City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Haukar
1
0
Þór
Björgvin Stefánsson '13 1-0
18.08.2015  -  18:30
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Skítaveður, rigning og rok.
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 110
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
Zlatko Krickic ('76)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson ('56)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
13. Aran Nganpanya
13. Andri Fannar Freysson
16. Birgir Magnús Birgisson ('76)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
3. Stefnir Stefánsson
5. Marteinn Gauti Andrason
6. Þórður Jón Jóhannesson ('76)
12. Gunnar Jökull Johns ('76)
19. Darri Tryggvason ('56)
26. Álfgrímur Gunnar Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Darri Tryggvason ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-0 sigur staðreynd!
92. mín
Terrence með STÓRBROTNA markvörslu, hár bolti úr aukaspyrnu langt frá sem Terrence slær yfir.
92. mín
Dæmt vitlaus innkast á Alfons sem reynir flikk flakk, hálf kjánalegt.
91. mín
Darri Tryggvason aleinn á fjærstönginni fær frían skalla en dapur skalli beint á Sandor.
85. mín
Darri með alltof fasta sendingu á Bjögga sem hefði annars sloppið einn í gegn, en í stað þess lendir hann í því að elta boltann út að kanti sem gefur Þórsurum séns á að bakka og koma sér í stöðu.
76. mín
Inn:Gunnar Jökull Johns (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
76. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Zlatko Krickic (Haukar)
75. mín
Þessi leikur er svo langt frá því að vera eitthvað fyrir augað.
71. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Síðasta skipting Þórsara.
68. mín Gult spjald: Darri Tryggvason (Haukar)
67. mín
Þórsarar skora en markið dæmt af vegna rangstöðu.
64. mín
Hér var ég að horfa upp á lélegustu aukaspyrnu sumarsins. Aron Jó með gjörsamlega glatað skot/sendingu/eitthvað. Björgunarsveitin Ingólfur hefur hafið leit.
61. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
60. mín
Þetta var einstaklega skrýtið, Zlatko og Gummi Óli eigast við inn á miðsvæðinu og endar þetta með því að svona ca 10 brot eiga sér stað milli þeirra og á endanum grípur Guðmundur utan um Zlatko og slær í bakið á honum. Sigurður Óli gefur hagnað. Eina.
56. mín
Inn:Darri Tryggvason (Haukar) Út:Þórarinn Jónas Ásgeirsson (Haukar)
54. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Zlatko beint á hausinn á Bjögga en Sandor sér við honum.
53. mín
Hööööörkuskot frá Daníel Snorra af stuttu færi rétt framhjá! Þarna mátti ekki miklu muna!
46. mín
Inn:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór ) Út:Halldór Orri Hjaltason (Þór )
46. mín
Síðari hálfleikur að hefjast.
45. mín
Hálfleikur
Ekkert frábær leikur svosem, en Haukar yfir 1-0, sanngjarnt að mínu mati.
41. mín
Bjöggi Stef með boltann inn í teignum í hættulegu færi eftir mikið klafs, fellur svo við en engin vítaspyrna dæmd. Sá þetta ekki nægilega vel en Haukarnir voru brjálaðir yfir því að ekkert var dæmt.
39. mín
Aukaspyrnan þráðbeint í vegginn og aftur fyrir, hornspyrna.
38. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem Haukar eiga, vinstra megin við D-bogann.
37. mín
Flott skot frá Jóhanni Helga úr teignum en Terrence ver vel.
27. mín
Bókstaflega ekkert í gangi þessa stundina!
24. mín
Nú rignir eins og hellt sé úr fötu. Ég öfunda áhorfendur hér ekki ýkja mikið.
20. mín
Hér skapast fyrsta hætta Þórsara í leiknum, Jóhann helgi fær háan skoppandi bolta inn í teig og á erfitt með að taka á móti honum, það tekst þó og hann reynir að senda boltann fyrir eftir að Terrence kom út í hann en enginn Þórsari mættur í teiginn að fylgja fyrirgjöfinni eftir. Donni þjálfari hristir hausinn.
19. mín
Þetta er leikur kattarins að músinni þegar Bjöggi fær boltann. Leikur hér á Þórð Steinar mjög auðveldlega og nær svo að koma lúmskum bolta fyrir á fjærstöngina en Danni ekki alveg nægilega hár og boltinn útaf.
13. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
HVENÆR HÆTTIR MAÐURINN AÐ SKORA? ALDREI ER MITT GISK!!

Fær langa sendingu upp völlinn tekur á móti boltanum mitt á milli vítateigs og miðju og allt í einu er Sandor mættur á móti honum, Bjöggi tekur auðvelda gabbhreyfingu og snuddar boltann svo í fjærhornið snyrtilega. Glæsilega gert en hvað var Sandor að gera?
11. mín
Gott spil hjá Haukum, flott sending frá Aroni út á hægri kantinn á Zlatko sem setur fastan bolta fyrir en Doddi bægjar hættunni frá að sinni.
8. mín
Kristinn þór í góðu skotfæri inn í teig en ákveður að senda boltann, boltinn beint í Haukamann og útaf í horn.

Skalli framhjá úr hornspyrnunni.
7. mín
Gulli með ansi háskalega tæklingu á Jónas Björgvin, heppinn að sleppa við spjald þarna!
2. mín
Þórsarar í sínum hvítu búningum sækja í átt að Ásvallalaug á meðan Haukar í sínum rauðu búningum sækja í gagnstæða átt! Líkt og gengur og gerist í boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Jæja, þetta fer að bresta á. Liðin eru kynnt inn. C.a 12 í stúkunni, enda skítaveður svokallað. Vonum þó að það bætist í hópinn.
Fyrir leik
Tveir leikir eru í gangi í 1.deildinni.

Fjarðabyggð eru komnir 1-0 yfir gegn Gróttu fyrir austan.
KA eru komnir 1-0 yfir gegn Þrótti fyrir norðan.
Fyrir leik
Rúmar 20 mínútur í leik. Getum stytt okkur biðina með skemmtilegum Twitter færslum. Endilega notið #fotboltinet ef þið eruð að tísta um leikinn.
Fyrir leik
Sandor Matus í viðtali á heimasíðu Þórs
Við reynum að spila eins og við gerðum á móti HK (0-0 síðastliðinn föstudag). Halda boltanum og búa til færi. Við reynum að krossa og skjóta eins mikið á markið og hægt er. Vonandi gtum við skorað í byrjun leiks, þá verður þetta auðveldara.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ármann Pétur Ævarsson verður ekki með Þór í kvöld en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar fór 2-1 fyrir Þór á Þórsvelli.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Haukar hafa verið erfiðir heim að sækja í sumar en þeir hafa unnið 6 af 8 heimaleikjum sínum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Hauka og Þórs í 16. umferðinni í 1. deild karla.

Haukar eru með 23 stig í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar eru með 29 stig í 3. sætinu. Þórsarar eru sjö stigum á eftir Þrótti og verða að ná sigri í dag til að halda Pepsi-deildar draumnum á lífi.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('61)
Orri Sigurjónsson
Sandor Matus
2. Alfons Sampsted
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('71)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('46)
30. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
Reynir Már Sveinsson
3. Balázs Tóth
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('71)
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('46)
21. Bergvin Jóhannsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: