Leik lokið!
Í fyrsta sinn sem Wenger nær að skáka Mourinho! Arsenal fær skjöldinn góða. Þakka þeim sem fylgdust með. Góðar stundir.
93. mín
Gibbs í dauðafæri!! Aftur ver Courtois.
92. mín
Uppbótartími í gangi.
87. mín
VÓ! Arsenal nálægt því að innsigla þetta. Cazorla í dauðafæri en Courtois náði að loka á skotið. Ramsey átti svo skot naumlega framhjá.
85. mín
Fáum við jöfnunarmark? Ef það kemur er farið beint í vítaspyrnukeppni.
82. mín
Inn:Victor Moses (Chelsea)
Út:John Terry (Chelsea)
81. mín
Inn:Kieran Gibbs (Arsenal)
Út:Mesut Özil (Arsenal)
78. mín
Inn:Mikel Arteta (Arsenal)
Út:Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal)
Markaskorarinn fær klapp.
71. mín
Giroud í hættulegu færi. Skot yfir markið.
70. mín
Inn:Kurt Zouma (Chelsea)
Út:Cesar Azpilicueta (Chelsea)
69. mín
Oscar með skot á rammann úr aukaspyrnunni! Fín spyrna en Cech varði í horn.
68. mín
Gult spjald: Francis Coquelin (Arsenal)
Uppsafnað. Chelsea fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
1. Meistarar, 2. Markahæstur, 3. Kemur á óvart
66. mín
Inn:Oliver Giroud (Arsenal)
Út:Theo Walcott (Arsenal)
65. mín
Gult spjald: Cesar Azpilicueta (Chelsea)
Reif Chamberlain niður.
63. mín
DAUÐAFÆRI! Eden Hazard kominn í dauðafæri í teignum en hitti boltann herfilega. Hamraði knettinum yfir. Rosalegt færi. Það er kominn meiri hraði og áræðni í spilamennsku Chelsea.
58. mín
Oscar með skot. Af löngu færi. Langt framhjá. Alla leið í Miðdal. Chelsea hefur ekkert látið reyna á Cech hingað til.
54. mín
Inn:Oscar (Chelsea)
Út:Ramires (Chelsea)
Ramires átti fínan leik. Klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Inn:Radamel Falcao (Chelsea)
Út:Loic Remy (Chelsea)
Seinni hálfleikur hafinn - Remy gerði ekkert annað í fyrri hálfleik en að láta dæma sig rangstæðan. Við fáum því einn Falcao. Gerir hann gæfumuninn.
45. mín
Hálfleikstölfræði:
Skot: 3-3
Á markið: 0-2
Horn: 2-1
Með boltann: 54%-46%
43. mín
Hætta upp við mark Chelsea eftir hraða og góða sókn Arsenal. Styttist í hálfleikinn.
37. mín
Flott sókn hjá Chelsea. Fyrirgjöf frá Loic Remy frá hægri beint á kollinn á Ramires sem var í dauðafæri en skallaði yfir!
34. mín
Ramires með skottilraun. Framhjá. Besta tilraun Chelsea hingað til. Mourinho er með fýlusvip. Er ekki hrifinn af því að vera undir.
24. mín
MARK!Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal)
FRÁBÆRT MARK! Fékk boltann frá Walcott hægra megin í teignum og gerði þetta frábærlega! Setti boltann yfir á vinstri og tók Cesar Azpilicueta úr leik áður en hann smurði honum upp í samskeytin!
23. mín
Theo Walcott með skalla eftir aukaspyrnu. Courtois öryggið uppmálað og handsamaði knöttinn.
17. mín
Bíðum enn eftir fyrsta alvöru færinu. Einhverjir Chelsea menn heimtuðu vítaspyrnu áðan. Hárrétt hjá Anthony Taylor að dæma ekki.
11. mín
Það er meira líf í Arsenal í upphafi leiks. Mourinho ekki sáttur við byrjun leiksins og er kominn út á boðvanginn reiður á svip.
5. mín
Hvar er Alexis Sanchez? Hann fékk lengra frí en aðrir þar sem hann var að taka þátt í Suður-Ameríku bikarnum. Þar fór hann alla leið með liði sínu Síle sem tók gullið. Hann mætir aftur til æfinga á morgun.
1. mín
Leikur hafinn
Arsene Wenger hefur aldrei unnið Jose Mourinho. Í þrettán tilraunum. Breytist það í dag?
Fyrir leik
Heiðursgestir eru að heilsa leikmönnum á Wembley. Sólin skín og allt til reiðu. Vonandi fáum við nóg af mörkum og stuði. Þjóðsöngurinn sunginn.
1. Hverjir verða meistarar? 2. Hver verður markakóngur? 3. Mun koma á óvart:
Fyrir leik
BBC gerði skoðanakönnun meðal lesenda sinna á því hver væru bestu kaupin fyrir tímabilið. Þar er Petr Cech til Arsenal langefstur á blaði með 42,9% atkvæða. Athygli vekur að aðeins 2,9% telja að kaup Man City á Raheem Sterling hafi verið þau bestu.
Verið með okkur á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet yfir leiknum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Diego Costa er ekki í leikmannahópi Chelsea en Jose Mourinho segir að hann hafi fundið fyrir óþægindum aftan í læri. Loic Remy er í fremstu víglínu en Radamel Falcao byrjar á bekknum.
Petr Cech byrjar í marki Arsenal eins og búist var við. Theo Walcott er í fremstu víglínu en Olivier Giroud geymdur á bekknum. Jack Wilshere er meiddur og ekki með í dag.
Fyrir leik
Það má segja að fótboltatímabilið á Englandi hefjist í dag þegar Englandsmeistarar Chelsea mæta bikarmeisturum Arsenal í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley.
Leikurinn kemur 64 dögum eftir að Arsenal vann 4-0 sigur gegn Aston Villa í úrslitaleik enska bikarsins. Síðan hefur liðið fengið nýjan markvörð, Petr Cech, sem er að fara að mæta sínum fyrrum félögum í dag.
Chelsea gæti sett Radamel Falcao í byrjunarlið sitt í dag en Falcao sem er 29 ára náði aðeins að skora fjögur mörk í 29 leikjum þegar hann spilaði fyrir Manchester United á síðasta tímabili. Hann er kominn til Chelsea á eins árs lánssamningi frá Monaco.
Stjórarnir Arsene Wenger og Jose Mourinho eru ekki miklir vinir en Wenger hefur ekki náð að skáka Mourinho í þrettán tilraunum.
Arsenal hefur verið í góðum gír á undirbúningstímabilinu og þegar náð að vinna tvö æfingamót en frammistaða Chelsea hefur verið sveiflukenndari.