Ísland
2
3
Bandaríkin
Kristinn Steindórsson
'13
1-0
1-1
Jozy Altidore
'20
Arnór Sigurðsson
'48
2-1
2-2
Michael Orozko
'59
2-3
Steve Birnbaum
'90
31.01.2016 - 21:08
StubHub Center, Los Angeles
Vináttulandsleikur
Dómari: Jeffrey Solis (Kosta Ríka)
StubHub Center, Los Angeles
Vináttulandsleikur
Dómari: Jeffrey Solis (Kosta Ríka)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Guðmundur Þórarinsson
('45)
8. Arnór Sigurðsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
22. Eiður Smári Guðjohnsen
('71)
23. Ari Freyr Skúlason
('85)
Varamenn:
13. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Diego Jóhannesson
('45)
11. Kjartan Henry Finnbogason
('71)
15. Aron Elís Þrándarson
('45)
18. Ævar Ingi Jóhannesson
('85)
20. Garðar Gunnlaugsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jón Guðni Fjóluson ('45)
Rauð spjöld:
90. mín
MARK!
Steve Birnbaum (Bandaríkin)
MARK!! Grátlegt mark!! Varamaðurinn Birnbaum skorar með skalla eftir aukaspyrnu á lokamínútunni! Alveg glatað, hann var alveg frír þarna..
85. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland)
Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Ævar Ingi fær nokkrar mínútur, kemur inn á fyrir Ara Frey.
81. mín
Bandríkjamenn hafa sótt ansi stíft undanfarnar fimm mínútur eða svo en sem betur fer hafa þeir enn ekki fundið sigurmarkið. Gæti þó komið að því með þessu áframhaldi!
74. mín
Íslenska liðið að gera flotta hluti! Aron Elís með sendingu á Kjartan Henry sem á skot rétt framhjá!
71. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland)
Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Eiður Smári átti fínan leik en fer af velli. Kjartan Henry kemur inn á í sínum fjórða landsleik.
69. mín
Birkir Már í hörkufæri eftir gott samspil við Aron Elís en skot hans fer beint á Robles í marki Bandaríkjanna!!
65. mín
DAUÐAFÆRI! Aron Elís er í algjörum deddara eftir góðan undirbúning en skýtur rétt framhjá!
59. mín
MARK!
Michael Orozko (Bandaríkin)
Öghhh.. Ísland fær á sig klaufalegt mark eftir horn! Altidore lyftir boltanum inn á teig, Birnbaum skallar boltann sem er dauðfrír því að Ari Freyr datt og hann skallar boltann í netið. 2-2!
58. mín
Bandaríkin fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Altidore skýtur í vegginn og yfir.
48. mín
MARK!
Arnór Sigurðsson (Ísland)
MAAARK!!! VÁ EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA GOLAZO HJÁ ARONI SIGURÐARSYNI Í FYRSTA LANDSLEIK!!! HANN GERIR FRÁBÆRLEGA, KEMUR SÉR Í SKOTFÆRI OG SKRÚFAR BOLTANN Í FJÆR! ÓVERJANDI!!
46. mín
Inn:Steve Birnbaum (Bandaríkin)
Út:Brad Evans (Bandaríkin)
Seinni hálfleikur hafinn. Diego Jóhannesson, Hjörtur Hermannsson og Aron Elís Þrándarson komnir inn á í sínum fyrstu landsleikjum! Nú er að sjá hverjir fóru út af!
45. mín
Inn:Hjörtur Hermannsson (Ísland)
Út:Hallgrímur Jónasson (Ísland)
Búnir að færa til bókar að það voru Kiddi Steindórs, Hallgrímur og Guðmundur Þórarinsson sem fóru af velli. Biðst afsökunar á fyrri mistökum!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Kaliforníu. Kaninn verið sterkari en bæði lið hefðu þó getað verið búin að skora mörk. Sjáumst í seinni hálfleik!
45. mín
Gult spjald: Jón Guðni Fjóluson (Ísland)
Jón Guðni fær gult fyrir að brjóta á Altidore þegar sá síðarnefndi virtist brjóta fyrst.
40. mín
Aron virkilega líflegur í sínum fyrsta landsleik! Kemur með flotta sendingu fyrir og Eiður Smári er sentimetrum frá því að ná boltanum og koma honum í netið!
36. mín
Fín sókn hjá Íslandi!!! Eiður Smári með frábæra sendingu á Aron Sigurðarson sem tekur vel á móti boltanum og kemur sér í fínt skotfæri. Lætur vaða en botlinn svífur naumlega framhjá skeytunum! Kærkomin rispa hjá Íslandi sem hefur ekki gert mikið sóknarlega í dag.
31. mín
Bandaríkjamenn eru talsvert betri aðilinn og rétt í þessu var Brad Evans í ágætis fari en náði ekki að gera sér mat úr því.
25. mín
Fallegt samspil hjá Jozy Altidore og Michael Bradley, sem báðir spila með Toronto FC, en skot Bradley fer af varnarmanni og í hornspyrnu. Ekkert verður úr spyrnunni.
20. mín
MARK!
Jozy Altidore (Bandaríkin)
MARK!! Jozy Altidore skorar frábært mark eftir virkilega glæsilega sókn Bandaríkjanna!! Þeir gersamlega sundurspiluðu vörn Íslands og Altidore kláraði laglega yfir Ögmund. Hans 32. mark í landsliðstreyjunni.
17. mín
Endalausar truflanir á myndinni frá Bandaríkjunum, þær koma víst til vena rigningar.. Við vonum að við missum ekki af of mikilvægum atriðum!
16. mín
DAUÐAFÆRI!! Zardes fær frábært skallafæri en skallar boltann í jörðina og örfáum millimetrum yfir!
14. mín
Biðst afsökunar á því að leikurinn er skráður Ísland - Bandaríkin. Strangt til tekið er þetta auðvitað Bandaríkin - Ísland en mér varð aðeins á í messunni! Þjóðernisstoltið full mikið greinilega, en get því miður ekki breytt því núna. En 1-0 fyrir okkar mönnum, smá gegn gangi leiksins!
13. mín
MARK!
Kristinn Steindórsson (Ísland)
MAAAAAAAAAAAARK!!! Kristinn Steindórsson, fyrrum MLS-leikmaður, kemur knettinum í netið með viðkomu í varnarmanni Bandaríkjanna!! Fyrsta færi okkar Íslendinga, vel gert hjá Kristni! Vegna gervihnattatruflanna sáum við markið ekki alveg nógu vel en Kristinn komst í góða skotstöðu og kláraði.
11. mín
Afskaplega rólegur leikur. Bandaríkjamenn nánast alfarið með boltann en varnarleikur Íslands er þéttur. Altidore er nokkuð skæður.
5. mín
Bandaríkjamenn hafa verið betri aðilinn fyrstu fimm mínúturnar en hafa þó ekki skapað sér neitt. Ísland bítur frá sér og Birkir Már á flotta fyrirgjöf. Ísland endar á að fá horn eftir að Aron Sigurðarson skýtur í varnarmann Bandaríkjanna.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Það er land hinna frjálsu og hugrökku sem byrjar með boltann!
Fyrir leik
Þá fer að styttast í leikinn. Það er auðvitað alger synd að Aron Jóhannsson sé ekki með bandaríska landsliðinu, en hann er meiddur. Þó hann væri ekki meiddur hefði hann nú samt líklega ekki fengið leyfi hjá Werder Bremen til að spila.
Fyrir leik
Verið er að leika þjóðsöngvana og styttist í að fjörið hefjist! Síðasti vináttulandsleikur Íslands í þessari ágætu janúartörn þar sem margir leikmenn á jaðrinum hafa fengið og munu fá tækifærið.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á StubHub Center í Los Angeles sem er heimavöllur LA Galaxy. Lið Bandaríkjanna er að mestu skipað leikmönnum úr MLS deildinni og eru þeir Jozy Altidore og Michael Bradley líklega fremstir meðal jafningja.
Fyrir leik
KSÍ um hópinn:
Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson.
Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik.
Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson.
Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby
Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson.
Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik.
Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson.
Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby
Byrjunarlið:
12. Luis Robles (m)
2. Brad Evans
('45)
('46)
3. Matt Besler
4. Michael Orozko
5. Kellyn Acosta
7. Michael Bradley
10. Jozy Altidore
11. Ethan Finlay
16. Jermaine Jones
('71)
18. Lee Nguyen
25. Gyasi Zardes
Varamenn:
1. Bill Hamid (m)
4. Matt Miazga
5. Eric Miller
6. Fatai Alashe
8. Mix Diskerud
9. Jerome Kiesewetter
13. Tim Parker
14. Marc Pelosi
15. Steve Birnbaum
('45)
('46)
15. Matt Polster
17. Darlington Nagbe
19. Tony Tchani
('71)
20. Wil Trapp
23. Jordan Morris
24. Khiry Shelton
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Darlington Nagbe ('73)
Rauð spjöld: