City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
2
1
Selfoss
0-1 Donna Kay Henry '62
Poliana Barbosa Medeiros '81 1-1
Harpa Þorsteinsdóttir '88 2-1
29.08.2015  -  16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('41)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
15. Rachel S. Pitman
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('77)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Francielle Manoel Alberto
22. Poliana Barbosa Medeiros

Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('41)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('77)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
STJARNAN ER BIKARMEISTARI 2015!!!! LEIKNUM LÝKUR MEÐ ÓTRÚLEGA DRAMATÍSKUM SIGRI STJÖRNUSTÚLKNA SEM KOMU TIL BAKA GEGN SELFOSSI!! GRÍÐARLEGA SVEKKJANDI FYRIR SELFYSSINGA EN STJÖRNULIÐIÐ GAFST ALDREI UPP!
90. mín
POLIANA KLÚÐRAR FYRIR OPNU MARKI!!! Guðrún Karítas með flottan sprett og gefur fyrir á Poliönu sem nær ekki alveg að teygja sig nógu vel í boltann og skýtur framhjá!
90. mín
Poliana með góðan sprett og lætur vaða úr ágætis færi en skot hennar fer á Chante.
90. mín
Francielle í fínu skotfæri en skot hennar vel framhjá. Nær Stjarnan að halda þetta út??
90. mín
Inn:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Síðasta skipting Selfoss. Við erum komin í uppbótartíma, sem er fjórar mínútur.
88. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
MAAAAARK!!!! ANNAÐ MARK EFTIR KLAFS OG HORNSPYRNU!!! BOLTINN DEYR Í TEIGNUM, GUÐRÚN KARÍTAS Á SKOT SEM FER Í VARNARMANN, ÞAR ER HARPA ÞORSTEINS MÆTT OG SKORAR!! LJÓTT MARK EN ÞAÐ TELUR SVO SANNARLEGA!!!!
87. mín
Inn:Esther Ýr Óskarsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Varamaðurinn Magdalena þarf að fara aftur af velli, virðist vegna meiðsla, Esther Ýr kemur inn í hennar stað.
81. mín MARK!
Poliana Barbosa Medeiros (Stjarnan)
MAAAAARK!!!! STJARNAN JAFNAR METIN EFTIR HORNSPYRNU!!! FRANCIELLE KEMUR MEÐ HORNSPYRNUNA, BOLTINN ENDAR HJÁ POLIÖNU SEM SKALLAR Í ÁTT AÐ MARKI! THELMA BJÖRK EINARSDÓTTIR FLICKAR BOLTANUM SVO ÁFRAM Í EIGIÐ NET!! 1-1!!!
78. mín
Rachel Pitman gerir hörmuleg mistök, gefur boltann til baka á Söndru en sendingin allt of laus og Eva Lind nær til boltans og lætur vaða, en rétt framhjá.
77. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
Rúna Sif fer af velli og Guðrún Karítas kemur inn í hennar stað.
74. mín
Dauðafæri hjá Selfossi eftir einhvern fáránlegan varnarleik hjá Stjörnunni en einhvern veginn tekst þeim bláklæddu að bjarga þessu.
73. mín
Dagný Brynjars geysist upp völlinn og lætur vaða en skot hennar er beint á Chante.
68. mín
ÁHORFENDAMET!! 2435 áhorfendur eru mættir á völlinn og það er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna! Frábært!
67. mín
Stjarnan sækir látlaust þessa stundina, gríðarleg pressa sem þær eru að setja á Selfyssinga. Tekst þeim síðarnefndu að halda þetta út og skrá sig á spjöld sögunnar? Það á allt eftir að koma í ljós!
65. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK??? Chante ver meistaralega í slána frá Ásgerði eftir góða sendingu fyrir frá Hörpu. Ásgerður nær svo að komast aftur í boltann en aftur náði Chante að stöðva hana!
62. mín MARK!
Donna Kay Henry (Selfoss)
Stoðsending: Eva Lind Elíasdóttir
MAAAAAAAAARK!!! MAÐUR HAFÐI VARLA SLEPPT ORÐINU OG ÞÁ SKORAR SELFOSSS!!! EVA LIND MEÐ FRÁBÆRA SENDINGU INN Í TEIG Á DONNU!! DONNA TEKUR Á MÓTI BOLTANUM OG ÞRUMAR HONUM Í FJÆRHORNIÐ!!! ÞVÍLÍKT MARK!!
61. mín
Francielle lætur vaða með þrumuskoti utan teigs en boltinn fer beint á Chante sem heldur boltanum. Samt allt annað að sjá Stjörnuna í seinni hálfleik.
59. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Selfoss gerir sína fyrstu breytingu. Magdalena kemur inn á fyrir Ernu.
57. mín
Stórhætta við mark Selfoss eftir barning hjá Hörpu, hún reynir svo að renna boltanum út á Poliönu en sendingin aðeins of laus.
52. mín Gult spjald: Thelma Björk Einarsdóttir (Selfoss)
Thelma Björk fær einnig gult spjald.
50. mín
Stjarnan byrjar seinni hálfleikinn af talsverðum krafti.
47. mín Gult spjald: Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Erna nælir sér í gult spjald.
46. mín
Leikurinn er hafinn á nýjan leik.
45. mín
Hálfleikur
Heldur bragðdaufum fyrri hálfleik lokið.
43. mín
Hörkufæri!! Donna Kay Henry kemst ein í gegn en ákveður að skalla boltann áfram fyrir sig í stað þess að láta hann detta og taka skotið! Snertingin of föst og Sandra grípur boltann.
41. mín
Inn:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan) Út:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Írunn Þorbjörg Aradóttir virðist ekki hafa hrist af sér meiðslin sem hún varð fyrir fyrr í leiknum. Lára Kristín kemur inn í hennar stað.
35. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu, hættuleg spyrna og Sandra þarf að slá boltann yfir!
30. mín
Stórhætta!! Anna Björk missir boltann klaufalega í teignum og Dagný Brynjars hirðir hann, kemur boltanum fyrir en Stjörnustúlkur bjarga í horn. Hornspyrnan er stórhættuleg, Heiðdís Sigurjónsdóttir nær skallanum en rétt yfir.
25. mín
Þarna skapaðist hætta. Poliana fór illa með varnarmann Selfoss og gaf boltann fyrir en María Rós náði að skalla í burtu.
22. mín
Afar lítið í gangi í augnablikinu. Liðin skiptast á því að vera með boltann en skapa ekki neitt.
16. mín
Írunn Þorbjörg Aradóttir meiddist og fer af velli til aðhlynningar eftir að hafa legið í grasinu í nokkrar mínútur. Vonandi ekkert alvarlegt.
13. mín
Guðmunda Brynja með stórhættulega fyrirgjöf en boltinn rétt svífur framhjá þeim Selfyssingum sem voru mættir í teiginn!
10. mín
Stjarnan fær hornspyrnu. Hana tekur Francielle en Chante í marki Selfyssinga slær boltann út. Stjarnan heldur boltanum en hann endar svo aftur fyrir.
9. mín
Selfoss hefur byrjað leikinn betur og fengið tvö ágætis færi. Munaði svo litlu fyrir skömmu að liðið kæmist í stórhættulegt færi en sending Donnu á Ernu var ekki nógu góð.
5. mín
Selfoss byrjar leikinn vel og Donna Kay Henry kemst í fínt skotfæri, en skot hennar beint á Söndru!
3. mín
Erna Guðjónsdóttir reynir skot en það fer rétt framhjá.
Fyrir leik
Leikur hafinn! Selfoss byrjar með boltann!
Fyrir leik
Þá er búið að leika þjóðsönginn og leikurinn fer að hefjast! Þetta verður veisla!
Fyrir leik
Hálftími í leik og spennan magnast!
Fyrir leik
Þessi lið mættust einmitt einnig í bikarúrslitum í fyrra. Þar vann Stjarnan 4-0 sigur en flestir voru á því að sá stórsigur hefði ekki alveg gefið rétta mynd af leiknum. Ljóst er að Selfoss stúlkur hafa allavega harma að hefna og ætla sér að taka bikarinn með sér heim í ár.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar í Pepsi-deild kvenna á tímabilinu. Selfoss vann fyrri leik liðanna í Garðabænum 2-1 og Stjarnan hefndi svo fyrir þau úrslit með 3-1 sigri á Selfossi. Hvernig liðunum mun svo ganga á hlutlausum velli á eftir að koma í ljós.
Fyrir leik
Selfoss gerir tvær breytingar á sínu liði frá því í 3-1 sigrinum gegn Aftureldingu. Donna Kay Henry og Erna Guðjónsdóttir koma inn fyrir Magdalenu Önnu Reimus og Esther Ýr Óskarsdóttur.
Fyrir leik
Stjarnan gerir eina breytingu frá byrjunarliðinu í 4-0 sigrinum gegn Þór/KA í síðasta deildarleik, Írunn Þorbjörg Aradóttir kemur inn á fyrir Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Selfoss. Þetta er enginn venjulegur fótboltaleikur, heldur úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna! Það verður allt lagt í sölurnar hér á Laugardalsvelli hjá báðum liðum til að hampa bikarnum og við megum búast við hörkuleik!
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Erna Guðjónsdóttir ('59)
Dagný Brynjarsdóttir
2. Donna Kay Henry
3. María Rós Arngrímsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('90)
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir
20. Thelma Björk Einarsdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('90)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
16. Arna Ómarsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('59) ('87)
28. Esther Ýr Óskarsdóttir ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Erna Guðjónsdóttir ('47)
Thelma Björk Einarsdóttir ('52)

Rauð spjöld: