City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Makedónía
0
4
Ísland
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir '9
0-2 Glódís Perla Viggósdóttir '12
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir '17
0-4 Margrét Lára Viðarsdóttir '30
22.10.2015  -  11:30
Training Centre - Skopje
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: 7 gráður og skýjað
Dómari: Lois Otte (Belgía)
Áhorfendur: 80
Byrjunarlið:
1. Doneva (m)
2. Naumoff
4. Katerina Mileska
5. S. Andonova
6. Skerlevska
7. Rochi
8. Markovska
9. Jakovska
10. Andonova
16. Jana Chubrinovska
17. Angelovska

Varamenn:
12. Kostova (m)
3. Ivanova
11. Saliihi
13. Kokalovska
14. D. Kostova
15. Ristovska
20. Pejkova

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Markovska ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skyldusigur þar sem íslensku stelpurnar kláruðu þetta strax í byrjun á faglegan hátt svo heimakonur áttu aldrei séns. Sex stig eftir tvo leiki og næst er það bara Slóvenía á mánudag!
Elvar Geir Magnússon
93. mín
Guðmunda Brynja Óladóttir með fína skottilraun! Naumlega framhjá!
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Komið í uppbótartíma.
Elvar Geir Magnússon
82. mín
Inn:Guðmunda Óladóttir (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
80. mín
Dagný Brynjarsdóttir með galopið skot. Fór framhjá varnarmanni og fékk dauðafæri en hitti knöttinn skelfilega og skaut langt framhjá. Við viljum fleiri mörk!
Elvar Geir Magnússon
76. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Sara Björk fær fyrirliðabandið.
Elvar Geir Magnússon
75. mín
Harpa Þorsteinsdóttir með frábæra sendingu á Margréti Láru en skot hennar var varið. Þarna hefði Margrét átt að ná þrennunni!
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Fyrsti A-landsleikur Svövu. Lék frábærlega með Breiðabliki í sumar.
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Rochi með skot en beint á Guðbjörgu! Hættuleg sókn.
Elvar Geir Magnússon
66. mín
Sara Björk í DAUÐAFÆRI! Frábær fyrirgjöf sem Hallbera átti en Sara átti að gera betur!
Elvar Geir Magnússon
65. mín Gult spjald: Markovska (Makedónía)
Elvar Geir Magnússon
62. mín
Harpa Þorsteinsdóttir féll niður í teignum! Víti? Nei segir dómarinn. Mér fannst þetta vera víti! Ekki hlutlaus reyndar.
Elvar Geir Magnússon
59. mín
Tíðindalítið í seinni hálfleik. Makedónía komist aðeins betur inn í leikinn. Harpa Þorsteinsdóttir kom í þessum skrifuðu orðum með skot en varið.
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Algjörir yfirburðir í "sundlauginni" í Skopje.
Elvar Geir Magnússon
38. mín
Dagný Brynjarsdóttir í DAUÐAFÆRI! Frábærlega gert hjá Margréti Láru og Fanndísi í undirbúningnum en Dagný skaut yfir fyrir opnu marki! Þarna átti fimmta markið að koma.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
30. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
74 landsliðsmörk hjá Margréti! Fanndís með frábæra stungusendingu og Margrét potar boltanum framhjá markverði Makedóníu.
Elvar Geir Magnússon
27. mín
Heimaliðið er ekkert að ná að ógna. Íslenska liðið mun líklegra til að bæta við en Makedónía að minnka muninn.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
17. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Sandra María með frábæran sprett og fyrirgjöf frá vinstri kanti. Harpa Þorsteinsdóttir klárar þetta eins og sannur framherji!
Elvar Geir Magnússon
16. mín
Ísland miklu betra liðið. Harpa Þorsteinsdóttir að ógna en missti boltann aðeins of langt frá sér.
Elvar Geir Magnússon
12. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Frábært mark! Fyrsta mark hennar í keppninni. Smellhitti boltann og hann söng í netinu. Frábær byrjun Íslands.
Elvar Geir Magnússon
9. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir með frábæra sendingu inn á teiginn eftir flotta sókn. Mjög vel klárað hjá Margréti Láru Viðarsdóttur. 73 mark Margrétar fyrir íslenska landsliðið.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
3. mín
Það heyrist vel í Frey Alexanderssyni þjálfara í útsendingunni. Áhorfendur ekki með mikil læti. Aðstæður á vellinum nokkuð strembnar enda mikið rignt í Skopje undanfarna daga og völlurinn blautur. Pollar á honum.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjaði með boltann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir leiknir. Allt að verða klárt. Afar fáir áhorfendur í Makedóníu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ein breyting er á byrjunarliði kvennalandsliðsins frá síðasta leik. Sandra María Jessen kemur inn á kantinn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ljóst er að Hólm­fríður Magnús­dótt­ir spilar ekki í dag vegna meiðsla á hné en á góða möguleika á því að geta spilað gegn Slóveníu. Sá leikur yrði þá hennar 100. landsleikur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslenska liðið er að fara að leika tvo leiki í þessu ferðalagi sínu en eftir leikinn í Makedóníu heldur það til Slóveníu. Makedón­ía er í 122. sæti á heimslista FIFA og neðst af Evrópuþjóðum á honum. Makedón­ía fékk eitt stig í tíu leikj­um í undan­keppni HM 2015.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikið er heldur snemma dags í Makedóníu eða klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur beint á RÚV.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kvennalandsliðið leikur við Makedóníu í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Ísland vann 2-0 sigur á Hvíta Rússlandi á Laugardalsvell í eina leik sínum i riðlinum til þessa.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('76)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('68)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('68)
3. Elísa Viðarsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
14. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
15. Guðmunda Óladóttir ('82)

Liðsstjórn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: