City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
0
6
Breiðablik
0-1 Jóna Kristín Hauksdóttir '5
Elín Metta Jensen '29 , misnotað víti 0-1
0-2 Guðrún Arnardóttir '36
0-3 Fanndís Friðriksdóttir '41
0-4 Fanndís Friðriksdóttir '54
0-5 Málfríður Erna Sigurðardóttir '68
0-6 Telma Hjaltalín Þrastardóttir '79
16.06.2015  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: Um 100
Maður leiksins: Fanndís Friðriksdóttir
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
Kristín Ýr Bjarnadóttir ('61)
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
3. Maria Selma Haseta ('51)
6. Mist Edvardsdóttir
10. Elín Metta Jensen
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
14. Rebekka Sverrisdóttir
23. Heiða Dröfn Antonsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir ('71)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
5. Inga Dís Júlíusdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('61)
18. Sigrún Björk Sigurðardóttir
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir ('71)
20. Anna Garðarsdóttir
28. Katia Maanane ('51)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Maria Selma Haseta ('37)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög öruggur sigur Breiðabliks.

Valsstúlkur klúðruðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik og eftir það tóku Blikastúlkur öll völd og unnu góðan sigur.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Elín Metta tekur aukaspyrnu frá um 25 metra færi sem fer vel yfir markið.
90. mín Gult spjald: Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
89. mín
Hildur Sif nálægt því að skora sjöunda markið en skallinn hennar úr góðu færi fer rétt framhjá.
83. mín
Rebekka Sverrisdóttir gerir vel á hægri vængnum og á síðan stórhættulega fyrirgjöf sem endar næstum með því að Málfríður skorar sjálfsmark en sem betur fer fyrir hana, situr hún boltann rétt framhjá eigin marki.
79. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
MAAAAAARK!

Úff, Valsstúlkur hafa verið skelfilegar í þessum síðari hálfleik.

Telma fær boltann á miðjum vallarhelming Valsstúlkna. Ræðst á vörnina og fer alltof auðveldlega í gegnum alla og skorar að lokum auðvelt mark.
75. mín
Inn:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
74. mín
Valsstúlkur eru aðeins að koma til en Blikastúlkur hafa slakað aðeins á.

Þær eru búnar að koma sér í ágætis stöður en það vantar herslumuninn til að gera meira í þeim.
72. mín
Fanndís er enn og aftur mjög ógnandi. Nú óð hún upp vinstri vænginn og átti fyrirgjöf sem Valsstúlkur bjarga á síðustu stundu.
71. mín
Inn:Selma Dögg Björgvinsdóttir (Valur) Út:Katrín Gylfadóttir (Valur)
71. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
68. mín MARK!
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAAAAAAAAARK!!

Enn og aftur ráða Valsstúlkur ekki við hornspyrnu frá Breiðablik.

Nú er það Málfríður Erna sem skallar boltann í markið eftir hornspyrnu.
66. mín
Vesna er í ágætri stöðu í teig Blikana, hún reynir skot sem Sonný varði í horn.

Spurning hvort hún hefði átt að leggja boltann út í teiginn frekar.
65. mín
Inn:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
61. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur)
Ekki alveg verið dagurinn hennar Kristínar.

Maanane fer á toppinn en Málfríður á vænginn.
57. mín
Hallbera Guðný Gísladóttir er næst að taka vitlaust innkast. Tvö í sama leik hjá Breiðablik.
54. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
MAAAAAAAAARK!!

Fanndís tekur rosalegan sprett upp völlinn, fer framhjá Þórdísi í markinu en hún er komin í þröngt færi en hún klárar virkilega vel.
51. mín
Inn:Katia Maanane (Valur) Út:Maria Selma Haseta (Valur)
46. mín
Blikar byrja seinni hálfleikinn betur og fá þær fyrsta hálfærið.

Svava átti fyrirgjöf sem sóknarmenn Kóparvogsliðsins rétt misttu af.
45. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað

Blikar byrja með boltann og líður þeim eflaust vel enda í frábærri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Ívar bætir engu við.

Leikurinn var jafn fyrri part hálfleiksins en Blikastúlkur tóku öll völd á leiknum er leið á hálfleikinn.
44. mín
Rakel Hönnudóttir fær boltann, fer framhjá Þórdísi en hikar aðeins of mikið og Valsstúlkur rétt ná að bjarga.

Boltinn berst síðan á Hellberu sem reynir hörkuskot af löngu færi sem fer framhjá.

Blikastúlkur eru mikið sterkari þessa stundina.
43. mín
Svara Rós reynir skot af löngu færi sem Þórdís á ekki í vandræðum með.
41. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Telma Hjaltalín Þrastardóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Blikastúlkur eru að labba yfir Valsliðið þessar mínútur. Telma kemur með flottan sprett upp völlinn. Hún leggur síðan boltann á Fanndísi sem klárar vel.
37. mín Gult spjald: Maria Selma Haseta (Valur)
36. mín MARK!
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAAAAAAAARK!!!

Í staðin fyrir að Valur jafni leikinn þá komast Blikastúlkur í 2-0.

Aftur var það beint eftir hornspyrnu Hallberu og núna er það Guðrún sem klárar vel með skalla.
29. mín Misnotað víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
Frábær varsla hjá Sonný!

Vítaspyrnan var ekki svo slök en Sonný var mjög snögg niður og varði í horn.

Mér fannst þetta ekki vítaspyrna og er réttlætinu því fullnægt.
28. mín
Víti!

Vesna er tekin niður í teignum og Ívar dæmir umsvifalaust vítaspyrnu.

Ég er ekki sannfærður en vítaspyrnan stendur.
22. mín
Lilja reyndi skot sem hitti ekki rammann.

Sonný hefur haft það mjög þægilegt í Blika markinu.
20. mín
Vesna reynir skot rétt utan teigs sem hún dregur framhjá markinu.
18. mín
Úps, Fjolla Shala tekur vitlaust innkast.
17. mín
Frekar rólegt yfir þessu á Hlíðarendanum eins og er.

Leikurinn er jafn og fer mikið fram á miðjunni þessa stundina.
12. mín
Ég nefndi áðan að Svava og Hallbera væru hjá Val á síðustu leiktíð. Málfríður Erna Sigurðardóttir var það auðvitað líka.
10. mín
Fyrsta færi Vals í þessum leik. Elín Metta fær boltann inn í teig Blika en skot hennar hittir ekki á markið.

Smá kraftur að færast í Valsstúlkur.
6. mín
Andrea reynir aftur skot af löngu færi og nú slær Þórdís boltann í horn.
5. mín MARK!
Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Eins einfalt og það gerist. Hallbera tekur hornspyrnu beint á kollinn á Jónu sem skorar með góðum skalla.
3. mín
Blikastúlkur eiga fyrsta skot leiksins. Það tekur Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir af löngu færi en Þórdís á ekki í vandræðum með að verja það.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Valsstúlkur byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Hallbera Guðný Gísladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir spiluðu með Valsstúlkum á síðustu leiktíð en þær byrja leikinn fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Nú eru tíu mínútur í leik og eru Blikastúlkur hættar að hita og mættar í búningsklefann.

Valsstúlkur eru hins vegar ennþá á vellinum að gera skotæfingar.

Styttist í þetta !
Fyrir leik
Valsstúlkur byrjuðu mótið virkilega vel með sigrum á Aftureldingu, KR og Fylki en þær töpuðu síðan gegn Stjörnunni og Selfossi í kjölfarið.
Fyrir leik
Breiðablik er sem stendur eina taplausa liðið í deildinni. Eini leikurinn sem liðið hefur ekki unnið var gegn KR sem verða að teljast gríðarlega óvænt en það er eina stigið sem KR liðið hefur fengið í sumar.
Fyrir leik
Breiðalik er sem stendur í toppsæti deildarinnar og eru þær taplausar.

Valsstúlkur eru í 6.sæti og hafa þær tapað síðustu tveim leikjum sínum.
Fyrir leik
Góðir lesendur, hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks í Pepsi deild kvenna sem fram fer á Hlíðarenda.
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('65)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir ('71)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('75)
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('71)
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('65)
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('75)
13. Ásta Eir Árnadóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóna Kristín Hauksdóttir ('90)

Rauð spjöld: