City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
0
1
KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason '71
25.08.2015  -  18:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Frábært veður til að spila fótbolta og völlurinn í fínu standi
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 850
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson
Hólmar Örn Rúnarsson
2. Samuel Jimenez Hernandez ('86)
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon ('63)
25. Frans Elvarsson (f)
32. Chukwudi Chijindu ('79)
33. Martin Hummervoll

Varamenn:
10. Hörður Sveinsson ('79)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson ('86)
22. Leonard Sigurðsson
22. Abdel-Farid Zato-Arouna ('63)
30. Samúel Þór Traustason

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hetjuleg barátta Keflvíkinga dugar ekki til. KR-ingar voru örlítið betri í kvöld og fengu þeir fleiri og betri færi.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Einar Orri á langa sendingu fram völlinn sem Hörður Sveinsson gerir vel í að taka á móti og taka skot sem fer rétt yfir.
90. mín
Inn:Kristinn Jóhannes Magnússon (KR) Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
90. mín
Gary Martin sækir á vörn Keflvíkinga, hann á síðan fyrirgjöf á Almarr sem er í virkilega góðu færi en hann þarf að renna sér í boltann og nær hann ekki að hitta á markið.
86. mín
Inn:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) Út:Samuel Jimenez Hernandez (Keflavík)
84. mín
Gary Martin finnur Almarr á vinstri kantinum. Hann fer á hægri fótinn sinn en skot hans er ekki merkilegt og Sindri ver það örugglega.
82. mín
Flott tilraun hjá Sigurbergi!

Tekur viðstöðulaust skot rétt utan teigs sem fer rétt framhjá markinu. Þetta hefði orðið svakalegt mark. Keflvíkingar gefast ekki upp.
79. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Chukwudi Chijindu (Keflavík)
Chuck er kaldur. Hann er búinn að koma sér í ágætis stöður en hefur alls ekki gert vel úr þeim.
78. mín
Chuck!!

Jimenez á mjög góða fyrirgjöf beint á Chuck sem er í rosalegu skallafæri frá markteig. Hann skallar boltann hins vegar rétt framhjá.
77. mín
Það kæmi mér ekki sérlega á óvart ef Einar Orri fær rautt spjald í þessum leik. Hann er búinn að vaða í hverja glæfralega tæklinguna á fætur annarri síðustu mínútur. Hann er greinilega pirraður.
75. mín
Sigurbergur veður inn í teig KR-inga og á skot í varnarmann og þaðan fer boltinn í hliðarnetið. Það héldu ansi margir hér á Nettóvellinum að þessi hafi verið inni.
73. mín
Smá átök við hliðarlínuna. Almarr liggur eftir eitthvað samstuð og Henrik Boedker er brjálaður. Þóroddur dæmir hins vegar bara innkast.
71. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Æjæjæj, lið sem falla um deild fá svona mörk á sig. Sigurbergur hamrar boltann í Pálma og þaðan rennur hann hægt og rólega yfir línunna. Sindri, sem er búinn að eiga góðan leik missir hann kjánalega framhjá sér. Greyið strákurinn.
70. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi og Keflvíkingar eru ósáttir en enginn eins ósáttur og Einar Orri sem fer yfir hálfann völlinn til að öskra á Þórodd. Ekki það gáfulegasta sem hægt er að gera þar sem maðurinn er á spjaldi.
69. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Sören Frederiksen (KR)
69. mín
Vá.. Enn og aftur eru KR-ingar nálægt því að skora. Fyrirgjöf frá vinstri fer á Gary Martin sem er nánast fyrir opnu marki en hann nær ekki að koma alvöru skoti á markið og dettur einhvernegin á boltann og hann fer framhjá.
65. mín
Sindri Kristinn Ólafsson. VÁ.
Schoop á fyrirgjöf á Gary Martin sem á fínan skalla af mjög stuttu færi sem Sindri ver stórkostlega! Ein besta varsla sem ég hef séð í sumar.
63. mín Gult spjald: Sören Frederiksen (KR)
63. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Farid Zato kemur inn gegn sínu gamla félagi.
61. mín
KR-ingar fá hornspyrnu sem Keflvíkingar koma frá og sækja hratt í kjölfarið. Hummervoll fer upp allan völlinn og reynir síðan skot sem Jónas Guðni gerir vel í að komast fyrir.
58. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Gary Martin lætur vita af sér, fer upp völlinn og á síðan sendingu á Óskar Örn sem er í fínu færi en Sindri ver skot hans. Gary reynir síðan að taka frákastið en hörkuskot hans fer í varnarmann.

Í kjölfarið reyna heimamenn að sækja hratt en Pálmi Rafn stoppar sóknina í fæðingu og tekur á sig spjald.
57. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hólbert fer meiddur útaf.
55. mín
Hólmbert liggur eftir en hann hefur verið að kveinka sér í tvær mínútur eða svo núna.
53. mín
Hólmbert er við það að sleppa í gegn en Paul Bignot á glæsilega tæklingu og bjargar því sem bjarga varð.
51. mín
Óskar Örn er búinn að vera manna sprækastur í dag. Hann á nú sendingu inn fyrir vörn Keflvíkinga sem Sindri nær til rétt áður en Hólmbert nær til hans.
48. mín
Rólegar upphafs mínútur í seinni hálfleik.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Heimamenn byrja með boltann. Vonum eftir voðalega svipuðum hálfleik og sá fyrri var, plús mörk, þá erum við í mjög góðum málum.

45. mín
Hálfleikur
Ef allt væri eðlilegt, væri staðan svona 7-2 fyrir KR.
Fullt,fullt,fullt af færum en illa farið með þau.
45. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Harður dómur. Brotið var ekki alvarlegt og fyrsta brot Einars í leiknum.
45. mín
Pálmi á sendingu á Hólmbert sem er í dauðafæri. Skallafæri frá markteig en enn og aftur nær Hólmbert ekki að skora úr góðu færi.
43. mín
Hummervoll kemst í einn gegn einum á móti Grétari Sigfinni. Hann rennur síðan boltanum á Chuck sem kemur askvaðandi og er hann kominn í rosalega gott færi. Hann setur boltann hins vegar til Njarðvíkur. Æjæj. Rosalega illa farið með mjög gott færi.
41. mín
Sören á virkilega góða fyrirgjöf frá vinsti og er Hólmbert líklegur til að ná til boltans en Einar Orri bjargar dásamlega vel.
40. mín
Chuck reynir skot innan teigs sem fer í varnarmann. Chuck er kaldur og það sést. Alls ekki sannfærandi hingað til í dag.
39. mín
KR-ingar hafa veirð töluvert betri síðustu mínútur og meðal annars sett hann tvisvar í tréverk og fengið nokkur góð færi.
37. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ

Óskar Örn reynir skot frá miðlínu. Sindri er ekki það framarlega og á þetta því ekki að vera hættulegt. Sindri er hins vegar í ýmsum vandræðum með þetta og endar skotið í slánni.
Já, Óskar Örn var að setjann í slánna frá miðju.
33. mín
Guðjón Árni og Sören fara upp í bolta og dæmt er á Guðjón og Sören liggur eftir. Hann heldur þó leik áfram.
31. mín
Ooooooog Óskar Örn hinum megin. Hólmbert skallar boltann fyrir Óskar sem reynir fast skot sem fer rétt framhjá.

Þvílíkur leikur hingað til, þrátt fyrir engin mörk. Minnir mann á Arsenal - Liverpool í gær.
30. mín
Keflvíkingar æða í sókn hinum megin. Hummervoll reynir skot rétt utan teigs sem fer rétt framhjá. End to end stuff, eins og Martin Tyler myndi segja.
30. mín
KR-ingar að nálgast!

Schoop á fyrirgjöf og enn og aftur er Hólmbert í skallafæri. Nú á hann hörkuskalla í slánna og Keflvíkingar sleppa með skrekkinn.
29. mín
Keflvíkingar læra ekki. Enn og aftur fær Óskar Örn nægan tíma til að gefa fyrir. Aftur á hann fyrgjöf á Hólmbert sem á skalla hárfínt framhjá. Keflvíkingar mega ekki gefa honum þetta svæði hvað eftir annað.
27. mín
KR-ingar með langa sókn sem endar með að Sören kemst í fínt skotfæri. Hann lætur vaða en Einar Orri kastar sér fyrir skotið og bjargar. Mjög vel gert hjá Einari sem hefur verið góður þennan fyrsta tæpa hálftíma.
23. mín
Skúli Jón haltrar af velli en hann mun koma aftur inná.
23. mín
Chuck er með smá sprett, fer framhjá nokkrum varnarmönnum áður en Skúli Jón nær af honum boltanum og Chuck brýtur af honum í kjölfarið. Skúli Jón liggur eftir og er verið að gera að meiðslum hans.
21. mín
Nú fá Keflvíkingar aukaspyrnu á svipuðum stað.

Þeir taka hana stutta og sóknin endar með að Hernandez á fyrirgjöf sem Stefán Logi virðist vera í vandræðum með en sem betur fer fyrir hann og KR-inga fór boltinn hárfínt yfir.
20. mín
Hólbert tekur fína aukaspyrnu sem fer á markið en beint á Sindra sem nær ekki að halda boltanum og berst hann á Sören sem nær ekki almennulegu skoti og aftur ver Sindri.

Sindri ekki sannfærandi og þetta hefði getað farið mun verr.
19. mín
KR_ingar fá aukaspurnu af 25 metrum eða svo. Hólmbert er líklegur.
16. mín
Það var einhver smá afgangur eftir færið sem Hummervoll fékk en bortið var á Pálma Rafni í kjölfarið og menn voru eitthvað að kítast en Þóroddur spjallaði við fyrirliðana og allir skildu sáttir.
15. mín
Óskar Örn á enn eina fyrirgjöf og nú á Hólmbert sem er í ágætis skallafæri en skallinn fer rétt framhjá. Skemmtilegur leikur hingað til.
13. mín
Frábær sending frá Sigurbergi á Hummervoll sem er í virkilega góðu færi en Stefán Logi nær að loka vel og verja frá honum. Falleg sókn og besta færi leiksins hingað til.
11. mín
Enn og aftur Óskar Örn, aftur á hann fyrirgjöf en í þetta skiptið rétt missir Hólmbert Aron af boltanum og hann rennur aftur fyrir.
10. mín
Aftur er Óskar Örn á ferðinni, nú á hann fína fyrirgjöf á Pálma Rafn sem var í góðu skallafæri en hann nær ekki góðum skalla og boltinn framhjá. KR-ingar að taka við sér.
9. mín
Óskar Örn reynir skot frá horni vítateigsins en það er yfir og framhjá. Aldrei hætta.
5. mín
Sindri í marki Keflvíkinga fékk að vera með í fyrsta skipti. Fyrirgjöf Sören frá hægri var ágæt en Sindri var vel á verði og náði að grípa af öryggi. Jafnræði þessar fyrstu mínútur.
3. mín
Jacob Schoop hefur verið gagnrýndur nýlega eftir frábæra byrjun á mótinu. Hann hefur ekki farið vel af stað í kvöld og átt fleiri en eina misheppnaða sendingu nú þegar.
2. mín
2. mín
KR-ingar tapa boltanum og heimamenn sækja hratt. Hummervoll gerir vel er hann fer framhjá nokkrum KR-ingum. Hann á síðan fyrirgjöf sem endar á Chuck en skot framherjans utan teigs er ekki gott og hátt yfir. Fyrsta tilraun leiksins er Keflvíkinga.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Gestirnir byrja og sækja í áttina að TM höllinni.
Fyrir leik
Nú er Drumsen (Joe Drummer) að kynna liðin til leiks eins og honum einum er lagið.

Keflvíkingar eru auðvitað í sínum hefðbundnu búningnum á meðan KR-ingar eru í sínum skrautlegu appelsínugulu treyjum.


Fyrir leik
Nú er allt að fara að verða klárt. Tæplega fimm mínútur í leik og liðin fara að ganga inn á völlinn. Ég held það gerist eitthvað mjög magnað í leik kvöldins. Það verða einhver læti. Já takk.
Fyrir leik
Það er létt yfir mönnum í Keflavík þrátt fyrir nánast vonlausa stöðu í deildinni.

Tækifærum Keflvíkinga til að snúa við genginu og bjarga sér frá falli fer fækkandi og verða þeir hreinlega að fara að vinna fótboltaleik. Á meðan verða KR-ingar hreinlega að vinna leikinn ætli þeir sér að eiga möguleika á að ná FH en FH er ekki að fara að tapa mikið fleiri stigum á meðan þeir eru að spila eins og þeir spila í dag.

Það er því mikið undir í dag hjá báðum liðum.
Fyrir leik
Chukwudi Chijindu er í byrjunarliði Keflavík en hann hefur ekki alveg slegið í gegn síðan hann kom til félagsins, spurning hvort dagurinn í dag verði hans dagur. Svei mér þá, ég held það.
Fyrir leik
Það er nú heldur betur blíðan í Keflavík. Örlítill vindur en mjög hlýtt og aðstæður gætu varla verið betri til að spila fótbolta.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson, Sören Frederiksen og Grétar Sigfinnur Sigurðarson koma inn í liðið hjá KR. Gary Martin, Þorsteinn Már Ragnarsson og Rasmus Christiansen detta út en sá síðastnefndi er meiddur.

Sigurbergur Elísson, Frans Elvarsson, Einar Orri Einarsson og Sindri Snær Magnússon kom inn í liðið hjá Keflavík en þeir Magnús Þórir Matthíasson, Farid Zato, Jóhann Birnir Guðmundsson og Unnar Már Unnarsson detta út.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Dómari: Þóroddur Hjaltalín.
Aðstoðardómarar: Áskell Þór Gíslason og Steinar Berg Sævarsson.
Eftirlitsmaður: Björn Guðbjörnsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Keflavík vann KR síðast á heimavelli árið 2006. Þá enduðu leikar 3-0 en það er stærsti sigur Keflvíkinga í deildarleik gegn KR síðan 14. júlí 1974 þegar þeir unnu 5-1. (Heimild: Leikskrá Keflavíkur)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KR vann 4-0 í leik liðanna á Alvogen-vellinum í 6. umferð Pepsi-deildarinnar í vor. Þorsteinn Már Ragnarsson, Óskar Örn Hauksson (2) og Skúli Jón Friðgeirsson skoruðu mörkin.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Keflavíkur og KR. Keflavík er með sjö stig á botni deildarinnar og staðan svört. KR-ingar eru átta stigum frá toppliði FH en eiga þennan leik í kvöld til góða sem verður að vinnast. Síðustu tveir leikir hafa verið mikil vonbrigði fyrir KR, tap í bikarúrslitum fyrir Val og svo jafntefli við ÍBV sem var þá í fallsæti.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('57)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen ('69)
20. Jacob Toppel Schoop ('90)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Gary Martin ('57)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Almarr Ormarsson ('69)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon ('90)
21. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pálmi Rafn Pálmason ('58)
Sören Frederiksen ('63)

Rauð spjöld: