Valur
2
3
Fylkir
Rúnar Már Sigurjónsson
'6
1-0
1-1
Hinrik Atli Smárason
'11
Rúnar Már Sigurjónsson
'42
, víti
2-1
2-2
Jóhann Þórhallsson
'63
2-3
Rúrik Andri Þorfinnsson
'87
27.01.2012 - 21:00
Egilshöll
Reykjavíkurmótið - B riðill
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Egilshöll
Reykjavíkurmótið - B riðill
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
('46)
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson
Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('36)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Fylkis í Reykjavíkurmótinu. Hann hefst á slaginu 21:00 hér í Egilshöllinni.
Fyrir leik
Liðin hita hress og kát upp á vellinum, það er stutt í góða skapið hér í Egilshöll. Senn fara þó leikar að hefjast og menn fara að tölta inn í búningsklefana.
Fyrir leik
Athygli vekur að Úlfar Hrafn Pálsson er ekki í leikmannahópi Vals, en hann var í byrjunarliðinu í síðasta leik. Við spyrjumst fyrir um þetta eftir leik, ætli hann sé ekki bara meiddur eða með þessa flensu sem allir hafa nælt sér í.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það er lið Fylkis sem byrjar með boltann. Þeir leika í fallegum skærbláum búningum.
6. mín
MARK!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
MARK! Valsararnir eru komnir yfir og markið er glæsilegt!! Rúnar Már Sigurjónsson tekur aukaspyrnu við hlið vítateigsins og smyr boltann í stöngina og inn. Frábært mark!
11. mín
MARK!
Hinrik Atli Smárason (Fylkir)
Markaveisla hér í Egilshöllinni!! Hjörtur Hermannsson jafnar metin fyrir Fylki eftir hornspyrnu! Hann mætir inn í markteiginn og leggur boltann á milli fóta Ásgeirs Þórs Magnússonar í markiVals. 1-1!
12. mín
Áðurnefndur Hjörtur hefur einmitt vakið áhuga frá PSV í Hollandi, og ef einhver útsendara þeirra er hér í Egilshöllinni er hann örugglega sáttur með það sem hann er að sjá frá miðverðinum unga.
22. mín
Brynjar Kristmundsson reynir þrumuskot af löngu færi en það fer rétt yfir markið. Ágætis tilraun hjá Ólsaranum.
33. mín
Gult spjald: Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Allt að sjóða upp úr hér í Egilshöll. Árni Freyr fær að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Rúnari Má. Það verður þó ekkert úr aukaspyrnunni.
36. mín
Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll fær að líta fyrsta gula spjald Valsara, eftir að boltinn fer úr leik. Sá ekki alveg fyrir hvað.
41. mín
VÍTI! Trausti Björn Ríkharðsson braut á Hilmari Rafni Emilssyni inni í teignum og vítaspyrna dæmd. Á punktinn stígur Rúnar Már Sigurjónsson.
42. mín
Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
MARK! 2-1 fyrir Val! Rúnar Már skorar sitt annað mark í kvöld af feykilegu öryggi af vítapunktinum. Hann skaut í vinstra hornið, Bjarni Þórður valdi rétt horn, en skotið var óverjandi!
45. mín
Örvar Sær dómari flautar til leikhlés, staðan 2-1 fyrir Völsurum. Rúnar Már Sigurjónsson með bæði mörk þeirra en Hjörtur Hermannsson skoraði hins vegar fyrir Fylki.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og byrja Valsarar með knöttinn. Það átti sér stað heldur sérkennilegt atvik í hálfleik, þar sem þeir rauðu settu bara upp keilur og byrjuðu í einhverjum upphitunaræfingum. Ekki oft sem maður sér byrjunarliðið gera slíkt í leikhléi.
47. mín
Dauðafæri hjá Val! Þarna hélt maður að þeir myndu bæta við þriðja markinu er Brynjar Kristmundsson kom með baneitraða fyrirgjöf sem rataði á kollinn á Kolbeini Kárasyni. Hann nýtti færið hins vegar ekki nógu vel og Bjarni Þórður varði frá honum. Átti að skora þarna!
63. mín
Kristján Valdimarsson er hársbreidd frá því að skora sjálfsmark en sem betur fer fyrir Fylki fer boltinn í horn.
63. mín
MARK!
Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
MARK!! Jóhann Þórhallsson jafnar metin fyrir Fylki!! Hann kemst einn í gegn og vippar boltanum laglega yfir Ásgeir og í netið! Freyr Alexandersson er brjálaður á hliðarlínunni og vill meina að Jóhann hafi verið brotlegur.
66. mín
Hafsteinn Briem er hársbreidd frá því að skora þegar hann kemst í dauðafæri inni í teignum en skot hans fer naumlega framhjá markinu.
73. mín
Þetta er hinn ágætasti leikur. Fylkismenn voru ekki langt frá því að skora en Valsarar björguðu naumlega í horn. Ætli þessi leikur verði sá fjórði af fjórum í B-riðli sem endar með jafntefli.
82. mín
Rándýr rispa hjá Hafsteini Briem! Hann kemur af kantinum, leikur á nokkra varnarmenn og kemst í prýðilegt skotfæri en skot hans fer naumlega framhjá! Þetta hefði verið geðveikt mark ef boltinn hefði farið inn!
87. mín
MARK!
Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir)
DRAMATÍSKT MARK!! Varamaðurinn Rúrik Andri Þorfinnsson kemur Fylki yfir er hann potar fyrirgjöf Magnúsar Þóris Matthíassonar yfir línuna. Vel gert!
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson
3. Hinrik Atli Smárason
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
('46)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
('46)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
('79)
Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
('46)
16. Emil Ásmundsson
('46)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
('46)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Árni Freyr Guðnason ('33)
Rauð spjöld: