City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
2
2
Lettland
Kolbeinn Sigþórsson '5 1-0
Gylfi Þór Sigurðsson '27 2-0
2-1 Aleksandrs Cauna '49
2-2 Valerijs Sabala '68
10.10.2015  -  16:00
Laugardalsvöllur
A-karla EM 2016
Dómari: Aleksei Eskov (Rússland)
Áhorfendur: 9767
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('65)
14. Kári Árnason ('17)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hallgrímur Jónasson
3. Kristinn Jónsson
21. Viðar Örn Kjartansson
22. Jón Daði Böðvarsson
25. Theodór Elmar Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alfreð Finnbogason ('23)
Ragnar Sigurðsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vægast sagt svekkjandi eftir frábæran fyrri hálfleik.
90. mín
Jafntefli virðist ætla að verða niðurstaðan.
90. mín
Gylfi á frábæra sendingu á Birki Má en gestirnir bjarga í horn.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Gabovs nálægt því að klára þetta í lokin fyrir Letta en sem betur fer varði Hannes mjög vel í horn.
88. mín
Síðustu mínúturnar að ganga í garð. Okkur vantar íslenska hetju hérna.
84. mín
Inn:Janis Ikaunieks (Lettland) Út:Arturs Zjuzins (Lettland)
83. mín
Varamaðurinn Laizans í færi en skot hans fer yfir markið.

Lettarnir eru betri þessa stundina.
82. mín
Cauna við það að skora eftir misskilning á milli Hannesar og varnarinnar en sem betur fer er færið of þröngt.
78. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Raggi fer full harkalega í skallabolta að mati dómarans og fær gult spjald. Sabala liggur eftir.
77. mín
Inn:Olegs Laizans (Lettland) Út:Igors Tarasovs (Lettland)
76. mín
Gylfi með virkilega góða aukaspyrnu sem fer hárfínt framhjá. Vanins í markinu hreyfðist ekki.
75. mín Gult spjald: Vitalijs Maksimenko (Lettland)
Gylfi við það að sleppa í gegn. Einhverjir stuðningsmenn vildu annan lit á þetta spjald. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
73. mín
Gylfi á frábæra sendingu á Eið Smára sem finnur Kolbein í mjög góðu færi en skot hans fer í varnarmann. Mjög vel gert hjá bæði Gylfa og Eið. Kolbeinn óheppinn með skotið.

Loksins loksins ógn frá Íslandi.

71. mín
Eftir magnaðan fyrri hálfleik þá hefur þetta bara engan vegin komist af stað í þeim síðari.
68. mín MARK!
Valerijs Sabala (Lettland)
Klárar vel inn í teig.

Nú þurfa strákanir að fara að rífa sig í gang!

65. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Alfreð er búinn að berjst vel í dag en færin ekki alveg búin að detta fyrir hann. Kóngurinn er hins vegar mættur og þvílíkar móttökur sem maðurinn fær.
65. mín
Inn:Arturs Karasausks (Lettland) Út:Aleksejs Visnakovs (Lettland)
63. mín
Gylfi Þór með sýningu hérna. Búinn að klobba mann og annan og taka hælsendingar.

Þessi maður á alveg skilið að hafa gefið út bók.

60. mín
Góð sókn Íslands endar með að Ari Freyr á hættulega fyrirgjöf sem Vanins nær til áður en Alfreð kemst í hann.


57. mín Gult spjald: Igors Tarasovs (Lettland)
Togaði í Gylfa og fær réttlætanlegt spjald.
56. mín
Við höfum ekki alveg fengið að sjá sömu veislu og í fyrri hálfleik og hafa Íslendingar ekki alveg náð sama takti.

51. mín
Nú á Zjuzins skot sem fer framhjá.

Ekki alveg byrjunin sem við vildum á seinni hálfleik en við erum þó enn marki yfir.
49. mín MARK!
Aleksandrs Cauna (Lettland)
Leiðindi eru þetta. Lettar fara upp vinstri kantinn og Cauna fær boltann í vítateignum og skorar stöngin inn.
46. mín
Þess má geta að Kolbeinn Sigþórsson er orðinn næst markahæstur í sögu landsliðsins en hann fór yfir Ríkharð Jónsson með marki sínu. Hann er aðeins 25 ára gamall og þarf mikið til að hann verði ekki á einhverjum tímapunkti markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Hvernig væri að vinna bara 5-0? Getum það alveg gegn þessu liði.

45. mín
Hálfleikur
Þvílíkar 45 hjá Íslendingum. Hef virkilega sjaldan séð þá spila svona þvílíkt vel. Unun að horfa á þá og hefðu þeir alveg getað skorað þrjú og jafnvel fjögur í viðbót.
45. mín
Zjuzins í mjög góðu færi, skot hans fer rétt framhjá eftir fína sókn.

Mikið rosalega hefði þetta verið leiðinlegt svona rétt fyrir hlé.
44. mín
Gylfi og Kolli með sókn sem er bara listaverk. Kolli á síðan skot að lokum sem fer í varnarmann. Einnar snertingar bolti eins og hann gerist bestur.
43. mín
Cauna á nú skot sem fer vel framhjá. Lettar hafa verið með í leiknum en Íslendingar samt sem áður töluvert betri.
42. mín
Kolbeinn er felldur innan teigs. Þetta virtist vera vítaspyrna en dómarinn dæmir brot á Kolla fyrir peysutog.. Áhugaverður dómur hjá Rússanum.
39. mín
Arturs Zjuzins fær of mikinn tíma á boltanum og reynir hann skot utan teigs sem Hannes gerir mjög vel í að verja í horn.
38. mín
Sölvi á nú skalla framhjá eftir aukaspyrnu Gylfa.
37. mín
Svo mörg tækifæri í einni sókn til að bæta við!

Alfreð á frábæra sendingu á Jóa sem reynir að finna Alfreð inn í teig en sendingin er bakvið hann. Þar kom hins vegar Kolbeinn askvaðandi en hann nær ekki að koma skoti á markið. Þaðan barst boltinn á Birki Bjarna en Lettar rétt ná að koma boltanum í burtu á síðustu stundu.

Ég endurtek, þvílíkur leikur sem Ísland er að eiga hérna!

34. mín
Birkir Bjarnason reynir hjólhestaspyrnu utan vítateigs! Það er ekkert annað. Eftir langa sókn Íslands reynir Birkir að skora besta mark í sögu landsliðsins en hann nær ekki alveg nógu miklum krafti í þetta og boltinn fer í fangið á Vanins.

31. mín
Besta færi Letta hingað til, Rakels með skalla úr miðjum vítateignum en Hannes er gríðarlega öruggur og ver vel.
31. mín
En Gylfi tók ekki þessa og því fór hún bara í vegginn.
30. mín
Nú fá Lettar aukaspyrnu af svipuðu færi og fyrsta mark Íslands kom úr. Emil braut.
29. mín
Alfreð Finnboga ekki langt frá því að bæta við, fær frábæra sendingu frá Sölva en skot hans er ekki merkilegt og Vanins grípur boltann.
27. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
JÁÁÁÁÁÁÁ!!!!

Þessi maður! Fíflar tvo leikmenn Letta með þvílíkum tilþrifum áður en hann ræðst á markið og lætur vaða með frábæru skoti utan teigs.

Hann byrjaði með boltann á eigin vallarhelming og hljóp yfir allan völlinn. Þvílíkt mark hjá þvílíkum manni. VÁ!

24. mín
Cauna reynir skot úr aukaspyrnunni sem er af um 40 metra færi en það er hátt yfir.
23. mín Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Lettar við það að komast í efnilega sókn en Alfreð tekur eitt fyrir liðið og brýtur og fær að launum sanngjarnt gult spjald.
22. mín
Gylfi fær boltann rétt utan teigs og hann reynir að þræða hann á Kolbein en Vanins gerði vel í markinu. Þar rétt á undan voru Íslendingar þrír á tvo í skyndisókn en náðu ekki að nýta sér það nógu vel.

19. mín
Íslendingar hafa aðeins slakað á og eru ekki góð færi að koma á mínútu fresti eins og í byrjun en það er nú eðlilegt.
17. mín
Inn:Sölvi Geir Ottesen (Ísland) Út:Kári Árnason (Ísland)
Kári finnur eitthvað til.

13. mín
Fyrsta sókn Letta endar með að þeir fá hornspyrnu en það kemur ekki mikil hætta úr því.

Það eru hins vegar slæmar fréttir því Kári Árnason virðist ekki heill heilsu og sýndist mér Sölvi Geir vera að gera sig tilbúin til að koma inná.
13. mín
Ari Freyr er næstur til að reyna en skot hans utan teigs fer naumlega yfir markið.

10. mín
Þetta heldur bara áfram, nú á Gylfi sendingu á Alfreð sem reynir skot en það fer rétt yfir.

Hef bara aldrei séð þetta lið spila svona vel. Maður sér svona bolta yfirleitt bara í Suður Ameríku.
9. mín
Gylfi á sendingu á Jóhann Berg sem er einn gegn Vanins en Jói nær ekki að koma boltanum framhjá honum og þetta rennur út í sandinn. Þvílík byrjun hjá strákunum okkar. Yfirburðir.
8. mín
Fyrir leikinn bjuggust bæði leikmenn og þjálfarar Íslands að það yrði þolinmæðisverk að brjóta Lettana niður.

Að ná marki svona snemma er því algjört gull. Nú þurfa Lettar að færa sig framar og gæti því myndast meira pláss fyrir miðju og sóknarmenn Íslands.
5. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
JÁÁÁÁÁÁ!!!

Kolbeinn hættir ekki að skora með landsliðinu. Þvílíkur maður, skorar sitt 18.landsliðsmark.

Aukaspyrnan hjá Gylfa var fín en Vanins náði að verja en Kolbeinn kom á sprettinum, tók frákastið og skoraði af öryggi.
4. mín
Gorks brýtur á Birki Bjarnasyni og Ísland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Gylfi Þór Sigurðsson stígðu nú upp drengur!
2. mín
Íslendingar byrja af krafti og hafa Lettar varla komið við boltann.
1. mín
Fyrsti séns Íslendinga kemur eftir nokkrar sekúndur en sending Jóa var örlítið of föst fyrir Alfreð og náði Vanins boltanum.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann. Dómarinn hefur flautað til leiks!
Fyrir leik
Liðin eru nú kynnt til leiks. Þetta er að byrja.

Áfram Ísland!

Ég lofa ekki hlutlausri textalýsingu. Vara við því fyrirfram.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir fá nú að hljóma. Byrjum á þeim lettneska eins og hefð er.
Fyrir leik
Ég er kominn heim búið að hljóma. Þúsundföld gæsahúð! Svona á þetta að vera.

Nú koma svo leikmennirnir inná völlin. Ísland er auðvitað í bláu á meðan gestirnir eru í varabúningum sínum, sem er hvítir frá toppi til táar.
Fyrir leik
Nú hljóma Hjálmar í tækinu. Það minnir mig á Gunnar Nelson.

Það að hugsa um Gunnar Nelson róar mig líka niður. Sem er fínt einmitt núna þegar stressið er byrjað að segja til sín.

Þó Ísland sé komið á EM þá vill maður að sjálfsögðu að liðið vinni leikinn.
Fyrir leik
Korter í leik!

Maður er byrjaður að finna spennuna. Bíð persónulega mjög spenntur eftir bæði, Ég er kominn heim og þjóðsöngnum auðvitað. Maður verður að elska þessi gæsahúðarmómment á landsleikjum þessa dagana.
Fyrir leik
Áhorfendur eru hægt og rólega að byrja að tínast inn.

Tólfumenn setja þéttir í miðju stúkunni eins og venjulega. Þvílíkt eðal fólk sem þau eru.

Við viljum minna fólk á að vera með í Twitter umræðu og nota þá #fotboltinet

Aldrei að vita nema tístið þitt endi í þessari lýsingu.
Fyrir leik
Eiður Smári er eflaust hundfúll að fá ekki að byrja leikinn þar sem Jón Daði er ekki með.

Á nú ekki von á öðru en að hann komi inná á einhverjum tímapunkti.
Fyrir leik
Það var ekki víst hvort fyrirliði Letta, Kaspars Gorks væri með í dag hann er ekki í mikilli leikæfingu eftir að hafa spilað lítið með Dugla Prag að undanförnu.

Fleiri leikmenn Letta eru einnig í lítilli leikæfingu eftir að hafa spilað lítið með félagsliðum sínum.
Fyrir leik
Þekktustu leikmenn Letta eru eflaust Kaspars Gorks en hann er fyrirliði liðsins. Hann hefur spilað fyrir lið eins og Reading og Blackpool.

Aleksandrs Cauna er síðan leikmaður CSKA í Moskvu og ber að varast hann.
Fyrir leik
Þess má geta að Marian Pahars, þjálfari Lettlands, spilaði eitt sinn með Southampton en hann var þar í sjö ár.
Fyrir leik
Nú mæta íslensku leikmennirnir út á völl og byrja að hita. Nú eru aðeins þrjú korter í þessa veislu.

Ísland gerir tvær breytingar á liðinu frá því í leiknum á móti Kasakstan. Emil kemur inn fyrir Aron og Alfreð Finnboga fyrir Jón Daða.




Fyrir leik
Lettar hafa ekki unnið í 11 keppnisleikjum í röð. Ísland hefur á meðan ekki tapað í sjö heimaleikjum í röð.

Það fer því ekki á milli mála hvort liðið er sigurstranglegra í kvöld. Lettar eru hins vegar sýnd veiði en ekki gefin og hafa verið liðum eins og Tyrkjum og Tékkum erfiðir.
Fyrir leik
Fyrir þessa undankeppni höfðu liðin tvisvar leikið gegn hvoru öðru og höfðu Lettar betur í báðum leikjum en það var í undankeppni EM 2008. Leikar enduðu 4-0 og 4-2.

Það hefur vægast sagt ýmislegt breyst á nokkrum árum.
Fyrir leik
Dómarar leiksins koma frá Rússlandi en aðaldómarinn er Aleksei Eskov. Hann var áður leikmaður í neðri deildum Rússlands en hann dæmir jafnan í rússnesku úrvalsdeildinni.
Fyrir leik
Það er nokkuð ljóst að það verða einhverjar breytingar á liði Íslands þar sem Aron Einar er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Kasakstan og Jón Daði Böðvarsson er ekki með vegna meiðsla.

Fótbolti.net spáir því að Emil Hallfreðsson og Eiður Smári Guðjónssen koma í stað þeirra. Einnig spáum við að Theadór Elmar komi inn í staðin fyrir Birki Má Sævarsson, annars spáum við óbreyttu liði frá jafnteflinu við Kasakstan.
Fyrir leik
Leikmenn sem og Lars Lagerback búast við svipuðum leik og gegn Kasakstan þar sem gestirnir liggja til baka og verjast á mörgum mönnum.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðana fór, eins og flestir muna, 3-0 fyrir Íslandi. en Gylfi, Aron Einar og Rúrik skoruðu mörkin í þeim leik. Þar láu Lettarnir vel til baka og tók það sinn tíma að brjóta þá á bak aftur en eftir að Artoms Rudnevs fékk að líta rauða spjaldið var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna.
Fyrir leik
Það er líklegast ekki ein einasta sála hér á landi sem veit ekki af afrekum landsliðsins og að EM sætið í Frakklandi er tryggt.

Nýtt markmið hefur verið gefið út og það er einfalt, að vinna riðilinn. Leikurinn í kvöld er mjög mikilvægur fyrir það markmið og einnig til að ná í þriðja styrkleikaflokk fyrir riðlakeppni EM.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn elskulegu lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Lettlands sem fram fer á Laugardalsvelli.
Byrjunarlið:
1. Andris Vanins (m)
2. Vitalijs Maksimenko
4. Kaspars Dubra
6. Vladislavs Gabovs
7. Aleksejs Visnakovs ('65)
8. Aleksandrs Cauna
10. Valerijs Sabala
13. Kaspars Gorks
15. Deniss Rakels
17. Arturs Zjuzins ('84)
18. Igors Tarasovs ('77)

Varamenn:
1. Pavels Steinbors (m)
12. Kaspars Ikstens (m)
3. Antons Kurakins
5. Olegs Laizans ('77)
9. Arturs Karasausks ('65)
10. Janis Ikaunieks ('84)
11. Eduards Visnakovs
18. Aleksandrs Fertovs
19. Vitalijs Jagodinskis
20. Vladimirs Kamess
21. Gints Freimanis
22. Igors Kozlovs

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Igors Tarasovs ('57)
Vitalijs Maksimenko ('75)

Rauð spjöld: