City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Haukar
4
0
Grótta
Aron Jóhannsson '43 1-0
Björgvin Stefánsson '49 2-0
Björgvin Stefánsson '63 3-0
Björgvin Stefánsson '86 4-0
19.06.2015  -  19:15
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Þurrt og það blæs örlítið.
Dómari: Gunnar Helgason
Áhorfendur: 135
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m) ('61)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
13. Andri Fannar Freysson
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Darri Tryggvason ('71)
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
28. Haukur Björnsson ('83)

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m) ('61)
5. Marteinn Gauti Andrason
11. Arnar Aðalgeirsson ('71)
12. Gunnar Jökull Johns
13. Aran Nganpanya
16. Lárus Geir Árelíusson ('83)
23. Jóhann Ingi Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alexander Freyr Sindrason ('58)
Arnar Aðalgeirsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Haukar vinna Gróttu 4-0 á heimavelli og eru komnir með 9 stig eftir sjö umferðir.

Vandræði Gróttu heldur áfram og þetta lítur bara verr og verr út með hverri umferðinni hjá þeim.

Viðtöl og skýrslan síðar í kvöld.
90. mín
Hvað er vörn Gróttu að gera? án djóks!

Kristján Ómar lætur Þórð Jón fá dauðafæri á silfurfati, en Þórður skallar í hliðarnetið. Þarna hefði Þórður átt að gera betur.
87. mín Gult spjald: Guðmundur Marteinn Hannesson (Grótta)
86. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Stoðsending: Andri Fannar Freysson
Þrennan er komin hjá Björgvini.

N1 varnarmistökin hjá Gróttu. Nú missir Kristján Ómar boltann aftast í vörninni, boltinn dettur fyrir fætur Andra Fannars sem gefur góða stungusendingu innfyrir þar sem Björgvin er kominn einn gegn Árna.

Björgvin rennir boltanum framhjá Árna. 4-0!!!
83. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Grótta) Út:Jónmundur Grétarsson (Grótta)
83. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Lárus Geir Árelíusson (Haukar)
82. mín
Pétur Theódór kominn í dauðafæri en ætlar að vippa fyrir Magnús í markinu. Magnús grípur vippuna frá Pétri.
81. mín
Gróttumenn fá tvær hornspyrnur.

Sú fyrri er skölluð afturfyrir af Alexander Frey. Í seinni kom töluverð hætta en Magnús Þór var vel á verði í markinu og sló boltann í tvígang í burtu.

Gunnar dómari dæmdi að lokum brot innan teigs.
77. mín
Björn Þorláksson og Haukur Björnsson liggja báðir. Standa þó báðir upp og verða komnir inná völlinn áður en maður veit af.
76. mín Gult spjald: Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Brýtur á Ósvaldi og fær að launum gult spjald.
71. mín
Inn:Jón Björgvin Kristjánsson (Grótta) Út:Enok Eiðsson (Grótta)
71. mín
Inn:Arnar Aðalgeirsson (Haukar) Út:Darri Tryggvason (Haukar)
70. mín
Darri Tryggvason með slakt skot utan teigs framhjá markinu.
64. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
Björn nýtti sér ekki sénsinn í byrjunarliðinu í kvöld.
63. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Stoðsending: Benis Krasniqi
Björgvin Stefánsson kemur Haukum í 3-0!!!

HVAÐ ERU VARNARMENN GRÓTTU AÐ GERA?

Þriðja markið keimlíkt því öðru.

Aron Jó. þrumar boltanum upp völlinn, Benis Krasniqi fær boltann undir engri pressu og ætlar að senda á Guðmund í miðverðinum, en boltinn fer hinsvegar framhjá Guðmundi og beint á Björgvin sem klárar færið vel. Framhjá Árna Frey í markinu.
61. mín
Inn:Magnús Þór Gunnarsson (Haukar) Út:Terrance William Dieterich (Haukar)
Fær högg eftir baráttu við Guðmund Martein og Magnús Þór er því kominn í rammann hjá Haukum.
58. mín
Enok með aukaspyrnu sem fer beint í fangið á Terrance.
58. mín Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
57. mín
Björgvin við það að sleppa í gegn en fyrsta snertingin hans sveik hann og hann vinnur horn.
52. mín
Stórhættuleg spyrna frá Enoki sem fer inn í miðjan vítateig Hauka en boltinn endar svo í fangi Terrance.
51. mín
Enok Eiðsson með hornspyrnu sem Terrance slær aftur fyrir. Annað horn.
49. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Stoðsending: Guðmundur Marteinn Hannesson
Guð minn góður Árni Freyr Ásgeirsson!!!

Aron Jóhannsson með langa sendingu upp völlinn og engin hætta. Árni Freyr kemur út fyrir teiginn og ætlar að hreinsa frá en sparkar beint í Guðmund Martein sem var tveimur metrum frá Árna, boltinn fer þaðan til Björgvins sem leggur boltann í autt markið.

Þvílík byrjun fyrir Hauka en hinsvegar martraðar byrjun fyrir Gróttu!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Haukar fara með eins marks forskot inn í hálfleikinn.
43. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Stoðsending: Haukur Björnsson
Gjörsamlega sturlað mark!

Andri Fannar vinnur boltann á vallarhelmingi Gróttu, sendir boltann á Hauk sem framlengir boltann á Aron Jó. , hann tekur síðan skot með vinstri utan teigs sem fer upp í þaknetið.

Óverjandi fyrir Árna Frey í markinu.

Þvílíkt Mark!
42. mín
Varð ekkert úr horninu nema það að Grótta fékk innkast. Héldu pressunni áfram og Andri Björn fær boltann innan teigs í kjölfarið en skotið afleitt.

Vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð og lætur Gunnar dómara heyra það. Ásamt Birni Axeli sem hefur verið duglegur að öskra bæði á samherja og dómarann í kvöld.
41. mín
Gunnlaugur Fannar missir boltann í vörn Hauka, Andri Björn refsar honum, sendir boltann á Björn Axel sem tekur ekki nægilega vel við boltanum og Daníel Snorri varnarmaður Hauka hreinsar í horn.
40. mín
Andri Fannar í fínni skot stöðu fyrir utan teig en Kristján Ómar fer fyrir skotið.
37. mín
Dauðafæri!

Andri Björn fær boltann einn og óvaldaður innan teigs á lofti, hamrar boltanum yfir markið. Þarna hefði verið nóg að hitta á markið, hann var það nálægt markinu.. Ekki til útflutnings þessi afgreiðsla Andra!
35. mín
Það hvessir og hvessir. Hvorugt liðið er þá með vindi, þetta virðist vera hliðarvindur.
33. mín
Daníel Snorri fer upp vinstri kantinn, fer síðan inn á miðjuna og reynir fyrirgjöf. Fyrirgjöfin fyrir neðan allar hellur og beint í fangið á Árna Frey í markinu.
31. mín
Gróttumenn sækja og Jónmundur reynir skot en hittir boltann enganvegin.
26. mín
Það hefur aðeins lifnað við Gróttumönnum síðustu mínútur. Betur má ef duga skal.
22. mín
Terrance William tók áhættu og kýldi boltann frá. Hann virtst alveg vera á mörkunum að vera útfyrir teig en Gunnar Helgason dómari lét boltann halda áfram.
22. mín Gult spjald: Enok Eiðsson (Grótta)
Fer með takkana of hátt í baráttunni við Alexander Frey.
20. mín
Það hefur sést vel hérna fyrstu 20 mínútur leiksins afhverju Grótta hefur bara skorað eitt mark í fyrstu sex umferðunum.

Það eru gjörsamlega EKKERT að frétta hjá þeim sóknarlega.
18. mín
Þórður Jón með gull af sendingu milli Kristjáns Ómars og Ósvalds innfyrir vörnina en Darri Tryggvason vantaði millimetra til að ná til boltans og sleppa einn í gegn.
15. mín
Björgvin Stefánsson í dauðafæri, einn gegn Árna Frey en setur boltann framhjá honum og markinu í kjölfarið. Þvílíkt dauðafæri.

Þarna opnaðist vörn Gróttu alltof auðveldlega.
14. mín
Haukar reyndu að taka einhverja þvílíka útfærslu í þessari aukaspyrnu, en þeir sýndu það vel þarna að þeir eru neðarlega í 1. deildinni.

Þetta var afspyrnuslakt!
14. mín
Brotið á Aroni Jóhannssyni rétt fyrir utan vítateig Gróttu. Gæti orðið hættulegt.
12. mín
Bæði lið eru að reyna háar og langar sendingar, þar sem þær stuttu eru ævintýralega lélegar og hvorugt liðið er að ná að halda boltanum.
11. mín
Það er byrjað að hvessa hér á Ásvöllum. Ótrúlegt.
9. mín
Árni Freyr er staðinn upp og leikurinn heldur áfram.
9. mín
Andri Fannar reynir sendingu innfyrir vörn Gróttu en Árni Freyr markvörður Gróttu var á undan Darra í boltann.

Darri fór síðan í kjölfarið í Árna sem liggur eftir.
5. mín
Athyglisvert að Aran Nganpanya varamaður Hauka er byrjaður að hita upp.
3. mín
Daníel Snorri gjörsamlega réttir Jónmundi boltann inná vallarhelmingi Hauka, Jónmundur fer upp völlinn og lætur vaða utan teigs en skotið lélegt og framhjá.

Björn Axel lætur Jónmund heyra það "GEFÐU BOLTANN" öskraði hann á Jónmund.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. Haukar sækja í átt að Reykjavík.
Fyrir leik
Jónmundur ætlar greinilega ekki að vera kalt á vellinum í kvöld. Hann er klæddur í hanska og gammósíur.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
8 mínútur í leik og 20 manns mættir í stúkuna. Vonandi að við náum 100, það er reyndar töluverð bjartsýni.
Fyrir leik
Í liði Gróttu í kvöld eru fleiri leikmenn uppaldnir í Haukum en Gróttu.

Það eru þeir Enok Eiðsson og Kristján Ómar Björnsson.

Auk þeirra hafa Benis Krasniqi og Jónmundur Grétarsson spilað með Haukum.
Fyrir leik
Hjá Gróttu eru fjórar breytingar frá 3-0 tapi gegn Fjarðabyggð.

Enginn Hilmar Þór, Jóhannes Hilmarsson og Guðjón Gunnarsson eru í hóp, og Kristófer Þór fer á bekkinn frá síðsta leik.

Haukamaðurinn, Enok Eiðsson kemur inn í byrjunarliðið auk þess sem Andri Björn kemur inn í byrjunarliðið. Björn Axel fær tækifæri í byrjunarliðinu sem og Björn Þorláksson.
Fyrir leik
Terrance William kemur í markið í stað Magnúsar Þórs. Zlatko Krickic tekur út leikbann og þá er Marteinn Gauti settur á bekkinn.

Darri Tryggvason kemur inn í byrjunarliðið auk Gunnlaugs Fannars sem tók út leikbann í síðasta leik.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru komin hér hægra og vinstra megin við þenan texta.
Fyrir leik
Gestirnir af Nesinu eru á botni deildarinnar með 1 stig á meðan Haukar hafa 6 stig.
Fyrir leik
Ef ég þekki Magnús Má og Sigurð Egil rétt, þá hafa þeir ekki hundsvit um úrslitin í þessum leik og ég ætla leyfa mér að spá markaleik hér í kvöld.

5-6 mörk gæti litið dagsins ljós, hví ekki?
Fyrir leik
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals í Pepsi-deild karla er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net:

Sennilega leiðinlegasti leikur sumarsins sem endar með steindauðu 0-0 jafntefli.
Fyrir leik
Magnús Már Einarsson annar af ritstjórum Fótbolta.net spáir í spilin á Snapchat - fotboltinet

Fyrir þá sem ekki eru með Snapchat, þá spáir hann 0-0 jafntefli.
Fyrir leik
9. umferðin í 1. deild karla hefst í kvöld með einum leik.

Haukar og Grótta leika á DB Schenkervellinum á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Leiknum verður textalýst í beinni hér.
Byrjunarlið:
1. Árni Freyr Ásgeirsson (m)
Guðmundur Marteinn Hannesson
3. Benis Krasniqi
5. Ósvald Jarl Traustason
8. Markús Andri Sigurðsson
10. Enok Eiðsson ('71)
11. Jónmundur Grétarsson ('83)
14. Björn Axel Guðjónsson ('64)
23. Andri Björn Sigurðsson
24. Kristján Ómar Björnsson
25. Björn Þorláksson

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
17. Agnar Guðjónsson ('83)
19. Jón Björgvin Kristjánsson ('71)
28. Kristófer Þór Magnússon
77. Pétur Theódór Árnason ('64)

Liðsstjórn:
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson

Gul spjöld:
Enok Eiðsson ('22)
Guðmundur Marteinn Hannesson ('87)

Rauð spjöld: