Afturelding
0
3
KR
0-1
Sigríður María S Sigurðardóttir
'6
0-2
Chelsea A. Leiva
'39
0-3
Chelsea A. Leiva
'57
23.06.2015 - 19:15
N1-völlurinn Varmá
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Frábærar, smá gola, glittar í sól.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
N1-völlurinn Varmá
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Frábærar, smá gola, glittar í sól.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
5. Elise Kotsakis
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
('74)
13. Sasha A. Andrews
15. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Stefanía Valdimarsdóttir
20. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir
23. Helen Leanne Lynskey
26. Eva Rún Þorsteinsdóttir
('60)
27. Tinna Björk Birgisdóttir
('53)
Varamenn:
12. Gná Elíasdóttir (m)
3. Sara Lea Svavarsdóttir
4. Elín Svavarsdóttir
('53)
14. Gunnhildur Ómarsdóttir
('60)
20. Guðný Lena Jónsdóttir
('74)
Liðsstjórn:
Svandís Ösp Long
Gul spjöld:
Eva Rún Þorsteinsdóttir ('49)
Rauð spjöld:
92. mín
Bjargey komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir, á milli vítapunkt og teigslínu fékk Sigríður María boltann og hamraði boltann yfir.
88. mín
Það verður ekki tekið af Helen að hún er búin að vera frábær í liði Aftureldingar í dag. Prjónar sig núna í gegnum vörn KR en missir boltann of langt frá sér í þann mund sem hún er að fara munda skotfótinn.
86. mín
Elise með flottan snúning inní teig og nær góðu skoti í kjölfarið en boltinn beint á Agnesi.
81. mín
Fínasta fyrirgjöf frá Gunnhildi af hægri kantinum en hvorki Helen né Stefanía hitta boltann hreinlega og boltinn rúllar í gegnum teiginn óáreittur.
79. mín
Hornspyrna frá Helen á kollinn á Elise en hún nær ekki krafti í skallann og boltinn framhjá.
75. mín
Aukaspyrna á D-boganum sem Afturelding á. Helen Lynskey tekur spyrnuna og neglir á mitt markið, en Agnes heldur þessum.
74. mín
Inn:Guðný Lena Jónsdóttir (Afturelding)
Út:Hrefna Guðrún Pétursdóttir (Afturelding)
70. mín
Nú rétt í þessu var net pungurinn í blaðamannastúkunni að láta lífið og ég er því að lýsa í gegnum síma núna. Gerum gott úr þessu.
60. mín
Inn:Gunnhildur Ómarsdóttir (Afturelding)
Út:Eva Rún Þorsteinsdóttir (Afturelding)
57. mín
MARK!
Chelsea A. Leiva (KR)
0-3, útlitið er svart fyrir þær rauðklæddu.
KR eiga horn, boltanum komið í burtu og endar á aftasta varnarmanni KR, sem gefur boltann á Kelsey rétt fyrir framan miðju sem flengir boltanum inn í teig þar sem Sasha nær ekki að skalla hann í burtu, Chelsea fær hann á kassann og leggur hann skemmtilega framhjá Mist.
KR eiga horn, boltanum komið í burtu og endar á aftasta varnarmanni KR, sem gefur boltann á Kelsey rétt fyrir framan miðju sem flengir boltanum inn í teig þar sem Sasha nær ekki að skalla hann í burtu, Chelsea fær hann á kassann og leggur hann skemmtilega framhjá Mist.
55. mín
Fínasta skot frá Huldu inní vítateig en Mist ver vel, boltinn afturfyrir og í horn sem KR á.
Það horn er skallað aftur í horn og nú hinu megin.
Það horn er skallað aftur í horn og nú hinu megin.
52. mín
Enn og aftur er Helen að leika listir sínar á vellinum, gefur svo góða sendingu á Stefaníu sem á laust skot sem Agnes ver.
49. mín
Gult spjald: Eva Rún Þorsteinsdóttir (Afturelding)
Þetta var furðulegt. Eva stóð hinu megin á vellinum og fær gult spjald fyrir Guð má vita hvað, tók Einar dómara góðan tíma að spretta til hennar og veifa gula spjaldinu.
48. mín
Elise Kotsakis er búinn að eiga í miklum vandræðum með hárbandið sem hún leikur með hér í dag, myndi giska á að hún sé búinn að missa það oftar en sex sinnum.
46. mín
Flottur sprettur hjá Chelsea upp miðjuna, kemur sér svo í ákjósanlegt skotfæri en skotið laust og beint á Mist.
45. mín
Leikurinn er hafinn að nýju. Stúlkurnar skipta um vallarhelming, bara líkt og tíðkast í knattspyrnu.
45. mín
KR eru bara líklegri til að bæta við, komast hér í þröngt skotfæri en vel varið hjá Mist.
39. mín
MARK!
Chelsea A. Leiva (KR)
Úff skelfileg mistök hjá Aftureldingu þarna. Mist gefur sendingu út á Evu Rún sem gefur alltof lausa sendingu tilbaka og Chelsea kemst inn í hana og setur boltann í autt markið.
38. mín
SLEGGJUSKOT FRÁ HELEN LYNSKEY.
Kemur á hvínandi siglingu og nær að hamra honum á lofti fyrir utan teig en skotið rétt yfir. Hún er bókstaflega allt í öllu í sóknarleik þeirra rauðklæddu.
Kemur á hvínandi siglingu og nær að hamra honum á lofti fyrir utan teig en skotið rétt yfir. Hún er bókstaflega allt í öllu í sóknarleik þeirra rauðklæddu.
35. mín
Frábærlea gert hjá Huldu þarna! Fer framhjá hverjum varnarmanni Aftureldingar og leggur boltann svo fyrir sig í skot rétt fyrir utan teig en Mist með flotta vörslu.
33. mín
Helen Lynskey með enn einn frábæran sprett og núna upp hægri kantinn, reynir svo að koma boltanum fyrir en sendingin of innarlega og auðveld viðureignar fyrir Agnesi.
27. mín
Skammt stórra högga á milli, KR stúlkur þeysast í sókn en Mist vel framarlega og nær að hreinsa boltann í burtu áður en Sigríður María kemst í hann.
Stuttu seinna nær svo Lynskey ein síns liðs að koma sér í gott færi en í þann mund sem hún er að fara skjóta ein gegn Agnesi þá missir hún boltann frá sér, óheppin þarna.
Stuttu seinna nær svo Lynskey ein síns liðs að koma sér í gott færi en í þann mund sem hún er að fara skjóta ein gegn Agnesi þá missir hún boltann frá sér, óheppin þarna.
27. mín
Fínasta sókn hjá heimastúlkum, þræddu sig í gegnum KR vörnina sem endaði með skoti frá Lynskey sem fór yfir.
18. mín
ÚFF, þetta leit ekki vel út, fyrirgjöf frá Chelsea sem Mist grípur og fær svo Sigríði Maríu beint í síðuna á sér í uppstökkinu og þær fara báðar niður. Skulum vona að þær nái að halda leik áfram, en þetta leit ekki vel út.
17. mín
DAUUUUUUÐAFÆRI!!!
Chelsea sleppur aaaaaalein í gegn en ákveður á einhvern óskiljanlegan hátt að reyna að vippa boltanum yfir Mist sem var nánast komin út fyrir vítateig, en vippan slök og beint framhjá.
Chelsea sleppur aaaaaalein í gegn en ákveður á einhvern óskiljanlegan hátt að reyna að vippa boltanum yfir Mist sem var nánast komin út fyrir vítateig, en vippan slök og beint framhjá.
14. mín
Sasha búin að vera dugleg að stoppa sóknir KR kvenna fyrsta korterið, öflugur leikmaður.
9. mín
Flott pressa frá Helen sem nær að vinna boltann og koma honum á Stefaníu sem reynir svo að finna hana aftur í gegn en sendingin of föst og beint á Agnesi í markinu.
6. mín
MARK!
Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Stoðsending: Chelsea A. Leiva
Stoðsending: Chelsea A. Leiva
ÞAÐ ER 0-1 EFTIR 6 MÍNÚTUR Í MOSFELLSBÆNUM.
Frábææææær sending frá Chelsea inn á Sigríði sem virðist vera að missa boltann frá sér og í hendur Mist en á einhvern ótrúlegan hátt ákveður Mist að fara ekki af fullum krafti í boltann og Sigga einfaldlega fljótari, nappar boltanum og setur hann í autt markið.
Frábææææær sending frá Chelsea inn á Sigríði sem virðist vera að missa boltann frá sér og í hendur Mist en á einhvern ótrúlegan hátt ákveður Mist að fara ekki af fullum krafti í boltann og Sigga einfaldlega fljótari, nappar boltanum og setur hann í autt markið.
5. mín
Frábær sprettur hjá Stefaníu Valdimars upp vinstri kantinn, gerir vel og sækir horn.
Hornspyrnan slök frá Lynskey og drífur varla inní. KR fara í sókn.
Hornspyrnan slök frá Lynskey og drífur varla inní. KR fara í sókn.
3. mín
Aukaspyrna sem Afturelding á ca 30 metrum fyrir utan hægra megin, skölluð í burtu af Sigrúni Birtu.
Fyrir leik
"You're in the jungle baby!" syngja þeir félagar í Byssum og Rósum(e. Guns 'n' Roses) þegar liðin labba inná völlinn. Þetta fer að hefjast.
Fyrir leik
Hægt er að telja áhorfendur með fingrum annarar handar en vonandi fer fólk að tínast inn. Þetta gengur ekki. Treysti á Mosfellinga að fjölmenna.
Fyrir leik
Ef hugtakið ,,sex stiga leikur" á einhvern tímann við þá er það núna. Heimastúlkur liggja kylliflatar á botninum með 1 stig og eru KR í 8.sætinu, tveimur fyrir ofan Aftureldingu. Eitt stig skilur liðin að.
Fyrir leik
Þá eru störtin komin inn og eins og við var að búast er Agnes í rammanum hjá KR.
Liðin eru að hita sig upp fyrir komandi átök.
Liðin eru að hita sig upp fyrir komandi átök.
Fyrir leik
Agnes Þór Árnadóttir, miðjumaður KR, hefur verið í marki liðsins að undanförnu þar sem Hrafnhildur Agnarsdóttir fótbrotnaði á dögunum. Reikna má með að Agnes standi áfram á milli stanganna í kvöld.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á dögunum. Þar hafði KR betur eftir vítaspyrnukeppni.
Byrjunarlið:
1. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
Bojana Besic
Margrét María Hólmarsdóttir
('85)
Sigríður María S Sigurðardóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
3. Chelsea A. Leiva
('85)
5. Sigrún Birta Kristinsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh
14. Hulda Ósk Jónsdóttir
('64)
23. Guðrún María Johnson
26. Kelsey Loupee
Varamenn:
3. Hanna Kristín Hannesdóttir
('85)
4. Oktavía Jóhannsdóttir
7. Sonja Björk Jóhannsdóttir
('64)
10. Stefanía Pálsdóttir
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
13. Bjargey Sigurborg Ólafsson
('85)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: