City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
0
1
FC Koper
0-1 Matej Pucko '77
02.07.2015  -  19:15
Víkingsvöllur
Evrópudeild UEFA
Aðstæður: Blautt og skýjað
Dómari: Andrew Dallas (SKO)
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
9. Haukur Baldvinsson
10. Rolf Glavind Toft ('64)
11. Dofri Snorrason ('52)
15. Andri Rúnar Bjarnason ('85)
16. Milos Zivkovic
22. Alan Lowing
23. Finnur Ólafsson

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('52)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('85)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Tómas Ingi Urbancic
27. Tómas Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Igor Taskovic ('60)
Arnþór Ingi Kristinsson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið, svekkjandi 1-0 tap Víkinga staðreynd. Pínu óheppni, pínu sanngjarnt.
90. mín
Inn:Miha Blazic (FC Koper) Út:Goran Galecic (FC Koper)
Síðasta skipting Kanarífuglanna.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Fimm mínútur eftir. Yrði svaka fínt fyrir Euro-Vikes að jafna!
86. mín
MARK! En Haukur Baldvinsson hefur verið flaggaður rangstæður! Augljós rangstaða því miður, en virkilega vel slúttað hjá Hauki.
85. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.)
Viktor Bjarki fær nokkrar mínútur.
82. mín
Inn:Mitja Lotric (FC Koper) Út:Josip Ivancic (FC Koper)
Hinn slóvenski Veigar Páll kemur inn á fyrir tankinn Ivancic.
81. mín
Boltinn dettur fyrir Hallgrím Mar í teignum, hann er á undan markverðinum í boltann en fer með takkana í hann. Sóknin rennur út í sandinn en Simcic liggur sárþjáður eftir og þarf aðhlynningu.
79. mín
Ömurlegt fyrir Víkinga að fá á sig þetta útivallarmark. Þetta gæti hent þeim úr keppni, það er ekkert flóknara. Hins vegar lítið hægt að gera í þessu. Pucko fékk bara frítt skotfæri þarna og hitti boltann örugglega betur en hann hefur nokkurn tíma gert í lífinu. Ekki slæmt hjá honum! Koper voru satt best að segja búnir að vera ákveðnari í seinni hálfleik.
77. mín MARK!
Matej Pucko (FC Koper)
MAARK!!! ÞVÍLÍKT MARK!!!!! Boltinn berst út úr teignum eftir hornspyrnu og Matej Pucko gersamlega þrumar honum í netið af svona 25 metra færi!! Boltinn syngur í netinu!!! Þetta er algert kjaftshögg, en þvílíkt mark!!
76. mín
Fín sókn hjá Koper. Crnigoj læðir hættulegum bolta á hinn bosníska Galecic sem er mættur á nærstöngina og lætur vaða, en Nielsen ver í horn!
73. mín
Önnur flott sókn hjá Víkingum, þeir eru að vakna! Eftir kraðak við teig Koper dettur boltinn fyrir Arnþór Inga en skot hans er ekki nógu gott og fer vel yfir! Þetta er að þokast í rétta átt! Ef þetta fer svona verður erfitt að fara í næstu umferð, en 1-0 sigur myndi vera frábær úrslit!
72. mín
Þarna munaði ENGU!!!!! Flott sókn, Aukaspyrnu-Ívar með glæsilega fyrirgjöf á Taskovic sem nær skotinu í fyrsta. En skotið fer RÉTT framhjá!! Ég sá þennan inni.
71. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Arnþór Ingi, sem hefur átt mjög flotta innkomu, fær að líta gula spjaldið fyrir tæklingu á Goran Galecic. Harður dómur.
70. mín
Vel mætt í Víkina í kvöld. Áhorfendur eru 1010 talsins.
69. mín
Josip Ivancic dustar Víkinga af sér eins og þeir séu lúsmý. Gefur svo boltann á Guberac sem á hörkuskot sem fer rétt framhjá!
67. mín
Inn:Amer Rahmanovic (FC Koper) Út:Matej Palcic (FC Koper)
Þá eru það bara kanónurnar! Rahmanovic kominn inn á! (Djók ég veit ekkert hver þetta er)
64. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.) Út:Rolf Glavind Toft (Víkingur R.)
Toft fer út af og Arnþór Ingi kemur inn á. Daninn var ekki alveg að gera nógu góða hluti..
63. mín
Leik lokið í Cork á Írlandi þar sem KR-ingar gerðu 1-1 jafntefli við heimamenn. Þokkaleg úrslit fyrir KR-inga sem ættu að geta klárað einvígið heima.
62. mín
Ohhh!! Víkingar eiga sína fyrstu almennilegu sókn og hún er mjög flott. Frábært spil endar með að varamaðurinn Hallgrímur fær boltann í teignum og snýr sér og er aleinn! Skot hans er hins vegar ekki nógu gott og boltinn lekur framhjá! Þarna var lag!
60. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
Fyrirliðinn fær fyrsta gula spjald leiksins.
57. mín
Allt annað Koper lið sem mætti í seinni hálfleikinn, þetta er fáránlegt! Leikmennirnir heita það sama og líta eins út, en þetta er alls ekki sama liðið. Þeir eru búnir að vera 90 prósent með boltann og eru miklu betri! Ég veit ekki hvað gerðist, voru þeir bara að þykjast vera slakir fyrir leikhlé?
53. mín
Kanarífuglarnir hafa byrjað seinni hálfleikinn mun betur. Eru búnir að fá tvö horn og eru mun ákveðnari en í fyrri hálfleiknum. Ekki sama róin og yfirvegunin yfir Víkingum, komið létt stress í þá.
52. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Fyrsta skiptingin. Óli og Milos hafa séð þessa sendingu og einfaldlega hugsað: Þessi verður ekki lengur inni á vellinum!
50. mín
ÖÖÖMURLEG MISTÖK!! Dofri gefur boltann frá sér á stórhættulegum stað!! Ivancic geysist upp og það vaða í hann fjórir til fimm Víkingar en enginn ræður við hann. Hann losar boltann á fyrirliðann Ivica Guberac sem kemur með þrumuskot úr teignum en Nielsen bjargar meistaralega í horn! Þetta var alveg skelfilega gert hjá Víkingum og sem betur fer refsuðu Slóvenarnir ekki! Dofri andar léttar!
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný í Víkinni og það eru gestirnir í Koper sem byrja með boltann í þetta skiptið. Víkingar sækja í átt að Víkingsheimilinu.
45. mín
Hálfleikur
Ennþá 1-1 í viðureign Cork og KR á Írlandi. KR-ingar gersamlega að dominera leikinn með 13 skot gegn 3, 7 gegn 1 á markið. Hins vegar hefur þeim ekki tekist að ná forystunni. Þeir hafa 25 mínútur.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Víkinni! Heimamenn mun meira með boltann og almennt miklu betri en vantar aðeins herslumuninn! Synd ef þeir vinna þennan leik ekki, synd og skömm!
45. mín
OJJJJJ!!!! Þarna munaði svooo litlu!! Aukaspyrnu-Ívar með aukaspyrnu inn í teig, boltinn berst á Taskovic sem kemur með stórhættulegan bolta fyrir sem er hársbreidd frá því að leka í stöngina og inn. Svo var Haukur Baldvins hársbreidd frá að ná til hans!
40. mín
Kapteinninn Guberac með skot af mjög löngu færi en beint á Nielsen. Víkingar hafa haldið áfram að dominera en vantar sárlega að láta kné fylgja kviði. Þegar Koper kemst yfir miðju, þá er alltaf ákveðin hætta en þeir eru samt voðalega bitlausir. Manni finnst samt eins og þeir hafi gæðin til að gera eitthvað af sér. Rétt í þessu æatti Domen Crnigoj t.d. skot rétt yfir!
33. mín
Víkingar fá tvær hornspyrnur í röð. Eftir aðra þeirra dettur Toft í teignum eða við hann en fær ekkert. Koper geysist upp í skyndisókn og vinnur horspyrnu. Víkingar bægja hættunni frá.
27. mín
Koparmenn dóla sér með boltann og freista þess að svæfa leikmenn Víkings og áhorfendur. Færa sig svo ofar á vellinum og Domen Crnigoj reynir skot lengst utan af velli sem fer beint á Thomas Nielsen.
23. mín
Fyrri hálfleikur hálfnaður og "so far, so good". Víkingar hafa örugglega verið svona 75% með boltann og eru virkilega léttleikandi og flottir. Leikmenn Koper verjast eins og þeir séu að mæta Real Madrid og sækja afar sjaldan. En náðu hins vegar stórhættulegri sókn áðan svo það þarf klárlega að passa sig á þeim. Ef þetta heldur svona áfram eru Víkingar þó í fínum málum. Biðst fyrirfram afsökunar ef ég er að jinxa.
20. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA HJÁ NIELSEN!!! Matej Palcic fer allt of illa með Ívar og kemur með frábæra fyrirgjöf. Josip Ivancic er aleinn og yfirgefinn í teignum og nær algjörum hamar-skalla! Hins vegar ver Nielsen frábærlega í hornspyrnu! Hættulegasta færi leiksins en Víkingar sleppa!
19. mín
Þess má geta að það er kominn hálfleikur í viðureign Cork og KR á Írlandi. Staðan þar er 1-1. Írarnir komust yfir en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin og skoraði í leiðinni dýrmætt útivallarmark. Væri sterkt fyrir KR-inga að fara heim með sigur í farteskinu!
18. mín
Hvernig er þetta ekki gult??? Rolf Toft í frábærri stöðu og fíflar varnarmann Koper við endalínu og gaurinn togar hann niður!! Dæmd aukaspyrna en auðvitað átti spjaldið að fara á loft. Tekur Aukaspyrnu-Ívar aðra ruglaða spyrnu??
16. mín
Víkingar vilja fá víti! Alan Lowing hársbreidd frá því að ná skalla en virðist vera hrint í bakið! Ekkert dæmt.
15. mín
Fín byrjun hjá Víkingum! Davíð Örn með frábæra fyrirgjöf og Haukur Baldvins hársbreidd frá því að ná skallanum á fjær, en Ante Tomic skallar í horn.
8. mín
Smá hætta eftir hornið! Varnarmaðurinn Denis Halilovic fær boltann í teignum en skýtur í hliðarnetið!
8. mín
FC Koper fær ódýra aukaspyrnu svona 40 metra frá marki. Fyrirliðinn Ivica Guberac dælir boltanum í teiginn en spyrnan er léleg og Finnur Ólafsson skallar boltann í burtu. Hins vegar ná Koparmenn aftur að koma boltanum að teignum og mér sýndist Finnur skalla aftur. Skallar boltann aftur fyrir sig og í hornspyrnu. Hættulegt því þeir eru með stóra menn!
6. mín
Hörkusókn hjá heimamönnum, sem hafa verið að spila virkilega vel í byrjun! Haukur Baldvinsson kemst í ágætt skotfæri í teignum en skot hans fer í varnarmann! Rolf Toft er hársbreidd frá því að koma og fylgja eftir en Kanarífuglarnir bjarga.
3. mín
SLÁIN!!!!! AUKASPYRNU-ÍVAR SVOOOO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA!!! Tók gjörsamlega frábæra aukaspyrnu sem söng í slánni! Þarna hefði verið gjörsamlega geggjað að fá mark!!
3. mín
Dofri Snorrason á öflugan sprett á kantinum og fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað til hliðar við teiginn!
1. mín
Kanarífuglarnir byrja á ágætri sókn. Fyrirliðinn Guberac var í kjörnu skotfæri en skaut í varnarmenn og sóknin rann út í sandinn.
1. mín
Fyrsti Evrópuleikur Víkinga í 23 ár er hafinn! Í dag getið þið gleymt því að ég verði hlutlaus! Þegar Evrópu-Lexi er mættur, þá er það Áfram Ísland og ekkert annað!!
Fyrir leik
Fyrirliðarnir Ivica Guberac og Igor Taskovic taka þátt í coin-flippi upp á hvor byrjar og skiptast á gjöfum. Nú fer heldur betur að styttast í leik. Leikmenn Koper eru búnir að rífa sig úr æfingapeysunum og spila í forláta gulum og bláum treyjum.
Fyrir leik
Fyrirliði Víkings, hinn serbneski Igor Taskovic, var í góðu spjalli við markvörðinn Vasja Simcic á leiðinni inn. Greinilega mestu mátar!
Fyrir leik
Andrew Dallas dómari og aðstoðarmenn hans rölta inn á völlinn og leikmenn Víkings og Koper fylgja á eftir.
Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast í leikinn og spennan magnast í Víkinni! Það virðist vera vel mætt á völlinn í kvöld, enda þokkalegt veður og stór stund!
Fyrir leik
Svo ég fái lánað úr frétt hjá vinum mínum á Vísi, þá hefur ekkert íslenskt lið beðið lengur en Víkingur eftir því að taka þátt í Evrópukeppni. Víkingur hefur ekki spilað í Evrópu síðan 1992, en þeir spiluðu 10 Evrópuleiki á árunum 1972-1992 og hafa enn ekki unnið neinn þeirra. Síðast þegar þeir kepptu í Evrópu mætti þeir engu smá liði, nánar tiltekið CSKA Moskvu.
Fyrir leik
Víkingar hafa nánast gleymt þvi hvernig á að vinna fótboltaleik, það er orðið afar sjaldséð sjón í Víkinni. Það vinnur heimamönnum hins vegar í haginn að vera á miðju tímabili á meðan Kanarífuglarnir eru á undirbúningstímabilinu. Þeir taka þetta vonandi á úthaldinu.
Fyrir leik
Viðurnefni FC Koper er Kanarífuglarnir. Eins og ég sagði áðan lentu þeir í 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og voru ekki nema þremur stigum frá fallsæti. Hins vegar grísuðust þeir einhvern veginn til að vinna bikarinn og koma sér þannig í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Dómararnir í kvöld eru frá Skotlandi, en Andrew Dallas er á flautunni.
Fyrir leik
Þá ku slóvenski framherjinn Mitja Lotric vera nokkuð öflugur, en hann er slóvenskur U21 landsliðsmaður. Milos líkir honum við Veigar Pál Gunnarsson. Hann byrjar hins vegar á bekknum í kvöld.
Fyrir leik
Besti leikmaður liðsins ku vera leikmaður númer 14, Goran Galecic. Hann er bosnískur miðjumaður og líklega á förum frá félaginu í stærri klúbb. Þó eru góðar líkur á að hann spili báða leikina gegn Víkingi, allavega spilar hann augljóslega í kvöld. Nema hann meiðist auðvitað. Eða eitthvað annað komi upp á. Hann er allavega skráður í byrjunarliðið eins og er. Galecic á níu U21 landsleiki að baki fyrir landslið Bosníu & Hersegóvínu.
Fyrir leik
Milos talaði einnig um fjóra leikmenn sem eru nýkomnir til félagsins, að mesta óvissan væri í kringum þá. Ég veit því miður ekkert hvaða leikmenn það eru, en Milos bjóst við að allavega tveir þeirra yrðu í byrjunarliðinu í dag.
Fyrir leik
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að sínir menn væru búnir að kynna sér lið Koper mjög vel:
,,Þessi leikur leggst mjög vel í okkur þjálfarana og strákana. Við höfum náð að skoða Slóvenana vel. Um leið og búið var að draga þá byrjuðum við að safna upplýsingum. Við fengum upplýsingar í gegnum greiningarforrit og einnig frá serbneskum leikmanni sem spilaði með þeim í fyrra," segir Milos.
Fyrir leik
FC Koper kemur frá samnefndum bæ í Slóveníu. Þetta er lítill og krúttlegur bær þar sem einungis búa 25.000 manns. 50.000 manns búa á öllu svæðinu. Liðið hefur notið þokkalegrar velgengni í heimalandinu en hefur þó aldrei verið stórt á Evrópusviðinu. Þeir lentu í 8. sæti slóvensku deildarinnar á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin. Víkingar styrkja upp sínu sterkasta liði að manni sýnist, þó auðvitað sé alltaf hægt að deila um ákveðnar stöður. Mér sýnist líka FC Koper stilla upp sínu sterkasta liði.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og FC Koper í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
83. Vasja Simcic (m)
4. Denis Sme
7. Ivica Guberac
9. Josip Ivancic ('82)
14. Goran Galecic ('90)
16. Denis Halilovic
20. Domen Crnigoj
27. Damir Hadzic
28. Ante Tomic
29. Matej Palcic ('67)
49. Matej Pucko

Varamenn:
87. Kristijan Kahlina (m)
5. Miha Blazic ('90)
8. Amer Rahmanovic ('67)
10. Mitja Lotric ('82)
17. Dalibor Radujko
22. Patrik Posavac
23. Marko Krivcic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: