City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Newcastle
2
1
Aston Villa
Demba Ba '30 1-0
1-1 Robbie Keane '45
Papiss Cisse '71 2-1
05.02.2012  -  13:30
Sports Direct Arena
Enska úrvalsdeildin
Byrjunarlið:
1. Tim Krul (m)
2. Fabricio Coloccini
3. Davide Santon
5. Danny Simpson
6. Mike Williamson
8. Danny Guthrie
14. James Perch
16. Ryan Taylor ('34)
18. Jonas Gutierrez
19. Demba Ba ('90)
20. Leon Best ('14)

Varamenn:
9. Papiss Cisse ('14)
10. Hatem Ban Arfa
15. Dan Gosling
23. Shola Ameobi ('90)
25. Gabriel Obertan ('34)
31. Shane Ferguson
35. Rob Elliot (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
Leiknum er lokið með 2-1 sigri Newcastle. Þeir jafna Chelsea nú að stigum og fara upp fyrir Arsenal.
90. mín
Inn:Shola Ameobi (Newcastle) Út:Demba Ba (Newcastle)
Demba Ba fer af velli, búinn að vera mjög góður og vinnusamur í leiknum. Frábært fyrir Newcastle að hann sé kominn aftur.
88. mín
Aston Villa hársbreidd frá því að jafna. Gardner skallar knöttinn að marki en Tim Krul ver vel frá honum.
81. mín
Cisse nálægt því að bæta við öðru marki en Given ver naumlega í hornspyrnu.
Tómas Þór Þórðarson blaðamaður á DV:
Helli-Demba á St. James Park. #senegal
71. mín MARK!
Papiss Cisse (Newcastle)
Þvílíkt öskubuskuævintýri!!! Papiss Demba Cisse skorar sitt fyrsta mark fyrir Newcastle með glæsilegu skoti upp í samskeytin! Hann fær boltann inni í teignum og þrumar í netið! Þvílík innkoma, þvílíkt ævintýri!! 2-1 fyrir Newcastle!
68. mín Gult spjald: Darren Bent (Aston Villa)
Framherjar eiga bara að láta það vera að tækla. Bent færður til bókar fyrir glórulausa tæklingu á miðjum velli.
66. mín
Inn:Emile Heskey (Aston Villa) Út:Charles N'Zogbia (Aston Villa)
62. mín
Þarna hefði Cisse mátt skora sitt fyrsta mark fyrir Newcastle. Hann er með dauðafrían skalla eftir góða fyrirgjöf frá Danny Guthrie en hann nær ekki að halda boltanum niðri og skallar yfir markið.
46. mín
Newcastle nálægt því að taka strax forystuna eftir mikinn atgang í teig gestanna en þeim tekst þó að bjarga.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan 1-1 í ágætis viðureign Newcastle og Aston Villa.
45. mín MARK!
Robbie Keane (Aston Villa)
Robbie Keane jafnar metin fyrir Aston Villa!! N'Zogbia á flottan sprett, gefur knöttinn fyrir og Írinn mætir og potar í netið!! Vel gert hjá Aston Villa á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Þriðja mark Keane fyrir Villa!
45. mín
Það er sex mínútum bætt við venjulegan leiktíma vegna meiðsla, en ekki hefur mikið verið í gangi síðan markið var skorað þó að Newcastle hafi verið helst til beittari.
39. mín Gult spjald: Richard Dunne (Aston Villa)
Dunne fær að líta fyrsta gula spjald leiksins fyrir að fara aftan í Jonas Gutierrez.
34. mín
Inn:Gabriel Obertan (Newcastle) Út:Ryan Taylor (Newcastle)
Taylor er greinilega sárþjáður, enda varð hann fyrir svakalegri tæklingu frá Stephen Warnock í aðdraganda marksins. Hann er borinn af velli með súrefnisgrímu um andlitið. Gabriel Obertan kemur inn í hans stað, tveir leikmenn Newcastle farnir af velli meiddir eftir rúman hálftíma.
31. mín
Ryan Taylor virðist hafa meiðst illa þegar hann kom boltanum fyrir Ba og eru menn komnir með börur til að sækja hann.
30. mín MARK!
Demba Ba (Newcastle)
Newcastle er komið með forystuna og að sjálfsögðu er það Demba Ba sem skorar!! Guthrie kemur með sendingu inn í teiginn, Aston Villa menn ná ekki að hreinsa lengra en til Ryan Taylor sem kemur boltanum á Ba. Hann tekur eina snertingu og kemur knettinum svo í netið!
28. mín
Þarna var Darren Bent nálægt því að skora! Hann kemst í fínt skotfæri í teignum en Tim Krul er starfi sínu vaxinn og ver vel.
16. mín
Cisse lætur strax til sín taka með skalla en hann er ekki nógu fastur, enda úr erfiðri stöðu, og Shay Given grípur auðveldlega. Leikurinn er aðeins farinn að opnast eftir daprar upphafsmínútur.
14. mín
Inn:Papiss Cisse (Newcastle) Út:Leon Best (Newcastle)
Þetta tók ekki langan tíma!! Papiss Demba Cisse kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir Newcastle, fyrir Leon Best sem varð fyrir einhverju hnjaski og þurfti að fara af velli. Verður forvitnilegt að fygjast með honum.
13. mín
Aston Villa fær fyrsta færi leiksins. Darren Bent fær góða sendingu inn í teiginn en fyrsta snertingin er vond og skotfæri hans verður aðeins of þröngt. Tim Krul ver frá honum.
6. mín
Við bíðum enn eftir fyrsta færinu, liðin eru að fikra sig eitthvað áfram.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það er Newcastle sem byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá fer að styttast í leikinn á Sports Direct Arena. Leikmenn eru að klára upphitun og það er kastað upp á hverjir byrja.
Fyrir leik
Aston Villa er í 13. sæti en getur farið upp fyrir Swansea í 10. sætið með sigri hér í dag.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Newcastle í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með 39 stig en þeir geta farið upp fyrir Arsenal með sigri og jafnað Chelsea að stigum, en Chelsea er í 4. sætinu. Hins vegar á Chelsea svo leik inni gegn Man Utd en hann fer fram klukkan 16:00 í dag.
Fyrir leik
Ba er einmitt langmarkahæstur í liði Newcastle með 15 mörk á tímabilinu! Darren Bent er markahæstur hjá Aston Villa með 9 mörk.
Fyrir leik
Demba Ba er kominn aftur í byrjunarlið Newcastle eftir skelfilegt Afríkumót, þar sem lið hans Senegal tapaði öllum leikjum sínum. Ljóst er að það verður mikill fengur fyrir Newcastle að fá hann aftur. Samlandi hans, Papiss Demba Cisse, er á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Newcastle í dag.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan sunnudag kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Newcastle og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þessi viðureign hefst á slaginu 13:30 á St James' Park, eða Sports Direct Arena eins og hann heitir núna.
Byrjunarlið:
1. Shay Given (m)
2. Alan Hutton
3. Stephen Warnock
5. Richard Dunne
7. Stephen Ireland
9. Darren Bent
10. Charles N'Zogbia ('66)
19. Stilian Petrov
20. Robbie Keane
21. Ciaran Clark
24. Carlos Cuellar

Varamenn:
18. Emile Heskey ('66)
22. Brad Guzan
25. Barry Bannan
26. Andreas Weimann
30. Eric Lichaj
32. Nathan Baker
38. Gary Gardner

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Richard Dunne ('39)
Darren Bent ('68)

Rauð spjöld: