City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
2
2
Fram
0-1 Ingólfur Sigurðsson '21
Daði Bergsson '29 1-1
Daði Bergsson '66 2-1
2-2 Eyþór Helgi Birgisson '83
25.02.2016  -  21:00
Egilshöll
Lengjubikar karla - A deild Riðill 1
Aðstæður: Flottar aðstæður í Egilshöll
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('64)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
6. Daði Bergsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('84)
14. Gunnar Gunnarsson
19. Baldvin Sturluson ('53)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Edvard Dagur Edvardsson
8. Aron Skúli Brynjarsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('64)
15. Aron Elí Sævarsson ('84)
17. Andri Adolphsson ('53)
22. Darri Sigþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('20)
Daði Bergsson ('52)
Sindri Björnsson ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Framarar með skalla yfir... og svo er flautað af.
91. mín
Haukur Ásberg með skot fyrir utan teig sem Sigurður Hrannar kýlir í burtu...
90. mín
Við höfum siglt inn í uppbótartíma... stefnir í jafntefli.
84. mín
Inn:Aron Elí Sævarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
83. mín MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (Fram)
FRAM JAFNAR! Langur bolti fram og eftir klafs gerir Eyþór Helgi mjög vel, leikur á varnarmann og á skot sem breytir um stefnu af varnarmanni og endar í markinu.
82. mín
Haukur Ásberg í hörkufæri en skallaði yfir! Þarna hefði hann getað gert út um þennan leik fyrir Val.
78. mín
Inn:Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram) Út:Kristófer Jacobson Reyes (Fram)
Framarar gera skiptingar eins og enginn er morgundagurinn.
77. mín
Zeljko Zankovic aðstoðarþjálfari Fram fær réttilega áminningu. Búinn að láta öllum illum látum á bekknum.
76. mín
Inn:Brynjar Benediktsson (Fram) Út:Ingólfur Sigurðsson (Fram)
66. mín MARK!
Daði Bergsson (Valur)
VALSMENN KOMAST YFIR! Daði Bergsson skorar aftur af stuttu færi í teignum! Að þessu sinni var það Andri Fannar Stefánsson sem átti góðan sprett upp hægri vænginn og átti fyrirgjöfina.
64. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
60. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Valur)
53. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Baldvin Sturluson (Valur)
52. mín Gult spjald: Daði Bergsson (Valur)
50. mín
Orri Sigurður Ómarsson með skalla eftir horn sem Sigurður Hrannar Björnsson varði vel!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Framarar með þrefalda skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Fram) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram)
46. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
46. mín
Inn:Sigurður Kristján Friðriksson (Fram) Út:Alexander Már Þorláksson (Fram)
45. mín
Það vantar marga öfluga leikmenn í Valsliðið í dag; til dæmis Rasmus og Bjarna Ólaf í vörnina, Kristin Frey á miðjuna og nýja danska sóknarmanninn. Framarar gætu nýtt sér það og hirt eitthvað úr leiknum.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur að baki.
44. mín
Ingólfur Sigurðsson með skot úr aukaspyrnu af hættulegu færi en yfir.
40. mín
Einar Karl Ingvarsson í dauðafæri en skot hans framhjá!
38. mín
Alexander Már Þorláksson skeinuhættur en skot hans úr erfiðri stöðu fór yfir.
29. mín MARK!
Daði Bergsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Valsmenn jafna! Sigurður Egill fór upp hægri vænginn, stakk Sigurpál af og renndi boltanum fyrir markið þar sem Daði Bergsson þurfti bara að renna knettinum í netið!
26. mín
Einn stuðningsmaður Vals að leika sér að eldinum. Er mættur með popp í salinn. Þeir sem þekkja aðstæður vita að það er straaanglega bannað.
25. mín
Varnarlega eru Valsmenn hrikalega brothættir það sem af er þessum leik, vita oft ekki hvort þeir séu að koma eða fara.
21. mín MARK!
Ingólfur Sigurðsson (Fram)
FRAM KEMST YFIR ÚR AUKASPYRNUNNI! Ingólfur átti skot sem breytti mikið um stefnu af varnarmanni og setti Ingvar Kale alveg úr leik! Áhugaverð staða.
20. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Valsarar í vandræðum, Ingvar Kale var mættur út úr teignum og Ingólfur Sigurðsson var nálægt því að ná boltanum en Orri Sigurður braut á honum og hlaut réttilega gult.
14. mín
Haukur Páll Sigurðsson með skalla í slá! Hættulegasta tækifæri Vals í leiknum hingað til.
12. mín
Gunnar Gunnarsson, varnarmaður Vals, tapar boltanum á einstaklega klaufalegan hátt og Ingólfur Sigurðsson sleppur einn í gegn. Hann fór framhjá Kale en Orri Sigurður Ómarsson var mættur og náði að bjarga með naumindum!
10. mín
Framarar fá besta færi leiksins til þessa í kjölfarið á hornspyrnu. Kristófer með skot úr teignum sem fór yfir.
7. mín
Hvorugt liðið náð að skapa sér opið færi. Ingólfur Sigurðsson með skottilraun talsvert fyrir utan teig en það skapar enga hættu.
1. mín
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Bæði lið eru búin með einn leik í riðlinum, Valur vann Huginn auðveldlega 5-0 þar sem Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fjögur mörk. Fram tapaði gegn Stjörnunni 0-3.
Fyrir leik
Eins og undanfarin ár hafa verið miklar breytingar milli ára á leikmannahópi Fram. Í kvöld frumsýna bláliðar nýjan króatískan miðvörð sem fékk félagaskipti í dag, hann heitir Mate Paponja og er í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér er fylgst með leik Vals og Fram í Lengjubikarnum sem fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmir. Valsmenn höfnuðu um miðja deild í Pepsi-deildinni í fyrra en Framarar í níunda sæti 1. deildarinnar.
Byrjunarlið:
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f) ('46)
5. Mate Paponja
6. Brynjar Kristmundsson
11. Ingólfur Sigurðsson ('76)
12. Sigurður Hrannar Björnsson
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Kristófer Jacobson Reyes ('78)
21. Indriði Áki Þorláksson ('46)
28. Hilmar Þór Hilmarsson
33. Alexander Már Þorláksson ('46)

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Eyþór Helgi Birgisson ('46)
9. Brynjar Benediktsson ('76)
9. Atli Fannar Jónsson ('46)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson ('78)
19. Sigurður Kristján Friðriksson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: