Fjölnir
1
1
Stjarnan
Gunnar Már Guðmundsson
'24
1-0
1-1
Guðjón Baldvinsson
'77
30.08.2015 - 18:00
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: 10 stiga hiti og létt gola. Völlurinn í góðu ásigkomulagi.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: 10 stiga hiti og létt gola. Völlurinn í góðu ásigkomulagi.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
('84)
7. Viðar Ari Jónsson
10. Aron Sigurðarson
13. Kennie Chopart
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee
('69)
19. Arnór Eyvar Ólafsson
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales
Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson
('84)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
('69)
Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
Veigar Páll tekur hér aukaspyrnu af ágætis færi vinstra megin á vellinum. Reynir skotið en það er alltaf yfir. Engin hætta.
85. mín
Gunnar Már er með boltann rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar með bakið í markið. Snýr sér við og reynir skot en það er himinhátt yfir.
79. mín
Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn vildu víst fá víti þarna þegar Gunnar Már var kominn einn í gegn. Eins og ég segi, ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist þannig ég sel þetta ekki dýrara.
78. mín
HEYRÐU
Gunnar Már er sko grátlega nálægt því að koma Fjölni aftur yfir!
Hann ákveður bara að sóla svo gott sem alla varnarmenn Stjörnunnar áður en hann leggur boltann framhjá marki Gunnars Nielsen. Hefði verið sturlað að fá þetta mark mínútu eftir að Stjarnan jafnar.
Gunnar Már er sko grátlega nálægt því að koma Fjölni aftur yfir!
Hann ákveður bara að sóla svo gott sem alla varnarmenn Stjörnunnar áður en hann leggur boltann framhjá marki Gunnars Nielsen. Hefði verið sturlað að fá þetta mark mínútu eftir að Stjarnan jafnar.
77. mín
MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
MAAAAARK!!!
OK. ÞETTA MARK. GAUJI BALDVINS. VEIKT.
Eftir darraðadans inni í teig nær Veigar Páll að leggja hann út á Gauja Baldvins sem ákveður bara að, tjah, HAMRA boltanum í efra vinstra hornið. Sko Steinar Örn átti ekki pínu séns.
Fyrsta markið hans Gauja komið í hús. Án gríns veikt mark.
OK. ÞETTA MARK. GAUJI BALDVINS. VEIKT.
Eftir darraðadans inni í teig nær Veigar Páll að leggja hann út á Gauja Baldvins sem ákveður bara að, tjah, HAMRA boltanum í efra vinstra hornið. Sko Steinar Örn átti ekki pínu séns.
Fyrsta markið hans Gauja komið í hús. Án gríns veikt mark.
74. mín
Eftir hornspyrnuhrynu nær Þorri Geir að skjóta að marki en skotið fer langt yfir. Lítið að gerast.
65. mín
Aron Sigurðsson fær boltann úti á hægri kanti í frábærri stöðu þar sem Gunnar Nielsen er kominn langt út úr marki sínu. Aron vippar boltanum hins vegar langt yfir markið.
62. mín
Inn:Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan)
Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Nei, það er Arnar Már Björgvinsson sem kemur út af.
62. mín
Arnar Már Björgvinsson tekur hornspyrnu vinstra megin beint inn í teig sem er vel bjargað út í annað horn. Úr því horni verður eitthvað hnjask í baráttunni og Steinar Örn markmaður Fjölnis liggur eftir í teignum. Guðjón Baldvinsson á skalla yfir markið.
60. mín
Þórhallur Kári Knútsson er að gera sig tilbúinn að koma inn á. Gæti trúað því að Pablo fari út af.
60. mín
Aron Sigurðarson svoleiðis brunar upp vinstri kantinn og á skot sem fer í varnarmann og út af. Hornspyrna. Úr henni fer boltinn á eitthvað pínu flakk en svo aftur heim til Gunnars Nielsen.
56. mín
Guðjón Baldvinsson á hér ágætis hlaup upp miðjan völlinn sem endar hins vegar í frekar slöppu skoti. Beint á Steinar Örn. Gaman að segja frá því að þetta var fyrsta skot Stjörnunnar á markið í dag.
51. mín
Kennie Chopart æðir hér upp vinstri kantinn og leggur boltann fyrir markið þar sem Mark Magee bíður átekta. Magee nær þó ekki til boltans því Daníel Laxdal er fyrri til og setur boltann í hornspyrnu. Ekkert kemur þó upp úr henni.
46. mín
Annars erum við komin aftur af stað. Það er komin hellidemba hérna í Grafarvoginum. Alvöru grenjandi rigning.
46. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stjörnumenn henda reynsluboltanum inn á. Sjáum hvað hann gerir!
45. mín
Hálfleikur
Fjölnismenn búnir að vera miklu, miklu betri aðilinn hérna í dag. Stjörnumenn búnir að vera góðir í svona 6 mínútur samtals.
45. mín
Boltinn dettur hérna fyrir Aron Sig, hægra megin, rétt fyrir utan vítateiginn - Reynir skot en það fer yfir markið.
42. mín
Lítið búið að vera að frétta síðustu mínúturnar en Fjölnismenn eiga hér hornspyrnu sem Aron Sig tekur. Hún er hins vegar frekar slöpp og Hörður Árna skallar þetta út af í innkast
35. mín
Já ok. Var þetta eitthvað veðmál á milli Arons Sig og Brynjars Gauta?
Brynjar Gauti reynir a.m.k. jafn fáránlegt skot og Aron reyndi fyrr í leiknum, frá miðjuboganum. Skotið langt framhjá. Sturluð pæling.
Brynjar Gauti reynir a.m.k. jafn fáránlegt skot og Aron reyndi fyrr í leiknum, frá miðjuboganum. Skotið langt framhjá. Sturluð pæling.
32. mín
Enn halda Fjölnismenn áfram.
Aron Sig krullar lágan bolta aftur fyrir vörn Stjörnunar þar sem Kennie Chopart kemur á sprettinum. Kennie nær þó rétt svo ekki til boltans. Ef svo hefði verið hefði hann verið einn á móti Gunnari Nielsen og kominn í augljóslega mjög álitlegt færi.
Aron heldur áfram að skapa og skapa fyrir liðsfélaga sína. Ógeðslega góður.
Aron Sig krullar lágan bolta aftur fyrir vörn Stjörnunar þar sem Kennie Chopart kemur á sprettinum. Kennie nær þó rétt svo ekki til boltans. Ef svo hefði verið hefði hann verið einn á móti Gunnari Nielsen og kominn í augljóslega mjög álitlegt færi.
Aron heldur áfram að skapa og skapa fyrir liðsfélaga sína. Ógeðslega góður.
29. mín
Þarna skall hurð nærri hælum!
Mark Magee var kominn út að endamörkum uppi á hægri kantinum þegar hann leggur boltann niður á Aron Sig. Aron gefur frábæran bolta inn í teig þar sem, hver annar en, Gunnar Már er mættur á fjærstöngina. Gunnar skallar boltann þó framhjá markinu. Alvöru hættulegur skalli samt.
Mark Magee var kominn út að endamörkum uppi á hægri kantinum þegar hann leggur boltann niður á Aron Sig. Aron gefur frábæran bolta inn í teig þar sem, hver annar en, Gunnar Már er mættur á fjærstöngina. Gunnar skallar boltann þó framhjá markinu. Alvöru hættulegur skalli samt.
24. mín
MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Arnór Eyvar Ólafsson
Stoðsending: Arnór Eyvar Ólafsson
MAAAAARK!!!
Gunnar Már, Herra Fjölnir, stendur undir nafni og er allt í öllu hérna!
Arnór Eyvar gefur frábæra fyrirgjöf inn í teig. Gunnar Már nær að spretta inn í markteiginn, koma sér framhjá Danna Lax og sparka boltanum með tökkunum/ilinni framhjá nafna sínum Nielsen. Nielsen nær einni hendi á boltann en nær ekki að halda þessu úti.
Gunnar Már, Herra Fjölnir, stendur undir nafni og er allt í öllu hérna!
Arnór Eyvar gefur frábæra fyrirgjöf inn í teig. Gunnar Már nær að spretta inn í markteiginn, koma sér framhjá Danna Lax og sparka boltanum með tökkunum/ilinni framhjá nafna sínum Nielsen. Nielsen nær einni hendi á boltann en nær ekki að halda þessu úti.
23. mín
Þegar Gunnar Már skallaði boltann framhjá markinu á 19. mínútu lenti honum og Brynjari Gauta eitthvað saman og þurfti Gunnar að fara út af og fá aðhlynningu. Hann er þó kominn inn á aftur og skartar fallegu hausbindi.
21. mín
Já ok. Pablo Punyed er eitthvað hikandi á boltanum og Mark Magee nær að stela boltanum af honum. Aron Sig fær hann aðeins í láni en er hins vegar pínu í bullinu og reynir skot frá miðjuboganum. Full metnaðarfull tilraun
19. mín
Mark Magee á hér hættulega sendingu inn í teig af hægri kantinum. Gunnar Már er, sem fyrr, mættur í þennan bolta og skallar hann framhjá.
14. mín
Stjörnumenn eru að setja ágæta pressu á heimamenn hérna. Búnir að fá nokkrar hornspyrnur nú þegar. Nú tekur Arnar Már hornspyrnu vinstra megin sem Steinar Örn á í pínu veseni með. Sóknin endar í slökum skalla framhjá markinu.
12. mín
Boltinn dettur ljúflega fyrir framan Gunnar Má sem hleður í fallegt volley rétt fyrir utan teig. Skot hans fer þó rétt yfir markið. Ef þessi hefði verið inni hefði þetta verið eitt af mörkum sumarsins, no doubt.
11. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu hægra megin. Úr henni koma alls konar tilraunir til að koma boltanum nálægt marki en þessi sókn endar með arfaslöku skoti Pablo Punyed framhjá markinu.
8. mín
Mark Magee á hér góða fyrirgjöf sem ratar beint á pönnuna á Gunnari Má. Skalli Gunnars fer þó beint í fangið á nafna sínum Nielsen í marki Stjörnunnar.
7. mín
Fínt samspil Illuga Þórs og Arons Sig endar með því að Illugi kemur sér í skotstöðu, en skot hans fer í varnarmann og þaðan í fangið á Gunnari Nielsen.
5. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu á hægri kantinum á álitlegum stað fyrir fyrirgjöf. Pablo Punyed tekur hana og setur boltann yfir mark Fjölnismanna.
3. mín
Pablo Punyed reynir sendingu út á vinstri kantinn en hún er of löng fyrir Halldór Orra Björnsson sem er með fyrirliðaband Garðbæinganna í dag. Markspyrna.
1. mín
Fjölnismenn byrja leikinn af krafti. Gunnar Már leggur boltann upp á Aron Sig sem keyrir upp hægri kantinn í baráttunni við Danna Lax. Fyrirgjöf Arons ratar þó beint í fangið á Gunnari Nielsen.
Fyrir leik
Jæja, nú labba leikmenn liðanna hér út á völlinn við getum farið að byrja þetta innan skamms.
Fyrir leik
Fetty Wap, 50 Cent og Quarashi er brot af því sem vallarplötusnúðurinn er að spila hérna á Fjölnisvellinum - Enda hafa Grafarvogsbúar ekki látið góma sig við að hlusta á neitt minna hart en það fyrir leiki.
Heyrst hefur að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hlusti ekki á neitt annað en Protect Ya Neck með Wu Tang, á repeat, til að peppa sig í gang fyrir leiki. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Heyrst hefur að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hlusti ekki á neitt annað en Protect Ya Neck með Wu Tang, á repeat, til að peppa sig í gang fyrir leiki. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér inn til hliðanna. Athygli vekur að Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, er ekki í hóp í dag. Í stað hans fer Steinar Örn Gunnarsson í búrið.
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, er einnig fjarri góðu gamni í hópi Stjörnumanna í dag. Halldór Orri Björnsson kemur í stað hans og fær fyrirliðabandið á hendina.
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, er einnig fjarri góðu gamni í hópi Stjörnumanna í dag. Halldór Orri Björnsson kemur í stað hans og fær fyrirliðabandið á hendina.
Fyrir leik
Þegar 5 umferðir eru eftir situr Fjölnir í 5. sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir bikarmeisturum Vals.
Stjarnan er hins vegar í 8. sæti með 20 stig, 1 stigi á eftir Fylki og 2 á undan Skagamönnum.
Stjarnan er hins vegar í 8. sæti með 20 stig, 1 stigi á eftir Fylki og 2 á undan Skagamönnum.
Fyrir leik
Heimamenn gerðu risastórt 4-4 jafntefli við Skagamenn í síðustu umferð á meðan gestirnir úr Garðabænum töpuðu svekkjandi 1-0 fyrir Blikum á Samsung vellinum. Bæði lið verða því líklega hungruð í stigin 3 í dag og ættum við því að fá ágætis leik.
Fyrir leik
Í fyrri leik liðannai í sumar gerðu Fjölnismenn sér lítið fyrir og hirtu öll þrjú stigin af Íslandsmeisturunum í Garðabænum. Sá leikur fór 1-3 og voru Fjölnismenn mun betri aðilinn.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
('62)
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen
('46)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Kári Pétursson
22. Þórhallur Kári Knútsson
('62)
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson
Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Gul spjöld:
Þórhallur Kári Knútsson ('80)
Rauð spjöld: