City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
4
0
Fylkir
Bjarni Gunnarsson '34 1-0
Ian David Jeffs '54 2-0
Aron Bjarnason '62 3-0
Bjarni Gunnarsson '70 4-0
04.07.2015  -  16:00
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Hlýtt en smá vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 506
Maður leiksins: Bjarni Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Ian David Jeffs ('73)
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason
11. Víðir Þorvarðarson
14. Jonathan Patrick Barden
17. Bjarni Gunnarsson ('77)
20. Mees Junior Siers ('81)

Varamenn:
5. Jón Ingason ('73)
15. Devon Már Griffin ('81)
21. Dominic Khori Adams
22. Gauti Þorvarðarson ('77)
23. Benedikt Októ Bjarnason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV vinnur stórsigur á slöku Fylkisliði í dag og fer fyllilega verðskuldað í undanúrslit.

Viðtöl og skýrsla eru rétt handan við hornið.
81. mín
Inn:Devon Már Griffin (ÍBV) Út:Mees Junior Siers (ÍBV)
Þriðja og síðasta skipting Eyjamanna í dag. Hinn 18 ára gamli Devon Már Griffin kemur inn á fyrir Mees Junior Siers.
79. mín
Oddur Ingi reynir skot fyrir utan teig en það er beint á Abel sem hefur ekki þurft að hafa alltof mikið fyrir hlutunum í dag en samt búinn að gera vel þegar hans var þörf.
78. mín
Inn:Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fylkir) Út:Tonci Radovinkovic (Fylkir)
77. mín
Inn:Gauti Þorvarðarson (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Bjarni fær ekki tækifæri til að skora þrennu í dag en þvílíkur leikur sem hann er búinn að eiga!
76. mín
Bjarni Gunnarsson komst í dauðfæri en klikkaði í þetta sinn! Frábær sending frá Jóni Ingasyni inn fyrir vörnina og Bjarni Gunnarsson reynir skot í fjærhornið en boltinn fer rétt framhjá! Þarna var tækifæri fyrir þrennuna!
73. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
Ian Jeffs fer útaf við mikið lófatak frá áhorfendum á Hásteinsvelli í dag. Búinn að eiga frábæran leik í dag eins og allt Eyjaliðið í raun.
70. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
ÞVÍLÍKT MARK! Bjarni Gunnarsson er að eiga stórleik! Fyrirgjöf frá hægri kanti ratar á Bjarna sem kassar hann upp og tekur síðan viðstöðulausa hliðarspyrnu beint í nærhornið!
65. mín
Smá atgangur í teig ÍBV sem gekk illa að koma boltanum burt. Boltinn fer út í hornspyrnu en Abel Dhaira handsamar þá fyrirgjöf.
64. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
62. mín MARK!
Aron Bjarnason (ÍBV)
Stoðsending: Bjarni Gunnarsson
Eyjamenn eru að ganga frá Fylkismönnum! Frábær skyndisókn þar sem þeir voru tveir á tvo. Bjarni Gunnarsson kom með sendinguna yfir á Aron Bjarnason sem lagði hann fyrir sig og smellti honum í stöngina inn! Staðan 3-0!
61. mín
Eyjamenn eru að spila frábærlega þessa stundina. Ian Jeffs sýndi smá takta og var næstum búinn að komast framhjá tveimur Fylkismönnum til að koma sér í skotfæri. Minnti helst á Lionel Messi þarna.
56. mín
Tómas Þorsteinsson fleygði Inga Sigurðssyni þjálfara ÍBV í jörðina! Spaugilegt atvik, boltinn fór út í innkast og Ingi varð fyrir Tómasi sem ætlaði að ná í boltannn og þeir féllu báðir í atganginum.
54. mín MARK!
Ian David Jeffs (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
MAAAAARK! ÍBV er komið í 2-0! Aron Bjarnson senti boltann á Ian Jeffs sem var í vítateigsboganum, hann fór auðveldlega framhjá varnarmanni Fylkis og átti ekki í neinum erfiðleikum með að klára þetta framhjá Bjarna í marki Fylkis.
49. mín
Eyjamenn eiga í miklum erfiðleikum með að komast yfir miðju vegna vindsins. Abel átti þrjár markspyrnur á 2 mínútum þar sem vindurinn feykti boltanum alltaf aftur til hans.
46. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Áhorfendatölur voru að koma inn og það eru 506 á leiknum í dag.
45. mín
Hálfleikur
Eins og við var að búast er þessi leikur búinn að vera jafn og lítið um opin færi. ÍBV náði þó að brjóta ísinn á 34. mínútu og leiða í hálfleik 1-0.
44. mín
Tómas Þorsteinsson fær boltann rétt fyrir utan teig og skýtur viðstöðulausu skoti en Avni Pepa kemst fyrir það og hreinsar.
34. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
MARK! Ian Jeffs með góða aukaspyrnu inn á teig sem Bjarni Þórður reynir að kýla frá en það vill ekki betur til en svo að boltinn berst á fjærstöngina og þar lúrir Bjarni Gunnarsson og setur boltann auðveldlega í autt markið!
31. mín
Vilhjálmur Alvar dæmir sóknarbrot í hornspyrnunni sem fylgdi.
30. mín
Þvílíkt færi! Aron Bjarnason lagði boltann fyrir sig á vinstri fótinn, lét svo vaða og boltinn fór af Tonci og breytti um stefnu. Fyrst virtist sem boltinn ætlaði að laumast inn en hann fór rétt framhjá.
25. mín
Það er búið að vera svo lítið að gerast í þessum leik að tölvan mín fór í sleep-mode. Nokkuð um brot um allan völl en ekkert meir.
16. mín
Fyrsta skot leiksins. Tómas Þorsteinsson á það og svei mér þá ef það fór ekki bara heilmarga metra yfir.
13. mín
Frekar rólegt yfir þessum leik. ÍBV fékk tvær aðrar hornspyrnur en ekkert varð úr þeim.
8. mín
ÍBV fékk hornspyrnu í kjölfarið en náði ekki að gera sér mat úr því.
7. mín
Gott færi á fyrstu mínútum leiksins. Aron Bjarna tók vel við útsparki Abel, setti hann fyrir á Ian Jeffs á hægri kantinn sem setit hann inn á teiginn en Fylkismenn skalla þetta aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrjar með boltann og sækir í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Liðin er komin út á völl. Það má búast við hörkuleik í dag milli tveggja liða sem vilja ólm tryggja sér farseðilinn í undanúrslitin.
Fyrir leik
ÍBV komst í undanúrslit á síðasta ári en tapaði þar fyrir KR í hörkuleik en leikar enduðu 5-2. Fylkir komst í 8-liða úrslit í fyrra en var þar stöðvað af þáverandi nýliðum Víking R.
Fyrir leik
Í þessa mund er verið að sleppa 42 dúfum af miðjum vellinum í tilefni af því að í dag eru liðin 42 ár frá goslokunum.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er dómari í dag. Honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson.
Fyrir leik
ÍBV vann Létti 6-0 á útivelli í 32-liða úrslitunum og Þrótt 2-0 á útivelli í 16-liða úrslitunum.

Fylkir sigraði hinsvegar Njarðvík 3-2 og Sjörnunar 3-0 til að komast á þann stað sem þeir eru í dag.
Fyrir leik
Rétt eins og í síðasta leik þá er ÍBV án aðalþjálfara síns sem er Jóhannes Þór Harðarson en hann er í tímabundnu leyfi. Tryggva Guðmundssyni var vikið frá störfum sem aðstoðarþjálfara í síðustu viku eins og flestum er kunnugt.

Ingi Sigurðsson stýrir því liðinu í dag og honum til aðstoðar er Andri Ólafsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.

Tvær breytingar eru á liði ÍBV í frá 2-0 sigri á Breiðablik í síðustu umferð Pepsi-deildarinnnar. Abel Dhaira stendur á milli stanganna í dag í stað Guðjóns Orra og Gunnar Þorsteinsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Jonathan Glenn sem er staddur með landsliði Trínidad og Tóbagó sem tekur þátt í Gullbikarnum.

Fylkir gerir þrjár breytingar á sínu liði. Bjarni Þórður Halldórsson er í markinu í dag og einnig koma þeir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ásgeir Örn Arnþórsson koma inn í liðið. Inginmundur Níels Óskarsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson og Ólafur Íshólm Ólafsson fara á bekkinn.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu af leik ÍBV og Fylkis í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic ('78)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
8. Jóhannes Karl Guðjónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('64)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('46)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('46)
9. Hákon Ingi Jónsson ('64)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson ('78)
24. Elís Rafn Björnsson

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: