Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Æðislegt veður og flottur völlur. Topp aðstæður.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1487
Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
Það þarf ansi margt til að titillinn endi ekki í Hafnarfirði enn og aftur.
Þóroddur fær aldrei aftur landvistarleyfi í Eyjum. Skandall er vægt orð þessum mistökum. #fotboltinet #pepsi365
— Guðmundur Ingi G. (@Gudmundur77) September 13, 2015
Pistlarnir í vetur frá formanninum og öðrum að skila sér fyrir FH í dag. #fotboltinet
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) September 13, 2015
Lennon hamrar boltanum í hendurnar á Stefáni Ragnari og Þóroddur dæmir víti.
Úps #þóroddurhjaltalín #fotboltinet pic.twitter.com/x2DiUAvgj9
— Stefán Pálsson (@stebbipals) September 13, 2015
Aðstoðardómarinn verður að taka á sig að boltinn er langt inni í markinu. Doddi verður að sjá að knötturinn er handleikinn. #fotboltinet
— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) September 13, 2015
ÍBV skorar mark. Doumbia tekur boltann með hendinni inni í markinu og það er dæmt hornspyrna. Rugl, bull og vitleysa.
Kalla aftur eftir Jóhannesi Valgeirs og er spenntur að sjá hvað hann hefur um þetta að segja.
Var að vona að ég þyrfti ekki að tísta um dómara í dag! Mesti skandall sem ég hef séð í efstu deild! #þóroddurgunga #fotboltinet
— Hjördís (@Hjordisyo) September 13, 2015
Hvernig þetta er ekki mark er rán. Boltinn allur inni + Doumbia slær hann úr markinu. Skandall! #fotboltinet
— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) September 13, 2015
Dómaraskandall í krikanum! , ekki eins og FH þurfi hjálp við að vinna titilinn , #fotboltinet
— Birgir Á Björnsson (@BiggiiG) September 13, 2015
DÓMARI!!!!!! Þetta var mark og þetta var hendi!!! #fotboltinet
— Guðmundur Jóhannsson (@gummijo98) September 13, 2015
Sá ekki nákvæmlega hver það var en Eyjamaður kom skoti á markið sem Doumbia ver eins og alvöru markmaður með höndunum á línunni. Þóroddur dæmir hornspyrnu. Þvílík vitleysa, þetta var svo roooooooooosalega augljóst.. Þvílík vitleysa. Ég er orðlaus. Vá...
Stoðsending: Steven Lennon
Eins og flestir bjuggust við. FH er komið yfir. Lennon á stórbrotna stungusendingu á Atla sem er svellkaldur einn gegn Dhaira, fer framhjá honum líkt og Kolbeinn gerði gegn Cech fyrir skemmstu og skorar í autt markið.
Gullfallegt hjá Fimleikafélaginu og er titill þeirra að tapa núna.
ÍBV byrjar með boltann í seinni því FH byrjaði með boltann í fyrri.
Gestirnir komust óvænt yfir snemma leiks með umdeildu marki en FH vélin náði að jafna.
Það getur enginn sagt mer að þetta sé ekki að hafa áhrif a leikinn!!?! #fotboltinet pic.twitter.com/D0KL90iX0X
— Stefán Pálsson (@stebbipals) September 13, 2015
Abel að gefa..... Inná með @GudjoS. #fotboltinet
— Birkir Hlynsson (@birkirhlyns) September 13, 2015
Dhaira hreyfði sig ekki í markinu. Annað hvort var hann með þetta svona rosalega á hreinu, sem mér þykir ólíklegt. Eða hann sé dauðfeginn að þetta hafi farið þarna megin við stöngina.
Atli og Þórarinn hafa nú skipt um stöður á vellinum og er Atli kominn hægra megin og Þórarinn vinstra megin.
Samt býst maður einhvernegin alltaf við FH sigri. FH galdurinn. Vinna leiki þótt þeir eiga ekki sinn besta dag.
Stoðsending: Jeremy Serwy
Fyrirgjöf frá Serwy á kollinn á Skotanum. Dhaira er í boltanum en nær ekki að halda honum og missir hann einhvernegin klaufalega inn. Markmaðurinn leit ekki vel út þarna.
Vel dæmt hr. aðstoðardómari Birkir Sigurðarson á Kaplakrika. Keep it up Refs. #fotboltinet
— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) September 13, 2015
Spurning hvort Davíð Þór Viðarsson sé svona roooosalega mikilvægur fyrir þetta lið.
Fyrir mér þá átti Brlecic að vera dæmdur rangstæður þar sem hann hefur augljós áhrif á leikinn. Markið stendur hins vegar og gestirnir hafa því óvænta forystu.
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
Þetta var ekki í handritinu hjá FH-ingum. Víðir Þorvarðar fer upp hægri vænginn og á sendingu í áttina að Brlecic sem er kolrangstæður en hann lætur boltann fara og þar er Ian Jeffs kominn einn gegn Róberti og hann klárar æðislega. Utanfótar og öruggt.
Game on!!
FH er svona Real Madrid Íslands! Feela það í tætlur! Hvíta treyjan heillar alltaf! Heiðra líka annað starf í klúbbnum! #fotboltinet
— Gunnar (@GunniGSam) September 13, 2015
Hefði verið íslandsmet í hörðu víti hefði það verið dæmt og Þóroddur gerði vel.
Hornspyrnan fer á kollinn á Bjarna Gunnarssyni sem á skalla ofan á slánna. Gestirnir sprækir í byrjun.
FH byrjar með boltann.
Ef það er nógu sniðugt þá endar það jafnvel í þessari lýsingu.
Rage Against the Machines kemur manni heldur betur í gírinn. FH-ingar gáfu mér líka Kók, á leik í Pepsi deildinni. FH-ingarnir kunna þetta.
Eyjamenn gera nokkrar breytingar á sínu liði en Tom Skogsrud kemur aftur inn í liðið og dettur Avni Pepa úr liðinu. Sito, spænski framherjinn fer einnig á bekkinn.
Sem stendur hefur FH sex stiga forskot á toppi deildarinnar og þarf mikið að gerast til að þetta öfluga lið tapi því forskoti niður. ÍBV er í harðri fallbaráttu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í fyrri leik þessara liða en FH vann þá 4-1 útisigur í Vestmannaeyjum.
Þessi leikur hefur verið valinn sem hinn árlegi LUV-leikur. LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011. Hluti aðgangseyrisins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum.
Þrír leikmenn FH verða í banni í dag vegna uppsafnaðra áminninga; bakverðirnir Böðvar Böðvarsson og Jonathan Hendrickx ásamt varnarmiðjumanninum Davíð Þór Viðarssyni. Hjá ÍBV verður Jonathan Barden í banni.