleikinn.
Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sig. hafa verið traustir varnarlega en hafa átt í erfiðleikum með að koma boltanum frá sér á sóknarmenn Íslands. Löngu og háu spyrnur þeirra, hafa lítið skilað.
Jóhann Berg reyndi fyrirgjöf sem endar í varnarmanni Tékka og í horn.
Meira hefur það ekki verið.
Pilar brýtur nú á Birki á vallarhelmingi Tékka.
Gylfi tekur spyrnuna og rúmlega hálft íslenska liðið komið inn í teiginn.
Sivok skallar boltann frá sem endar með fyrirgjöf frá Ara Frey langt og hátt yfir markið.
Birkir gerði það sem hann þurfti að gera, stöðva hann og dæmdur brotlegur. Sleppur við spjaldið.
En íslenska vörnin gerir vel og hreinsar frá.
Miðvörðurinn, Tomas Sivok skallar boltann hinsvegar yfir markið, úr horninu.
Vá. Þetta var alvöru tvær mínútur hjá íslenska liðinu.
Veislan er rétt að byrja - koma svo - Áfram Ísland!
Hann fór með fæturnar í höfuðið á Aroni Einari.
Gylfi gerir sig kláran
Íslendingar halda pressunni áfram, Emil kemur með fyrirgjöf og í kjölfarið er sparkað í höfuðið á Aroni Einari.
Önnur aukaspyrna, á enn betri stað en sú fyrri!
Tomas Sivok brýtur á Kolbeini alveg við vítateiginn vinstra megin.
Staðsetning sem Gylfi ætti að þekkja vel!
Hvaaaað gerir Sigurdsonn?
Bæði lið hafa átt álitlegar sóknir. Eftir góða byrjun Tékka er íslenska landsliðið að vinna sig hægt og bítandi meira inn í leikinn og eru farnir að verða líklegri en áður.
Áfram gakk!
Tók hann með hælnum fyrir aftan bak á lofti. Svaðalegt!
Íslendingar stilla upp og Ari Freyr tekur spyrnuna.
Þeir bíða eftir því að við gerum mistök og reyna síðan að svara með hröðum sóknum.
Tomas Necid með skalla rétt framhjá úr dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Pavel Kaderabek.
Kaderabek eld fljótur úr hægri bakverðinum og kom með frábæra fyrirgjöf. Necid hoppaði manna hæst og þarna hefðu allir Tékkar viljað sjá boltann inni.
Endar með því að boltinn fer aftur fyrir endamörk og markspyrna.
Borek Dockal tekur spyrnuna sem endar með fyrirgjöf frá David Limbersky. Emil skallar í horn.
Tékkar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
Íslendingar byrja með boltann og sækja í átt að Laugardalshöllinn.
Íslenska liðið í bláum búningum og Tékkarnir í hvítum.
Það er ágætis knattspyrnuveður, gott sem logn, bjart.
Stúkan er að fyllast og tekur vel undir, bæði í þjóðsöngnum og klappar vel fyrir því þegar Röddin kynnir byrjunarlið Íslands!
Friðgeir Bergsteins er í gírnum #Friðgeirsvaktin pic.twitter.com/thdkH0c8kq
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 12, 2015
40 mín í öruggan 2-1 sigur íslendinga #IslTek #aframIsland #fotboltinet pic.twitter.com/WdRC5SIfOl
— Sigurður Svavarsson (@Siggivs) June 12, 2015
Kasakstan 0 - 1 Tyrkland
Tyrkirnir því komnir í 8 stig, stigi á undan Hollandi sem mætir Lettum í kvöld.
Arda Turan með markið á 83. mínútu. 1-0.
Tékkar eru með aðeins varnarsinnaðara lið en hingað til í undankeppninni en Lukas Vacha leikmaður Sparta Prag kemur inn á miðjuna fyrir Vladimír Darida. Vacha er varnarsinnaðari en Darida.
Þá kemur Vaclav Prochazka inn í vörnina fyrir Michal Kadlec sem spilaði lítið með Fenerbache síðari hluta tímabils. Prochazka er líkamlega sterkari en Kadlec samkvæmt tékkneskum sparkspekingum.
Petr Cech og Tomas Rosicky eru á sínum stað en sá síðarnefndi er með fyrirliðabandið.
Fremstur er Tomas Necid, leikmaður Zwolle í Hollandi. Hann er kominn með eitt mark í þremur leikjum í undankeppninni.
Boltinn á greinilega að renna vel á vellinum í kvöld.
Czech XI to face Iceland. Couple of surprises, one of which I'm quite happy about. pic.twitter.com/6m6BZYJDkf
— Chris Boothroyd (@czefootball) June 12, 2015
Hann er kominn með tvö spjöld, fái hann spjald í kvöld, verður hann í leikbanni í næsta leik gegn Hollandi.
Þeir kíkja á netið á mörkunum og það virðist allt vera í lagi.
Koma svo, áfram Ísland! #IslTék #fotboltinet pic.twitter.com/fxphZFwR84
— Hjalti S. Hjaltason (@Hjalti_Hjalta) June 12, 2015
Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á bekknum en hann er eini leikmaðurinn sem dettur úr liðinu síðan í 3-0 sigrinum á Kasakstan í mars.
Jóhann Berg Guðmundsson verður í fremstu víglínu með Kolbeini Sigþórssyni eftir að hafa leikið á kantinum í síðasta leik.
Emil Hallfreðsson byrjar hins vegar á vinstri kantinum.
Birkir Már Sævarsson byrjar í hægri bakverði líkt og á móti Kasakstan en Theódór Elmar Bjarnason, sem byrjaði fyrstu fjóra leikina í keppninni í hægri bakverðinum, er á bekknum.
Tékkland (heima) (í kvöld)
Holland (úti) (3. sept)
Kasaka (heima) (6. sept)
Lettland (heima) (10. okt)
Tyrkland (úti) (13. okt)
3 hours! #fotboltinet pic.twitter.com/PEIZZeQw6e
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 12, 2015
Hvar ertu !! #lifi #fotboltinet pic.twitter.com/W1nxhbrZu2
— Þróttur (@throtturrvk) June 12, 2015
Aðstoðardómararnir eru þeir, Damien McGraith frá Írlandi og Skotinn, Francis Connor.
.@SDullan liðsstjóri er mættur á völlinn. Alltaf léttur. Spáir sigri. Alfreð og Jói skora. Áfram Ísland! http://t.co/7xTllQb0gG
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 12, 2015
Auk Ísland - Tékkland fara fram:
Kasakstan - Tyrkland
Lettland - Holland
Tékkland 13 stig
Ísland 12 stig
Holland 7 stig
Tyrkland 5 stig
Lettland 3 stig
Kasakstan 1 stig
Sjá nánar.
Smelltu hér til að sjá viðtal við Súperman!
Svona bara! #ÍslTék
Hannes,
Birkir Már, Kári, Ragnar, Ari
Birkir Bj, Aron, Gylfi, Emil
Jói Berg, Kolbeinn
— Gummi Ben (@GummiBen) June 12, 2015
Taktu þátt með kassamerkinu fotboltinet.
#fotboltinet
Það eru flæðandi fréttir inn á síðunni, hægri vinstri sem ég mæli hiklaust með því að lesa.
Ef Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ fær sér samloku, þá verður hent í frétt um leið.
Nú hefst textalýsingin formlega. Ísland - Tékkland er LEIKURINN, segir Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands og veistu, ég er sammála honum.
Fylgstu með hér í allan dag, fram að leik, á meðan leik stendur og jafnvel eitthvað lengur.
Komið með mér í þessa veislu!