City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Haukar
3
0
Selfoss
Björgvin Stefánsson '22 1-0
Zlatko Krickic '45 2-0
Björgvin Stefánsson '87 3-0
27.08.2015  -  18:00
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2015
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
Zlatko Krickic ('78)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
11. Arnar Aðalgeirsson ('70)
13. Aran Nganpanya
13. Andri Fannar Freysson
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson ('62)
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
3. Stefnir Stefánsson
3. Sindri Jónsson ('78)
6. Þórður Jón Jóhannesson ('70)
12. Gunnar Jökull Johns
19. Darri Tryggvason ('62)

Liðsstjórn:
Þórarinn Jónas Ásgeirsson

Gul spjöld:
Zlatko Krickic ('43)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('46)
Aron Jóhannsson ('59)
Aran Nganpanya ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur svo ekki annað sé sagt. Haukar miklu betra fótboltalið.
90. mín
Björgvin með skalla yfir markið, Vignir misreiknaði boltann. ÞEss má til gamans geta að´Björgvin er búinn að skora 18 mörk í sumar. Allt Selfoss liðið er búið að skora 18 líka.
87. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Hvað var Halldór Arnarson að gera þarna. Löng sending sem Halldór átti að taka auðveldlega Björgvin gjörsamlega reif af honum boltann og hljóp auðveldlega framhjá honum og lagði boltann í netið. Mikil gæði í stráknum.
85. mín
Þess má geta að þetta er seinasti leikurinn sem fer fram á þessu gervigrasi hér á Ásvöllum. Það verður rifið upp á næstu dögum, nýjar hitalagnir lagðar og nýtt gervigras. Fögnum því.
78. mín
Inn:Sindri Jónsson (Haukar) Út:Zlatko Krickic (Haukar)
Zlatko búinn að eiga fínan leik.
75. mín Gult spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Einar ottó fyrir brot á Zlatko. Hann átti að fá gult í fyrri hálfleik þannig að þetta var verðskuldað spjald
70. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Hrein skipting.
69. mín Gult spjald: Aran Nganpanya (Haukar)
Brýtur á sóknarmanni sem er við það að komast í gegn. Hárrétt spjald. Gunnlaugur var reyndar í backupinu.
68. mín
Richard meðfyrsta skot heimamann sem ratar ámarkið, mér syndist hann núvera á leið framhjá en Terrance varði. Eftir hornið átti Pew skalla í slá og niður, Haukar hreinsuðu í horn. Lang besta tækifæri Selfyssinga.
67. mín
Zzzzz!
64. mín
Inn:Ingþór Björgvinsson (Selfoss) Út:Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss)
Seinasta skipting Selfyssinga. Ragnar hefur ekki sést í dag.
62. mín
Inn:Darri Tryggvason (Haukar) Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Daníel búinn að skila fínu dagsverki var duglegur. darri kemur og leysir hann af.
59. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Haukar)
Fyrir brot á miðjum vellinum. Annars er ekkert nýtt að frétta.
50. mín
Arnar Aðalgeirsson átti hér ágætis tilraun en Vignir ver vel.
46. mín
Inn:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) Út:Sindri Pálmason (Selfoss)
Richard skoraði tvö mörk um daginn eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann þarf að endurtaka leikinn ef Selfoss á að eiga möguleika á stigi.
46. mín
Inn:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Tvöföld breyting í hálfleik og kemur ekkert á óvart.
46. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Gulli klikkar ekkert á að næla sér í eitt spjald. Brot á einari ottó
46. mín
Jæja seinni hálfleikurinn er að fara að hefjast. Sem betur fer enda tónlistarsmekkur þessarra ungu knattspyrnumanna er álíka góður og amma mín er góður söngvari. Sem sagt hræðilegur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Verðskulduð 2-0 staða fyrir heimamönnum. Finnst ekki líklegt miðað við fyrri hálfleikinn að Selfyssingar séu að fara jafna þetta, þeir verða að rífa sig í gang.
45. mín MARK!
Zlatko Krickic (Haukar)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Aron fékk boltann rétt fyrir utan á teig, gaf á Zlatko sem sólaði tvö og negldi boltanum framhjá Vigni sem átti aldrei séns. Vel gert. Verðskulduð forysta
43. mín Gult spjald: Zlatko Krickic (Haukar)
Zlatko fær gult fyrir að toga Denis Sytnik niður og stöðvar skyndisókn. Virkilega heimskulegt brot. Þorvaldur var samt ný búinn að sleppa Einari Ottó fyrir ljótt brot á Zlatko. Stundum sleppa menn betur ef menn bera fyrirliðanbandið
40. mín
Klaufalegt. Daníel Snorri fær frábæra sendingu innfyrir í stað þess að skjóta sjálfur velur hann að gefa á kolrangstæðan Björgvin Stefánsson sem skorar en það að sjálfsögðu dæmt af.
38. mín
Haukaliðið er sterkara í ansi döprum fótboltaleik. Sóknarleikur Selfyssingar er arfa slakur.

24. mín
Ég bara hreinlega veit ekki hvað selfyssingar voru að spá að skilja Björgvin einan eftir inní miðjum markteig í hornspyrnu. Gjörsamlega fáranlegt. Engu að síður ágætlega klárað hjá stráknum. Ekki furða að hann sé markahæstur í deildinni.
22. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Stoðsending: Daníel Snorri Guðlaugsson
Hornspyrnan var slök en Selfyssingum mistekst að koma boltanum úr teignum. Daníel Snorri skallaði boltann inní teiginn beint á Björgvin sem var einn og óvaldaður og skoraði óverjandi fyrir Vigni.
21. mín
Björgvin með góðan sprett upp kanntinn og við það að komast í færi en Andy Pew rennir sér fyrir boltann og í horn.
12. mín
Ég er búinn að telja alls 79 áhorfendur, já ég sagði það, ég hafði bara ekkert betra að gera.
8. mín
Ekkert að gerast í þessum leik. Mkið um miðjuhnoð og baáttu.
2. mín
Leikurinn er byrjaður. Selfyssingar sækja í átt að Vallahverfinu mep vindinn með sér en Haukar sækja í átt að Áslandshverfinu.
Fyrir leik
Jæja loksins leikmenn liðsins röllta hér inná. Ég ætla að vera úti þar sem ekkert er hægt að sjá inní þessum gám. Skokka inn og set inn færslu ef eitthvað gerist.
Fyrir leik
Framherjar liðanna Björgvin Stefánsson hjá Haukum og Ragnar Þór Gunnarsson hjá Selfossi voru gríðarlega miklir markaskorarar í 2.flokki karla fyrir 2 árum og dæmdi ég meðal annars leik þar sem þeir mættust, skoruðu báðir og fengu báðir spjald. Ragnar lék þá með Val. Gunnlaugur Fannar fékk einnig gula spjaldið í þeim leik.
Fyrir leik
Lýsingin á þessum leik verður að vera aðeins takmarkaðri en á venjulegum degi hjá mér sökum arfaslakrar fjölmiðlaaðstöðu og netsnúru í stað Wifi. Við reynum að gera gott úr þessu. 10 mínútur í að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
Virðist allt vera neikvætt á ásvöllum, tónlistinn gjörsamlega viðbjóður þannig að ég gaf sjálfum mér það leyfi að setja alvöru tónlist á. Sorry Haukar ég bara varð. Skálmöld fær því að hljóma í græjunum eins og er
Fyrir leik
Netið i ruglinu á ásvöllum. Nógu slæmt að fjölmiðlaaðstaðan er gámur með einum litlum glugga þá er netið ekki að virka.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Hauka og Selfoss í 1. deildinni. Um er að ræða leik í 19. umferð.

Haukar eru í sjötta sæti með 29 stig og hafa markahæsta leikmann deildarinnar, Björgvin Stefánsson, í sínum röðum.

Selfoss er í harðri fallbaráttu, situr í 10. sæti og er með tveimur stigum meira en Grótta sem er í fallsæti. Selfoss vann mikilvægan sigur gegn Fram í síðustu umferð 2-1 þar sem Denis Sytnik skoraði bæði mörk Selfyssinga.

Þorvaldur Árnason dæmir leikinn sem hefst klukkan 18. Þorvaldur er UEFA dómari og með honum verða tveir UEFA aðstoðardómarar, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Ingi Rafn Ingibergsson ('46)
Einar Ottó Antonsson
4. Andy Pew (f)
5. Matthew Whatley
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('64)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason ('46)
21. Brynjar Már Björnsson
24. Halldór Arnarsson
27. Denis Sytnik

Varamenn:
3. Jordan Lee Edridge
9. Elton Renato Livramento Barros ('46)
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('46)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
22. Ingþór Björgvinsson ('64)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorkell Ingi Sigurðsson

Gul spjöld:
Einar Ottó Antonsson ('75)

Rauð spjöld: