Cardiff
1
0
Crystal Palace
1-0
Anthony Gardner
'7
, sjálfsmark
Patrick McCarthy
'78
24.01.2012 - 19:45
Cardiff City Stadium
Enski deildabikarinn
Cardiff City Stadium
Enski deildabikarinn
Byrjunarlið:
3. Andrew Taylor
6. Anthony Gerrard
7. Peter Whittingham
8. Don Cowie
('102)
9. Kenny Miller
11. Craig Conway
17. Aron Gunnarsson
22. Tom Heaton (M)
23. Darcy Blake
('80)
25. Ben Turner
37. Stephen McPhail
('84)
Varamenn:
1. David Marshall (M)
2. Kevin McNaughton
('80)
4. Filip Kiss
('84)
10. Robert Earnshaw
15. Rudy Gestede
('102)
20. Joe Mason
52. Joe Ralls
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Darcy Blake ('38)
Aron Gunnarsson ('109)
Rauð spjöld:
123. mín
Þakka fyrir mig, leik lokið - allt búið! Umfjöllun komin! Þetta var rosalegt!! Til hamingju Aron Einar Gunnarsson!!
122. mín
0-0 KENNY MILLER KLÚÐRAR!!! HANN SPRETTIR AÐ BOLTANUM OG SKÝTUR HÁTT YFIR! DJÓK SPYRNA!
122. mín
Úff...Vítaspyrnukeppnin er að hefjast!! Það er Cardiff sem tekur fyrstu spyrnuna, nánar tiltekið Kenny Miller!!
122. mín
Þetta er aaalveg magnað!! Hvað er eiginlega að gerast hérna?? Það er fáránlegt með öllu að Cardiff hafi ekki tryggt sér sigurinn áður en grípa þurfti til vítaspyrnukeppni, en Crystal Palace á nú 50/50 möguleika á að komast áfram.. þeir geta ekki annað en verið sáttir með það. Spennan er mögnuð í Wales.
122. mín
VÍTASPYRNUKEPPNI!! Það er bara þannig!!! Spennan er mögnuð á heimavelli Cardiff! Fær Aron tækifæri til að taka víti?? Hann var hrikalega óheppinn að skora ekki!!
121. mín
Cardiff á hornspyrnu.. þetta verður það síðasta sem gerist í þessari framlengingu!
120. mín
NEI NÚ GENGUR ÞETTA EKKI LENGUR!!! ARON EINAR Á SKALLA EFTIR HORNSPYRNU EN HANN FER Í ÞVERSLÁNA!! VÁ HVAÐ ÞAÐ HEFÐI VERIÐ GAMAN FYRIR OKKAR MANN AÐ HAMRA INN SIGURMARKIÐ Á SÍÐUSTU MÍNÚTU UPPBÓTARTÍMA!! Hann fær svo annan skalla skömmu síðar rétt framhjá..!
117. mín
ERTU EKKI AÐ DJÓKA?? ÞETTA ER EKKI EÐLILEGT!!! Peter Whittingham á skot sem fer í Gardner og leeeekur svo framhjá! Gardner hársbreidd frá því að skora annað sjálfsmark!!
114. mín
Jæja, rúmar fimm mínútur eftir. Það væri svakalegt afrek hjá Palace að þrauka fram í vítaspyrnukeppni, yfirburðir Cardiff hvað færi varðar hafa verið fáránlegir.
112. mín
Þarna beit Crystal Palace frá sér, Easter keyrði upp völlinn og var nálægt því að komast einn í gegn en vörnin var frábær.
110. mín
SLÁIN!!! Aron Einar kemur með frábæran bolta inn í teig, hann berst til Filip Kiss sem þrumar í slána úr fínu færi!! Cardiff virðist bara fyrirmunað að skora!!
109. mín
Gult spjald: Aron Gunnarsson (Cardiff)
Okkar maður fær að líta gult spjald fyrir að láta Wilfred Zaha, hættulegasta leikmann gestanna, finna aðeins fyrir því.
105. mín
Hálfleikur í framlengingunni. Stefnir allt í vítaspyrnukeppni! Spennan er rafmögnuð!
103. mín
Fyrsta snerting Gestede er hann skýtur beint á Speroni úr fínu skotfæri í teignum!
102. mín
Inn:Rudy Gestede (Cardiff)
Út:Don Cowie (Cardiff)
Síðasta skipting Cardiff. Aron Einar mun spila allan leikinn! Að sjálfsögðu!!
95. mín
Munar hársbreidd að Don Cowie skori eftir klafs í teig Crystal Palace, skot hans endar þó á því að fara yfir markið.
91. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Nær Cardiff að klára þetta? Gerir Palace út um þetta með marki? Verður kannski bara vító?
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið! Það verður gripið til framlengingar!! Það er aldeilis spennan!!
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma, tvær liðnar. Aron Einar gerir sig tilbúinn til að taka langt innkast á hættulegum stað. Það er tekið handklæðið á þetta og allt.
Dalmar Ragnarsson
McCarthy að senda Aron Einar og félaga í Cardiff á Wembley með því að fá þetta rauða spjald? Sannur fyrirliði #Einmitt #fotbolti #Gunnarsson
McCarthy að senda Aron Einar og félaga í Cardiff á Wembley með því að fá þetta rauða spjald? Sannur fyrirliði #Einmitt #fotbolti #Gunnarsson
89. mín
Þarna var Don Cowie í DAUÐAFÆRI til að klára leikinn, en honum brást bogalistin úr vítateignum! Það stefnir allt í framlengingu..!
83. mín
Inn:Jermaine Easter (Crystal Palace)
Út:Glenn Murray (Crystal Palace)
Þriðja skipting Crystal.
80. mín
Inn:Kevin McNaughton (Cardiff)
Út:Darcy Blake (Cardiff)
Fyrsta skipting Cardiff.
79. mín
Inn:Paul McShane (Crystal Palace)
Út:Darren Ambrose (Crystal Palace)
Varnarskipting. Þá ætla Palace bara að pakka í vörn og freista þess að knýja fram framlengingu, og jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppnina?
78. mín
Rautt spjald: Patrick McCarthy (Crystal Palace)
Áts félagi. Fyrirliðinn er farinn af velli með sitt annað gula spjald. Ég veit nú ekki hvort hann fékk spjaldið fyrir brotið eða fyrir að sparka boltanum í burtu. Vonandi var það fyrir brotið, því hitt hefði verið frekar hart, þó að Webb hafi reyndar verið búinn að flauta. Held samt án djóks að það hafi verið fyrir hið síðarnefnda..
76. mín
Wilfred Zaha hársbreidd frá því að jafna metin!!! Varamaðurinn Scannel nýtir sér mistök Arons Einars en Zaha bregst bogalistin algerlega úr fínu færi og skýtur framhjá.
73. mín
Stefnir allt í framlengingu eins og er, lítið í gangi. Cardiff samt hættulegri, ef hægt er að tala um hættu.
60. mín
Palace eru alveg ljónheppnir!!! Þeir bjarga á marklínu eftir vond mistök hjá Speroni. Cardiff tekur aukaspyrnu, sóknarmaður skallar boltann en McCarthy bjargar á línu! Palace er samt búið að veita alvöru mótspyrnu í seinni hálfleik og þeir gætu alveg tekið upp á því að skora..
57. mín
Þvílík aukaspyrna hjá Peter Whittingham!!! Og þvílík markvarsla hjá Speroni!! Spyrnan er föst en Speroni gerir vel að blaka knettinum yfir markið! Ekkert verður úr hornspyrnunni...
56. mín
Gult spjald: Patrick McCarthy (Crystal Palace)
Brotið á Kenny Miller á sæmilega hættulegum stað og aukaspyrna dæmd. McCarthy fær gult.
52. mín
Bæði lið búin að eiga ágæt skot en hvorugt þeirra hefur hitt á rammann. Voru þó mjög nálægt því.
45. mín
Fyrri hálfleik lokið og útlitið virkilega gott fyrir Aron Einar og félaga. Þeir hafa verið miklu betri, fengið fleiri færi og eru óheppnir að vera ekki komnir með stærra forskot. Hins vegar þurfa þeir að skora tvö til viðbótar ef Crystal Palace setur eitt mark, og það væri þá líkast til eitthvað sem kæmi í gegnum Wilfred Zaha sem hefur verið góður.
45. mín
KENNY MILLER SKÝTUR Í STÖNGINA!! Fáránlega vel gert hjá honum! Boltinn berst inn í teiginn, fer rétt framhjá Aroni og til Miller, sem snýr og þrumar í stöngina! Virkilega óheppinn!! Aron Einar var næstum búinn að ná að fylgja eftir.. Þetta gerðist á 48. mínútu í uppbótartíma! Svo er flautað til leikhlés.
44. mín
Wilfred Zaha er rutt niður nokkuð ruddalega en ekkert dæmt. Hins vegar óþolandi hvernig hann liggur og vælir í margar mínútur á eftir. Það getur ekki verið að þetta hafi verið það vont! Fannst samt að þetta hefði átt að vera aukaspyrna. Aron Einar heilsaði aðeins upp á hann, held að hann hafi ekki verið að nenna þessu væli.
39. mín
KENNY MILLER KLÚÐRAR DAUÐAFÆRI!!! Cardiff geystist upp í skyndisókn, Aron Einar gaf boltann áfram, síðan barst banvæn stungusending inn á Kenny Miller, sem var kominn einn gegn markmanni. Hann setti boltann framhjá Speroni en hann lak naumlega framhjá markinu!! Þarna hefði Cardiff getað komið sér í vænlega stöðu!
38. mín
Gult spjald: Darcy Blake (Cardiff)
Wilfred Zaha keyrir framhjá Blake og fiskar aukaspyrnu og gult spjald. Baneitraður, Zaha.
37. mín
Það er frekar lítið í gangi. Aron Einar er búinn að vera líflegur í liði heimamanna og Wilfred Zaha hefur verið mesta ógnin í liði gestanna. Færin hafa þó ekki verið mörg.
24. mín
Cardiff eru talsvert betri aðilinn, rétt í þessu var brotið á aroni Einari á hættulegum stað og aukaspyrna dæmd. Hún var hins vegar slök og beint í vegginn.
10. mín
Gult spjald: Jonathan Williams (Crystal Palace)
Rétt áður átti Wilfred Zaha tilraun sem Cardiff bjargaði á línu.
7. mín
SJÁLFSMARK!
Anthony Gardner (Crystal Palace)
Ó grimmu örlög!!! Anthony Gardner, sem var hetja Crystal Palace í fyrri leiknum, skallar knöttinn í eigið net og staðan orðin 1-0 fyrir Cardiff, 1-1 samanlagt! Glæsilegur skalli hjá Gardner samt!
1. mín
Leikurinn er hafinn, Cardiff byrjar með boltann! Megi þessi viðureign vera fjörugri en sú fyrri!
Fyrir leik
Fyrirliðarnir og dómarar takast í hendur á miðjum vellinum, svo er peningunum kastað. Það eru einhverjir geðveikt töff gæjar í hermannabúningum inni á miðjum vellinum líka. Ég hef ekki HUGMYND um hvað þeir eru að gera!
Fyrir leik
Howard Webb er dómari leiksins í kvöld, en hans síðasta verkefni var hin magnaða viðureign Manchester City og Tottenham í enssku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag. Þeim leik lauk með 3-2 sigri City þar sem Mario Balotelli skoraði sigurmarkið, en margir voru á því að Ítalinn hefði átt að vera fokinn af velli áður en hann fiskaði víti og kláraði það með stæl. Hann hefur verið ákærður af knattspyrnusambandinu fyrir að traðka á höfði Scott Parker, en Howard Webb lét atvikið framhjá sér fara.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn, byrjunarlið og varamannabekkir. Nú eru 25 mínútur í að fjörið hefjist! Anthony Gardner, markamaskínan mikla sem skoraði í fyrri leiknum, er að sjálfsögðu í byrjunarliði Crystal Palace.
Fyrir leik
Þið hin megið endilega fylgja fordæmi Elvars hérna fyrir neðan og tjá ykkur um leikinn á Twitter, með hashtaggið #fotbolti í kjölfarið! Vel valdar færslur verða birtar hér á síðunni. Hvernig fer þetta? Skorar Aron Einar? Var þetta klárlega víti og rautt? Ekki sitja á þínum skoðunum, varpaðu þeim í sviðsljósið!
Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net
Aron auðvitað í startinu hjá Cardiff (staðfest). Væri gaman að sjá hann á Wembley... #fótbolti
Aron auðvitað í startinu hjá Cardiff (staðfest). Væri gaman að sjá hann á Wembley... #fótbolti
Fyrir leik
Crystal Palace er með yfirhöndina í þessari rimmu eftir 1-0 sigur á Selhurst Park fyrir tveimur vikum. Þeir eru þó hvergi nærri komnir á Wembley, en Cardiff er í 3. sæti Championship deildarinnar og með frábæran árangur á heimavelli. Svo hafa þeir ekki tapað 10 leikjum í röð í deildabikarnum heima. Það kemur í ljós hvort vegur þyngra, 1-0 forysta eða tölfræði.
Fyrir leik
Byrjunarlið Cardiff er komið en við bíðum róleg eftir liði Crystal Palace. Að sjálfsögðu er okkar maður, Aron Einar Gunnarsson, á sínum stað í byrjunarliði heimamanna.
Byrjunarlið:
1. Julian Speroni (M)
4. Jonathan Parr
5. Patrick McCarthy
6. Anthony Gardner
7. Darren Ambrose
('79)
8. Kagisho Dikgacoi
15. Mile Jedinak
16. Wilfred Zaha
17. Glenn Murray
('83)
20. Jonathan Williams
35. Chris Martin
('75)
Varamenn:
3. David Wright
10. Owen Garvan
11. Sean Scannell
('75)
19. Jermaine Easter
('83)
30. Paul McShane
('79)
31. Calvin Andew
34. Lewis Price (M)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jonathan Williams ('10)
Patrick McCarthy ('56)
Rauð spjöld:
Patrick McCarthy ('78)