ÍA
3
1
ÍBV
0-1
Víðir Þorvarðarson
'11
Arnar Már Guðjónsson
'39
1-1
Arsenij Buinickij
'47
2-1
Hallur Flosason
'75
3-1
12.07.2015 - 17:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn mjög góður og flottar aðstæður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1021
Maður leiksins: Arnar Már Guðjónsson
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn mjög góður og flottar aðstæður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1021
Maður leiksins: Arnar Már Guðjónsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
('73)
Ármann Smári Björnsson
Albert Hafsteinsson
('78)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Hallur Flosason
('78)
10. Jón Vilhelm Ákason
13. Arsenij Buinickij
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough
Varamenn:
14. Ólafur Valur Valdimarsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
31. Marko Andelkovic
('78)
32. Garðar Gunnlaugsson
('78)
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Teitur Pétursson
Ingimar Elí Hlynsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
Víðir Þorvarðarson á skot að marki ÍA úr þröngu færi en Árni Snær Ólafsson ver vel.
89. mín
Önnur skyndisókn hjá ÍA. Ásgeir Marteinsson leikur boltanum upp vallarhelming Eyjamanna og nær skoti sem Guðjón Orri Sigurjónsson ver frekar auðveldlega.
86. mín
Skyndisókn hjá ÍA. Marko Andelkovic á frábæra stungusendingu innfyrir vörn ÍBV þar sem Jón Vilhelm Ákason er einn á móti Guðjóni Orra Sigurjónssyni. Guðjón Orri ver frábærlega með úthlaupi.
79. mín
Ian Jeffs tekur aukaspyrnu sem fer inn í vítateig ÍA. Þar nær Tom Even Skogsrud góðum skalla en Árni Snær Ólafsson ver virkilega vel út við stöng.
75. mín
MARK!
Hallur Flosason (ÍA)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Þórður Þorsteinn Þórðarson á góðan sprett upp hægri kantinn og nær fyrirgjöf í vítateig ÍBV. Þar kemur Hallur Flosason aðvífandi og nær föstum skalla sem fer í fjærhornið.
72. mín
Skagamenn með stórsókn að marki ÍBV. Guðjón Orri Sigurjónsson hittir boltann illa þegar hann ætlar að hreinsa frá. Arsenij Buinickij nær boltanum og keyrir í átt að markinu. Hann rennir boltanum á Hall Flosason sem nær skoti en Guðjón Orri ver virkilega vel í markinu. Jón Vilhelm Ákason nær frákastinu og nær góðu skoti sem Guðjón Orri ver frábærlega í horn.
68. mín
Jón Ingason fær hreint dauðafæri inni í vítateig ÍA eftir að Eyjamenn hafa sundurspilað vörnina. Árni Snær Ólafsson ver stórkostlega með frábæru úthlaupi.
64. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig ÍA. Víðir Þorvarðarson tekur spyrnuna en boltinn fer yfir markið. Þarna var farið illa með gott færi.
55. mín
Darren Lough á fyrirgjöf inn í vítateig ÍBV. Þar er Hallur Flosason á fjærstöng og nær skalla sem fer í varnarmann og í hliðarnetið.
51. mín
Hér er um hreina stórskotahríð að marki Skagamanna af hálfu gestanna. Víðir Þorvarðarson á tvö góð skot sem varnarmenn ÍA stökkva fyrir og verja og loks er það Ian Jeffs sem á skot yfir markið.
47. mín
MARK!
Arsenij Buinickij (ÍA)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Ásgeir Marteinsson fer með boltann upp hægri kantinn, leikur á tvo varnarmenn og nær góðri fyrirgjöf inn í vítateig Eyjamanna. Þar er Arsenij Buinickij vel staðsettur og skorar af öryggi með skalla.
42. mín
Skagamenn heimta vítaspyrnu eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson fellur í samskiptum við varnarmann ÍBV rétt við mark gestanna. Dómarinn segir að leik skuli haldið áfram.
40. mín
Arnar Már Guðjónsson er ekki hættur. Hann á fast skot að marki Eyjamanna en boltinn fer í hliðarnetið.
39. mín
MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Arsenij Buinickij
Stoðsending: Arsenij Buinickij
Arsenij Buinickij leikur boltanum fyrir fram vítateig ÍBV. Hann rennir boltanum út á Arnar Má Guðjónsson sem tekur viðstöðulaust skot af 25 metra færi og efst í markhorninu.
38. mín
Jón Vilhelm Ákason tekur hornspyrnu sem berst til Ármanns Smára Björnssonar en skalli hans fer rétt yfir markið.
29. mín
Þórður Þorsteinn Þórðarson á góðan sprett upp hægri kantinn og gefur boltann inn í vítateig ÍBV. Þar er Albert Hafsteinsson vel staðsettur og nær góðu skoti en Guðjón Orri Sigurjónsson ver virkilega vel út við stöng. Boltinn berst út í teig þar sem Þórður Þorsteinn nær frákastinu og kemur boltanum í markið en hann er dæmdur rangstæður.
19. mín
Jón Vilhelm Ákason á hornspyrnu inn í vítateig þar sem Arnar Már Guðjónsson er einn og óvaldaður í markteig en hittir boltann hrikalega illa í frábæru skallafæri.
11. mín
MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Ian David Jeffs
Stoðsending: Ian David Jeffs
Ian Jeffs komst upp að endamörkum vinstra megin og reyndi sendingu fyrir sem stefndi til Skagamanna. Boltinn fór af Albert Hafsteinssyni, leikmanni ÍA, og beint fyrir Víði sem skallaði boltann auðveldlega í netið af markteig.
7. mín
Hallur Flosason á sendingu inn í vítateig ÍBV þar sem Arsenij Buinickij er einn og óvaldaður á fjærstöng en hann á lausan skalla sem Guðjón Orri ver auðveldlega í markinu.
6. mín
Aron Bjarnason fær boltann í vítateig ÍA og nær skoti sem Árni Snær Ólafsson ver vel út í teig. Eyjamenn ná frákastinu og ná föstu skoti sem Arnór Snær Guðmundsson kemst fyrir í vörn ÍA.
3. mín
Skagamenn fá innkast sem berst inn í vítateig. ÍBV. Boltinn fer til Arsenij Buinckij sem á skot en Guðjón Orri Sigurjónsson ver auðveldlega í markinu.
Fyrir leik
Garðar Gunnlaugsson er kominn aftur eftir meiðsli en hann byrjar á bekknum hjá ÍA.
Ian Jeffs hefur verið í ævintýraferð en hann stýrði kvennaliði ÍBV í rúmlega hálflum leik áðan, stökk síðan í flug og lenti á Tungubökkum í Mosfellsbæ. fyrir skömmu. Hann er í byrjunarliði Eyjamanna.
Hafsteinn Briem og Mees Siers eru í leikbanni og eru ekki með.
Ian Jeffs hefur verið í ævintýraferð en hann stýrði kvennaliði ÍBV í rúmlega hálflum leik áðan, stökk síðan í flug og lenti á Tungubökkum í Mosfellsbæ. fyrir skömmu. Hann er í byrjunarliði Eyjamanna.
Hafsteinn Briem og Mees Siers eru í leikbanni og eru ekki með.
@haraldurp: Jeffsy á leiðinni beint á Skagan. #3Stig #fotboltinet pic.twitter.com/3kbCAc5rQD
— Haraldur Pálsson (@haraldurp) July 12, 2015
Fyrir leik
Aðstæður eru frábærar í dag. Völlurinn lítur frábærlega út og það er sólskin og léttur andvari.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þóroddur Hjaltalín. Honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Adolf Þorberg Andersen. Eftirlitsmaður KSÍ er Einar Sigurðsson.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 84 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 44 leiki, ÍBV 30 en leik hefur 10 sinnum lokið með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 152 mörk gegn 126 mörkum ÍBV.
Fyrir leik
Báðum liðum hefur gengið brösuglega á tímabilinu. Skagamenn hafa unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað fimm leikjum og eru í tíunda sæti deildarinnar. ÍBV hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað sex leikjum og er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
('83)
2. Tom Even Skogsrud
5. Jón Ingason
('78)
5. Avni Pepa
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason
11. Víðir Þorvarðarson
14. Jonathan Patrick Barden
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson
Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
13. Richard Sæþór Sigurðsson
21. Dominic Khori Adams
('83)
22. Gauti Þorvarðarson
('78)
23. Benedikt Októ Bjarnason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
Liðsstjórn:
Yngvi Magnús Borgþórsson
Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('35)
Bjarni Gunnarsson ('88)
Rauð spjöld: