KR
2
1
ÍBV
Sigríður María S Sigurðardóttir
'35
1-0
1-0
Cloe Lacasse
'43
, misnotað víti
1-1
Þórhildur Ólafsdóttir
'55
Chelsea A. Leiva
'73
2-1
18.08.2015 - 18:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
('54)
Margrét María Hólmarsdóttir
Sigríður María S Sigurðardóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
3. Chelsea A. Leiva
('86)
4. Oktavía Jóhannsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh
15. Arna Dís Arnþórsdóttir
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
23. Shakira Duncan
('63)
26. Kelsey Loupee
Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
('54)
7. Sonja Björk Jóhannsdóttir
10. Stefanía Pálsdóttir
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
14. Hulda Ósk Jónsdóttir
('63)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
('86)
19. Helena Sævarsdóttir
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
DAUUUÐAFÆRI FYRIR KR!!! Hulda búin að vera flott í leiknum, komin ein í gegn, hefur allt of mikinn tíma, reynir að vippa en vippar í hliðarnetið!!! Vonandi fyrir hana mun þetta ekki kosta KR!
90. mín
Kominn sjúkrabill að sækja markvörðinn Agnesi Þóru. Hún er færð þangað á börum. Meiddist afar illa!
90. mín
DAUUUÐAFÆRI HJÁ ÞÓRHILDI VIÐ MARKTEIG!! HÚN TÝNIR BOLTANUM OG DREGUR HANN ÓVART ÚT AF!! Erfitt að útskýra en já þetta var deddari!! Skömmu síðar ver Hrafnhildur frábærlega í horn!
89. mín
Þetta fer að fjara úr svei mér þá.. er KR að fara að vinna eftir sex leikja taphrinu?? Liðið fer langa leið með að tryggja sæti sitt í deildinni með sigri.
86. mín
Inn:Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)
Út:Chelsea A. Leiva (KR)
Chelsea, maður leiksins, fer af velli og Jóhanna kemur inn á.
83. mín
Frábærlega gert hjá KR!! Varamaðurinn Hulda Ósk gerir vel og á frábæra hælsendingu á Chelsea í teignum. Chelsea lætur vaða en Bryndís ver vel! Þarna gat KR klárað þetta!
82. mín
Munar litlu! Cloe með þrumuskot, Hrafnhildur ver en nær ekki að halda boltanum, ÍBV endar á að fá horn.
81. mín
Inn:Svava Tara Ólafsdóttir (ÍBV)
Út:Esther Rós Arnarsdóttir (ÍBV)
Síðasta breyting ÍBV. Furðulegt að taka öflugan framherja út af en það er ekki mitt að ákveða!
80. mín
Hörkusókn hjá ÍBV, boltinn berst á Kristínu sem skýtur vel yfir. Það dugar ekki að vera bara meira með boltann, Eyjastúlkur verða að nýta sér það betur ef þær ætla að fá eitthvað út úr þessum leik. Styttist í frábæran sigur KR.
78. mín
Inn:Ásta María Harðardóttir (ÍBV)
Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Breyting hjá ÍBV.
73. mín
MARK!
Chelsea A. Leiva (KR)
MAARK!! CHELSEA LEIVA KEMST EIN Í GEGN OG VIPPAR BOLTANUM AF ALGERRI YFIRVEGUN YFIR BRYNDÍSI!! ÞVÍLÍKT MARK!!
68. mín
Inn:Guðrún Bára Magnúsdóttir (ÍBV)
Út:Díana Dögg Magnúsdóttir (ÍBV)
Skipting hjá Eyjastúlkum. Lítið að frétta í leiknum en ÍBV mun meira með boltann. Vantar samr herslumuninn.
64. mín
DAUUUUUUUUUUUUÐAFÆRI HJÁ KR!!! Sigríður María í algeru dauðfæri eftir góða sókn en hittir ekki boltann!
63. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (KR)
Út:Shakira Duncan (KR)
KR-ingar gera aðra skiptingu. Shakira hefur lítið sést og Hulda Ósk kemur í hennar stað. Eyjamenn hafa ráðið lögum og lofum í seinni hálfleik.
59. mín
Margrét María afar vongóð þarna, með þrumuskot lengst utan af velli en boltinn svífur yfir.
55. mín
MARK!
Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
MARK!!! ÍBV SKORAR ÖRFÁUM SEKÚNDUM EFTIR MARKMANNSSKIPTIN!! Cloe kemur með stórkostlega fyrirgjöf inn í teiginn, fyrirliðinn Þórhildur mætir askvaðandi og klárar í netið!! Afar erfitt að verja þetta, slakur varnarleikur!!
54. mín
Inn:Hrafnhildur Agnarsdóttir (KR)
Út:Agnes Þóra Árnadóttir (KR)
Hrafnhildur Agnarsdóttir kemur inn á fyrir Agnesi! Ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé heil heilsu, minnir að henni hefði verið spáð fjarveru út tímabilið vegna meiðsla. En hér er hún komin, ef hún er heil þá er þetta nú alls ekki amalegur kostur til að eiga á bekknum!
52. mín
Þetta er vont fyrir KR! Agnes hefur lokið keppni! Hvað gera þær í staðinn? Helgi Mikael búinn að vera flottur í dómgæslunni en Cloe átti klárlega að fá gult spjald þarna.
50. mín
Þetta lítur ekki vel út!! Cloe stekkur í markvörðinn og brýtur illa á henni, virðist fara með sólann í Agnesi! Agnes liggur sárþjáð á vellinum og þetta gæti verið vandamál! Hrafnhildur Agnarsdóttir er á bekknum en ég vissi nú ekki til þess að hún sé búin að jafna sig á meiðslum!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. KR leiðir 1-0 í leikhléi, heimastúlkur settu ágætis pressu undir lok hálfleiks en náðu ekki að bæta við. ÍBV hefur hins vegar fengið mun fleiri færi í leiknum og þær klúðra svo víti rétt fyrir leikhlé. Þær eru sjálfsagt mjög svekktar að vera undir.
43. mín
Misnotað víti!
Cloe Lacasse (ÍBV)
ÖÖÖÖÖMURLEGT VÍTI!!! CLOE ÞRUMAR BOLTANUM YFIR!!
42. mín
VÍTASPYRNA!!!! Sigríður Lára er felld í teignum af Oktavíu!! Ekki annað hægt en að dæma víti á þetta!!
40. mín
Ótrúlegt að ÍBV hafi ekki jafnað!!! Cloe gerir virkilega vel og kemur sér í hörku skotfæri en Agnes ver meistaralega með fætinum! Boltinn berst svo út en Agnes ver aftur! ÍBV fær hornspyrnu en eftir ótrúlegt klafs endar boltinn hjá Agnesi.
37. mín
Eyjamenn reyna að svara strax!! Þórhildur með skot utan teigs en Agnes skutlar sér og nær að teygja sér í boltann og verja í horn. Mig grunar að þetta hafi verið afar góð markvarsla!
35. mín
MARK!
Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Stoðsending: Chelsea A. Leiva
Stoðsending: Chelsea A. Leiva
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!! Vel gert að láta Chelsea og Sigríði skipta um kanta!!! ÍBV hafði verið að sækja talsvert meira en þarna sofnuðu gestirnir gersamlega á verðinum. Chelsea Leiva kom með frábæra fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Sigríður var alein og yfirgefin, og hún gersamlega dúndraði í netið!!! 1-0 fyrir KR!
32. mín
ÍBV er heldur betur að þjarma!! Nú á Chloe flottan sprett og lætur vaða en skot hennar er beint á Agnesi sem heldur boltanum.
30. mín
Fyrsta brotið dæmt á 30. mínútu! ÍBV fær aukaspyrnu á góðum stað til hliðar við teiginn. Sóley Guðmundsdóttir tekur spyrnuna, stórhættulegur bolti sem svífur yfir teiginn en aðeins of hátt, endar aftur fyrir.
28. mín
Þarna munar litlu!! Sabrína Lind með hörkuskot sem Agnes í marki KR ver. Agnes nær hins vegar ekki að halda blautum boltanum og minnstu munaði að Chloe næði að fylgja skotinu eftir, en varnarmaður KR bjargaði.
26. mín
Mennirnir mér við hlið benda mér á þá skemmtilegu staðreynd að eftir 25 mínútur hefur enn ekki verið dæmd aukaspyrna hér á vellinum! Að minnsta kosti ekki vegna brots, það hafa verið dæmdar tvær rangstöður en það er allt og sumt. Verður að teljast magnað á svona blautu grasi, en hvorugt liðanna er að brjóta af sér.
25. mín
Veðrið er gjörsamlega ógeðslegt og það bitnar svolítið á báðum liðum, sem hvorugt eru að ná að spila neitt sérstakan bolta. Þau missa boltann sín á milli og eru í raun ekki að skapa sér nein teljandi færi. Fyrir skömmu fékk ÍBV hornspyrnu en ekkert varð úr henni.
18. mín
Ágætis sókn hjá Eyjastúlkum endar með því að Þórhildur fyrirliði þrumar vel yfir markið úr teignum.
13. mín
KR byrjaði leikinn betur en ÍBV hefur verið að vaxa örlítið ásmegin undanfarnar mínútur. KR-ingar ætla greinilega að freista þess svolítið að grýta boltanum fram á Shakiru Duncan sem er alveg öskufljót.
9. mín
Dauðafæri hjá ÍA! Cloe Lacasse komin ein í gegn og fer framhjá markverðinum en búið að flagga hana rangstæða. Reyndar tókst varnarmanni KR að komast fyrir skot hennar.
8. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ KR!!! Mér sýndist það vera Margrét María sem var í algeru dauðafæri á markteig eftir góða fyrirgjöf frá hægri en hún tók ekki vel á móti boltanum.
4. mín
Ágætis færi, en heldur þröngt. Sigríður María með góðan sprett upp kantinn fyrir KR og kemur boltanum á Shakiru Duncan. Shakira er sleip í teignum og gerir vel að koma sér í skotfæri en Bryndís Lára ver nokkuð þægilega, enda var færið heldur þröngt.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Eyjastúlkur byrja með boltann, þær spila í rauðu í kvöld. Það er KR sem sækir í átt að Frostaskjólinu.
Fyrir leik
Ég dreg til baka þetta sem ég sagði um góða veðrið. Það er byrjað að hellirigna og blása, þetta er eiginlega bara ansi leiðinlegt veður. Finn jafnvel bara til með stúlkunum.
Fyrir leik
Rúmur hálftími í leikinn, létt bleyta í Vesturbænum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Ágætis aðstæður til að spila fótbolta, eiginlega ekkert rok og þægilegt hitastig. Held að þeir 22 leikmenn sem hefja leikinn verði bara mjög ánægðir með þetta.
Fyrir leik
ÍBV gerir eina breytingu frá 5-1 stórsigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Sesselja Líf Valgeirsdóttir kemur inn í byrjunarliðið og Ásta María Harðardóttir fer á bekkinn.
Fyrir leik
Fjölmargar breytingar eru á KR liðinu frá því í 2-0 tapi gegn Þór/KA í síðustu umferð. Chelsea Leiva, Shakira Duncan, Hugrún Lilja Ólafsdóttir og Kelsey Loupee koma allar inn í liðið. Í staðinn fara þær Sigrún Birta Kristinsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Jóhanna K Sigurþórsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir úr byrjunarliðinu. Fjórar breytingar alls.
Fyrir leik
Klukkutími í leik og lið ÍBV er komið á skýrslu. Hins vegar bólar ekkert á liði KR. Í annað skiptið í sumar sem ég lendi í þessu í Pepsi-deild kvenna. Vonandi græja þau þessu sem fyrst.
Fyrir leik
Gengi ÍBV hefur verið afar kaflaskipt. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki, gegn Aftureldingu og Þrótti, en áður gekk liðið í gegnum fjögurra leikja taphrinu áður en það vann glæstan sigur á Þór/KA.
Fyrir leik
KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki það sem af er Íslandsmótinu, sem verður að teljast ansi góður árangur. Þá hefur liðið einnig gert jafntefli við Selfoss. KR stúlkur eru hins vegar hungraðar í sigur eftir að hafa tapað sex leikjum í röð.
Fyrir leik
ÍBV siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Liðið getur farið upp fyrir Selfoss og í 4. sætið með sigri. Eyjastúlkur eru með 22 stig og Selfoss 23 stig, en bæði lið eru búin með 13 leiki.
Fyrir leik
Það er mikil spenna í Pepsi-kvenna þar sem þrjú lið geta fallið; KR, Afturelding og Þróttur. Afturelding vann 1-0 sigur á Þrótti í gær og er nú með 4 stig, einungis tveimur stigum minna en KR. Vesturbæjarliðið myndi koma sér í góða stöðu með því að sigra Eyjastúlkur.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sabrína Lind Adolfsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
5. Natasha Anasi
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
('78)
7. Díana Dögg Magnúsdóttir
('68)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
('81)
20. Cloe Lacasse
Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Ármey Valdimarsdóttir
14. Svava Tara Ólafsdóttir
('81)
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir
('68)
15. Ásta María Harðardóttir
('78)
16. Þórey Helga Hallgrímsdóttir
Liðsstjórn:
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: