City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
3
WFC Zvezda 2005
0-1 Olha Boychenko '5
0-2 Daryna Apanaschenko '13
Rúna Sif Stefánsdóttir '28 1-2
1-3 Olesya Kurochkina '32
07.10.2015  -  19:00
Samsung-völlurinn (Fyrri leikur)
32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna
Aðstæður: Íslenskt haustveður
Dómari: Teodora Albon (Rúmenía)
Áhorfendur: 347
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
15. Rachel S. Pitman
17. Rúna Sif Stefánsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Francielle Manoel Alberto ('79)
22. Poliana Barbosa Medeiros

Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('79)
14. Jaclyn Nicole Softli
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Harpa Þorsteinsdóttir ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan var ekki mikið síðri í kvöld. Svekkjandi úrslit.

Viðtöl og skýrsla koma fljótlega.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
88. mín
Þessi seinni hálfleikur er búinn að vera ansi daufur. Gestirnir hafa legið aftar á vellinum og hafa Stjörnustúlkur ekki náð að brjóta sig í gegnum þær.
83. mín
Inn: Anastasia Pozdeeva (WFC Zvezda 2005) Út:Olesya Kurochkina (WFC Zvezda 2005)
79. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Francielle Manoel Alberto (Stjarnan)
77. mín
Rúna á frábæra sendingu á Hörpu sem er komin ein gegn Zvarich í markinu en sú úkraínska í markinu sér við henni. Zvarich líklegast maður leiksins hingað til.
70. mín
Rúna Sif á fínasta skot frá horni vítateigsins en enn og aftur ver Zvarich.
68. mín Gult spjald: Daryna Apanaschenko (WFC Zvezda 2005)
66. mín
Ekaterina, varamaðurinn, á skot í stöngina eftir að varnarmenn Stjörnunnar ná ekki að koma aukaspyrnu í burtu.
64. mín
Inn:Ekaterina Pantyukhina (WFC Zvezda 2005) Út:José Nahi (WFC Zvezda 2005)
Nahi átti ekki merkilegan leik í kvöld.
62. mín
Harpa á skalla sem Zvarich ver alveg fáranlega vel. Skallaði frá markteig en á einhvern óskiljanlegan hátt nær Zvarich að verja.
61. mín
Voðalega leiðinlegur seinni hálfleikur hingað til.
55. mín Gult spjald: Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan vildi fá víti þar sem boltinn virtist fara í hendina á leikmanni gestanna innan teigs. Dómarinn dæmir ekkert og það er Harpa ekki sátt við og sparkar andstæðing niður.
51. mín
Harpa Þorsteins fær boltann í miðjum vítateig gestanna og nær hún agætis skoti sem Zvarich nær naumlega að verja í horn.
49. mín
Nahi fer upp hægri kantinn og á sendingu á Kurochkina sem á lélegasta skot sem ég hef séð. Held boltinn sé einhverstaðar í trjánum fyrir aftan annað markið.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Ansi svekkjandi fyrri hálfleikur hjá Stjörnunni. Þær voru ekkert mikið síðri en mörkin telja víst.
42. mín
Það hefur aðeins slokknað á leiknum eftir þriðja mark Zvezda. Ekki mikið í gangi eins og er.
36. mín
Fyrri hálfleikurinn búinn að vera ágætur spilalega séð hjá Stjörnunni. Gestirnir refsa bara fyrir öll mistök.
34. mín
Ásgerður brýtur af sér og fær tiltal. Eitt brot í viðbót og hún fær gult kort.
33. mín
Rúna Sif svo nálægt því að skora sitt annað mark!

Á virkilega góðan skalla og Zvarich þarf að hafa sig alla við til að verja í horn.
32. mín MARK!
Olesya Kurochkina (WFC Zvezda 2005)
Stoðsending: José Nahi
Úff, þær skora bara í hvert skipti sem þær sækja nánast. Nahi fær of mikinn tíma inn í teignum og á hún skot sem Sandra ver en Kurochkina tók frákastið.
28. mín MARK!
Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
JÁÁÁAÁ!!!

Þetta geta þær nefnilega! Harpa átti skot sem Zvarich á í stökustu vandræðum með og ver hún boltann fyrir fætur Rúnu sem kemur askvaðandi og klárar í þaknetið.
27. mín
Fyrir utan þegar seinna mark Zvezda kom þá hafa Stjörnustúlkur verið betri eftir að hafa lent 1-0 undir. Staðan gæti hæglega verið öðruvísi.
26. mín
Poliana er hvað hættulegust Stjörnustúlkna, allt gott í sóknarleik þeirra fer í gegnum hana.
25. mín
Nahi er staðin á fætur og heldur áfram leik.
24. mín
Poliana átti skot sem varnarmaður komst fyrir og fær Stjarnan hornspyrnu.
22. mín
José Nahi liggur eftir, virðist sárþjáð.
21. mín
Harpa Þorsteins komst í mjög góða stöðu eftir sendingu frá Medeiros en varnarmaður komst fyrir skot hennar.
20. mín
Olha Boychenko skoraði næstum stórkostlegt mark. Tók flotta hjólhestaspyrnu sem Sandra var ekki að fara að verja en sem betur fer var Ana Victoria á línunni og bjargaði.

Kurochkina átti síðan skot í kjölfarið en það fór yfir. Stórhætta í hvert skipti sem þær rússnesku sækja.
14. mín
Poliana Medeiros fékk boltann rétt utan teigs og átti fína tilraun sem fór yfir markið.

Stjarnan getur alveg skorað í þessum leik.
13. mín MARK!
Daryna Apanaschenko (WFC Zvezda 2005)
Þær eru rosalega góðar. Stjarnan búið að vera betra liðið síðustu mínútur, svo kom ein sókn og BAMM, staðan 2-0.

Daryna fór í gegnum Stjörnu vörnina miðja og átti skot sem Sandra var í en náði ekki að verja.
11. mín
Rúna Sif á góða fyrirgjöf sem Kristrún rétt missir af. Allt að koma hjá Stjörnunni.
9. mín
Francielle hefði í raun bara átt að skora úr þessu færi. Var alein í mjög góðu skotfæri. Hefði í það minnsta viljað að hún setti þetta á rammann.

Stjarnan loksins að ná smá takti.
8. mín
Francielle Manoel Alberto í alveg hreint afbragðs færi. Fékk fyrirgjöf frá vinstri og fékk hún frítt skot rétt fyrir aftan vítapunktinn en hún hitti boltann illa og setti hann hátt yfir.
6. mín
José Nahi á nú skot af löngu færi sem er hættulaust.
5. mín MARK!
Olha Boychenko (WFC Zvezda 2005)
Stoðsending: Olesya Kurochkina
Fyrigjöf frá vinstri beint á kollinn á henni.

Stjarnan hefur ekki komist í takt við leikinn hingað til.
4. mín
Apanaschenko er aftur að koma sér í færi en Sandra sér við henni í markinu. Gestirnir byrja þetta betur.
2. mín
Rússanir byrja af miklum krafti og leikmaður 17, Daryna var nálægt því að koma sér í færi en Stjörnustúlkur náðu að koma boltanum í burtu.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Fyrir leik
Nú er allt að verða klárt! Þorkell Máni er í hlutverki vallarþular í kvöld. Hann stóð sig eisntaklega vel er hann kynnti gestaliðið til leiks.
Fyrir leik
Annað árið í röð mætir Stjarnan rússneska liðið Zvezda 2005. Í fyrra vann rússneska liðið nokkuð öruggan sigur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stjarnan mætir rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í tveimur leikjum í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og er fyrri leikurinn á Samsung-vellinum í Garðabæ kl. 19:00. Seinni leikur liðanna verður svo í Rússlandi þann 15. október.

Stjarnan átti sem kunnugt er í harðri baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem Blikar höfðu betur, en bikarmeistaratitillinn fór í Garðabæinn eftir sigur Stjörnunnar á Selfossi í úrslitaleik.

Í Meistaradeild kvenna fór lið Stjörnunnar fyrst í gegnum forkeppni - 4 liða riðil sem var leikinn á Möltu. Þar vann Stjarnan alla sína þrjá leiki og lauk keppni með markatöluna 11-0.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
23. Iryna Zvarich (m)
2. Elena Suslova
7. Olesya Kurochkina ('83)
17. Daryna Apanaschenko
18. Daria Makarenko
21. Iya Andrushchak
22. Alena Nurgalieva
24. Lyubov Kipyatkova
25. José Nahi ('64)
88. Olha Boychenko
90. Anastasia Akimova

Varamenn:
77. Elena Kochneva (m)
8. Anastasia Pozdeeva ('83)
9. Kristina Aleksanyan
11. Ekaterina Pantyukhina ('64)
20. Maria Galay
71. Yulia Kornievets

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daryna Apanaschenko ('68)

Rauð spjöld: