Liverpool
0
0
Tottenham
06.02.2012 - 20:00
Anfield Road
Enska úrvalsdeildin
Aðstæður: Þoka yfir vellinum
Dómari: Michael Oliver
Anfield Road
Enska úrvalsdeildin
Aðstæður: Þoka yfir vellinum
Dómari: Michael Oliver
Byrjunarlið:
22. Simon Mignolet (m)
2. Glen Johnson
5. Georginio Wijnaldum
8. Steven Gerrard
9. Iago Aspas
18. Alberto Moreno
('65)
20. Jay Spearing
24. Joe Allen
('73)
26. Andy Robertson
34. Martin Kelly
37. Martin Skrtel
Varamenn:
3. Fabinho
6. Dejan Lovren
7. James Milner
('65)
10. Sadio Mane
('73)
16. Sebastian Coates
23. Xherdan Shaqiri
27. Divock Origi
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
James Milner ('70)
Martin Skrtel ('76)
Rauð spjöld:
90. mín
Suarez í góðu færi!! Carroll skallar á Suarez sem leggur hann fyrir sig en vörn Tottenham nær að verjast þessu áður en úrúgvæski framherjinn fékk boltann í höndina á sér.
85. mín
BALE Í DAUÐAFÆRI!! Hann fékk boltann vinstra megin og var einn gegn Reina, en spænski markvörðurinn sá við honum áður en Liverpoolmönnum tókst að hreinsa frá!
82. mín
Gerrard með aukaspyrnu inn í teig. Skrtel er með lappirnar út um allt, hann sparkar í Friedel. Það er dæmd aukaspyrna en Skrtel er á síðasta séns myndi ég halda núna.
81. mín
Ekotto að fá smá laser í augun, en honum er alveg sama. Hann er ekkert að pæla í þessu.
78. mín
Liverpool fékk skyndisókn! Suarez hljóp með boltann og lagði hann á Carroll, en hann hefði betur mátt sleppa því þar sem Englendingurinn klúðraði færinu. Upplagt tækifæri fyrir heimamenn.
76. mín
Skrtel með stórhættulega tæklingu á Bale! Hann fékk að líta gula spjaldið fyrir vikið.
74. mín
Carroll í dauðafæri!!! Kelly með fyrirgjöfina frá hægri sem fer á Carroll en hann þrumar boltanum yfir markið.
70. mín
Suarez neglir í magann á Parker í teignum þarna, en þetta virðist þó vera óviljandi en engu að síður gult spjald.
59. mín
Martin Kelly lætur vaða!! Hann á gott skot fyrir utan teig, en Friedel ver í horn. Hann hefur haft nóg að gera í markinu gegn sínum gömlu félögum!
54. mín
Gareth Bale fleygir sér! Daniel Agger ekki til mikillrar skemmtunar og ýtir við honum, einhver kítingur í gangi. Dómari leiksins gefur Bale gult spjald fyrir atvikið en það sást klárlega á upptöku að Agger kemur ekki við velska landsliðsmanninn.
47. mín
Engar breytingar í hálfleik. Við þurfum því að bíða eftir Suarez og Saha aðeins lengur, það eru jú leikmennirnir sem allir eru að bíða eftir að sjá á vellinum!
46. mín
Adebayor og Bellamy eitthvað að grínast fyrir síðari hálfleik, góðir mátar frá því þeir léku saman hjá Manchester City greinilega.
46. mín
Johnson með skot!! Hann lætur vaða á markið, en Friedel ver boltann! Þá flautar dómarinn til hálfleiks.
45. mín
Einni mínútu bætt við, ég get skilið það enda lítið búið að gerast í þessum leik. Hefði sennilega átt að flauta bara á 45. mínútu til hálfleiks, en ég held að kötturinn eigi skuldlaust þessa auka mínútu!
44. mín
Kyle Walker með fyrstu tilraun Tottenham! Hann á skot sem Johnson fer fyrir og í horn. Johnson búinn að vera virkilega fínn í kvöld hjá Liverpool.
42. mín
Ekki mikill sóknarleikur í gangi hjá Tottenham, en sóknarleikur Liverpool hins vegar ekki nægilega frumlegur. Það vita flestir hvernig hægt er að koma með ferskleika í sóknarleik þeirra.
40. mín
Glen Johnson nálægt því að skora!! Hann reyndi fyrirgjöf frá vinstri sem Friedel misreiknaði og hefði þessi bolti auðveldlega getað endað inni!
34. mín
Spearing með gott skot!! Fyrsta alvöru tækifærið í kvöld, en Spearing er með skot rétt fyrir utan teig. Boltinn fór rétt framhjá markinu, fáum við mark fyrir hálfleik?
31. mín
Charlie Adam með aukaspyrnu sem rataði á kollinn á Kuyt, en skalli hans fór vel framhjá. Hann var þó dæmdur rangstæður!
26. mín
Jay Spearing og Andy Carroll rífast eitthvað yfir sendingum. Mér sýndist Spearing ekki vanda honum kveðjurnar.
24. mín
Lítið að gerast. Ég er að vonast eftir einhverjum færum í þennan leik en er ekki að fá ósk mína uppfyllta. Vonandi fer skemmtanagildið hækkandi!
Andri Yrkill Valsson, íþróttafréttaritari hjá Morgunblaðinu
Hélt að Arnar Björns ætlaði að bresta í grát þegar hann sá köttinn á vellinum. #ækisakis
Hélt að Arnar Björns ætlaði að bresta í grát þegar hann sá köttinn á vellinum. #ækisakis
12. mín
Kisi er að skokka á Anfield! Hann tekur því rólega með Brad Friedel áður en hann skokkar útaf, aðeins að skoða aðstæður bara.
11. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Spilið fremur rólegt, enda lítið búið. Vonandi verður nóg af mörkum í kvöld.
6. mín
Liverpool fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig! Glen Johnson tekinn niður en stuttu áður hafði Andy Carroll verið hamraður niður, ekkert dæmt þar þó.
1. mín
Joe Jordan aðstoðarþjálfari Tottenham stýrir liðinu í kvöld í fjarveru Harry Redknapp's.
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í leik annars! Leikmenn eru í göngunum að undirbúa sig fyrir að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Hann er þó ekki einn um það að skora þrívegis í eigið net gegn sama andstæðingnum, en hann deilir metinu með Richards Rufus fyrrverandi leikmanni West Ham United sem skoraði þrívegis í eigið net í leikjum gegn Charlton Athletic!
Fyrir leik
Skemmtileg staðreynd!! Stuðningsmenn Tottenham hljóta að vera óánægðir með að Jamie Carragher leikmaður Liverpool sitji á bekknum í kvöld þar sem hann hefur skorað þrjú sjálfsmörk gegn þeim. Til gamans má geta að Carragher hefur einungis skorað þrjú mörk á öllum sínum ferli, þá ef við tökum ekki sjálfsmörkin með.
Fyrir leik
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Liverpool reynir að blanda sér í baráttuna um Meistaradeildarsæti á meðan Tottenham reynir að blanda sér í toppbaráttuna. Tottenham með 49 stig í þriðja sætinu, en Liverpool í sjöunda með 38 stig.
Fyrir leik
Þokan hefur látið sig hverfa! Góð ákvörðun hjá dómara leiksins að láta leikinn fara fram.
Fyrir leik
Ég minni á notendur Twitter að nota hashtagið #fotbolti ef það ræðir leikinn þar en valdnar færslur birtast í textalýsingunni.
Fyrir leik
Þá mætir framherjinn Luis Suarez aftur í hóp Liverpool í kvöld, en hann hefur lokið afplánun á átta leikja banni sem hann fékk fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United í október á síðasta ári.
Fyrir leik
Harry Redknapp stjóri Tottenham nær þá ekki leiknum, en fluginu hans var frestað frá London þar sem hann hefur verið að sinna persónulegum erindum. Hann þurfti að mæta í réttarsal eins og flestum er kunnugt.
Fyrir leik
Litlu munaði að leiknum yrði frestað vegna þoku, en Michael Oliver dómari leiksins hefur staðfest að hann komi til með að fara fram.
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
8. Scott Parker
10. Emmanuel Adebayor
('71)
14. Luka Modric
20. Michael Dawson
21. Niko Kranjcar
('87)
24. Brad Friedel (m)
26. Ledley King
28. Kyle Walker
29. Jake Livermore
32. Benoit Assou-Ekotto
Varamenn:
15. Louis Saha
('71)
23. Carlo Cudicini (m)
25. Hugo Lloris
('87)
33. Steven Caulker
36. Bongani Khumalo
45. Massimo Luongo
53. Cameron Lancaster
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Scott Parker ('39)
Gareth Bale ('54)
Rauð spjöld: