City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þróttur R.
0
2
FH
0-1 Emil Pálsson '34 , víti
0-2 Bergsveinn Ólafsson '45
Guðmann Þórisson '51
20.03.2016  -  17:00
Egilshöll
Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson ('54)
Erlingur Jack Guðmundsson ('45)
3. Finnur Ólafsson ('88)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Hilmar Ástþórsson
10. Brynjar Jónasson
11. Emil Atlason ('80)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
29. Kristian Larsen

Varamenn:
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('45) ('74)
7. Leon Arnar Heitmann ('88)
18. Breki Einarsson ('74)
20. Viktor Unnar Illugason ('54)

Liðsstjórn:
Aron Dagur Heiðarsson
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('53)
Viktor Unnar Illugason ('71)
Finnur Ólafsson ('74)
Aron Dagur Heiðarsson ('81)
Vilhjálmur Pálmason ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH gerði nóg og er enn með fullt hús stiga í Lengjubikarnum. Þróttur enn án stiga.
89. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
88. mín
Inn:Leon Arnar Heitmann (Þróttur R.) Út:Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
86. mín
Viktor Unnar reynir skot af lofti utan teigs. Hann hittir boltann vel en hann fer rétt framhjá. Með betri tilraunum Þróttar í leiknum.
85. mín
Tvö hálffæri hjá FH. Bjarni Þór endar á að skalla boltann yfir markið eftir hornspyrnu.
83. mín Gult spjald: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Komið í einhverja vitleysu hérna. Vilhjálmur og Hendrickx byrja að ýta í hvorn annan þegar boltinn er ekki nærri og bekkirnir fara að rífast í leiðinni.

Ívar spjaldar báða og leikurinn heldur loks áfram.
83. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
81. mín Gult spjald: Aron Dagur Heiðarsson (Þróttur R.)
80. mín
Inn:Aron Dagur Heiðarsson (Þróttur R.) Út:Emil Atlason (Þróttur R.)
78. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Sam Hewson (FH)
77. mín
Kristján Flóki kemst í fínt færi eftir að hafa sýnt mikinn styrk og hent af sér leikmönnum Þróttar. Hann á svo skot sem fer rétt framhjá.
76. mín
Kristján Flóki er kominn einn inn fyrir og hann nær fínu skoti sem fer í stöngina. Mikill hasar og nóg að gerast í þessum leik allt í einu.
74. mín
Í öllum þessum hamagang átti Atli Guðnason frábært skot í slánna.
74. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
74. mín
Inn:Breki Einarsson (Þróttur R.) Út:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
73. mín
Komin mikil harka í þetta núna. Þróttur vill fá víti. Gregg er brjálaður yfir að fá ekki á víti á meðan Heimir er brjálaður yfir að Þróttur hafi viljað víti.
71. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
70. mín
Emil Páls reynir skot sem Trausti á ekki í miklum vandræðum með.
68. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
68. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
66. mín
Bjarni Þór lendir illa eftir samstuð og leikurinn er stöðvaður.
60. mín
Allt annar leikur eftir að Guðmann fór útaf. Þróttarar töluvert meira með boltann og stjórna leiknum þessa stundina.
58. mín
Vilhjálmur á flotta fyrirgjöf á Emil Atlason sem er í DAUÐAFÆRI en skalli hans úr markteig er frábærlega varinn af Gunnari.

Þróttarar fá horn sem fer beint á kollinn á Emil sem á annan skalla en aftur ver Gunnar í horn.
54. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Þróttarar manni fleiri og ætla að henda meiri orku í sóknarleikinn.
53. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
Stöðvar snögga sókn FH-inga.
51. mín Rautt spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Fær sitt annað gula spjald eftir að hafa togað Vilhjálm niður.

FH-ingar eru æfir yfir þessum dóm og Guðmann lætur aðstoðardómarann heyra það á leið sinni útaf.
48. mín
Þórarinn Ingi tekur boltann á lofti og ætlar að rífa netið með hörkuskoti en það fer þrjá metra yfir.
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný
45. mín
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Ekki mest spennandi fyrri hálfleikur ever en FH er búið að vera töluvert betra liðið.
45. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Jeremy Serwy á hornsprynu beint á Begga sem stangar boltann í markið.
45. mín
Emil Pálsson nær skoti innan teigs en varnarmenn Þróttara eru vel staðsettir og bjarga í horn.
40. mín
Þórarinn Ingi á fyrirgjöf á Atla Viðar sem er í erfiðu færi og Trausti nær til boltans.
39. mín
Trausti fær aðhlynningu og heldur svo leik áfram.
38. mín
Emil í mjög fínu skallafæri eftir flotta sókn en Trausti ver í horn.

Trausti fór eitthvað illa úr þessu því hann liggur meiddur eftir.
36. mín
Jeremy Serwy á skalla eftir fyrigjöf frá hægri en færið er mjög erfitt og ekki mikil hætta á ferðum.
34. mín Mark úr víti!
Emil Pálsson (FH)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Emil setur boltann beint á markið og Trausti skutlar sér.

Mjög ódýrt víti en FH-ingum er alveg sama.
33. mín
VÍTI

Bjarni Þór fer auðveldlega niður eftir einhvern árekstur við Kristian Larsen og Ívar dæmir víti! Þróttarar mótmæla án árangurs.
28. mín
Glæsimark markvarsla aftur

Trausti ver fyrst fínt skot frá Jonathan Serwy áður en hann étur frákastið frá Þórarinni Inga. Trausti hefur staðið fyrir sínu.
27. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
25. mín
Þvílík varsla! Atli Viðar Björnsson í færi sem hann skorar úr í 49 af 50 skiptum sem hann fær það. Trausti kemur hins vegar með svakalega vörslu í horn.

FH-ingar eru svo nálægt því að skora í horninu sem fylgdi en Trausti nær boltanum að lokum.
23. mín
Jeremy Serwy reynir skot utan teigs en hann hittir boltann illa og hann rúllar hægt og rólega framhjá markinu.
21. mín
Bjarni Þór reynir skot á markið en Hilmar Ástþórsson kemur með rosalega tæklingu og bjargar í horn.
19. mín
Serwy á fyrirgjöf sem Bjarni Þór ræðst á. Hann nær skallanum sem er á leiðinni framhjá en Ívar er búinn að dæma aukaspyrnu.
15. mín
Nokkurn vegin sama þema heldur áfram. FH með boltann en Þróttur verst vel.
10. mín
Hallur Hallsson fékk boltann harkalega í andlitið og þarf að fá aðhlynningu. Hallur lætur fátt stoppa sig og heldur leik áfram.
8. mín
Þróttarar hafa varlað verið með boltann á vallarhelming FH-inga. Þeir liggja aftarlega og þetta gæti verið þolinmæðisverk hjá íslandsmeisturunum.
5. mín
Bjarni Þór á skalla sem virðist vera að laumast í markið áður en Trausti kemur og étur boltann í loftinu. Smá hætta á ferðum þarna hjá Þrótti en þeir ná að bjarga að lokum.
4. mín
FH, eins og við var búist er meira með boltann í upphafi leiks. Ekkert færi komið ennþá samt.
1. mín
Leikur hafinn
Þróttarar byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og þetta er að fara að bresta á!
Fyrir leik
Það er ansi ólíkt gengi liðanna hingað til í þessari keppni.

FH-ingar eru með fullt hús stiga á meðan Þróttur er búið að tapa öllum sínum leikjum.
Fyrir leik
Bræðurnir, Bjarni Þór og Davíð Þór Viðarssynir eru þeir uppöldnu í byrjunarliði FH.
Fyrir leik
Það er skemmtilegt að segja frá því að það eru fjórir uppaldnir FH-ingar í byrjunarliði Þróttar en aðeins tveir í liði FH.

Hilmar Ástþórsson, Emil Atlason, Karl Brynjar Björnsson og Brynjar Jónasson eru allir uppaldnir FH-ingar.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir. Hér verður fjör í dag!

Við ætlum nefnilega að hafa beina textalýsingu frá leik Þróttar og FH í Lengjubikarnum.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson ('78)
17. Atli Viðar Björnsson ('68)
21. Guðmann Þórisson
22. Jeremy Serwy ('68)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('89)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
2. Emil Stefánsson
6. Grétar Snær Gunnarsson ('89)
7. Steven Lennon ('78)
11. Atli Guðnason ('68)
25. Viktor Helgi Benediktsson
45. Kristján Flóki Finnbogason ('68)

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('27)
Jonathan Hendrickx ('83)

Rauð spjöld:
Guðmann Þórisson ('51)