Ísland U21
3
2
Frakkland U21
Paul Nardi
'7
Oliver Sigurjónsson (f)
'10
1-0
1-1
Aymeric Laporte
'39
Hjörtur Hermannsson
'47
2-1
Oliver Sigurjónsson (f)
'85
, víti
3-1
3-2
Grejohn Kyei
'90
05.09.2015 - 14:00
Kópavogsvöllur
Undankeppni EM 2017 (U21)
Aðstæður: Blautt
Dómari: Jesús Gil Manzano (Spánn)
Kópavogsvöllur
Undankeppni EM 2017 (U21)
Aðstæður: Blautt
Dómari: Jesús Gil Manzano (Spánn)
Byrjunarlið:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
('75)
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
('90)
10. Aron Elís Þrándarson
('67)
11. Ævar Ingi Jóhannesson
Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
14. Viktor Jónsson
('90)
15. Heiðar Ægisson
16. Kristján Flóki Finnbogason
('67)
17. Daníel Leó Grétarsson
('75)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('21)
Oliver Sigurjónsson (f) ('67)
Ævar Ingi Jóhannesson ('69)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIKNUM ER LOKIÐ MEÐ STÓRKOSTLEGUM 3-2 SIGRI ÍSLENDINGA GEGN FRAKKLANDI!!!! FRÁBÆR SIGUR, FRÁBÆR SIGUR!!! STÆRSTI SIGUR U21 LANDSLIÐSINS SÍÐAN VIÐ LÖGÐUM ÞÝSKALAND HÉR HEIMA LEYFI ÉG MÉR AÐ SEGJA!! DÁSAMLEGT, DÁSAMLEGT, DÁSAMLEGT!!! ÍSLENSKA FÓTBOLTAÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM!!!
90. mín
Gult spjald: Benjamin Mendy (Frakkland U21)
Mendy fær spjald, einhver pirringur í honum. Þetta fer að verða búið.
90. mín
Inn:Viktor Jónsson (Ísland U21)
Út:Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
Skipting.. Viktor kemur inn fyrir Elías Má. Hefði nú frekar viljað sjá Þorra Geir inn á og bara þéttari miðju, en treystum Jolla og Tomma!
90. mín
Úff hvað þetta verða stressandi lokamínútur.. væri gjörsamlega grátlegt að missa þetta niður!
90. mín
MARK!
Grejohn Kyei (Frakkland U21)
Stoðsending: Kingsley Coman
Stoðsending: Kingsley Coman
MARK!!! Úff... algjör óþarfi þetta. Grejohn Kyei skorar eftir flotta fyrirgjöf frá Kingsley Coman! Coman chippaði boltanum inn í teiginn, Kyei snýr baki í markið með varnarmann í sér en nær að snúa sér í skotið. Það fer af varnarmanni og í netið! 3-2 og við erum komin í uppbótartíma.. ekki klúðra þessu strákar!
87. mín
Það er allt að sjóða upp úr! Böddi Löpp nær að gera Adrien Rabiot alveg brjálaðan og Rabiot reynir að hrinda honum af alefli.. heppinn að fá ekki annað gult. Svo hitnar aftur í hamsi í teignum þegar Frakkar fá aukaspyrnu en dómarinn nær að róa menn. Frakkar auðvitað BRJÁLAÐIR að vera að tapa gegn litla Íslandi!
85. mín
Mark úr víti!
Oliver Sigurjónsson (f) (Ísland U21)
MAAAAAAAAARK!!!! OLIVER TRYGGIR ÍSLENSKAN SIGUR!! HANN KLIKKAÐI EKKI AFTUR, ÞVÍLÍKT ÖRYGGI Á PUNKTINUM!!!! ÞRUMAR Í VINSTRA HORNIÐ OG MARKVÖRÐURINN STÖKK TIL HÆGRI!!!
84. mín
Gult spjald: Antoine Conte (Frakkland U21)
VÍTI!!!!!! CONTE FELLIR HÖSKULD Í TEIGNUM OG EKKI ANNAÐ HÆGT EN AÐ BENDA Á PUNKTINN!!! Ævar átti frábæra móttöku, geystist upp völlinn og gaf fyrir í teiginn á Höskuld, sem fíflaði Conte og var felldur í teignum.
83. mín
Babayoko reynir bjartsýnis skot af löngu færi en boltinn rúllar til Frederik sem grípur hann.
81. mín
Vááá.. þvílíkur hraði í Grejohn!! Hann skilur varnarmenn Íslands eftir í rykinu næstum því en svo koma þrír á hann inni í teig og ná að bjarga. Hann gæti orðið hættulegur síðustu mínúturnar.
79. mín
Inn:Grejohn Kyei (Frakkland U21)
Út:Sébastien Haller (Frakkland U21)
Frakkar gera breytingu, framherji fyrir framherja. Enda hefur Sebastien Haller EKKERT getað á móti íslensku vörninni! Hann er framherji Utrecht en varamaðurinn Grejohn Kyei er leikmaður Reims í Frakklandi.
78. mín
Rangstaða dæmd á Ísland!!! Voru að komast tveir á einn en flögguð rangstaða og ég held svei mér þá að þetta hafi ekki verið góður dómur!!!
77. mín
Mikil hætta í teig Íslands eftir hornspyrnu Frakka. Haller nær skalla en tekst ekki að koma honum á markið. Að lokum nær Böddi löpp að dúndra boltanum fram. Þetta verða erfiðar lokamínútur.
75. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Ísland U21)
Út:Hjörtur Hermannsson (Ísland U21)
Önnur breyting hjá íslenska liðinu. Hjörtur Hermannsson hefur enn ekki náð 90 mínútum frá því að hann meiddist og er hér skipt út af fyrir Daníel Leó Grétarsson. Hjörtur átti frábæran leik.. maður er alltaf smeykur við að krukka í miðvarðarparinu en vonandi bara gengur þetta upp.
74. mín
Afar lítið í gangi en strákarnir okkar kannski farnir að liggja full mikið til baka. Frakkarnir gætu gengið á lagið, þeir eru miklu meira með boltann og spila ágætlega á milli sín. Það vantar hins vegar herslumuninn hjá gestunum og það heldur bara vonandi áfram.
69. mín
Gult spjald: Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
Ævar fær að líta gula spjaldið fyrir brot á Kingsley Coman. Strákarnir harðir í horn að taka en verða að passa sig.
67. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland U21)
Út:Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
Ísland gerir skiptingu. Aron Elís fer af velli og Kristján Flóki Finnbogason kemur inn í hans stað. Menn eru ekkert að spá í að verða of varnarsinnaðir neitt. Aron átti frábæran leik en það dró aðeins af honum eftir að hann meiddist.
67. mín
Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (f) (Ísland U21)
Oliver tekur niður Thomas Lemar og fær að líta gula spjaldið. Frekar soft spjald.
61. mín
Mendy með annan banvænan kross líkt og skilaði sér í markinu. Haller var mættur á fjærstöngina og náði skoti en beint á Frederik.
60. mín
Fjúff.. Aron Elís hristir þetta af sér og kemur aftur inn á. Ég óttaðist að hann hefði slitið eitthvað í hnénu en sem betur fer virðist svo ekki vera.
59. mín
Mjööög vondar fréttir!! Aron Elís liggur á vellinum sárþjáður og heldur utan um hnéð! Vonandi er þetta ekki alvarlegt, það væri alveg grátlegt.. mér sýnist samt hans þátttöku í dag vera lokið.
54. mín
Búið að vera nokkuð rólegt síðan Ísland skoraði. Þróast svona svipað og fyrri hálfleikur, Frakkar eru meira með boltann en eru ekki að skapa sér nein teljandi færi.
47. mín
MARK!
Hjörtur Hermannsson (Ísland U21)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
MAAAAAAAARKK!!! LE TIRE ET LE BUUUUT!!!!!! ÍSLENDINGAR SKORA EFTIR HORNSPYRNU!!! BÖDDI LÖPP KEMUR MEÐ BANVÆNA SPYRNU Í TEIGINN, ADRIEN RABIOT KIXAR BOLTANN ÚT OG ARON ELÍS MÆTIR Á FJÆRSTÖNGINA, SKALLAR FYRIR OG Á HJÖRT SEM STANGAR BOLTANN Í NETIÐ!!! 2-1 ÍSLAND!!!
46. mín
Frakkar komast upp í hörkufæri og Sébastien Haller veldur usla í teignum, en skot hans er slappt og framhjá.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur! Staðan er 1-1, Íslendingar manni fleiri. Þetta lítur bara fínt út þó Frakkar hafi verið meira með boltann og náð að jafna. Í raun hefur Ísland átt hættulegri færin, Frakkar skoruðu eiginlega úr sínu eina góða færi.
45. mín
Thomas Lemar með hörku sprett upp kantinn eftir góðan undirbúning frá Kingsley Coman. Keyrir svo inn í teig og lætur vaða en Frederik ver virkilega vel í horn!
43. mín
Váá Aron Elís! Ég myndi frekar vilja hafa þennan gaur í liðinu mínu heldur en alla þessa Frakka, hann er fáránlegur!!! Elías Már vinnur boltann inni á miðjunni og kemur honum á Aron Elís, sem er stórkostlegur á boltanum, kemur með hnitmiðaða sendingu inn á Ævar sem reynir að fleyta honum áfram á Höskuld en franska vörnin bjargar. En goddamn Aron Elís, þvílíkur leikmaður!
41. mín
Þarna munaði litlu!! Fín sókn hjá Frakklandi, Kingsley Coman fær boltann og skapar sér fínt skotfæri, lætur vaða en Frederik ver vel frá honum.
40. mín
Reynt að svara strax í sömu mynt! Höskuldur með þrumuskot utan teigs en Hassen ver þetta.
39. mín
MARK!
Aymeric Laporte (Frakkland U21)
Stoðsending: Benjamin Mendy
Stoðsending: Benjamin Mendy
MAAARK!!! Þarna sofnuðu strákarnir okkar heldur betur á verðinum!! Marseille-leikmaðurinn Mendy kemur með frábæra fyrirgjöf frá vinstri og fyrirliðinn Aymerick Laporte er mættur á fjærstöngina og skallar boltann í netið!! Dapur varnarleikur, þetta á ekki að gerast!
36. mín
DAUUUUUUÐAFÆRI HJÁ ÍSLANDI!!!! Aron Elís með frábæran sprett og rennir boltanum inn á teiginn. Þar er Höskuldur mættur í dauðafæri og skýtur, en boltinn fer af varnarmanni og RÉTT FRAMHJÁ! Ísland fær horn, tekið stutt og svo annað horn í kjölfarið.
28. mín
Ótrúlegur sprettur upp hægri kantinn hjá Antoine Conte! Hann kemur svo með boltann fyrir en hann flýgur framhjá öllum og í innkast. Frakkar eru alfarið að stjórna leiknum núna og eru mun meira með boltann.
24. mín
Sókn Frakka er að þyngjast, fengu hornspyrnu áðan og fá nú aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Kingsley Coman gerir sig líklegan til að taka hana.
21. mín
Gult spjald: Sindri Björnsson (Ísland U21)
Sindri Björnsson fær gult spjald fyrir að taka Adrien Rabiot niður, sá síðarnefndi var að geysast upp völlinn og svona 10 mínútum fyrir framan teig klippir Sindri hann niður. Í sömu sókn meiddist Kingsley Coman eitthvað en hann er staðinn upp.
16. mín
Sébastien Haller kemst í hörkufæri inni í teig eftir fyrirgjöf frá Thomas Lemar, en hann hittir boltann illa og skýtur vel yfir.
14. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!! Aron Elís vinnur boltann á miðjunni og kemur með flotta stungu inn á Elías Má!! Elías Már er í baráttunni við Presnel Kimpembe og er hársbreidd frá að komast framhjá honum, en Kipembe nær að stöðva hann í teignum áður en hann tekur skotið.
10. mín
MARK!
Oliver Sigurjónsson (f) (Ísland U21)
MAMAMAMAMAAAAAAAAAAARK!!!! ÍSLAND ER KOMIÐ Í 1-0!!! OLIVER LÆTUR VERJA FRÁ SÉR VÍTIÐ EN ER SNÖGGUR AÐ HUGSA OG FYLGIR EFTIR Í NETIÐ!!!! VÍTASPYRNAN VAR EKKI SÚ BESTA EN HVERJUM ER EKKI SAAAMAAAA???? 1-0 FYRIR STRÁKANA OKKAR, FRÁBÆR BYRJUN!!! OG VIÐ ERUM MANNI FLEIRI!!
9. mín
Inn:Mouez Hassen (Frakkland U21)
Út:Jean Corentin (Frakkland U21)
Frakkar þurfa vitanlega að gera skiptingu undir þessum kringumstæðum og Jean Corentin er fórnarlamb aðstæðna. Nú er það bara spurningin, skorar Oliver úr vítinu??
7. mín
Rautt spjald: Paul Nardi (Frakkland U21)
VÍTI!!! ÍSLAND FÆR VÍTI OG RAUTT Á MARKMANNINN!! ÆVAR JÓHANNESSON STINGUR SÉR INN FYRIR EFTIR FRÁBÆRA STOÐSENDINGU FRÁ ELÍASI MÁ! HANN DJÖFLAST Í VARNARMANNINUM OG HEFUR BETUR, SKÝST SVO FRAMHJÁ MARKVERÐINUM PAUL NARDI SEM FELLIR HANN, VÍTI OG RAUTT!!!!
6. mín
Adrien Rabiot á skot rétt framhjá. Skömmu áður virtist boltinn fara í höndina á Hirti Hermannssyni inni í teignum en ekkert var dæmt.
5. mín
Nokkuð rólegar upphafsmínútur. Frakkar búnir að vera meira með boltann og fá eina aukaspyrnu á ágætis stað, annars er ekki mikið í gangi.
Fyrir leik
Ísland vann 3-0 sigur gegn Makedóníu í fyrsta leik í júní. Það er eini leikurinn sem hefur farið fram í þessum riðli, þannig að Frakkar eru að spila sinn fyrsta leik núna.
Fyrir leik
Korter í leik, þvílík spenna! Ágætis fjöldi að mæta en mættu vera fleiri! Ef þú leggur af stað núna, þá nærðu þessu!! Þessir strákar eiga skilið pepp.
Fyrir leik
Það eru rúmar 20 mínútur í að leikurinn hefjist. Menn eru í góðum gír að hita upp, hlaupa og halda á lofti og svona. Frakkarnir eru að gera einhverja ruddalega upphitunaræfingu.
Fyrir leik
Frederik Schram mun standa á milli stanganna í dag þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er meiddur. Frederik er uppalinn í Danmörku og spilar með Vestsjælland. Hann átti frábæran leik gegn Dönum í seinni leiknum á Laugardalsvelli í umspilinu fyrir EM 2015, sem Íslandi mistókst að komast á.
Fyrir leik
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður U21 landsliðsins:
,,Það er engin ástæða til þess að vera hræddur við þessa stráka, við höfum spilað við þá áður og ekki tapað og við ætlum að halda því áfram, jafnvel gera ennþá betur."
,,Það er engin ástæða til þess að vera hræddur við þessa stráka, við höfum spilað við þá áður og ekki tapað og við ætlum að halda því áfram, jafnvel gera ennþá betur."
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 landsliðsins:
,,Við höfum spilað á móti þeim tvisvar áður og gert 2-2 jafntefli í bæði skiptin. Við erum vel stemmdir. Við kláruðum Makedóníu 3-0 síðast, Frakkar eru yfirleitt hrokafullir og vanmeta oft minni lið og það er bara betra fyrir okkur ef þeir vanmeta okkur."
,,Við höfum spilað á móti þeim tvisvar áður og gert 2-2 jafntefli í bæði skiptin. Við erum vel stemmdir. Við kláruðum Makedóníu 3-0 síðast, Frakkar eru yfirleitt hrokafullir og vanmeta oft minni lið og það er bara betra fyrir okkur ef þeir vanmeta okkur."
Fyrir leik
Þá er leikmannakynningunni lokið á liði Frakklands. Íslensku leikmennina þarf ekki að kynna. Þeir spila kannski ekki fyrir PSG, Athletic Bilbao, Bayern Munchen eða Aston Villa, en það vantar þó ekki að við erum með hörkumenn í þessu liði. Betri einstaklingar í liði Frakklands? Jú líklega. Betri liðsheild í liði Íslands? Pottþétt!
Fyrir leik
ANTOINE CONTE:
Veit ekkert hver þetta er en finnst mjög fyndið að hann heitir næstum því það sama og ítalski landsliðsþjálfarinn Antonio Conte.
Veit ekkert hver þetta er en finnst mjög fyndið að hann heitir næstum því það sama og ítalski landsliðsþjálfarinn Antonio Conte.
Fyrir leik
JORDAN AMAVI:
Þú veist að þú ert með gott lið þegar fastamaður hjá Aston Villa er bara á bekknum hjá þér.. hvað er að frétta?? Amavi skaust upp á stjörnuhimininn með liði Nice í Frakklandi og hélt svo til Aston Villa fyrir tímabilið og hefur spilað alla deildarleiki liðsins til þessa. Vonandi verður hann bara geymdur á bekknum.
Þú veist að þú ert með gott lið þegar fastamaður hjá Aston Villa er bara á bekknum hjá þér.. hvað er að frétta?? Amavi skaust upp á stjörnuhimininn með liði Nice í Frakklandi og hélt svo til Aston Villa fyrir tímabilið og hefur spilað alla deildarleiki liðsins til þessa. Vonandi verður hann bara geymdur á bekknum.
Fyrir leik
ADRIEN RABIOT:
20 ára gamall og orðinn fastamaður í liði Paris Saint-Germain. Var eftirsóttur í sumar en PSG vildi ekki missa hann. Öflugur miðjumaður sem les leikinn einstaklega vel. Það er bara tímaspursmál hvenær þessi verður orðinn að fastamanni í A-landsliðinu.
20 ára gamall og orðinn fastamaður í liði Paris Saint-Germain. Var eftirsóttur í sumar en PSG vildi ekki missa hann. Öflugur miðjumaður sem les leikinn einstaklega vel. Það er bara tímaspursmál hvenær þessi verður orðinn að fastamanni í A-landsliðinu.
Fyrir leik
KINGSLEY COMAN:
Hvernig liði þér ef þú værir 19 ára gamall og búinn að spila fyrir PSG, Juventus og Bayern Munchen?? Þér liði eins og Kingsley Coman líður núna, því hann hefur einmitt afrekað slíkt. Er á láni hjá Bayern frá Juventus, gríðarlega öflugur sóknarmaður sem getur valdið miklum skaða. Hann er ein af vonarstjörnum Frakka.. við erum að tala um að þessi gaur kom inn á í ÚRSLITALEIK MEISTARADEILDARINNAR!! (Juve - Barca)
Hvernig liði þér ef þú værir 19 ára gamall og búinn að spila fyrir PSG, Juventus og Bayern Munchen?? Þér liði eins og Kingsley Coman líður núna, því hann hefur einmitt afrekað slíkt. Er á láni hjá Bayern frá Juventus, gríðarlega öflugur sóknarmaður sem getur valdið miklum skaða. Hann er ein af vonarstjörnum Frakka.. við erum að tala um að þessi gaur kom inn á í ÚRSLITALEIK MEISTARADEILDARINNAR!! (Juve - Barca)
Fyrir leik
AYMERIC LAPORTE:
Fyrirliði franska U21 landsliðsins. Frábær miðvörður, fæddur í maí 1994 og er því 21 árs gamall. Spilar með Athletic Bilbao á Spáni og hefur stimplað sig inn sem lykilmann þar. Talað er um að Laporte og Raphael Varane muni koma til með að mynda eitt besta miðvarðarpar sögunnar með franska landsliðinu. Laporte hefur enn ekki fengið A-landsleik, en það er bara tímaspursmál hvenær mönnum á borð við Sakho, Koscielny og co verður dömpað fyrir þennan frábæra leikmann.
Fyrirliði franska U21 landsliðsins. Frábær miðvörður, fæddur í maí 1994 og er því 21 árs gamall. Spilar með Athletic Bilbao á Spáni og hefur stimplað sig inn sem lykilmann þar. Talað er um að Laporte og Raphael Varane muni koma til með að mynda eitt besta miðvarðarpar sögunnar með franska landsliðinu. Laporte hefur enn ekki fengið A-landsleik, en það er bara tímaspursmál hvenær mönnum á borð við Sakho, Koscielny og co verður dömpað fyrir þennan frábæra leikmann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og má sjá hér til hliðar. Frakkarnir eru með svakalegt lið.
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá STÓRLEIK Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2017 hjá U21 landsliðum! Þetta verður svakalegur leikur, sem hefst hér á Kópavogsvelli klukkan 14:00! Nóg af stórstjörnum að fara að spila, skelltu þér í Kópavoginn! Ég byrja með leikmannakynningu eftir smá stund, því af hverju ekki?
Byrjunarlið:
1. Paul Nardi (m)
2. Antoine Conte
3. Benjamin Mendy
4. Aymeric Laporte
6. Adrien Rabiot
7. Jean Corentin
('9)
9. Sébastien Haller
('79)
11. Kingsley Coman
12. Thomas Lemar
13. Tiemoue Bakayoko
20. Presnel Kimpembe
Varamenn:
16. Mouez Hassen (m)
('9)
5. Clément Lenglet
10. Lenny Nangis
18. Grejohn Kyei
('79)
19. Jordan Amavi
21. Benjamin Pavard
22. Rémi Walter
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Adrien Rabiot ('30)
Antoine Conte ('84)
Benjamin Mendy ('90)
Rauð spjöld:
Paul Nardi ('7)