City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
1
ÍBV
0-1 Jonathan Glenn '39 , víti
Kristinn Freyr Sigurðsson '70 1-1
21.06.2015  -  17:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn er flottur. Fínt fótboltaveður en nokkuð hvasst.
Dómari: Valdimar Pálsson
Maður leiksins: Kristinn Freyr Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
3. Iain James Williamson ('88)
6. Daði Bergsson ('62)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('62)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('62)
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson ('62)
19. Baldvin Sturluson ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vel unnið stig hjá ÍBV. Valsmenn voru nær því að vinna leikinn en tókst ekki að bæta við marki.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Inn:Dominic Khori Adams (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
89. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu utan af kanti. Nú fer hver að verða síðastur.
88. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
85. mín
Eyjamenn í stórhættulegri sókn. Mees Siers er í góðri stöðu innan teigs en varnarmaður Vals nær að komast fyrir það.

Eyjamenn voru afar nálægt því að komast yfir þarna.
83. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
79. mín
Williamson tekur spyrnuna og er hún stórhættuleg. Guðjón nær að verja en beint út í teig. Eyjamenn ná að bjarga á síðustu stundu er Tom Skogsrud kemur boltanum í burtu.
78. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Valsmenn fá aukaspyrnu á stórhættilegum stað. Þeir vilja vítaspyrnu og virðast þeir hafa nokkuð til síns máls.
77. mín
Eyjamenn liggja vel til baka þessa stundina og eru Valsmenn stanslaust að sækja.
75. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Gamli meistarinn, Ian Jeffs er mættur.
74. mín
Daninn er harður af sér og er staðinn upp.
73. mín
Patrick Pedersen liggur meiddur á vellinum og sparkar Aron Bjarnason boltanum útaf.
71. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Avni Pepa (ÍBV)
Pepa hefur eitthvað meiðst er Valur skoraði.
70. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
MAAAAAAAAAARK!!

Valsmenn jafna leikinn. Bjarni Ólafur á flotta fyrirgjöf frá vinstri, beint á kollinn á Patrick Pedersen sem á skalla í slánna. Þaðan berst boltinn á Kristinn Freyr sem á skot í jörðina og þaðan í bláhornið.

Þetta verða æsilegar síðustu 20 mínútur.
67. mín
Það hefur lítið gerst síðan Valsmenn gerðu breytingarnar.

Þær virðast hafa hægt á leiknum ef eitthvað er.
62. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Tvöföld skipting hjá Valsmönnum. Sigður Egill var hársbreidd frá því að jafna leikinn áðan og er hann ekki sáttur er hann labbar af velli.

Daði er alls ekki búinn að eiga sinn besta leik.
62. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Daði Bergsson (Valur)
60. mín
Valsmenn svo nálægt því að jafna!

Eftir þunga sókn Valsmanna fær Sigurður Egill dauðafæri, einn gegn Guðjóni en Guðjón nær að verja, hann heldur þó ekki boltanum og virðist hann að vera að leka inn en Guðjón en snöggur að hugsa og nær að kasta sér á boltann og grípa hann.

Valsmenn virðast vera að nálgast jöfnunarmarkið.
58. mín
Kristinn Freyr á nú skot rétt utan teigs en boltinn er alltaf á leiðinni upp og fer hann því yfir markið. Tvær fínar tilraunir Valsmanna á tveim mínútum.
57. mín
Var að hrósa Eyjaliðinu og þá fá þeir næstum mark á sig!

Patrick Pedersen á skot eftir fína sókn Valsmanna en það fer rétt framhjá markinu.
55. mín
Eyjamenn eru að spila leikinn vel þessa stundina. Þeir gefa fá færi á sér og er Valsliðið að verða svolítið pirrað á stöðunni og gangi mála.
50. mín
Ég treysti Jóhannesi Valgeirssyni.

Greinilega hárrétt hjá Valdimari, tökum það ekki af honum.

47. mín
Eyjamenn næstum búnir að skora alveg í byrjun seinni.

Víðir Þorvaðar á stórhættulega aukaspyrnu sem fer framhjá öllum og hársbreidd framhjá stönginni. Stórhættulegt.
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn leiða í hálfleik.

Valsmenn voru betri framan af en Eyjamenn komust inn í leikinn og komust yfir úr vítaspyrnu sem ég er ekki alveg viss með. Valdimar hefur þó meiri völd en ég þegar kemur að því.

Eftir markið voru Eyjamenn síðan betra liðið og hefðu getað skorað fleiri mörk.
45. mín
Mees Junior Siers á skot af löngu færi sem Ingvar ver örugglega.
44. mín
Eyjamenn hafa greinilega fengið sjálfstraust við að skora markið og hafa þeir verið betri aðilinn eftir markið.
43. mín
Eyjamenn bæta næstum við!

Eftir góða sókn berst boltinn á Bjarna Gunnarsson sem er í fínu færi inn í teig Valsmanna. Hann á innanfótar skot sem fer í stöngina. Ingvar Kale hreyfðist ekki í markinu.
40. mín
Hafsteinn Briem vann vítaspyrnuna en dæmt var á háskaleik. Hafsteinn virðist þó vera með höfuðið afar langt niðri og því erfitt fyrir varnarmenn Vals að sparka ekki nálægt höfðinu.

Ég er ekki viss með þetta.
39. mín Mark úr víti!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Stoðsending: Hafsteinn Briem
MAAAAAAAAAARK!

Þvílík vítaspyrna. Uppi í samskeytin bara og Ingvar á ekki séns.
37. mín
Víti!

Eyjamenn fá vítaspyrnu. Hafsteinn Briem fer niður í teignum og dæmir Valdimar vítaspyrnu.

Þetta virtist vægast sagt vafasamt.
35. mín
Efir langa sókn Valsmanna fær Kristinn Freyr fínt færi. Hann nær þó ekki almennulegu skoti á markið og ver Guðjón frá honum.
30. mín
Eyjamenn í hættulegri sókn. Aron Bjarnason og Jonathan Barden spila vel á milli sín sem endar með því að Aron er í fínu skotfæri. Varnarmenn Vals komast fyrir og þetta rennur út í sandinn.

Þarna voru gestirnir í fínnu stöðu. Þeir hafa verið hættulegra liðið síðustu mínútur.
28. mín
Daði Bergsson hefur ekki alveg komist inn í leikinn, Kristinn Ingi reyndi að hita upp í dag en hann var ekki alveg klár í leikinn og byrjaði Daði.

Óli Jó er nú búinn að skipta á köntunum og er Daði kominn á hægri vænginn og Sigurður Egill þann vinstri.
26. mín
Eyjamenn með fína sókn. Víðir Þorvarðarson gerði vel, fór upp völlinn og reyndi stungusendingu á Bjarna Gunnarsson en Ingvar Kale var vel á verði og bjargaði vel.

Með því betra sem Eyjamenn hafa gert í dag.
23. mín
Eftir fjörlegar mínútur hefur leikurinn dottið niður aftur.

Lítið um spil og mikið um óþarfa aukaspyrnur þessa stundina.
17. mín
Valsmenn hafa hægt og rólega náð meiri tökum á leiknum síðustu mínútur.

Eyjamenn reyna skyndisóknir sem hafa margar hverjar verið efnilegar en ekki náð að ógna marki heimamanna enn.
16. mín
Haukur Páll tekur skot á lofti af rúmlega 20 metra færi. Skotið virðist mjög gott en það fer í varnarmann og þaðan aftur fyrir. Mjög fín tilraun.
12. mín
Sigurður Egill kemur með góðan sprett upp vinstri vængin, hann á fyrirgjöf sem fer beint á Patrick Pedersen en Daninn þarf að teygja sig í boltann og hann fer því yfir markið.

Valsmenn eru byrjaðir að spila góðan fótbolta.
10. mín
Aron Bjarnason brunar fram í sókn hinum megin og nær skoti sem Ingvar Kale ver örugglega.

Leikurinn er að lifna aðeins við.
9. mín
Falleg sókn Valsmanna!

Kristinn Freyr, sem er að eiga mjög góða leiktíð hingað til, á flottan sprett upp völlinn og á hann sendingu á Pedersen sem reynir skot sem Hafsteinn Briem nær að komast fyrir og þaðan fer boltinn rétt framhjá. Fyrsta alvöru tækifæri leiksins.

5. mín
Mees Junior Siers fer núna ansi glæfralega í Pedersen og dæmir Valdimar aukaspyrnu.

Eyjamenn ætla greinilega ekki að leyfa Dananum að komast upp með neitt.
4. mín
Annars fer leikurinn nokkuð rólega af stað og eru liðin að þefa hvort af öðru.
3. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (ÍBV)
Hafsteinn Briem fór ansi harkalega í Pedersen og fær réttilega spjald.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíð. Þetta er komið af stað!

Við fáum svona þrjú - fjögur mörk í dag, ég spái því.
Fyrir leik
Það er búið að kynna liðin til leiks og það er allt að fara af stað.
Fyrir leik
Mér finnst eins og ég hafi séð þetta í síðasta mánuði. Byko og Valur eru að skrifa undir samning á miðjum vellinum.
Fyrir leik
Liðin eru búin að hita og eru dottin inn í klefa í síðasta skipti fyrir leik.

Veislan er að fara að byrja!
Fyrir leik
Valsmenn nota Foo Fighters til að koma fólki í gírinn. Það er ekkert að því.

Risastóra 10-11 teppið er á miðjuhringnum á meðan Óli Jó bíður þolinmóður með að setja húfuna frægu á.

Ég held að stuðningsmenn Vals muni ekki versla annars staðar en í 10-11 ef þetta gengi liðsins heldur svona áfram.

Fyrir leik
Hafsteinn Briem spilaði með Val fyrir tveimur árum síðan. Hann átti ekki sérstaklega góðu gengi að fagna og mun hann því vilja sanna sig í dag.
Fyrir leik
Hálftími í leik og liðin eru að hita.

Valdimar Pálsson dæmir leikinn í dag en hann átti ekki merkilegan leik er hann dæmdi leik Víkings og Aftureldingar í Borgunarbikarnum í vikunni. Vonum að hann standi sig betur í dag.

Fyrir leik
Stigin fjögur sem Eyjamenn hafa fengið voru í sigurleik gegn Víkingum og jafntefli gegn Leikni.
Fyrir leik
Patrick Pedersen, danski framherjinn í liði Vals er búinn að eiga afar gott mót hingað til og er hann markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur gert sex mörk í átta leikjum.
Fyrir leik
Flestir búast við nokkuð þægilegum sigri Vals í dag en þeir hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Þeir hafa aðeins fengið á sig eitt mark í þeim leikjum en það var gegn Keflavík í síðasta deildarleik.
Fyrir leik
Það er lítið um breytingar hjá liðunum í dag. Daði Bergsson kemur í liðið í staðin fyrir Baldvin Sturluson og er það eina breytingin frá síðasta deildarleik liðsins.

Jói Harðar og Tryggvi Guðmundsson halda tryggð við sitt lið, þrátt fyrir slakt gengi og er sama byrjunarlið og í síðasta deildarleik, sem tapaðist gegn FH.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur kærir og verið velkomnir með okkur hérna í beina textalýsingu frá Vodafone Stadium þar sem Valsmenn fá Eyjamenn í heimsókn í Pepsi deildinni.
Byrjunarlið:
Jonathan Glenn
Guðjón Orri Sigurjónsson
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa ('71)
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason ('75)
11. Víðir Þorvarðarson
14. Jonathan Patrick Barden
17. Bjarni Gunnarsson ('90)
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
5. Jón Ingason ('71)
13. Richard Sæþór Sigurðsson
15. Devon Már Griffin
21. Dominic Khori Adams ('90)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Hafsteinn Briem ('3)
Mees Junior Siers ('78)
Jonathan Patrick Barden ('83)

Rauð spjöld: