Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
KV
1
7
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '13
0-2 Pálmi Rafn Pálmason '26
0-3 Almarr Ormarsson '33
0-4 Jacob Toppel Schoop '35
Njörður Þórhallsson '45 , sjálfsmark 0-5
0-6 Óskar Örn Hauksson '54
0-7 Pálmi Rafn Pálmason '64 , víti
Jón Kári Ívarsson '84 1-7
18.06.2015  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Stórfínar, fínt veður og völlurinn ágætur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Hugi Jóhannesson (m)
3. Hilmar Jóhannsson ('54)
7. Þorvaldur Sveinbjörnsson
8. Brynjar Orri Bjarnason
8. Njörður Þórhallsson
9. Davíð Birgisson
9. Jón Konráð Guðbergsson
22. Ásgrímur Gunnarsson ('64)
24. Davíð Steinn Sigurðarson ('57)
30. Gunnar Patrik Sigurðsson
33. Jón Kári Ívarsson

Varamenn:
12. Atli Jónasson (m)
4. Róbert Leó Sigurðarson
11. Brynjar Gauti Þorsteinsson
18. Aron Steinþórsson
20. Guðmundur Sigurðsson ('64)
23. Guðmundur Pétur Sigurðsson ('54)

Liðsstjórn:
Auðunn Örn Gylfason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
7-1 útisigur KR á Alvogen-vellinum staðreynd. Viðtöl og skýrsla koma inn innan tíðar.
89. mín
KR-ingar hafa fengið nokkur hálffæri hér undir lok leiks en ekki klárað þau.
85. mín
Brynjar Orri skorar rangstöðumark en allir fagna samt.
84. mín MARK!
Jón Kári Ívarsson (KV)
STÚKAN ÆRIST! Allir komnir á lappir til að fagna marki fyrirliðans Jóns Kára eftir langt innkast frá hægri. Frábær afgreiðsla hjá honum.
83. mín
Þorsteinn Már á tvær heldur slakar tilraunir með stuttu millibili.
81. mín
Dauðafæri KV! Guðmundur Sigurðsson tekur háa sendingu Davíðs Guðrúnarsonar á lofti rétt framhjá markinu. Fín skyndisókn hjá KV og stúkan klappar meira fyrir þessu en sjöunda marki KR.
79. mín
Þorsteinn Már lætur Huga verja frá sér í góðu færi.
78. mín
Það hefur heldur róast yfir þessu núna. Virðist ætla að fjara út.
73. mín
Jón Kári á skalla framhjá eftir aukaspyrnu Davíðs frá hægri. Gott ef þetta er ekki fyrsta marktilraun KV í leiknum.
71. mín
Nú á Almarr góða fyrirgjöf frá hægri beint á pönnuna á Sören en aftur nær hann ekki að hitta markið með hausnum.
70. mín
Sören á skalla yfir á nærstöng eftir hornspyrnu Almars frá vinstri.
68. mín
Þorvaldur Sveinbjörnsson með slæm mistök, gefur Sören boltann en hann skýtur yfir markið.
65. mín
Bjarni Fel sem er auðvitað að lýsa fyrir KR-útvarpið segir metið í bikarnum vera 10-0. Það gæti alveg fallið hér í dag.
64. mín
Inn:Guðmundur Sigurðsson (KV) Út:Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Síðasta skipting leiksins. Alltaf gaman að koma inn á þegar liðið er 7-0 undir.
64. mín Mark úr víti!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
Setur hann vinstra megin og Hugi fer til hægri.
63. mín
Víti! Auðunn Örn sem er nýkominn inn brýtur á Þorsteini Má.
61. mín
Guttarnir eru á sitthvorum kantinum eftir skiptingarnar. Þorsteinn Már og Óskar fyrir framan Pálma á miðjunni og Sören áfram fremstur.
57. mín
Inn:Auðunn Örn Gylfason (KV) Út:Davíð Steinn Sigurðarson (KV)
55. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Guttarnir fá 40 mínútur.
55. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
54. mín
Inn:Guðmundur Pétur Sigurðsson (KV) Út:Hilmar Jóhannsson (KV)
54. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Brandaramark, Óskar var aleinn á markteig og potaði boltanum inn eftir fyrirgjöf frá hægri.
51. mín
Þetta fer nokkuð rólega af stað. KR-ingar virðast ætla að drepa tempo-ið og klára þetta í 2. gír. Óskar Örn á skot yfir frá vítateig.
46. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Ótrúlegt en satt gera KR skiptingu í hálfleik en ekki KV. Gunnar Þór hlýtur að vera meiddur. Balbi fer yfir í vinstri bakvörð, Almarr fer í hægri bakvörð í hans stað og Þorsteinn er á hægri kanti.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
5-0. Vonandi nær KV að pota inn marki í seinni hálfleiknum þó það sé ekki nema stemmingarinnar vegna. Þetta er heldur vandræðalegt.
45. mín SJÁLFSMARK!
Njörður Þórhallsson (KV)
Sýndist þetta fara af Nirði frekar en Pálma Rafni sem sótti á boltann. Eftir sendingu Almars frá hægri.

42. mín
Schoop og Pálmi Rafn með hælspyrnusýningu úti á kantinum. Þeir eru farnir að leika sér.
38. mín
Sören Frederiksen á skot í hliðarnetið úr þröngu færi.
35. mín MARK!
Jacob Toppel Schoop (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Draumaleikur KV er orðinn að martröð. 4-0 og ekki lítur út fyrir að KR-ingar ætli að slaka á. Óskar á góða sendingu inn á Schoop sem chippar boltanum snyrtilega yfir Huga.
33. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
Almarr klárar þetta endanlega. Frábær sókn sem endar á frábærri sendingu Schoop inn á Almarr sem klárar vel.
29. mín
KR-ingar eru algjörlega með tögl og haldir á þessum leik. KV hefur átt e.t.v. tvær álitlegar skyndisóknir sem þeir náðu ekki að enda með skoti.
26. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
Spurning hvort Schoop skoraði beint úr horninu eða hvað. Hugi missti boltann yfir sig í stöngina og hann rúllaði eftir eða yfir línuna áður en Pálmi potaði boltanum inn.
22. mín
Schoop sendir Pálma Rafn í gegn en varnamaður kemst á milli. Hornspyrna fyrir KR.
21. mín
KR-ingar sækja enn, nú á Óskar Örn skot framhjá frá vítateig.
17. mín
Almarr á skot úr þröngu færi sem Hugi ver.
16. mín
KR á góða sókn sem endar með skoti Óskars úr þröngu færi sem Hugi ver í horn. Mikil pressa KR-inga á KV.
15. mín
Jacob Schoop á skot framhjá rétt utan teigs.
13. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Boltinn datt til Óskars utan teigs og hann bombaði honum í stöngina og inn úr kyrrstöðu. Stórkostlegt skot!
11. mín
Davíð Guðrúnarson með frábæra sendingu inn fyrir á Brynjar Orra sem lætur Stefán verja frá sér. Hann var hins vegar rangstæður svo það hefði ekki gilt.
8. mín
Pálmi Rafn með frábæra tilraun á lofti frá vítateigshorninu eftir fyrirgjöf frá hægri. Rétt yfir markið.
4. mín
Sören Frederiksen skorar rangstöðumark eftir fína sókn KR. Þetta virtist töluvert auðvelt.
2. mín
Bæði lið spila 4-2-3-1.
1. mín
KR fá hornspyrnu eftir 30 sekúndur, verður þetta stanslaus pressa?
1. mín
KR hefur leik og sækir í átt að Meistaravöllum.
Fyrir leik
Páll Kristjánsson og Björn Berg Gunnarsson eru heiðursgestir á þessum leik en þeir hafa verið í stjórn klúbbsins auk þess sem Páll stofnaði liðið og þjálfaði.
Fyrir leik
Nú halda lið út á völlinn. Stórskemmtilegt að sjá KR í varabúningi á heimavelli.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik og töluvert fátt í stúkunni. Það verður þó að taka til greina að það eru sex leikir að hefjast á höfuðborgarsvæðinu kl. 19:15. Vonandi fer að tínast inn.
Fyrir leik
Nú er tæpt korter í leik. KV-lagið hljómar hástöfum er leikmenn halda til búningsherbergja að leggja línurnar fyrir leik.
Fyrir leik
Bóas Sigurbjörnsson, aðalstuðningsmaður KR og KV er mættur í KV-treyju með KR húfu. Hann segist ætla að styðja bæði lið í dag.
Fyrir leik
Siggi Helga er hreint ekki sáttur við lagaval Jóns Kára, lætur vallarþulinn, Ingvar Örn Ákason heyra það.


Fyrir leik
Þetta er leikur sem KV-menn hafa beðið eftir allt frá stofnun klúbbsins. Þeir hljóta því að mæta brjálaðir til leiks, staðráðnir í að stríða KR-ingum. Að sama skapi hlýtur að vera furðulegt fyrir KR-inga að mæta 'litla bróður'.
Fyrir leik
Rétt í þessu byrjaði 12:00 smellurinn ,,Aðeins meira en bara vinir". Það hlýtur að slá KR-inga útaf laginu.
Fyrir leik
Jón Kári Eldon, fyrirliði KV, á heiðurinn að upphitunarplaylistanum sem hljómar hér á vellinum. Óhætt er að segja að margir þessara smella myndu ekki heyrast fyrir heimaleik KR.
Fyrir leik
KV vann gríðarsterkan sigur á Fram í 32-liða úrslitunum, 2-1 á KV-Park. KR vann á sama tíma Keflvíkinga 5-0 suður með sjó í síðasta leik Kristjáns Guðmundssonar sem þjálfari Keflavíkur.
Fyrir leik
KR-ingar eru mættir út á völl að hita en ekkert bólar leikmönnum KV enn sem komið er.
Fyrir leik
Jökull I. Elísabetarson er ekki í liði KV en hann fór meiddur útaf um helgina.
Fyrir leik
KR-ingar gera þrjár breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn ÍA á mánudaginn en Rasmus Christiansen, Gonzalo Balbi og Jónas Guðni Sævarsson koma inn í liðið í stað þeirra Grétars Sigfinns Sigurðarsonar, Kristins Jóhannesar Magnússonar og Arons Bjarka Jósepssonar.
Fyrir leik
Byrjunarlið eru væntanleg innan skamms.
Fyrir leik
Undanfarin ár hafa þessi félög leikið árlegan æfingaleik á veturna en þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem þau mætast í keppnisleik. Þetta er því sögulegur leikur.
Fyrir leik
Bæði lið hafa átt misjöfnu gengi að fagna í upphafi Íslandsmóts en KV, sem féll úr 1. deild í fyrra eru með tvo sigra í fyrstu sex leikjum sínum í 2. deildinni.

KR-ingum hefur aðeins fatast flugið eftir fína byrjun í Pepsi-deildinni en í kjölfar tveggja sannfærandi sigra á Keflavík í deild og bikar fylgdu 3-0 tap gegn Völsurum og 1-1 jafntefli gegn ÍA.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá grannaslag KV og KR í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum, heimavelli KR, þar sem heimavöllur KV, gervigras KR, hefur enga áhorfendaaðstöðu fyrir stórleik sem þennan.

Það er veisla í Vesturbænum í kvöld!
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('46)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('55)
11. Almarr Ormarsson
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop ('55)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('46)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Atli Hrafn Andrason ('55)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('55)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: