City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Leiknir R.
1
1
Fram
0-1 Samuel Hewson '6 , víti
Vigfús Arnar Jósepsson '41 1-1
Almarr Ormarsson '78
04.02.2012  -  15:00
Egilshöll
Reykjavíkurmótið
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Vigfús Arnar Jósepsson ('78)
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
14. Birkir Björnsson ('64)
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
8. Sindri Björnsson
11. Brynjar Hlöðversson ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('69)
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('45)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Leiknis og Fram í Reykjavíkurmótinu.
6. mín Mark úr víti!
Samuel Hewson (Fram)
MARK! Sam Hewson skorar af öryggi úr vítaspyrnunni sem Steven Lennon fékk! Staðan er orðin 1-0 fyrir Fram!
20. mín
Framarar eru öruggir áfram í undanúrslitin en ef Leiknismenn vinna fara þeir áfram einnig. Fram er með 9 stig og Leiknir 6 stig. KR-ingar eru hins vegar með 4 stig og komast áfram ef þeir vinna ÍR og þessi leikur fer svona.
35. mín
Það hefur ekki verið mikið í gangi í þessum leik. Bæði lið hafa átt svona sæmileg hálf færi en annars er þetta tiltölulega rólegt.
41. mín MARK!
Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
Leiknismenn jafna metin!! Vigfús Arnar Jósepsson skorar með þrumuskoti úr teignum! Þessi bolti ætlaði nú bara að rífa netið upp við skeytin!
45. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Ólafur Hrannar skorar fyrir Leikni en markið er dæmt af honum! Dómarinn gefur honum gult spjald fyrir að beita hendinni til að stýra boltanum. Leiknismenn allt annað en sáttir!!
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés, staðan er 1-1.
46. mín
Inn:Stefán Birgir Jóhannesson (Fram) Út:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
47. mín
Steven Lennon á skot rétt framhjá markinu úr fínu færi!!
51. mín
Framarar hættulegri það sem af er fyrri hálfleiks. Jón Gunnar Eysteinsson á þrumuskot rétt yfir markið frá löngu færi.
64. mín
Inn:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) Út:Birkir Björnsson (Leiknir R.)
67. mín
Þarna voru Leiknismenn nálægt því að komast yfir! Þeir eiga aukaspyrnu nálægt hornfánanum, hún fer inn í teig þar sem leikmaður þeirra nær góðum skalla. Framarar bjarga hins vegar á marklínu.
69. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
73. mín
Inn:Gunnar Oddgeir Birgisson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
74. mín
Inn:Kjartan Andri Baldvinsson (Leiknir R.) Út:Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
75. mín
Leiknismenn ætla sér að taka sigurinn. Þeir hafa skipt sóknarmanni inn fyrir varnarmann og voru nálægt því að skora fyrir skömmu. Ef þeir vinna verður leikur KR og ÍR á eftir alveg tilgangslaus. (Utan við leikæfinguna að sjálfsögðu)
78. mín Rautt spjald: Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr Ormarsson fær að líta rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu.
78. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
79. mín
Inn:Jón Orri Ólafsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
80. mín
Þetta verða svakalegar lokamínútur! Klárt mál að Leiknismenn munu sækja til sigurs manni fleiri!
82. mín
Leiknismenn allt annað en sáttir!! Kristján Páll Jónsson keyrir inn á teiginn og Denis Cardaklija fer út á móti honum. Þeir lenda eitthvað saman en Kristján nær að halda boltanum og fer framhjá Denis. Markvörðurinn liggur hins vegar eftir og heldur um höfuð sér og leikurinn er flautaður af, þegar Kristján er með nánast opið mark fyrir framan sig.
89. mín
Kristján Páll komst í dauðafæri en skaut framhjá marki Framara. Tíminn er orðinn af skornum skammti fyrir Leiknismenn sem verða að skora til að tryggja sér í undanúrslitin.
Hafliði Breiðfjörð
90. mín
Kjartan Andri Baldvinsson nálægt því að skora í restina, en skot hans úr teignum er varið!! Leiknismenn hafa einfaldlega verið hættulegri í seinni hálfleik ef frá eru taldar upphafsmínúturnar.
90. mín
Þetta er alvöru! Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis er kominn fram í hornspyrnu!
90. mín
Svakalegar lokamínútur!! Kristján Egill kemst í ágætis skotfæri en vippar boltanum rétt yfir!
90. mín Gult spjald: Jón Orri Ólafsson (Fram)
90. mín
Óttar Bjarki Guðmundsson klúðrar fyrir opnu marki á lokasekúndunum!!! Þetta hlýtur að hafa verið síðasta færi Leiknis, en hann skaut framhjá!!
90. mín
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. Leiknismenn eru því með 7 stig og Fram með 10. Ef KR vinnur ÍR fara Vesturbæingarnir áfram á markatölu.
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
10. Orri Gunnarsson
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jón Orri Ólafsson ('90)

Rauð spjöld:
Almarr Ormarsson ('78)