City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
0
1
Fylkir
0-1 Jóhannes Karl Guðjónsson '60
05.08.2015  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: 16 stiga hiti og völlurinn jafn glæsilegur og alltaf
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 603
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs ('83)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
6. Gunnar Þorsteinsson ('66)
9. Sito
14. Jonathan Patrick Barden
17. Bjarni Gunnarsson ('66)
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
7. Aron Bjarnason
11. Víðir Þorvarðarson ('66)
15. Devon Már Griffin
19. Mario Brlecic ('66)
21. Dominic Khori Adams ('83)
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafsteinn Briem ('45)
Jonathan Patrick Barden ('60)
Dominic Khori Adams ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afar svekkjandi tap Eyjamanna í dag. Þeir áttu meira skilið úr leiknum í dag en heppnin þeim ekki hliðholl og kannski dómarinn ekki heldur. Lokastaða ÍBV 0-1 Fjölnir.
87. mín Gult spjald: Dominic Khori Adams (ÍBV)
83. mín
Inn:Dominic Khori Adams (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
Þriðja og síðasta skipting Eyjamanna. Nú er bara að duga eða drepast.

77. mín
Mees Junior Siers reynir skot en það flýgur hátt yfir markið.
73. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Hemmi Hreiðars er alveg brjálaður út í aðstoðardómarann af ókunnum ástæðum og er það alveg með hreinum ólíkindum hvernig hann er áfram á hliðarlínunni! Áhorfendur ekki sáttir með Ívar Orra sem lætur Hemma sleppa.
71. mín
Góð fyrirgjöf og Mario Brlecic nær skalla en enginn kraftur í honum og auðvelt viðureignar fyrir Ólaf Íshólm í marki Fylkis.
68. mín
Það er ekki hægt að segja að þetta mark hafi verið verðskuldað en mikið jafnræði hefur ríkt með liðunum hingað til. Aukapyrnudómurinn sem kom á undan var einnig vafasamur að mínu mati.
66. mín
Inn:Mario Brlecic (ÍBV) Út:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Tvær skiptingar hjá Eyjamönnum, nýi Króatinn kemur inn fyrir Gunnar Þorsteinsson verður spennandi að sjá hvað hann getur.
66. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
64. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
63. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
60. mín MARK!
Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir)
Þvílík mistök í marki Eyjamanna! Aukaspyrna Jóa Kalla virtist meinlaus í fyrstu en Guðjón Orri missir boltann í netið á afskaplega klaufalegan hátt. Boltinn var á leið á rammann svo Jói Kalli fær markið skráð á sig en Guðjón vill gleyma þessu atviki sem fyrst.
60. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
Brotið átti kannski ekki rétt á sér en það er afar heimskulegt að sparka boltanum í burtu.
58. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Ívar Orri uppsker mikið lófaklapp meðal áhorfenda þegar hann sýnir Oddi Inga gula spjaldið enda búinn að vera einstaklega spar á spjöldin í dag, kannski aðeins of.
56. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
55. mín
Flott spil hjá ÍBV sem endar með að Jón fær boltann í svæði úti á kanti en fyrirgjöfin er hrikalega léleg.
53. mín
Eyjamenn vilja fá víti eftir að Ian Jeffs er tæklaður inni í teig. Sýndist þetta vera nógu góð tækling þrátt fyrir örlitla snertingu við manninn sjálfan og ÍBV fær hornspyrnu.
52. mín
Jón Ingason með flotta takta klobbar leikmenn Fylkis en skotið fer langt, langt yfir.
46. mín
Áhorfendatölur voru að koma í hús. Það eru 603 á Hásteinsvelli í dag.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Æsispennandi fyrri hálfleik er lokið og er staðan markalaus.
45. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (ÍBV)
Fyrsta spjaldið í leiknum fær Hafsteinn Briem.
44. mín
Frábærlega gert hjá Sito! Hann tekur við boltanum og snýr af sér varnarmann með góðri fyrstu snertingu og lætur síðan bara vaða nokkuð fyrir utan teig og sem betur fer fyrir Ólaf Íshólm í marki Fylkis sem var varnarlaus hafnar boltinn í þverslánni!
40. mín
Góð sókn hjá ÍBV. Bjarni Gunnarsson fær boltann inni í teig, fær nægan tíma til að stilla upp í skot en Fylkismaður nær að stökkva fyrir skotið.
35. mín
Í kjölfarið þarf aðeins að hlúa að Guðjóni Orra en hann er staðinn upp og heldur að sjálfsögðu leik áfram.
33. mín
Þvílíkt dauðafæri! Oddur Ingi er aleinn á móti Guðjóni Orra sem er með frábæra vörslu! Fljótur að koma út og loka markinu og ver skotið síðan með andlitinu!
22. mín
Rosalegt færi hjá ÍBV! Sito fer framhjá nokkrum Fylkismönnum áður en boltinn er tæklaður út á kantinn. Eyjamaður nær til boltans og kemur með góða fyrirgöf á fjærstöngina en Ian Jeffs er aðeins of seinn í boltann og renniskotið hans ekki gott.
21. mín
Eftir rólegar fyrstu 10 mínútur er að færast meira fjör í leikinn. Jói Kalli í dauðafæri, reynir viðstöðulaust skot inni í vítateig en hittir ekki á rammann! Þarna verða menn að gera betur.
19. mín
Eins og mörg önnur lið hafa Fylkismenn verið duglegir að sækja á bakverði ÍBV sérstaklega á Jón Ingason hægra megin. Hemmi ætti að vita hvað hann er að gera þar sem hann þjálfaði Eyjamenn áður fyrr.
17. mín
Dauðafæri hjá Fylki! Tvö skot með stuttu millibili, annað hafnar í varnarmanni Eyjamanna og hitt einnig en fer rétt framhjá. Úr hornspyrnunni koma tvæ fyrirgjafir sem Eyjamenn ná að bægja frá.
15. mín
Það er allt að sjóða upp úr! ÍBV fær aukaspyrnu og er Mees ekki sáttur við Ásgeir Börk sem setja hausa saman. Ívar Orri stíar leikmenn í sundur og ræðir við Ásgeir Börk en sleppir spjaldi í þetta sinn.
14. mín
Flott hornspyrna hjá Fylki sem rataði beint á Ásgeir Eyþórsson en skalli hans beint í fangið á Guðjóni Orra.
12. mín
Ágætis sókn hjá ÍBV en eftir baráttu milli leikmanna beggja liða inni í vítateig er dæmd aukaspyrna á Eyjamenn.
4. mín
Stórhætta við mark Fylkis! Varnarmaður Fylkis gerir vel í að tækla boltann en hann dettur beint fyrir Jose Enrique "Sito" sem hendir í skot rétt fyrir utan teig en það er rétt yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Eyjamenn leika í hvítu og byrja með boltann. Fylkismenn eru aftur á móti í sínum appelsínugula búningi og sækja í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Það fer óðum að styttast í að flautað verði til leiks. Hér ganga leikmennirnir út á völlinn við mikinn fögnuð viðstaddra.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson er dómari í dag. Síðast þegar hann kom til Eyja dæmdi hann leik á móti Víkingum og var vægast sagt slakur en hann fékk 2 í einkunn hjá Fótbolta.net eftir leikinn.
Fyrir leik
Að því sem ég kemst næst er þetta fyrsti deildarleikurinn í tæpt ár þar sem Víðir Þorvarðarson er ekki í byrjunarliðinu. Verður áhugavert að sjá hverju það breytir fyrir Eyjamenn.
Fyrir leik
Avni Pepa fór meiddur af velli í bikarleiknum gegn KR. Er að glíma við meiðsli aftan í læri. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er fyrirliði ÍBV í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðjón Orri endurheimtir stöðu sína
Byrjunarliðin eru komin inn.

Hjá ÍBV koma Bjarni Gunnarsson, Gunnar Þorsteinsson, Jón Ingason og markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson inn í byrjunarliðið. Á bekkinn fara Aron Bjarnason, Viðir Þorvarðarson og Abel Dhaira ásamt því að Avni Pepa er ekki með. Fjórar breytingar frá tapinu gegn KR í bikarnum.

Guðjón Orri endurheimtir stöðuna í markinu en Abel Dhaira var alls ekki traustvekjandi í bikarleiknum.

Fylkir gerir þrjár breytingar frá tapleik gegn Fjölni. Jóhannes Karl Guðjónsson, Kjartan Ágúst Breiðdal og Hákon Ingi Jónsson. Út fara Ingimundur Níels Óskarsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Ásgeir Örn Arnþórsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
ÍBV hefur fengið króatíska miðjumanninn Mario Brlecic til liðs við sig. Brlecic er 26 ára gamall en hann spilaði síðast með Concordia Chiajna í Rúmeníu. Í glugganum fengu Eyjamenn einnig Spánverjann Sito og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum landsliðsmann Íslands.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í Árbænum í fyrri umferðinni vann Fylkir 3-0 sigur þar sem öll mörkin komu seint í leiknum. Oddur Ingi Guðmundsson skoraði tvö mörk en varnarmaðurinn Tonci Radovinkovic eitt.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þetta er þriðji leikur ÍBV undir stjórn Ása Arnars. Hinir tveir leikirnir hafa báðir tapast. Deildarleikur gegn Stjörnunni og bikarleikur gegn KR. Eyjamenn eru í harðri baráttu fyrir lífi sínu í deildinni, eru stigi á undan Leikni sem situr í fallsæti.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þetta er fjórði leikur Fylkis undir stjórn Hemma Hreiðars. Eftir jafntefli og sigur í fyrstu tveimur leikjunum fékk Árbæjarliðið óvæntan 0-4 skell gegn Fjölni í síðustu umferð. Fylkir er í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ásmundur mætir félaginu sem rak hann
Leikurinn verður fyrsti heimaleikurinn sem Ásmundur Arnarsson stýrir liði ÍBV. Síðast þegar Ásmundur stýrði leik á Hásteinsvelli var hann þjálfari Fylkis sem tapaði þá fyrir ÍBV 4-0 og var hann í kjölfarið rekinn. Eyjamaðurinn og fyrrverandi þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson var þá ráðinn í stað Ásmundar sem þjálfari Fylkis.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Hér verður bein textalýsing frá leik ÍBV og Fylkis í 14. umferð Pepsi-deildinnar. Þjóðhátíðin að baki og komið að heilli umferð í Pepsi. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Yngsti dómari Pepsi-deildarinnar, Ívar Orri Kristjánsson, sér um að flauta.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('73)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
8. Jóhannes Karl Guðjónsson ('64)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('56)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('56)
24. Elís Rafn Björnsson ('64)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('73)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Oddur Ingi Guðmundsson ('58)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('63)

Rauð spjöld: