City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
0
1
Víkingur R.
0-1 Ívar Örn Jónsson '76 , víti
25.07.2015  -  16:30
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1.033
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('88)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('78)
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson ('66)
19. Baldvin Sturluson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson
6. Daði Bergsson ('88)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
17. Andri Adolphsson ('78)
19. Emil Atlason ('66)

Liðsstjórn:
Haukur Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('58)
Sigurður Egill Lárusson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmönnum mistókst að komast á toppinn! Þvílík byrjun hjá Milosi, sex stig í tveimur leikjum.


94. mín Gult spjald: Milos Zivkovic (Víkingur R.)
93. mín
Nokkuð þung pressa hjá Val hér í lokin.
91. mín
Orri Ómarsson með skalla! Mikil hætta. Nielsen náði að handsama knöttinn.
90. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
90. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Appelsínugult! Svakaleg tækling á Emil Atla.
89. mín
1.033 áhorfendur.
88. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
88. mín
Emil Atla kom sér í fínt skotfæri en hitti ekki rammann.
87. mín
Það er líklegt að við fáum áhugaverð viðtöl eftir þennan leik. Ingvar Kale líklegur til að láta í sér heyra.
83. mín
Kristinn Ingi fellur innan teigs en Valdimar Pálsson lætur leikinn halda áfram. Valsmenn láta heyra í sér, ekki sáttir.
82. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
80. mín
STÖNG! Einar Karl Ingvarsson með skot í stöng eftir aukaspyrnu.
78. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
78. mín
Rolf Toft fór niður í teignum og víti dæmt á Ingvar Kale sem fór bara í boltann sýndist mér. Aðstoðardómarinn Jóhann Gunnar Guðmundsson dæmdi þetta. Mikið mótmælt.
76. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fyrir mótmæli.
76. mín Mark úr víti!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Vítaspyrnu-Ívar skoraði! Afar öruggt mark. Alveg í bláhornið.
75. mín
What!!! Víkingur fær víti! Þetta held ég að hafi verið bull dómur. Algjört bull. Nánar síðar...
72. mín
ÓVÆNT DAUÐAFÆRI! Gunnar Gunnarsson í bullinu og skyndilega var Hallgrímur Mar Steingrímsson kominn í dauðafæri, reyndi að skalla yfir Ingvar Kale sem gerði mjög vel að verja. Kale búinn að eiga flottan leik.
69. mín
Ekkert kom úr horninu.
69. mín
Fyrsta skot Valsmanna í leiknum! Andri Fannar með skot í varnarmann og í horn.
66. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Emil Atlason (Valur) Út:Tómas Óli Garðarsson (Valur)

61. mín
Emil Atlason er að fara að mæta inná. Vonandi hleypir hann lífi í þessi leiðindi.
60. mín
Gríðarlega miklar róteringar hjá Val í sóknarlínunni. Liðið hefur ekki náð að ógna neitt af viti.
58. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
56. mín
Dauðinn á skriðbeltunum þessi leikur, svo ég vitna í kollega minn Hörð Snævar hér í fréttamannastúkunni.
53. mín
Rolf Toft skot. Yfir.

50. mín
Tufa með skot af löngu færi. Yfir.
47. mín
Það er þokkalegur hraði í leiknum en við þurfum mark til að sprengja þetta upp.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur - Víkingar betri í þessum fótboltaleik.
44. mín
Vó!!! Einar Karl Ingvarsson bjargar á línu eftir skalla Igor Taskovic eftir horn.
39. mín
Orri Sigurður Ómarsson þurfti aðhlynningu en sem betur fer fyrir Valsmenn getur hann haldið leik áfram.
31. mín
Þessi fyrsti hálftími verður ekki gefinn út á DVD... kannsi VHS. Smá smuga.
27. mín
Hallgrímur Mar með skot yfir eftir undirbúning Tufa.
24. mín
Aftur stórhætta við mark Vals! Munaði engu að Hallgrímur Mar næði til knattarins í markteignum. Víkingar eru líklegri eins og málin standa.
19. mín
Valsmenn í vandræðum með hraða Tufa. Víkingar að ógna marki Valsmanna. Aukaspyrnu-Ívar með skot af löngu færi og svo kom skalli eftir horn áðan naumlega framhjá.
18. mín
ROSALEGT DAUÐAFÆRI!!! Tufa fyrir Víking! Skyndilega allt galopið hjá Val og Rolf Toft renndi boltanum á Tufa sem var einn gegn Ingvari Kale en Kale varði í horn! Frábær varsla en þarna átti Tufa að gera betur.
14. mín
STÓRhættuleg sókn Valsmanna. Mikið fimbulfamb í teignum en Valdimar Pálsson dómari reddar sér úr þessu með að dæma sóknarbrot.
11. mín
Baldvin Sturlu með hættulega sendingu inn í teiginn en þarna var enginn mættur.
9. mín
Heyrðu heyrðu, koma ekki einhverjir sjö stuðningsmenn Víkings með trommur í stúkuna. Syngjandi hressir. Greinilega að koma af knæpu.
7. mín
Tíðindalitlar upphafsmínútur. Mætingin döpur. Ömurlegur leiktími.
2. mín
Tómas Óli Garðarsson er bara fremsti maður Vals í dag. Spennandi að sjá hvernig það kemur út. Andri Fannar á miðjunni og Baldvin Sturlu bakvörður.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrjuðu með knöttinn en þeir sækja í átt að gömlu Keiluhöllinni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn! Víkingar hvítir í dag.
Fyrir leik
Þetta er síðasti leikur tímabilsins á Hlíðarenda þar sem hér verður lagt gervigras. Valur mun spila restina af heimaleikjum sínum á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður deildarinnar, er í banni hjá Val í dag. Svona ef einhver var að velta því fyrir sér... vantar ansi stóra menn hjá Val í dag!
Fyrir leik
Þetta er annar leikur Milos Milojevic einn við stjórnvölinn hjá Víkingi. Hann landaði þremur stigum með 7-1 sigri gegn Keflavík á dögunum. Helgi Sigurðsson er aðstoðarþjálfari en hann var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net í dag, hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér.
Vertu með okkur á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Það er taumlaus gleði hér á Hlíðarenda. Vallarþulurinn er í helgarfríi svo Andri Fannar Stefánsson sem er í byrjunarliði Vals sér um að vera DJ. Stekkur hér upp og hendir playlista í gang. Ólíklegt að hann muni kynna liðin á eftir þó.
Fyrir leik
Tómas Óli Garðarsson og Baldvin Sturluson koma inn í byrjunarlið Vals frá síðasta leik. Iain Williamson meiddist gegn Leikni og er ekki með í dag.
Fyrir leik
Það er einn leikur í Pepsi-deildinni klukkan 16:30 en Valur og Víkingur eigast þá við á Hlíðarenda. Valur getur með sigri komist í toppsæti deildarinnar en ef Víkingur vinnur þá fer liðið upp í áttunda sæti.

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar frá 7-1 sigrinum gegn Keflavík í síðustu umferð. Vladimir Tufegdzic kemur inn í liðið en hann var leikmaður síðustu umferðar, skoraði eitt og lagði fjögur upp. Igor Taskovic er kominn inn í liðið aftur en hann lék ekki gegn Keflavík vegna persónulegra vandamála.

Hjá Val eru Haukur Páll Sigurðsson og Thomas Christensen enn frá vegna meiðsla en þeir misstu af 1-0 útisigrinum gegn Leikni í síðustu umferð.
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('82)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason ('90)
12. Halldór Smári Sigurðsson
16. Milos Zivkovic
24. Davíð Örn Atlason ('66)
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
Stefán Þór Pálsson ('90)
9. Haukur Baldvinsson
17. Tómas Ingi Urbancic
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('82)
26. Ásgeir Frank Ásgeirsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('90)
Milos Zivkovic ('94)

Rauð spjöld: