Stjarnan
7
0
Keflavík
Guðjón Baldvinsson
'5
1-0
Guðjón Baldvinsson
'15
2-0
Halldór Orri Björnsson
'18
3-0
Guðjón Baldvinsson
'54
4-0
Þórhallur Kári Knútsson
'56
5-0
Jeppe Hansen
'85
6-0
Heiðar Ægisson
'90
7-0
26.09.2015 - 14:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 356
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 356
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Veigar Páll Gunnarsson
('77)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson
('62)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
22. Þórhallur Kári Knútsson
('70)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
('62)
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen
('77)
27. Garðar Jóhannsson
77. Kristófer Konráðsson
('70)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
MARK!
Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Stoðsending: Jeppe Hansen
Stoðsending: Jeppe Hansen
Þá eru mörkin orðin sjö. Jeppe renndi boltanum innfyrir á Heiðar Ægisson sem rétt náði að pota stóru tánni í boltann og setja framhjá Sigmari.
88. mín
Engu munaði að sjöunda markið dytti núna. Heiðar Ægisson kom á fleygiferð í teiginn og setti boltann ofan á þverslánna.
85. mín
MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Markaveislan heldur áfram. Íslandsmeistararnir bera þann titil næstu mínúturnar allavega og fagna síðustu mínútunum með markaveislu. Nú skoraði Jeppe Hansen gott mark með skoti utarlega í teignum.
79. mín
Það eru 356 áhorfendur á Samsung vellinum en þeir bæta fæðina upp með því að syngja allan leikinn.
77. mín
Inn:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Síðasta skipting leiksins.
74. mín
Gult spjald: Stefan Ljubicic (Keflavík)
Sló Præst, Stjörnumenn vildu rautt en Þóroddur dómari lyfti gulu.
68. mín
Ég get nánast lofað ykkur því að Stjarnan er ekki búið að skora sitt síðasta mark í dag. Þeir eru stórhættulegir fram á við á meðan gestirnir geta ekkert.
60. mín
Þetta er algjör einstefna áfram í Garðabænum. Pablo var að skjóta fast að marki fyrir utan teig en Sigmar varði.
56. mín
MARK!
Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Þvílík veisla sem Stjörnumenn fá í síðasta heimaleiknum. Sigmar var kominn langt út úr markinu þegar Þórhallur Kári fékk boltann frá Guðjóni og setti hann í tómt markið.
54. mín
MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
Þrennan er komin hjá Guðjóni, Pablo sendi stutt til hliðar á hann og hann lét vaða fyrir utan vítateig, á fjær hornið og framhjá Sigmari í markinu. Þetta er svo auðvelt þegar andstæðingurinn er ekki betri en raun ber vitni.
47. mín
Gult spjald: Abdel-Farid Zato-Arouna (Keflavík)
Brot á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Keflavík gerði eina breytingu í hálfleik, hinn ungi Stefan Ljubicic leysir Fannar Orra Sævarsson af hólmi.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Garðabænum. Þetta er leikur kattarins að músinni. Engin hætta á að Keflavík fái neitt út úr þessu í dag.
45. mín
Halldór Orri með gott skot að marki frá vítateigsendanum en Sigmar varði frá honum.
38. mín
Veigar Páll með skot í þverslá beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Þarna munaði litlu að fjórða markið kæmi.
29. mín
Brynjar Gauti með fast skot að marki í kjölfar hornspyrnu en beint á Sigmar í markinu.
18. mín
MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Það stefnir í slátrun í Garðabænum. Halldór Orri fékk boltann frá endalínu út í teiginn og afgreiddi glæsilega á fjær alveg út við stöng.
15. mín
MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Hér koma mörkin í dag og aftur var það Guðjón sem skorar fyrir Stjörnuna. Hann fékk boltann eftir klafs í teignum, og afgreiddi vel framhjá Sigmari.
10. mín
Veigar Páll í fínu færi í teignum, fékk boltann óvænt og setti beint á markið en Sigmar rétt náði að grípa hann.
8. mín
Svona stilla liðin upp í dag.
Stjarnan
Gunnar Nielsen
Heiðar - Brynjar - Daníel - Pablo
Þórhallur - Þorri - Præst - Halldór Orri
Guðjón -Veigar
Keflavík
Sigmar
Hólmar - Samúel - Guðjón Árni - Bignot
Fannar Orri - Farid - Sindri - Leonard
Chuck - Hummeroll
Stjarnan
Gunnar Nielsen
Heiðar - Brynjar - Daníel - Pablo
Þórhallur - Þorri - Præst - Halldór Orri
Guðjón -Veigar
Keflavík
Sigmar
Hólmar - Samúel - Guðjón Árni - Bignot
Fannar Orri - Farid - Sindri - Leonard
Chuck - Hummeroll
5. mín
MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Fyrsta mark dagsins er komið nú þegar. Halldór Orri lék á varnarmenn og lagði boltann til hliðar á Guðjón Baldvinsson sem skoraði framhjá Sigmari.
3. mín
Þórhallur Kári í fínu færi eftir hraða sókn Stjörnunnar en setti boltann framhjá.
Fyrir leik
Silfurskeiðin lætur sig ekki vanta þrátt fyrir vont veður, og að leikurinn skipti ekki miklu máli. Þeir eru byrjaðir að syngja fyrir leik, bláklæddir ýmist í vindjökkum, Stjörnutreyjum eða bláum jakkafötum. Stemmningin er byrjuð.
Fyrir leik
Fyrir leik er klappað í eina mínútu til minningar um Braga Eggertsson, mikinn Stjörnumann sem lést aðfararnótt fimmtudags 78 ára gamall. Stjarnan leikur með sorgarbönd til minningar um Braga sem var vallarstjóri hjá Stjörnunni í mörg ár og hefur komið að ýmsu starfi hjá félaginu.
Fyrir leik
Það er stífur vindur að stúkunni í Garðabænum og rigning. Verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að hemja boltann og halda honum innan vallar í dag.
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn í dag. Adolf Þorberg Andersen og Rúna Kristín Stefánsdóttir eru á línunum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Stjarnan vann 0-3 útisigur á KR í síðasta leik og teflir fram sama liði og í þeim leik. Keflavík gerir fjórar breytingar frá 0-4 tapi gegn ÍA síðast. Markvörðurinn Sigmar Ingi Sigurðsson byrjar og Sindri Kristinn Ólafsson er á bekknum. Magnús Þórir Matthíasson, Einar Orri Einarsson og Frans Elvarsson fara út fyrir þá Farid Zato, Samúel Þór Traustason og Chuck.
Fyrir leik
Doddi litli spáði í leikinn á Fótbolta.net
Stjarnan 5 - 3 Keflavík
Stjarnan að finna fjölina sína, full seint kannski en slæmar fréttir fyrir Keflvíkinga sem virðast hættir. En takið eftir: Jóhann Birnir smellir sér í startið og öskrar sína menn áfram eins og herforinginn sem hann er og Keflavík spilar sinn langbesta leik í sumar! Chuck skellir í þrennu, þar af mark tímabilsins, bakfellur með glæsbrag. 0-3 í hálfleik. Jói telur sig hafa gert nóg, skiptir sér útaf í hálfleik, 5 -3.
Stjarnan 5 - 3 Keflavík
Stjarnan að finna fjölina sína, full seint kannski en slæmar fréttir fyrir Keflvíkinga sem virðast hættir. En takið eftir: Jóhann Birnir smellir sér í startið og öskrar sína menn áfram eins og herforinginn sem hann er og Keflavík spilar sinn langbesta leik í sumar! Chuck skellir í þrennu, þar af mark tímabilsins, bakfellur með glæsbrag. 0-3 í hálfleik. Jói telur sig hafa gert nóg, skiptir sér útaf í hálfleik, 5 -3.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í 21. og næst síðustu umferð Pepsi-deildar karla.
Leikurinn hefur litla þýðingu fyrir liðin. Keflvíkingar eru fallnir, í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig en Stjörnumenn í 6. sæti með 27 stig og eiga ekki möguleika á að komast í Evrópukeppni.
Leikurinn hefur litla þýðingu fyrir liðin. Keflvíkingar eru fallnir, í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig en Stjörnumenn í 6. sæti með 27 stig og eiga ekki möguleika á að komast í Evrópukeppni.
Byrjunarlið:
Guðjón Árni Antoníusson
Hólmar Örn Rúnarsson
Sigmar Ingi Sigurðarson
5. Paul Junior Bignot
6. Sindri Snær Magnússon
22. Leonard Sigurðsson
('72)
22. Abdel-Farid Zato-Arouna
('62)
29. Fannar Orri Sævarsson
('46)
30. Samúel Þór Traustason
32. Chukwudi Chijindu
33. Martin Hummervoll
Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Samuel Jimenez Hernandez
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
('72)
11. Stefan Ljubicic
('46)
18. Einar Þór Kjartansson
20. Magnús Þórir Matthíasson
('62)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Abdel-Farid Zato-Arouna ('47)
Stefan Ljubicic ('74)
Rauð spjöld: