Selfoss
1
1
KR
Guðmunda Brynja Óladóttir
'2
, misnotað víti
0-0
0-1
Hulda Ósk Jónsdóttir
'20
Magdalena Anna Reimus
'77
1-1
29.06.2015 - 19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður. Sól í hjarta og bros á vör.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 413
Maður leiksins: Chelsea. A Leiva
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður. Sól í hjarta og bros á vör.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 413
Maður leiksins: Chelsea. A Leiva
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Erna Guðjónsdóttir
('71)
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
2. Donna Kay Henry
7. Anna María Friðgeirsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
15. Summer Williams
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
('36)
Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
3. María Rós Arngrímsdóttir
('71)
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
('36)
28. Esther Ýr Óskarsdóttir
Liðsstjórn:
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Gul spjöld:
Donna Kay Henry ('45)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossvelli með jafntefli. Skýrsla og viðtöl væntanleg. Takk fyrir mig.
84. mín
Henry komnar með nokkrar skottilraunir í leiknum en enginn þeirra borið árangur.
81. mín
KR-ingar vilja fá vítaspyrnu. Vilja meina að Dagný hafi tekið hann með hendinni innan teigs. En því miður þá var þetta aldrei hendi.
77. mín
MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Donna Kay Henry
Stoðsending: Donna Kay Henry
MAAAAAAAAAAAAARK!!!! ÞAÐ KOM AÐ ÞVÍ!
KR-ingar í stökustu vandræðum með að hreinsa frá. D.K Henry nær boltanum af varnarmanni, sendir inní og Magdalena réttur maður á réttum stað og skorar!! STEFNIR Í ROSALEGAR LOKAMÍNÚTUR!!
KR-ingar í stökustu vandræðum með að hreinsa frá. D.K Henry nær boltanum af varnarmanni, sendir inní og Magdalena réttur maður á réttum stað og skorar!! STEFNIR Í ROSALEGAR LOKAMÍNÚTUR!!
74. mín
Samkvæmt mínum hátækni stærðfræðirannsóknum þá fæ ég það einfaldlega ekki út hvernig KR er yfir í þessum leik. En það er kannski bara ég og stærðfræðin sem náum ekki vel saman.
70. mín
Dagný Brynjarsdóttir spólar sig í gegnum nokkra leikmenn KR og skýtur en Agnes ver!!!!! ÞVÍLÍK SPENNA.
67. mín
GUÐMUNDA BRYNJA ÓLADÓTTIR með skot en það er RÉTT framhjá! Heimastúlkur eru líklegaaar!
64. mín
NÁÁÁLÆGT!
Anna María tekur aukaspyrnu fyrir heimamenn af löngu færi, reynir skotið en í stöngina!!!
Anna María tekur aukaspyrnu fyrir heimamenn af löngu færi, reynir skotið en í stöngina!!!
60. mín
Selfyssingar skora en Gumma rangstæð. Stuðningsmenn Selfoss aðeins of fljótir á sér.
56. mín
Selfyssingar að fá enn eitt frábæra færið. Bolti inní beint á höfuðið á Dagnýju sem skallar í fangið á Agnesi. Þetta liggur í loftinu hjá heimamönnum.
54. mín
KR Í FÆRI!
Chelsea kemst ein inn fyrir vörn Selfoss en fyrsta snerting svíkur hana aðeins og hún missir boltann aðeins of langt og Sandiford nær boltanum.
Chelsea kemst ein inn fyrir vörn Selfoss en fyrsta snerting svíkur hana aðeins og hún missir boltann aðeins of langt og Sandiford nær boltanum.
51. mín
FRÁBÆRT færi sem Selfyssingar fá. Góð sending inní teig frá Henry beint á Ernu sem stendur ein og óvölduð á móti markinu en beint í fangið á Agnesi.
49. mín
Enn ein hornspyrnan hjá heimamönnum. Þær hafa ekki nýtt þær neitt sérstaklega vel í leiknum.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á nýjan leik. Fáum vonandi jafn bráðfjörugan seinni hálfleik og sá fyrri var. Þetta tafðist eitthvað vegna gati sem var á öðru netinu. Því kippt í liðin.
45. mín
Hálfleikur
Þessi lopapeysa hjá Friðgeiri er í öðrum klassa #Friðgeirsvaktin pic.twitter.com/ziDM91ykQC
— Árni Evert Leósson (@Arnievert) June 29, 2015
45. mín
Hálfleikur
Einar flautar til hálfleiks á Selfossvelli. Gestirnir óvænt yfir. Ég ætla ekki að segja að þær hafi verið betri en Selfyssingar gjörólíkar sjálfum sér.
43. mín
Margrét María þarf aðhlynningu og Gunnar Borg nýtur tækifærið og smalar öllum leikmönnum til sín og messar yfir þeim.
42. mín
D.K Henry fer framhjá tveimur varnarmönnum KR og reynir skotið fyrir utan teig en það langt framhjá.
39. mín
Sara Lissy er komin á heldur mjög grátt svæði! Er á gulu og brýtur hér á leikmanni Selfoss... hvað gerir Einar við næsta brot?
36. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Gunnari er nóg boðið! Það virðsit ekkert vera að hrjá Evu Lind sem fer útaf, og það í fyrri hálfleik!
34. mín
Gult spjald: Chelsea A. Leiva (KR)
Ég veit eiginlega ekki alveg hvað þetta er. Einar Ingi ráðfærir sig við aðstoðarmann sinn sem gefur Chelsea gult. Athyglisvert.
31. mín
Heimamenn fá tvær hornspyrnur með stuttu millibili. Enn og aftur ná KRingar að hreinsa.
29. mín
Selfyssingar eru mun meira með boltann en þær eru bara ekkert að ná að brjóta vörn KR niður þessa stundina.
26. mín
Vörn Selfyssinga er ekki sjálfri sér lík það sem af er. Virðist vera einhver skortur á einbeitingu.
25. mín
Þetta er gjörsamlega geggjaður leikur! Það er svo mikið að gerast og ég reyni mitt allra, allra besta til þess að koma sem flestu að. KR sterkar í skyndisóknum.
22. mín
Ég hef ekki undan við að skrifa! Það er allt að gerast hérna. Selfyssingar ætla að bregðast snöggt við marki KR-inga. Anna María skýtur í slánna úr aukaspyrnu og ég veit ekki hvað og hvað!
20. mín
MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (KR)
MAAAAAAAARK!
KR-ingar eru komnir yfir algjörlega gegn gangi leiksins! Frábært einstaklings framtak og spólar sig í gegnum vörn Selfyssinga og klárar frábærlega! Óvæntar tölur hérna á Selfosvelli!
KR-ingar eru komnir yfir algjörlega gegn gangi leiksins! Frábært einstaklings framtak og spólar sig í gegnum vörn Selfyssinga og klárar frábærlega! Óvæntar tölur hérna á Selfosvelli!
18. mín
KR er að pressa Selfyssinganna verulega þegar þær eru að spila innan liðs. Þær leyfa heimamönnum að stjórna og ætla að beita skyndisóknum.
14. mín
Selfyssingar fá aðra hornspyrnu. Flottur bolti hjá Hrafnhildi sem skapar vandræði í vörn KR en þær bregðast við og hreinsa.
12. mín
Dagný Brynjars reynir sendingu innfyrir vörn KR en þær sjá við henni og hreinsa í horn.
8. mín
Chelsea kemur hér með fyrsta skot KR-inga og það er af 25 metrunum og Sandiford grípur.
5. mín
Selfyssingar eru GRÍÐARLEGA sterkir í byrjun leiks og fáránlegt að þær séu ekki búnar að skora! 2 dauðafæri og misnotað víti!
2. mín
Gult spjald: Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)
Heimildarmaður minn tjáir mér það að Hugrún hafi brotið á Henry í vítinu og uppskar gult spjald.
2. mín
Misnotað víti!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Guðmunda klúðrar vítinu!!!!!
Þetta er rosalegt svona í byrjun leiks! Donna Kay Henry kemst ein i gegn og það er brotið á henni!
Þetta er rosalegt svona í byrjun leiks! Donna Kay Henry kemst ein i gegn og það er brotið á henni!
1. mín
Leikurinn er hafinn hér á Selfossvelli í blíðskaparveðri og stemmningu. Gestirnir byrja.
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn! Jaws-lagið spilað undir meðan leikmennirnir ganga inná.
Fyrir leik
Spámenn kvöldsins hafa komið með spá sína. Magnús Kjartan vallarþulur spáir 3-0 sigri Selfyssinga og Árni Evert Leósson vallarþulur í þjálfun spáir 3-2 í bráðfjörugum leik.
Fyrir leik
Bæði farin inn í klefa og gera sig klár fyrir átökin. Við höfum séð fleiri áhorfendur á Selfossvelli, sem er skrítið. Geggjað veður í að horfa á eins og einn fótboltaleik.
Fyrir leik
Korter í leik og spennan eykst... Grillaðir borgarar og meððí á Selfossvelli.
Fyrir leik
Athygli vekur að KR fékk undanþágu vegna vandræða með markmannsstöðuna. Tara MacDonald skrifaði undir hjá liðinu í vikunni en hún er ekki í hóp í kvöld. Athyglisvert.
Fyrir leik
Jájájá byrjunarliðin voru að detta hérna inn. Selfyssingar halda óbreyttu liði frá tapinu gegn Breiðablik.
KR-ingar gera hinsvegar 2 breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Aftureldingu. Inn koma þær Íris Ósk og Jóhanna K. Fyrir þeim víkja Besic og Guðrún María.
KR-ingar gera hinsvegar 2 breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Aftureldingu. Inn koma þær Íris Ósk og Jóhanna K. Fyrir þeim víkja Besic og Guðrún María.
Fyrir leik
Aðstæður á Selfossi í kvöld eru hreint með ólíkindum! Völlurinn er svo gullfallegur, hitastigið er í toppstandi og sólin er á sínum stað. Allir á völlinn.
Fyrir leik
Selfoss - KR leikskráin klár. Hörkuleikur á morgun það er næsta víst. http://t.co/Fd7wfAQJha via @Issuu
— Mar Ingolfur Masson (@maserinn) June 28, 2015
Fyrir leik
Fyrir þá sem fylgjast eitthvað með fótbolta vita að Selfyssingar töpuði í toppslagnum gegn Breiðablik í síðustu umferð þar sem dómarinn var aðalumræðuefnið.
KR vann hinsvegar sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Aftureldingu öruggt 3-0.
KR vann hinsvegar sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Aftureldingu öruggt 3-0.
Byrjunarlið:
1. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
Margrét María Hólmarsdóttir
('66)
Sigríður María S Sigurðardóttir
('88)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
3. Chelsea A. Leiva
5. Sigrún Birta Kristinsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh
14. Hulda Ósk Jónsdóttir
('79)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
26. Kelsey Loupee
Varamenn:
3. Hanna Kristín Hannesdóttir
('79)
4. Oktavía Jóhannsdóttir
7. Sonja Björk Jóhannsdóttir
('66)
10. Stefanía Pálsdóttir
('88)
13. Bjargey Sigurborg Ólafsson
23. Guðrún María Johnson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('2)
Sara Lissy Chontosh ('21)
Chelsea A. Leiva ('34)
Rauð spjöld: