Víkingur Ó.
3
0
HK
Hrvoje Tokic
'31
1-0
Ingólfur Sigurðsson
'45
2-0
Kristófer Eggertsson
'91
3-0
18.08.2015 - 18:30
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Blankalogn í Ólafsvík en heljarinnar rigning og völlurinn því verulega blautur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 305
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Blankalogn í Ólafsvík en heljarinnar rigning og völlurinn því verulega blautur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 305
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
('79)
8. William Dominguez da Silva
11. Ingólfur Sigurðsson
('68)
13. Emir Dokara
17. Hrvoje Tokic
('84)
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija
Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
4. Egill Jónsson
('79)
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Gorka Bernardos
20. Kristófer Eggertsson
('68)
21. Fannar Hilmarsson
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
('84)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Tomasz Luba ('50)
Hrvoje Tokic ('81)
Rauð spjöld:
91. mín
MARK!
Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Gunnlaugur Hlynur Birgisson
Stoðsending: Gunnlaugur Hlynur Birgisson
Þarna kom það!
Gunnlaugur geystist upp hægri vænginn með boltann og renndi honum fyrir þar sem Kristófer setti hann á nær hornið framhjá Beiti,
Gunnlaugur geystist upp hægri vænginn með boltann og renndi honum fyrir þar sem Kristófer setti hann á nær hornið framhjá Beiti,
90. mín
Magnað spil hjá Víkingum. Boltinn upp á Kristófer sem lagði hann snyrtilega á William, hann kom honum strax út á kantinn á Alfreð sem setti hann framhjá. Þarna hefðu þeir mátt drepa leikinn með þriðja markinu
88. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!
Hornspyrna tekin af Kristóferi Eggerts og William vann skallaboltann og náði honum á markið en Aron Þórður var vel staðsettur og bjargaði vel
Hornspyrna tekin af Kristóferi Eggerts og William vann skallaboltann og náði honum á markið en Aron Þórður var vel staðsettur og bjargaði vel
86. mín
Ejub segir sínum mönnum að róa sig niður, en það er komið afskaplega mikið tuð í Ólsarana núna
84. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
Út:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
William færir sig upp á topp og Gunnlaugur fer í holuna
83. mín
Fast skot hjá William. Nýtti sér grasið og spýtti boltanum áfram, Beitir átti í erfiðleikum með að halda boltanum og rétt náði að slá boltanum í burtu áður en að Tokic næði til boltans
82. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Hrein skipting
82. mín
Beitir að lenda í stökustu vandræðum. Tokic sá að hann var illa staðsettur og náði skoti en beitir náði að koma sér í rétta stöðu
81. mín
Gult spjald: Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Dýfa hjá Tokic. Hárréttur dómur hjá Garðari
79. mín
Inn:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Út:Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Góð skipting hjá Ejub. Tomasz kominn á spjald og það var farið að verða svolítið appelsínugult
77. mín
Víkingar hafa aftur náð góðum tökum á leiknum en það vantar alveg að liðin fari að skapa sér góð færi.
74. mín
HK-ingar skora!
en það er búið að flagga rangstöðu. Aukaspyrna af löngu færi. Flott fyrirgjöf hjá Leifi, boltinn datt svo til Guðmundar Atla sem skoraði fallegt mark en það fær ekki að standa
en það er búið að flagga rangstöðu. Aukaspyrna af löngu færi. Flott fyrirgjöf hjá Leifi, boltinn datt svo til Guðmundar Atla sem skoraði fallegt mark en það fær ekki að standa
71. mín
Vel spiluð sókn hjá heimamönnum. Alfreð kom með góðan bolta fyrir eftir jörðinni, Kenan tók á móti en það var eins og hann væri ekki viss hvort hann eða Tokic ættu að skjóta. Endaði á því að Kenan reið á vaðið en laflaust og beint á Beiti.
68. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.)
Út:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Enn og aftur datt tempóið niður í leiknum en þá kemur skipting hjá heimamönnum. Vonandi að þessi hleypi lífi í leikinn á ný
64. mín
Komið aðeins meira líf í HK-inga núna eftir skiptinguna. Aron Þórður með skot á markið en Cristian kom sér vel niður og varði vel
62. mín
Guðmundur Magnússon eða Gummi Magg er kominn aftur á heimaslóðir og Víkingasveitin, stuðningsmenn heimamanna fagna honum vel
60. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (HK)
Út:Viktor Unnar Illugason (HK)
Nákvæmlega ekkert sem er að gerast núna og vonandi að þessi skipting hleypi einhverju lífi í leikinn
55. mín
Fyrsta skot á markið frá HK í leiknum er komið. Reyndar var það við miðlínubogann og bara æfingarbolti fyrir Cristian
51. mín
Frábær sókn Víkinga. Ingó átti flotta syrpu með boltann, gaf í svæðið á Alfreð sem renndi boltanum út þar sem William var einn og yfirgefinn á fjær en setti boltann yfir markið. Ég leyfi mér að fullyrða það að ef hann hefði náð að hitta á rammann hefði hann skorað
50. mín
Gult spjald: Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Fyrsta spjaldið á heimamenn er komið og það á Luba
49. mín
Það vekur athygli að HK-ingar hafa enn ekki náð almennilegu skot á mark Víkinga.
48. mín
Leikurinn hefur farið mjög rólega af stað. Fyrsta skotið var að koma núna eftir 3 mínútur. Heimamenn áttu það en William átti skot rétt framhjá markinu
45. mín
Hálfleikur
Víkingar fara með 2-0 forustu í hléið og það verður að segjast að þetta lítur helvíti vel út fyrir Ólsarana
45. mín
MARK!
Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
ÞVÍLÍKT MARK!
Aukaspyrna á stórhættulegum stað og Ingó klíndi boltanum í samskeytinn af mikilli snilld.
Aukaspyrna á stórhættulegum stað og Ingó klíndi boltanum í samskeytinn af mikilli snilld.
44. mín
Löng sókn Víkinga núna. Hafa verið í sókn allavega síðustu tvær mínútur. þriðja hornið núna í röð. sóknin rennur að lokum út í sandinn með laflausu skoti William
41. mín
Mikil harka í leiknum hingað til og mikið um alvöru tæklingar. Garðar hefur haft góð tök framan af
38. mín
Heimamenn eru með öll völd á vellinum núna. Leika boltanum á milli sín á vallarhelmingi HK-inga
36. mín
ÞESSI VAR EKKI LANGT FRÁ!
Kenan fékk boltann af 35 metra færi og var ekkert að hugsa sig tvisvar um. Lét bara vaða og boltinn rétt framhjá stönginni
Kenan fékk boltann af 35 metra færi og var ekkert að hugsa sig tvisvar um. Lét bara vaða og boltinn rétt framhjá stönginni
31. mín
MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Emir Dokara
Stoðsending: Emir Dokara
MAAAAARK!
HANN HÆTTIR BARA EKKI AÐ SKORA ÞESSI DRENGUR!
Fleytandi bolti í boxið frá Emir og Hrvoje stýrði honum framhjá Beiti. Vel gert hjá króatanum
HANN HÆTTIR BARA EKKI AÐ SKORA ÞESSI DRENGUR!
Fleytandi bolti í boxið frá Emir og Hrvoje stýrði honum framhjá Beiti. Vel gert hjá króatanum
29. mín
Skemmtilegt að sjá þetta!
Fyrirgjöf frá Alfreð og Tokic og og Ingó stóðu ca. meter frá hvor öðrum og reyndu báðir hjólhestarspyrnu en hittu hvorugur boltann.
Fyrirgjöf frá Alfreð og Tokic og og Ingó stóðu ca. meter frá hvor öðrum og reyndu báðir hjólhestarspyrnu en hittu hvorugur boltann.
27. mín
Fín tilraun hjá William. Var með boltann úti á vinstri kantinum, flestir bjuggust við fyrirgjöf frá brassanum en hann ákvað að lauma honum á nærstöngina en Beitir náði að átta sig og gerði vel til að verja
21. mín
Frábærlega gert hjá Da Silva. Geystist upp kantinn og sólaði Árna trekk í trekk. Kom með fínan bolta fyrir sem HK-ingar skölluðu frá. Bjössi tók viðstöðulaust skot við teigslínu sem Beitir varði vel
19. mín
Búið að vera mikið um tæklingar þrátt fyrir fáar mínútur hingað til í leiknum. Það má vel búast við að þær fjölgi sér ört því sem líður á leikinn en völlurinn er mjög blautur og skjótast menn áfram eftir grasinu.
17. mín
Flott sókn Víkinga. Kenan er gífurlega sterkur á miðjunni og nær að hrista tvo menn af sér. stekkur uppúr tæklingu frá Andra og náði góðum bolta innfyrir á Alfreð sem skaut rétt framhjá
15. mín
Heimamenn sækja stíft núna og pressa vel þegar gestirnir hafa boltann. Ingólfur á hér skot af ca. 25 metra færi en það truflar Beiti lítið sem grípur boltann auðveldlega
13. mín
Fyrsta almennilega færið hefur litið dagsins ljós. Alfreð Már með fínan bolta fyrir og markamaskínan Tokic stökk manna hæst og skallaði rétt framhjá markinu
6. mín
Gestirnir skella í þykkann varnarmúr með 5 í öftustu víglínu. Fyrirliðinn, Beitir er milli stanganna og Birkir, Davíð og Andri eru í hafsent með Árna hægra megin við sig og Leifur vinstra megin. Jón Gunnar og Jökull eru á miðri miðjunni með Viktor vinstri kant, Aron hægri kant og Guðmund Atla sem fremsta mann.
3. mín
Heimamenn stilla upp mjög svipuðu liði og undanfarna leiki en vörnin helst óbreytt með Kubat og Luba í hafsent og Emir og Mumma í bakvörðunum. Cristian ver markið. Björn og Kenan eru á miðjunni, Björn er líklegast örlítið aftar. William er vinstri vængur og Alfreð hægri, Hrvoje fremstur og Ingó þar fyrir aftan
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna lauk með 2-0 sigri Víkinga en þá gerðu William Dominguez og Alfreð Már mörkin en þeir hafa verið með betri leikmönnum liðsins í sumar
Fyrir leik
HK-ingar gera 3 breytingar á sínu liði frá því að liðið gerði 0-0 jafntefli við Þór í síðustu umferð. Leifur Andri, Birkir Valur og Jökull koma inn í byrjunarliðið en Guðmundur Atli er í leikbanni og Guðmundur Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings fær sæti á bekknum vegna meiðsla sem og Axel Kári
Fyrir leik
Víkingar hafa gert eina breytingu á sínu liði frá 5-1 sigri gegn BÍ/Bol úti í síðustu umferð, en Gunnlaugur Hlynur fær seti á tréverkinu og Ingólfur Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Hrvoje Tokic heldur sínu sæti eftir að hafa skorað 4 mörk í síðasta leik
Fyrir leik
Heimamenn sitja á toppi deildarinnar með 38 stig en gestirnir eru í 8. sæti með 22 stig. Víkingar eru í harðri báráttu um að komast upp og eru hreinlega komnir með bullandi séns á því. HK-ingar hafa verið í harðri baráttu um miðja deild í allt sumar og eru aðeins 7 stig upp í 3. sætið frá þeim.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Aron Þórður Albertsson
9. Davíð Magnússon
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
('82)
19. Viktor Unnar Illugason
('60)
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson
27. Jökull I Elísabetarson
Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
10. Guðmundur Magnússon
('60)
11. Axel Kári Vignisson
11. Ísak Óli Helgason
23. Ágúst Freyr Hallsson
('82)
Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson
Gul spjöld:
Andri Geir Alexandersson ('34)
Davíð Magnússon ('44)
Viktor Unnar Illugason ('45)
Rauð spjöld: