HK
2
1
BÍ/Bolungarvík
0-1
Amath Andre Dansokho Diedhiou
'21
Nigel Francis Quashie
'40
Guðmundur Atli Steinþórsson
'43
1-1
Guðmundur Atli Steinþórsson
'56
2-1
08.08.2015 - 14:00
Kórinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Logn og fínn hiti
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 120
Maður leiksins: Guðmundur Atli Steinþórsson
Kórinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Logn og fínn hiti
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 120
Maður leiksins: Guðmundur Atli Steinþórsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
8. Atli Valsson
10. Guðmundur Magnússon
('77)
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason
20. Árni Arnarson
('77)
21. Andri Geir Alexandersson
27. Jökull I Elísabetarson
Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. Aron Þórður Albertsson
('77)
9. Davíð Magnússon
('77)
23. Ágúst Freyr Hallsson
Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson
Gul spjöld:
Viktor Unnar Illugason ('86)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK fer með 2-1 sigur af hólmi. Skallamörk Guðmundar Atla skildu liðin að. Rauða spjaldið hjá Nigel Quashie var dýrkeypt fyrir botnliðið.
90. mín
Aron Þórður með skot sem Daði ver. Aron nær frákastinu og dettur eftir baráttu við Loic Ondo. HK vill fá vítaspyrnu en Sigurður Óli er ekki á sama máli.
89. mín
Inn:Ólafur Atli Einarsson (BÍ/Bolungarvík)
Út:Amath Andre Dansokho Diedhiou (BÍ/Bolungarvík)
79. mín
Þvílík markvarsla hjá Beiti!! Aaron Walker fær frítt skot úr vítateigsboganum og hittir boltann vel. Skotið er á leið upp í bláhornið þegar Beitir nær að blaka boltanum í horn.
77. mín
Inn:Jerson Dos Santos (BÍ/Bolungarvík)
Út:Nikulás Jónsson (BÍ/Bolungarvík)
Þrjár skiptingar á sama tíma. Nóg að gera hjá aðstoðardómaranum að skrifa niður og halda utan um bókhaldið.
74. mín
BÍ/Bolungarvík fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Aaron Walker tekur spyrnuna og boltinn fer í vegginn og framhjá.
65. mín
Inn:Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Út:Joseph Thomas Spivack (BÍ/Bolungarvík)
Spivack fékk gula spjaldið og var tekinn út af sekúndu síðar.
65. mín
Gult spjald: Joseph Thomas Spivack (BÍ/Bolungarvík)
Spivack hættir ekki að rífa kjaft og fær gult spjald.
Ingi Þór
Vel við hæfi að Gummi Atli sé buinn að skora 2 á móti BÍ/Bol setur þrennu í dag #markavél #ÁframHK #fotboltinet
Vel við hæfi að Gummi Atli sé buinn að skora 2 á móti BÍ/Bol setur þrennu í dag #markavél #ÁframHK #fotboltinet
63. mín
Amath liggur meiddur á vellinum en HK fer í skyndisókn. Viktor gefur á Guðmund Atla sem á skot en Daði ver. Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur ósáttir við að HK-ingar spörkuðu ekki boltanum út af.
59. mín
Aaron Walker með skot úr vítateigsboganum en Beitir slær boltann yfir og í horn.
56. mín
MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Axel Kári með fyrirgjöf frá vinstri og Guðmundur Atli skorar með flottum skalla. Fyrsta alvöru sókn HK í síðari hálfleik skilar marki. Guðmundur Atli kominn með tólf mörk í sumar!
53. mín
Ekki að sjá að BÍ/Bolungarvík sé manni færri miðað við upphafsmínútur síðari hálfleiks.
46. mín
Menn ræða rauða spjaldið mikið í hálfleik. Skiptar skoðanir en fleiri virðast þó vera á þeirri skoðun að Nigel hafi verið með leikaraskap. Viðbrögð leikmanna við dómnum benda líka til þess að hann hafi verið réttur.
45. mín
Hálfleikur
Rauða spjaldið hjá Nigel Quashie breytti öllu. BÍ/Bolungarvík var yfir og betri aðilinn þegar Nigel fékk annað gula spjaldið sitt fyrir leikaraskap. HK jafnaði skömmu síðar og verða manni fleiri í síðari hálfleiknum.
43. mín
MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Stoðsending: Jökull I Elísabetarson
Stoðsending: Jökull I Elísabetarson
Jökull með fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem Guðmundur Atli skallar í netið. Ellefta mark hans í sumar!
40. mín
Rautt spjald: Nigel Francis Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Quashie fær sitt annað gula og þar með rautt fyrir leikaraskap! Amath á fyrirgjöf og Nigel er með Guðmund Þór Júlíusson í bakinu þegar hann hendir sér niður. Sigurður Óli er ekki lengi að flauta og reka Nigel af velli.
37. mín
Pape með góðan sprett sem endar á því að hann fær aukaspyrnu í vítateigsboganum. Spyrnan er í vegginn og HK-ingar ná svo að hreinsa eftir darraðadans.
31. mín
Amath með fyrirgjöf á Nigel Quashie. Hann tekur boltann á kassann og á skot rétt framhjá. BÍ/Bolungarvík betri aðilinn!
28. mín
Eftir aukaspyrnu á Guðmundur Þór Júlíusson skot úr vítateigsboganum en boltinn fer rétt yfir.
26. mín
Gult spjald: Nigel Francis Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Sigurður Óli spjallar við aðstoðarmenn sína og niðurstaðan er gult spjald á Quashie.
26. mín
Allt að sjóða upp úr! Nigel Quashie er í baráttu við nokkra HK-inga og tekur nokkrar hressilegar tæklingar í röð en fer þó í boltann. Á endanum dæmir Sigurður Óli á Nigel og leikmenn beggja liða hópast að atburðarásinni. Allt ætlar um koll að keyra!
21. mín
MARK!
Amath Andre Dansokho Diedhiou (BÍ/Bolungarvík)
Amath "Diddú" með skot fyrir utan vítateig sem fer í Andra Geir og í netið! Lánssmaðurinn frá FH kemur BÍ/Bolungarvík yfir.
Fyrir leik
Hjá HK er Atli Valsson mættur í byrjunarliðið. Atli var að taka fram skóna á nýjan leik eftir að hafa lagt þá á skóna á hilluna síðastliðið haust. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli tekur fram skóna og hjálpar HK eftir að hafa verið hættur.
Fyrir leik
Hinn 16 ára gamli Daði Freyr Arnarsson er í markinu hjá BÍ/Bolungarvík í dag. Fabrizio Maria Prattico er á bekknum eftir að hafa átt vondan dag í 6-1 tapinu gegn Þór í síðasta leik.
Fyrir leik
Quashie mættur aftur
Nigel Quashie er mættur á ný í lið BÍ/Bolungarvíkur eftir að hafa hætt í vor.
BÍ/Bolungarvík er með átta erlenda leikmenn í byrjunarliðinu í dag og tvo á bekknum.
Nigel Quashie er mættur á ný í lið BÍ/Bolungarvíkur eftir að hafa hætt í vor.
BÍ/Bolungarvík er með átta erlenda leikmenn í byrjunarliðinu í dag og tvo á bekknum.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er HK í 8. sæti í 1. deildinni með 18 stig en BÍ/Bolungarvík er í langneðsta sæti með 5 stig. Vestfirðingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag ef þeir ætla að eiga einhverja von á að halda sér uppi.
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson
3. Alexander Jackson Möller
4. José Carlos Perny Figura
5. Loic Mbang Ondo
6. Nigel Francis Quashie
10. Pape Mamadou Faye
11. Joseph Thomas Spivack
('65)
14. Aaron Walker
15. Nikulás Jónsson
('77)
16. Daniel Osafo-Badu
24. Amath Andre Dansokho Diedhiou
('89)
Varamenn:
12. Fabrizio Maria Prattico (m)
9. Ólafur Atli Einarsson
('89)
18. Jerson Dos Santos
('77)
19. Pétur Bjarnason
('65)
21. Rodchil Junior Prevalus
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nigel Francis Quashie ('26)
Joseph Thomas Spivack ('65)
Rauð spjöld:
Nigel Francis Quashie ('40)