City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur Ó.
2
1
Þór
William Dominguez da Silva '45 1-0
1-1 Kristinn Þór Björnsson '78
Alfreð Már Hjaltalín '95 2-1
21.06.2015  -  16:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Milt og ljúft veður, sólarlaust og 10 gráðu hiti. Spegilsléttur og iðagrænn grasvöllur.
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 267
Maður leiksins: William Dominguez da Silva
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva ('83)
11. Ingólfur Sigurðsson ('62)
13. Emir Dokara
14. Arnar Sveinn Geirsson
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija ('71)

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('62)
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Kristófer Eggertsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Kenan Turudija ('21)
Egill Jónsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markið var síðasta snerting leiksins.

Sterkur sigur heimamanna sem eru komnir í 2.sæti.
95. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Eftir þunga sókn heimamanna endar boltinn loks í neti Þórsara. Fyrirgjöf frá Arnari sem tveir menn missa af og boltinn dettur að Alfreð sem nær að stýra knettinum framhjá Sandor
Ármann Örn Guðbjörnsson
90. mín
Reynir borinn af velli í börum, sýnist gestirnir verða einum færri til loka.
90. mín
Reynir Már liggur eftir heilmikið klafs á miðjum vellinum.

Sjúkraþjálfari heimamanna, portúgalski snillingurinn Antonio stekkur til end næstur aðstæðunum. Verður lengri uppbótin...
90. mín
Komin uppbót, tippum á fjórar í það.
88. mín
Heimamenn í skyndisókn fjórir gegn tveimur en Alfreð missir boltann of langt frá sér og brýtur svo a Inga Frey, bæði lið leita að sigurmarki hér.
87. mín Gult spjald: Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Hárréttur dómur. Sparkaði boltanum í burtu eftir að brot hafði verið dæmt
Ármann Örn Guðbjörnsson
86. mín
Ejub fær hér áminningu eftir að hafa óskað eftir gulu spjaldi á Ármann sem reyndi að næla sér í Víkingstreyju Kristins.

85. mín
Sveinn Elías með skot hátt yfir úr teignum.
84. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Hrein skipting hjá gestunum sem hafa notað sína síðustu skiptingu
Ármann Örn Guðbjörnsson
83. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Hrein skipting
78. mín MARK!
Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Aukaspyrna við miðju vallarins. Langur fallegur bolti sem Gunnar skallar áfram og varnarmenn heimamanna ráða ekki við og Kristinn vippar boltanum yfir Cristian
Ármann Örn Guðbjörnsson
76. mín
Heimamenn með öll tök á leiknum núna.
74. mín
Inn:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór ) Út:Halldór Orri Hjaltason (Þór )
Hrein skipting hjá Þórsurum
Ármann Örn Guðbjörnsson
73. mín
Björn Páls með skot hátt yfir.
71. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.) Út:Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
William færir sig inn á miðju og Brynjar tekur hans stöðu á kantinum.

Vel skipt hjá Ejub þar sem Kenan var kominn á vel appelsínugult spjald
Ármann Örn Guðbjörnsson
69. mín
Reynir Már braut hraustlega af sér hér...þarna stóð hann tæpt á öðru spjaldi.
67. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Hrein skipting
Ármann Örn Guðbjörnsson
66. mín
Misheppnað skot Alfreðs endar í fótum Arnars í dauðafæri en flaggið fór á loft.
62. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Hrein skipting
Ármann Örn Guðbjörnsson
58. mín
da Silva með fallegt skot úr teignum en Sandor ver vel.
56. mín
Guðmundur Reynir með flott skot úr teignum sem Sandor Matuz ver í horn.
55. mín
Stórhættulegt skot hjá William utan teigs. Boltinn sveif fallega en rétt yfir slánna. Enn og aftur hættulegasti maður Ólsara
Ármann Örn Guðbjörnsson
50. mín
Víkingar byrja sterkar hér fyrstu mínúturnar.
46. mín
Komnir af stað aftur.

Mikið fjör í kringum útgönguna, fyrsta kortérið gæti orðið fjörugt!
45. mín
Hálfleikur
Valgeir flautar til loka fyrri hálfleiks.
Heimamenn í Víking fara inn í hálfleik með yfirhöndina í tölunum þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn lengst af leiknum.
Ármann Örn Guðbjörnsson
45. mín Gult spjald: Reynir Már Sveinsson (Þór )
Fyrir hraustleg mótmæli eftir að markið varð staðreynd.
45. mín Gult spjald: Gísli Páll Helgason (Þór )
Gult spjald í aðdraganda vítaspyrnunnar sem var dæmd fyrir peysutog.
45. mín MARK!
William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Aldrei spurning. Mjög örugg spyrna
Ármann Örn Guðbjörnsson
45. mín
VÍTASPYRNA SEM HEIMAMENN FÁ
Ármann Örn Guðbjörnsson
43. mín
Kenan Turudija er ekkert að láta finna minna fyrir sér þrátt fyrir að vera kominn með gult spjald á bakið. Það má segja að gula spjaldið sé að verða vel appelsínugult
Ármann Örn Guðbjörnsson
39. mín
Mikill darraðadans við vítateig þórsara en þeir koma boltanum frá á endanum.
William lang beittasti hnífurinn í skúffu Ejubs
Ármann Örn Guðbjörnsson
34. mín
Loksins almennileg sókn hjá heimamönnum. Emir Dokara endaði sóknina á laflausu skoti yfir markið
Ármann Örn Guðbjörnsson
33. mín
Enn færi hjá Þórsurum. Jónas Björgvin sleppur inn á vinstri vængnum en heimamenn bjarga í horn.

Sem ekkert verður úr.
31. mín
Þórsarar mun betra liðið eins og stendur en eiga þó í erfiðleikum með að skapa sér nægilega góð færi
Ármann Örn Guðbjörnsson
27. mín
Átökin harðna...en ekki mörg færi í leiknum.
23. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað hjá Ólafsvíkingum
Ingólfur stillir sér upp. Hárfínt framhjá stönginni en Sandor leit út fyrir að hafa þennan allan tímann
Ármann Örn Guðbjörnsson
21. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Sein tækling út á miðjum velli
Ármann Örn Guðbjörnsson
19. mín
Mögnuð tilþrif hjá William. með boltann á kantinum og vippar boltanum innfyrir á Guðmund Reyni sem tók overlappið.
Svo sannarlega brasilísk tilþrif
Ármann Örn Guðbjörnsson
19. mín
Heimamenn aðeins að vakna, fyrsta skotið kemur af 30 metrunum frá Ingólfi.

Man eftir bikarleiknum frá því í vor.
17. mín
Ejub hljóp duglega út úr boxinu þarna, heimtaði dýfuspjald á Jóhann Helga þarna en Valgeir ekki sammála og dæmdi aukaspyrnu...sem varð svo ekkert úr.
15. mín
Hættulegur bolti frá Tomaszi sem endar á miklum misskilning milli varnar og markmanns og Arnar Geir mjög hungraður sem fyrr nær að komast á milli í boltann. Hornspyrna niðurstaðan
Ármann Örn Guðbjörnsson
12. mín
Þórsarar byrja sterkar hér í dag.

Brekkan farin að reka sína menn af stað.
11. mín
Þórsarar spila einnig 4-2-3-1

Gísli Páll er hægri, Reynir og Toth hafsentar með Inga sem vinstri bak.

Ármann og Halldór Orri fyrir aftan Jóhann Helga á miðjunni.

Sveinn Elías hægri kantur og Jónas vinstri kantur.

Gunnar Örvar uppi á topp.
10. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ ÞÓRSURUM

Vel spiluð sókn sem endar á því að Jóhann Helgi endar skyndilega einn á móti Cristian en spánverjinn ver vel í horn
Ármann Örn Guðbjörnsson
7. mín
Heimamenn spila 4-2-3-1

Dokara hægri bak, Luba og Kubat hafsentapar og Mummi vinstri bak.

Egill og Björn fyrir aftan Turudija.

Ingólfur hægri vængur og da Silva vinstri vængur.

Arnar Sveinn uppi á topp.
5. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins.

Lítið verður úr spyrnunni og endar boltinn nokkuð örugglega í höndum Cristian
Ármann Örn Guðbjörnsson
4. mín
Fyrsta aukaspyrnan komin, Turudija fer fast í Ármann en sleppur við spjald.
1. mín
Heimamenn unnu hlutkestið.

Víkingar sækja gegn hægri golu í átt að skólanum á meðan að gestirnir spila í átt að Gilinu.
Fyrir leik
Liðin að týnast inn á völlinn.

Albláir heimamenn og hvítrauðhvítir gestir. Auðvitað velur Valgeir dómari skagabúninginn fyrir dómaratríóið.

Frekar fámennt enn í stúkunni, en hef fulla trú á því að úr því rætist.
Fyrir leik
Ármann Örn fær áminningu frá gamla þjálfaranum sínum, hitaði upp með húfu!

Hefði aldrei fengið þetta sumarið 1999 í 3.flokki sko!!!

Treysti því að einhver góður Þorpari komi áminningunni til skila!
Fyrir leik
Talandi um festu.

Hér fara spjaldaflestu og fæstu lið deildarinnar. Þórsarar með 17 gul og 1 rautt en Víkingar með 7 gul og 0 rauð.
Fyrir leik
Bæði lið hita upp af miklum krafti....fleiri í stuttbuxum í upphitun að norðan.

Alltaf naglfastir Norðlendingar, það hefur ekki neitt breyst hjá kynslóðinni sem Moli Kristjáns kallar þó kókópöffsguttana.
Fyrir leik
Þórsarar gera einnig þrjár breytingar frá síðasta leik sem var þó sigurleikur.

Tóth, Jóhann Helgi og Ingi Freyr koma í byrjunarliðið í stað Lofts Páls, Kristins og Sigurðar Marinós.
Fyrir leik
Heimamenn gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 0-4 tapi gegn Fjölni í bikarnum á fimmtudaginn.

Liberato kemur í markið í stað Kristjáns, Guðmundur Reynir og Ingólfur Sig koma inn fyrir Brynjar og Kristófer.
Fyrir leik
Dómarinn kemur frá Akranesi, hinn létt-eggjandi Valgeir Valgeirsson.

Úr Vesturbænum kemur AD1 í formi Odds Helga Guðmundssonar og AD2 er tannlæknirinn sérdeilis geðugi af Skipaskaga, Jónas Geirsson.
Fyrir leik
Bæði lið unnu sigra í síðustu umferð.

Víkingar gerðu góða ferð í Kópavog og lögðu HK 0-2 en Þórsarar unnu Hauka 2-1 fyrir norðan.

Gestirnir hafa unnið fimm leiki í deildinni í röð eftir tap í fyrstu umferðinni á meðan heimamenn hafa unnið síðustu tvo.
Fyrir leik
Hér er um toppbaráttuslag að ræða, svonefndan "sex stiga leik" þar sem liðin sitja nú í öðru og þriðja sæti deildarinnar, gestirnir þar ofan á en með heimasigri verða sætaskipti á liðunum.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Ólafsvíkurvelli þar sem heimamenn taka á móti Þórsurum frá Akureyri í sjöundu umferð 1.deildar karla.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
Reynir Már Sveinsson
2. Gísli Páll Helgason
3. Balázs Tóth
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('67)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('74)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('84)

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
5. Loftur Páll Eiríksson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('67)
14. Jakob Snær Árnason
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('84)
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gísli Páll Helgason ('45)
Reynir Már Sveinsson ('45)

Rauð spjöld: