City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
1
0
ÍBV
Andri Rúnar Bjarnason '93 1-0
25.08.2015  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Gola skáhallt á völlinn sem verður eilítið í bak og móti liðunum. 17 stiga hiti og völlurinn fínn.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('87)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
23. Finnur Ólafsson
25. Vladimir Tufegdzic ('69)

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
Stefán Þór Pálsson
7. Erlingur Agnarsson
9. Haukur Baldvinsson ('69)
15. Andri Rúnar Bjarnason ('58)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dramatískur sigur heimamanna sem fara langt með að halda sér uppi með þessum þremur stigum.
93. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Lang síðasta sókn leiksins gefur mark sem varamennirnir búa til.

Davíð á frábært hlaup upp völlinn, spilar þríhyrning á vítateigslínunni við Toft og sendir fyrir þar sem Andri setur hann í markið af vítapunktinum.

Enn ein uppbótartímadramatíkin í þessari umferð.
91. mín
Gott færi!

Upp úr löngu innkasti fær Jeffs gott skotfæri af vítapunktinum en neglir rétt framhjá.

Tæpt!!!
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.

Og nú eru ÍBV ákafari.
89. mín
Upp úr skyndisókn ÍBV fær Jón skotfæri af 30 metrum og lætur vaða en boltinn flýgur yfir.
87. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
DAvíð fer í vinstri bak og Ívar inn á miðjuna.

Skotfóturinn sennilega.
86. mín
Upp úr skyndiupphlaupi leggur Bjarni út á Sito sem skýtur yfir.

Þetta var fínt skotfæri.
84. mín
Víkingar eru eitthvað aðeins að reyna að auka hraðann í spilinu.

Vestmanneyingar eru varkárir og sækja á mjög fáum mönnum.
82. mín
Stefán Ragnar bjargar í horn fínni sendingu Andra sem stefndi í fætur Hallgríms.
78. mín
Það er ekkert í spilunum hérna annað en markalaust jafntefli.
77. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Bjarni fer upp á topp.
76. mín
Sendingafeilar og fíneríið það helsta.
75. mín
Aftur skýtur Hallgrímur með jörðinni en þessi aukaspyrna er laus og endar í höndum Abel.
74. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
Brýtur á Hallgrími utan teigs.

Gæti verið skotfæri.
69. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Enn róterað í sóknarlínunni, Haukur fer á hægri kantinn og nú er Toft undir senter.
67. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Víðir fer upp á topp og Jeffs fer undir hann.
65. mín
Víðir fær boltann í teignum eftir klafs og neglir framhjá, skásta færi gestanna í leiknum.
61. mín
Sama tempó og í fyrri hálfleik.

Víkingar eru að fá að vera með boltann en ná lítið að komast afturfyrir Vestmanneyinga.
58. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Fyrsta skiptingin í kvöld er heimamanna.

Andri fer uppá topp og Hallgrímur fyrir aftan hann, T og T á köntunum.
54. mín
Brlecic neglir yfir af 25 metra færi.
52. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Það fyrsta í leiknum fellur í hlut heimamanna, Tufegdzic kemst framhjá bakverði og neglir inn í markteig þar sem Arnþór setur hann yfir fyrir opnu marki.
51. mín
Toft tekur skot af 30 metrunum en það fer langt framhjá.
48. mín
Hallgrímur fær ágætis færi inni í teig en varnarmenn komast fyrir skotið sem endar í hrömmum Abel.
46. mín
Komið aftur af stað.

Nú gerist eitthvað.
45. mín
Hálfleikur
Hinn fullkomni 0-0 leikur hingað til.

Ekki eitt færi í leiknum úr opnu spili, næst marki aukaspyrna Hallgríms.

Við hljótum að sjá meira stuð í seinni...hitt virkar ekki takk!
45. mín
Siers með skot hátt yfir utan teigsins.
40. mín
Toft með sendingu á Tufegdzic sem skallar framhjá, þeir hafa nú svissað leikstöðum, Tufegdzic fremstur.
38. mín
Í stúkunni er að finna fulltrúa þjálfara annara liða. Arnar og Kristófer hjá Blikum og Guðlaugur FH-ingur eru mættir með skrifblokkirnar enda framundan leikir þeirra við þessi lið.

Lítið held ég að græða hingað til...lágt tempó og lítið í gangi.
36. mín
Toft með skot utan teigs sem fer yfir, þó ekki eins hátt og hjá Arnþóri og Finni.
34. mín Gult spjald: Abel Dhaira (ÍBV)
Abel fer hér út úr teignum í kapphlaup við Toft og skutlar sér í tæklingu við hliðarlínuna.

Vestmanneyingar brjálaðir og segja hann hafa tekið boltann, Víkingar vildu rautt spjald. Útkoman verður aukaspyrna og gult.
32. mín
Arnþór með skot yfir af 20 metrum.
29. mín
Finnur með skot af 40 metrunum en sá fer hátt yfir.
25. mín
Leikurinn er í ansi hreint daufari kantinum ennþá - menn eru mjög varkárir og verjast meira en þeir vilja sækja.
23. mín
Hallgrímur fær skotfæri utan teigs sem fer í tvo varnarmenn og Abel ver auðveldlega.
21. mín
Víkingar hafa fengið nokkur horn hérna sem Vestmanneyingar stanga öll frá.
16. mín
Og svo grípur Abel boltann úr hornspyrnunni.
15. mín
Flott skot Hallgríms með jörðinni í markmannshornið sem Abel gerir vel að verja í horn.
14. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (ÍBV)
Við erum allir á því að Stefán hafi fengið spjaldið...eilítið ógreinileg afgreiðsla hjá Guðmundi.
14. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað og gult spjald á loft. Sýnist það vera Stefán Ragnar. Skotfæri á vítateigslínunni.
13. mín
Gunnar Heiðar fær boltann eftir borðtennisskopp í teignum en skýtur framhjá.
8. mín
Rythminn í leiknum er Víkinga...sem fá að vera með boltann.
6. mín
Liðsuppstillingagiskið var rétt.

Liðin eru stillt upp eins og ráð var gert fyrir.
5. mín
Tvö færi á sömu mínútunni, Arnþór neglir í Stefán Ragnar í góðu færi af teignum, ÍBV snöggir upp og Gunnar á skalla eftir góða sendingu Víðis en varnarmaður bjargar í horn sem ekkert verður úr.
3. mín
Víkingar byrja sterkar, Vestmanneyingar liggja aftarlega.
1. mín
Komið af stað, ÍBV byrjuðu og sækja í átt að Víkinni.

Sennilega er hérna púra hliðarvindur.
Fyrir leik
Hér koma verðlaun á völlinn.

Í dag leikur Halldór Smári leik nr. 100 fyrir Víking og fær forláta skjöld í verðlaun.
Fyrir leik
Með Guðmundi flautuleikara eru flaggarar tveir.

AD1 er Birkir Sigurðarson og AD2 er Adolf Þorberg Andersen.

Sigurður Óli Þorleifsson er varadómari og eftirlit með þessum drengjum er í höndum Þórðar Inga Guðjónssonar sem var örugglega feginn að leikurinn var færður, því þá náði hann Arsenal leik gærkvöldsins.
Fyrir leik
Og ÍBV verða svona:

Dhaira

Barden - Stefán - Pepa - Jón

Siers - Brlecic

Víðir - Sito - Skogsrud

Gunnar.

Svo sjáum við til hvort þetta er rétt...
Fyrir leik
Við tippum á uppstillingu liða og sjáum hvað gerist.

Víkingar verða svona....

Nielsen

Dofri - Taskovic - Halldór - Ívar

Viktor - Finnur

Tufegdzic - Arnþór - Hallgrímur

Toft
Fyrir leik
Fólk að tínast á völlinn en það er í raun sláandi lítil aðsókn á þennan mikilvæga leik ennþá.

Væntanlega ætlar fólk að fá sér snarl áður en það mætir hingað. Það eru ENGAR afsakanir fyrir Víkinga og Vestmanneyinga að vera ekki hér.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna var fyrsti sigurleikur ÍBV í sumar, 3-2 í kaflaskiptum leik þar sem þeir komust í 3-0 áður en Víkingar gerðu áhlaup og voru nálægt því að jafna.
Fyrir leik
Maður getur klárlega skorið spennuna hér með öflugum smjörhníf.

Það er mikið undir í kvöld í fallbaráttunni og upphitun er stjórna að af þjálfarateymunum báðu megin.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Hafsteinn Briem er fjarri góðu gamni hjá ÍBV en Stefán Ragnar Guðlaugsson tekur stöðu hans og er í fyrsta skipti í byrjunarliði Eyjamanna síðan hann kom frá Fylki í júlí.

Finnur Ólafsson kemur inn í liðið hjá Víkingi fyrir Davíð Örn Atlason sem sest á bekkinn.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá afar mikilvægum fallbaráttuslag Víkings og ÍBV. Það er mikið í húfi þar sem einungis þrjú stig skilja liðin af. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með fimmtán stig en Víkingur í því áttunda með átján stig.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('67)
2. Tom Even Skogsrud
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
9. Sito
11. Víðir Þorvarðarson ('77)
14. Jonathan Patrick Barden
17. Stefán Ragnar Guðlaugsson
19. Mario Brlecic
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('77)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('14)
Abel Dhaira ('34)
Jonathan Patrick Barden ('74)

Rauð spjöld: