City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
2
0
Afturelding
Donna Kay Henry '59 1-0
Magdalena Anna Reimus '77 2-0
16.06.2015  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Rigning, rok og hlýtt.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 131
Maður leiksins: Donna Kay Henry
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Erna Guðjónsdóttir ('63)
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
2. Donna Kay Henry
7. Anna María Friðgeirsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir ('75)
15. Summer Williams
19. Eva Lind Elíasdóttir ('66)

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
3. María Rós Arngrímsdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('66)
28. Esther Ýr Óskarsdóttir ('63)
29. Katrín Rúnarsdóttir ('75)

Liðsstjórn:
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmunda Brynja Óladóttir ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossvelli með sigri Selfyssinga 2-0. Skýrsla væntanleg á síðuna.
93. mín
Gunnhildur verið frísk eftir að hún kom inná, með skot en það rétt framhjá marki Selfyssinga.
93. mín
Selfyssingar ná ekki toppsætinu að þessu sinni eftir að Breiðablik vann Val 0-6 í leik kvöldsins en við fáum einmitt stórleik í næstu umferð þegar Selfyssingar heimsækja Breiðabliksstúlkur.
92. mín Gult spjald: Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
91. mín
Uppbótartími, ekki miklar tafir, 6 skiptingar og 2 mörk.
90. mín
Afturelding með skot en það framhjá.
87. mín
Donna Kay reynir skot utanað velli en það framhjá. Hún hefur verið gríðarlega spræk í leiknum og farið fyrir sóknarleik heimamanna.
84. mín
Hornspyrna Selfyssinga en Afturelding ná að bæja hættunni frá.
83. mín
Inn:Gunnhildur Ómarsdóttir (Afturelding) Út:Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir (Afturelding)
77. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
MAAAAAAAAARK!

STÓRSKRÍTIÐ mark lítur hér dagsins ljós. Guðmunda Brynja kemst innfyrir vörn Aftureldingar, nær góðu skotu sem Mist ver útí teig, þar ætla varnarmenn Aftureldingar báðir að hreinsa en detta um hvor aðra. Katrín Rúnarsdóttir nær þá skoti en í varnarmann og ÞAÐAN nær Magdalena boltanum og skýtur í autt markið. Selfyssingar komnir í 2-0!
75. mín
Inn:Katrín Rúnarsdóttir (Selfoss) Út:Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
71. mín
Afturelding NÁLÆGT því að jafna leikinn þarna! Lovísa Mjöll kemst inn fyrir vörn Selfyssinga en með varnarmann í bakinu, nær skotinu sem er rétt framhjá!
69. mín
Selfyssingar ætla að bæta við öðru marki sýnist mér en Afturelding ætlar samt ekkert að fá á sig annað mark.
67. mín
Það er tími skiptinga sýnist mér. Báðir þjálfarar að breyta liðum sínum.
66. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
64. mín
Inn:Edda Mjöll Karlsdóttir (Afturelding) Út:Elín Svavarsdóttir (Afturelding)
63. mín
Inn:Esther Ýr Óskarsdóttir (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
62. mín
Anna María Friðgeirsdóttir með stórhættulega aukaspyrnu inní teig Aftureldingar, enginn leikmaður kemst þó í boltann og hann rétt framhjá.
59. mín MARK!
Donna Kay Henry (Selfoss)
ÍSINN ER BROTINN!!!

Það eru heimamenn sem brjóta hann. Donna Kay Henry fær laglega sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar, leikur þar á varnarmenn og markmann og leggur boltann í netið! Frábært mark og við viljum þau fleiri!!!
57. mín
Inn:Guðný Lena Jónsdóttir (Afturelding) Út:Svandís Ösp Long (Afturelding)
56. mín
Kjartan Björnsson stolt Selfyssinga er mættur á völlin í Arsenal úlpunni sinni, það boðar ekkert nema gott fyrir Selfyssinga.
54. mín
Fyrsta skot Aftureldingar á rammann í leiknum og það á Helen Lynskey, lætur boltann skoppa rétt fyrir framan Sandiford sem á í erfiðleikum með boltann en nær þó að koma honum burt. Við erum komnin með leik!
52. mín
Donna Henry er allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga. Á hérna góðan bolta innfyrir á Evu Lind sem skýtur úr þröngu færi og Mist ver.
47. mín
Heimamenn byrja á flottri sókn sem endar með skoti frá Dagnýju Brynjars en Mist ekki í vandræðum og handsamar boltann.
46. mín
Leikur hafinn
Jæja seinni hálfleikur hafinn. Leikmenn búnir að fá ræðuna og áhorfendur búnir að fá sér kaffi. Fáum vonandi BULLANDI skemmtun hérna í síðari hálfleik.
46. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í afar tíðindarlitlum og vægast sagt leiðinlegum leik. Við vonumst eftir meiri skemmtun í seinni hálfleik!
46. mín
Við erum komin í uppbótartíma og Afturelding fagnar því með eins og einni hornspyrnu.
43. mín
Fyrsta ALVÖRU færi leiksins og það á markamínútunni!

Donna Henry brunar upp kantinn með fyrirgjöf, Eva Lind nær að komast í boltann og skýtur í stöngina en Mist nær síðan til boltans!
37. mín
Mikil harka í leiknum og stelpurnar láta vel finna fyrir sér. Blauta grasið er að hjálpa.
34. mín
Vörn Aftureldingar er að halda vel, kannski vegna þess að Selfyssingar eru engann vegin nógu grimmar. Vanmat? Nei, segi svona.
30. mín
Leikurinn er á pari við veðrið. Mjög dapurt. Selfyssingar ívið meira með boltann en lítil sköpunargleði.
24. mín
Selfyssingar eru að skipta niður um gír. Ekkert búið að vera gangi síðustu mínútur og lítið til þess að skrifa um.
17. mín
Leikurinn fer nánast eingöngu fram á vallarhelmingi Aftureldingar þessa stundina. Tímaspursmál....
14. mín
Selfyssingar að ná að skapa sér færi þessa stundina en ísinn er enn óbrotinn.
11. mín
Flott færi hjá heimamönnum. Góð sending inní box sem ratar á Dagnýju sem skýtur rétt framhjá! Þetta er í áttina hjá heimamönnum.
6. mín
Bæði lið að þreifa fyrir sér í byrjun og ekkert hættulegt í gangi. Verið að aðlagast veðrinu.
2. mín
Fyrsta sókn leiksins er Selfyssinga, fá hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn á Selfossi! Heimamenn byrja!
Fyrir leik
Vallarþulur kvöldsins er Árni Evert Leósson en hann þreytir frumraun sína hérna í kvöld. Spennandi.
Fyrir leik
Liðin ganga til búningsklefa til að klára endanlega undirbúning fyrir þennan leik.
Fyrir leik
10 mínútur í leik og Unnur Eggertsdóttir er á fóninum. Stefnir í flottan leik.
Fyrir leik
Veðrið leikur ekkert sérstaklega við okkur í kvöld en ég hvet fólk samt sem áður til þess að mæta í hlýjum fötum.

20 mínútur í leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn. Lítið sem ekkert kemur á óvart.
Fyrir leik
Afturelding löngu komnar út að hita upp en Selfyssingar eru að láta bíða eftir sér eitthvað.
Fyrir leik
Völlurinn er iðagrænn og rennandi blautur sem ætti bara að gera þennan leik enn meira spennandi. Smá vindur á Selfossi en ekkert til þess að grenja yfir. Allir Selfyssingar ásamt Mosfellingum á völlin og hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn!
Fyrir leik
Selfoss eru á gríðarlegri siglingu og búnar að vinna 5 leiki í röð. Með hagstæðum úrslitum í kvöld komast þær á toppin, en þær þurfa þá að byrja á því að vinna Aftureldingu.

Afturelding eru ekki á alveg jafn góðum stað í deildinni en einungis með 1 stig í 8.sæti.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur. Pepsideild kvenna rúllar áfram í kvöld. 4 leikir fara fram í kvöld.

Á Selfossi mæta heimamenn gestunum úr Mosfellsbæ. Selfossstúlkur að berjast á toppnum en Afturelding á botninum.
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
Svandís Ösp Long ('57)
4. Elín Svavarsdóttir ('64)
5. Elise Kotsakis
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
13. Sasha A. Andrews
18. Stefanía Valdimarsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
20. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir ('83)
23. Helen Leanne Lynskey
26. Eva Rún Þorsteinsdóttir

Varamenn:
12. Gná Elíasdóttir (m)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
11. Edda Mjöll Karlsdóttir ('64)
14. Gunnhildur Ómarsdóttir ('83)
20. Guðný Lena Jónsdóttir ('57)
27. Tinna Björk Birgisdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: