Real Madrid
1
2
Barcelona
Cristiano Ronaldo
'11
1-0
1-1
Carles Puyol
'49
1-2
Eric Abidal
'77
18.01.2012 - 21:00
Santiago Bernabeu
Spænski konungsbikarinn
Dómari: Cesar Muniz Fernandez
Santiago Bernabeu
Spænski konungsbikarinn
Dómari: Cesar Muniz Fernandez
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
2. Raphael Varane
3. Pepe
('79)
4. Sergio Ramos
5. Fabio Coentrao
7. Cristiano Ronaldo
9. Karim Benzema
14. Xabi Alonso
16. Hamit Altintop
20. Gonzalo Higuain
('66)
24. Lassana Diarra
('66)
Varamenn:
13. Antonio Adan (m)
10. Mesut Özil
('66)
12. Marcelo
15. Daniel Carvajal
18. Gareth Bale
('79)
21. Morata
('66)
24. Asier Illarramendi
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Pepe ('16)
Morata ('68)
Rauð spjöld:
90. mín
Leiknum er lokið!! Lokatölur 1-2 fyrir Barcelona. Þeir voru undir í hálfleik en náðu að koma til baka og er því liðið með fínt veganesti fyrir heimaleikinn í síðari viðureigninni.
90. mín
Messi og Coentrao eitthvað að deila. Portúgalski bakvörðurinn hendir þeim argentíska í jörðina. Dómari leiksins sá þó ekki atvikið en hann er búinn að missa af ansi miklu í kvöld.
89. mín
Lítið að gerast þessa stundina, leikurinn hefur róast mikið. Það var rosalegur hiti fyrsta hálftímann af síðari hálfleik en nú er allt orðið rólegt.
81. mín
Menn eru að atast í hverri einustu sókn, það er með ólíkindum. Klípandi í eyru, sparkandi í kálfa og stígandi á fingur. Þetta er El Clasico, það er alveg á hreinu!
79. mín
Pepe er kominn útaf, hefði hann verið mínútu lengur hefði hann sennilega fengið að líta rauða spjaldið.
77. mín
ERIC ABIDAL AÐ SKORA!!! Hann er nýbúinn að skrifa undir framlengingu á samning sínum og hann þakkar fyrir sig þarna. Fékk frábæra sendingu frá Messi, og franski varnarmaðurinn átti ekki í vandræðum með að klára færið!
69. mín
Busquets með hættulegan skalla!! Aukaspyrna frá vinstri sem rataði beint á hausinn á Busquets en hann skallar knöttinn rétt yfir markið.
68. mín
Pepe er með ólíkindum. Callejon brýtur á Messi, og Pepe stígur á fingur hans. Hann er á gulu spjaldi en fær ekkert fyrir þetta. Callejon fær hins vegar að líta gult spjald fyrir brotið.
66. mín
Tvöföld skipting hjá Real. Jose Callejon kemur inn á fyrir Gonzalo Higuain og þá fer Lassana Diarra útaf fyrir Mesut Özil. Þetta gæti orðið áhugavert, en Callejon er markahæsti leikmaður Madríd í bikarnum og þá er Özil einnig búinn að vera heitur á þessu tímabili.
58. mín
Benzema með skalla stöng!! Hamit Altintop með fyrirgjöfina, sem rataði beint á kollinn á Benzema en hann stýrir honum í stöngina og útaf.
54. mín
Iniesta með skot í stöng!!! Fabregas vippar boltanum á Iniesta sem nær að teygja sig í skotið, en boltinn fer af Ramos og í stöngina. Heimamenn heppnir þarna að vera ekki undir.
50. mín
Ramos neglir Sanchez niður! Það verður að sjálfsögðu allt brjálað á svipstundu, en ótrúlegt en satt þá er Pepe að róa mannskapinn niður!
49. mín
HINN HÁRPRÚÐI CARLES PUYOL MEÐ MARK!!! Xavi með hornspyrnuna og þar mætti Puyol aðsvífandi og stangaði hann inn með flugskalla. Casillas kom engum vörnum við!
45. mín
Hálfleikur: Frekar jafn leikur, en Barcelona fór að sækja meira eftir markið hans Ronaldo. Vonandi bíður okkar svakalegur síðari hálfleikur á Bernabeu!
45. mín
Fabregas með skot vel yfir markið! Það er lítið um færi þessa stundina, liðin berjast af hörku. Sumir sem kalla þessar viðureignir Tomma og Jenna, það virðast þó vera einhverjar breytingar á því í augnablikinu.
34. mín
Fabregas með laglega fyrirgjöf þarna, en Sanchez nær ekki að klára færið nægilega vel. Casillas fórnaði sér þá rosalega nokkru áður þegar Messi átti góða stungusendingu á Fabregas, en Casillas var mættur út fyrir teig í flugskallann.
29. mín
Iniesta í dauðafæri! Hann á gott samspil með Sanchez, en hann missir boltann aðeins of langt frá sér áður en hann skýtur boltanum rétt framhjá markinu.
26. mín
Lionel Messi með fast skot! Fær boltann vinstra megin og þrumar á markið, en færið er þröngt og Casillas ver þetta örugglega í horn.
21. mín
Áhorfendur eru alla vega ekki fyrir vonbrigðum með fyrstu tuttugu mínúturnar, þvílík skemmtun!
20. mín
Gult spjald: Gerard Pique (Barcelona)
Fáránlegt spjald er mitt mat. Hann fer upp í skallaeinvígi við Pepe, sem lætur sig falla með tilþrifum.
16. mín
Alexis Sanchez með ótrúlegan skalla í stöngina! Fabregas á sendinguna og Sanchez óheppinn að skora ekki þarna.
15. mín
Heimamenn að byrja öllu betur, en þetta er ekki búið enn. Það má búast við nokkrum mörkum í viðbót held ég nú!
14. mín
Andrés Iniesta með hættulegt skot!! Hann er á vinstri kantinum keyrir inn á vörnina en Casillas ver skot hans í stöng og útaf.
11. mín
CRISTIANO RONALDO AÐ SKORA!!! Frábærlega vel gert hjá portúgalska snillingnum. Hann fær sendingu frá Benzema á vinstri kantinn, þar tekur hann eina gabbhreyfingu áður en hann skorar með því að klobba Pinto!
4. mín
Strax komið smá fjör í leikinn, það er spenna í leikmönnum eðlilega. Messi tókst samt að hrista af sér tæklingu frá hinum geðsjúka Pepe, ekki allir sem geta það.
Fyrir leik
Real Madrid að spila 4-5-1 með djúpan miðjumann. Barcelona að spila 4-3-3. Cesc Fabregas er fremstur með Alexis Sanchez og Lionel Messi á köntunum.
Fyrir leik
Leikmenn eru að ganga út á völl og því nokkrar mínútur í að leikurinn hefjist á Bernabeu.
Fyrir leik
Það fer að styttast í leikinn, en síðan Guardiola og Mourinho tóku við liðunum þá hefur fjörið orðið meira í viðureignunum, það er óhætt að segja!
Fyrir leik
Jose Manuel Pinto er í markinu hjá Börsungum, hann spilar alla bikarleiki og er engin breyting á því í dag.
Fyrir leik
Við tökum inn í dæmið landsleiki þeirra árið 2011 einnig, þessar tölur eru frá ESPN Soccernet.
Fyrir leik
Cesc Fabregas hefur svo sannarlega náð að láta ljós sitt skína síðan hann kom til Barcelona. Hans fyrsta tímabil og hann er kominn með 30 leiki, 16 mörk og fimm stoðsendingar, það er ekkert ömurlegt þannig.
Fyrir leik
Það þarf þó varla að kynna Xavi Hernandez heldur. Hann er búinn að vera leiðtogi á miðjunni hjá Barcelona í áratug. 41 leikur, 11 mörk og 10 stoðsendingar á þessu tímabili.
Fyrir leik
Þessi leikur snýst þó ekki bara um þessa tvo. Förum yfir smá tölfræði yfir leikmennina sem skapa mörkin líka. Mesut Özil er kominn með 29 leiki, 4 mörk og 13 stoðsendingar fyrir Madrídinga á þessu tímabili.
Fyrir leik
Lionel Messi er einnig með 39 leiki á tímabilinu. Hann er þá með 35 mörk og 17 stoðsendingar hvorki meira né minna. Þeirra barátta heldur áfram, en þeir eru í markastríði ár eftir ár.
Fyrir leik
Cristiano Ronaldo hefur leikið 39 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og þá hefur hann skorað 36 sinnum. Þá er hann með níu stoðsendingar.
Fyrir leik
Það mætast skærustu stjörnur knattspyrnunnar í kvöld. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Rennum aðeins yfir þeirra tölur á tímabilinu til þessa.
Fyrir leik
Síðan Pep Guardiola tók við Barcelona þá hefur hann reyndar unnið 8 leiki af 12, þrjú jafntefli og eitt tap. Barcelona tapaði jú fyrsta leiknum gegn Real í langan tíma þegar liðin mættust í úrslitaleik konungsbikarsins í fyrra.
Fyrir leik
Þetta er viðureign númer 217. Real Madrid er yfir í einvíginu í heildina, en ekki undanfarin ár þó. Real hefur unnið 86, en Barcelona 85 leiki. Barcelona getur því jafnað í kvöld.
Fyrir leik
El Clasico eru alltaf rosalegar viðureignir og það verður engin breyting á því í kvöld, en þetta er fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum.
Fyrir leik
Ég minni þá lesendur sem eru notendur á Twitter að nota hashtagið #fotbolti ef það ræðir leikinn þar, en vel valdnar færslur verða birtar í lýsingunni.
Byrjunarlið:
2. Daniel Alves
3. Gerard Pique
4. Cesc Fabregas
('88)
5. Carles Puyol
6. Xavi
('86)
8. Andres Iniesta
9. Alexis Sanchez
('82)
10. Lionel Messi
13. Jose Pinto (m)
16. Sergio Busquets
22. Eric Abidal
Varamenn:
1. Victor Valdes (m)
11. Thiago
('86)
14. Javier Mascherano
21. Adriano
('82)
28. Dos Santos
30. Sergi Roberto
39. Isaac Cuenca
('88)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gerard Pique ('20)
Sergio Busquets ('55)
Carles Puyol ('79)
Rauð spjöld: