City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
HK
2
0
Haukar
Guðmundur Atli Steinþórsson '11 1-0
Jón Gunnar Eysteinsson '70 2-0
2-0 Björgvin Stefánsson '79 , misnotað víti
19.09.2015  -  14:00
Kórinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Alltaf gott í Kórnum.
Dómari: Vilhelm Adolfsson
Maður leiksins: Beitir Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
8. Atli Valsson
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
20. Árni Arnarson ('63)
21. Andri Geir Alexandersson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('79)
27. Jökull I Elísabetarson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. Aron Þórður Albertsson ('63)
11. Ísak Óli Helgason
19. Viktor Unnar Illugason ('79)

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Ágúst Freyr Hallsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar enda tímabilið á þrem sigrum í röð.
90. mín
Kominn uppbótartími og varla miklu bætt við.
90. mín
Guðmundur Atli leggur boltann á Viktor Unnar sem á hörkuskot yfir markið. HK-ingar eru að sigla þessu í höfn.
85. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Haukar)
Sparkar boltanum í burtu eftir að hafa brotið á sér.
80. mín
Inn:Sverrir Bartolozzi (Haukar) Út:Aran Nganpanya (Haukar)
79. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
79. mín Misnotað víti!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Beitir Ólafsson, maður leikins!

Gjörsamlega étur Björgvin sem er alls ekki að eiga sinn besta dag.
78. mín
Víti!!

Bjögvin er kominn í gott færi, hann nær skotinu sem Beitir ver en það var brotið á honum í leiðinni.
75. mín Gult spjald: Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Fór harkalega í Magnús sem hafði gripið boltann.
73. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Aron Jóhannsson (Haukar)
73. mín
Spurning hvort Magnús hefði átt að gera betur í þessu marki, skallinn var ekki mjög fastur og hafði Magnús hendur í boltanum en það dugði ekki til.
70. mín MARK!
Jón Gunnar Eysteinsson (HK)
MAAAAAAAAAAAAARK!!

Haukar sofna á verðinum og Jón Gunnar skorar annað skallamark dagsins.

Þetta ætti að duga HK-ingum til sigurs.
63. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
62. mín
Báðir markmenn hafa verið góðir í dag og bjargað sínum liðum. Líklega bestu menn vallarins hingað til.
61. mín
Guðmundur Atli.. Skoraðu drengur!!

Ég hrósaði honum áðan og hann er búinn að klúðra tveimur frábærum færum síðan þá. Magnús er aftur vel á verði.

Guðmundur kominn algjörlega einn í gegn en Magnús er fljótur niður og ver stórglæsilega. Virkilega vel gert hjá stráknum.
59. mín
Aran á flotta fyrirgjöf sem endar á Andra Fannari, Andri reynir hálfgerða bakfallspyrnu sem er ekki nógu föst og fer auk þess framhjá markinu.
55. mín
Þarna á Guðmundur Atli að skora.. Kominn í frábært færi einn gegn Magnúsi en Magnús stendur vel, bíður og ver að lokum með löppunum. Vel gert hjá markmanninum en maður býst við marki frá Guðmundi í svona færi.
50. mín
Birgir á skot sem Beitir gerir vel í að verja í horn.

Beitir er svo sannarlega búinn að vinna fyrir kaupinu sínu í dag.
50. mín
Guðmundur Atli er eins og skordýr.. Finnur lyktina af mistökum og veit alltaf hvar markið er. Alvöru framherji. Var mjög nálægt því að komast í gegn eftir vandræðagang í vörn Hauka.
48. mín
Seinni hálfleikurinn heldur áfram eins og leikurinn hefur verið að þróast. Sóknir til skiptis en lítið um færi.

Þetta er búið að vera afar jafnt allan leikinn.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað.

Ég væri til í fleiri mörk hérna!
45. mín
Þróttur, sem var svo gott sem komið upp í Pepsi deildina eru 1-0 yfir gegn Selfoss í hálfleik og má fara að taka tappann af kampavíninu í Laugardalnum.
45. mín
Hálfleikur
HK-ingar yfir í jöfnum leik.
45. mín
Haukamenn hafa verið sterkari síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik en ekki náð að skapa sér afgerandi tækifæri. Björgvin var rétt í þessu að skjóta framhjá úr fínu færi rétt utan teigs.
39. mín
Jón Gunnar á skot eftir hornspyrnu en hann hittir boltann ekki merkilega og hann fer hátt yfir.
35. mín
Aron Jó með hörkuskot rétt utan teigs eftir að Björgvin hafði gert frábærlega og lagt boltann á hann.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Björgvin spila og maður sér gæði leikmannsins langar leiðir.
33. mín
Smá harka að færast í þetta. Harðar tæklingar og leikmenn að láta dómarann heyra það, gaman að því. Haukamenn hafa verið ósáttir við dómarann hingað til og finnst hann hliðhollur heimamönnum.
32. mín
Guðmundur Atli reynir "Di Canio" karatespark en Magnús grípur boltann. Skemmtileg tilraun.
29. mín
Aron Jóhansson á aukaspyrnu lengst utan af velli sem fer í gegnum allan pakkann og þarf Beitir að hafa sig allan við til að verja í horn. Beitir hefur tvisvar varið virkilega vel.
25. mín
Björgvin kemur sér í hálf færi hinum megin en skot hans úr horni vítateigs fer vel yfir. Jafnræði í leiknum eins og er.
23. mín
Guðmundur Atli við það að sleppa í gegn eftir mistök hjá Aran en Gunnlaugur Fannar bjargar á síðustu stundu.
17. mín
Ágúst Freyr fer upp vinstri vænginn og kemst í færi en Magnús lokar vel á hann í markinu og ver örugglega.
16. mín
Leikurinn hefur aðeins dottið niður eftir markið. Það virðist hafa slegið Hauka aðeins út á laginu.
11. mín MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Stoðsending: Árni Arnarson
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Eftir að Haukamenn höfðu byrjað betur þá eru það heimamenn sem komast yfir.

Frábær sending frá hægri ratar beint á kollinn á Guðmundi sem skorar úr svona færum.
10. mín
Birgir Magnús gerir virkilega vel, ræðst á HK vörnina og á síðan mjög gott skot sem virðist vera á leiðinni í bláhornið en Beitir ver frábærlega. Flestir af áhorfendunum og mér meðtöldum héldu að þetta væri mark.
6. mín
Haukar hafa undirtökin hérna og reynir Daníel Snorri skot af löngu færi sem fer framhjá. HK-ingar hafa ekki gert mikið í upphafi leiks.
4. mín
Haukamenn byrja töluvert betur og er Björgvin nálægt því að skora eftir sókn en Beitir er vel á verði.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Byrjum þetta!
Fyrir leik
Þetta er að öllum líkindum síðasti séns fyrir knattspyrnuaðdáendur til að sjá Bjögvin Stefánsson og Gunnlaug Fannar Guðmundsson en þeir muna að öllum líkindum hafa félagsskipti eftir tímabilið og leita á ævintýri atvinnumennskunar.
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru Haukar í fimmta sæti og geta þeir ekki komist ofar. HK eru í áttunda sæti og fara þeir hvorki ofar né neðar í töflunni.
Fyrir leik
Hér verður fylgst með leik HK og Hauka í fyrstu deildinni. Bæði lið geta varla verið sátt við sína leiktíð hingað til og þá sér í lagi heimamenn í HK.
Fyrir leik
Hæ! Gleðilegan laugardag og fótboltadag. Chelsea - Arsenal er búinn og því megið þið endilega fara að skella ykkur í djúpu laugina í íslenska boltanum.
Byrjunarlið:
30. Magnús Kristófer Anderson (m)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
12. Gunnar Jökull Johns
13. Aran Nganpanya ('80)
13. Andri Fannar Freysson
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Alexander Helgason
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f) ('73)

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
3. Stefnir Stefánsson
3. Sindri Jónsson
5. Marteinn Gauti Andrason
5. Sverrir Bartolozzi ('80)
10. Daði Snær Ingason ('73)
19. Darri Tryggvason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Björgvin Stefánsson ('85)

Rauð spjöld: