Leik lokið!
Sanngjarn sigur Dana staðreynd. Viðtöl við leikmenn og þjálfara koma að vörmu spori inn á ykkar Fótbolta.net. Við þökkum fyrir okkur úr textalýsingunni hér í Herning.
Snorri Helgason
90. mín
MARK!Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Ísland að skora í blálokin. Dauður bolti á teig eftir hornspyrnu sem Arnór nýtir vel. 2-1, 3 mínútur eftir af leiknum.
Snorri Helgason
87. mín
Hörður með glæsilega spyrnu sem Schmeichel ver vel!
Snorri Helgason
87. mín
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan teig. Enginn Gylfi Sig inn á vellinum en Hörður Björgvin Magnússon gerir sig líklegan.
Snorri Helgason
84. mín
Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
Gengur ekki mikið upp hjá Íslendingum hér í síðari hálfleik. Kári Árnason fær gult spjald fyrir brot á vinstri kanti.
Snorri Helgason
82. mín
Inn:William Kvist (Danmörk)
Út:Pierre Emile Højbjerg (Danmörk)
Snorri Helgason
81. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
77. mín
Danir líklegri til að bæta við en Ísland að minnka muninn. Vondur seinni hálfleikur hér í Herning.
75. mín
Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
74. mín
9194 áhorfendur á vellinum í kvöld.
71. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
71. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
71. mín
Jón Daði og Arnór Ingvi að koma inn.
62. mín
Jóhann Berg í fínu færi en danskur varnarmaður nær að henda sér fyrir skotið. Hornspyrna.
61. mín
Inn:Jannik Vestergaard (Danmörk)
Út:Daniel Agger (Danmörk)
Þreföld skipting hjá Dönunum. Markaskorarinn Jörgensen, Eriksen og Agger fara út af.
61. mín
Inn:Lasse Schöne (Danmörk)
Út:Christian Eriksen (Danmörk)
61. mín
Inn:Lasse Vibe (Danmörk)
Út:Nicolai Jørgensen (Danmörk)
54. mín
MARK!Nicolai Jørgensen (Danmörk)
Skammt stórra högga á milli. Alfreð var nálægt því að komast í dauðafæri til að jafna 1-1 en í staðinn fara Danir upp og komast í 2-0.
Eftir ágætis spil er Christian Eriksen kominn í færi vinstra megin í teignum. Hann sendir boltann framhjá Ögmundi og á Nicolai Jörgensen sem skorar auðveldlega í autt markið.
53. mín
Vó! Birkir Barnason á skot fyrir utan teig sem Kapser slær út í teiginn. Alfreð er að frákastinu þegar hann rennur á vellinum og færið rennur út í sandinn.
Magnús Þór Jónsson
Þetta virðist verða leikur sem Kári mun ekki rifja upp reglulega á næstu ârum. #fotbolti
51. mín
MARK!Nicolai Jørgensen (Danmörk)
Danir komast yfir! Yussuf Yurary Poulsen kemst inn á teiginn vinstra megin eftir að hafa fengið langa sendingu. Hann nær að halda Kára Árnasyni frá sér og senda út í teiginn á Nicolai Jörgensen sem skorar auðveldlega.
46. mín
Seinni byrjaður. Koma svo!
46. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Jói kemur inn á hægri kantinn fyrir Emil. Annars óbreytt hjá báðum liðum.
46. mín
Hannes og Gunnleifur markverðir með kaffibolla á bekknum. Ögmundur væntanlega að fara að taka 90 mínútur.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í leikhléi. Bæði lið átt ágætis marktilraunir en án árangurs.
Ekki ólíklegt að við fáum einhverjar skiptingar í hálfleik.
39. mín
Gult spjald: Thomas Delaney (Danmörk)
Of seinn í Aron Einar. Réttur dómur.
34. mín
Danir halda boltanum og Íslendingar verjast mjög aftarlega. Allir leikmenn komnir vel aftur fyrir miðjuboga á eigin vallarhelming.
30. mín
Nú er það Ísland sem ógnar grimmt! Alfreð með hælspyrnu á Gylfa sem á hörkuskot frá vítateigslínu en Kaper ver út í teiginn. Aron er í baráttu um frákastið og fellur við en ekkert dæmt.
Beint á eftir kemur fyrirgjöf á Kolbein sem er í baráttu við varnarmann en boltinn fer rétt yfir markið. Hornspyrna segir dómarinn.
29. mín
Lagleg sókn frá íslenska liðinu endar á fyrirgjöf frá Alfreð en Danir ná að hreinsa. Þetta er opið, styttist í mark hér í Herning.
28. mín
Danir pressa áfram stíft. Fá tvær hornspyrnur í röð sem ekkert kemur út úr.
25. mín
Yussuf Yurary Poulsen skallar framhjá úr ágætis færi. Danir að ógna þessar mínúturnar.
25. mín
Danir fá aukaspyrnu um það bil 24 metra frá marki. Christian Eriksen á fína spyrnu en Ögmundur ver í horn.
21. mín
Henrik Dalsgaard fellur eftir baráttu við Birki Bjarnason og einhverjir heimamenn telja að um vítaspyrnu sé að ræða. Ekkert dæmt, réttilega.
20. mín
Emil með fyrirgjöf frá hægri sem Alfreð skallar að marki en boltinn beint á Kaper í markinu.
17. mín
Íslensku stuðningsmennirnir frábærir. Yfirgnæfa Danina á löngum köflum!
16. mín
Þarna! Flott spil hjá íslenska liðinu sem endar á langskoti frá Gylfa. Kasper Schmeichel slær boltann út í teiginn og Danir hreinsa í horn. Flott sókn!
12. mín
Pierre Emile Højbjerg kemst framhjá Aroni á miðjunni og leikur í átt að marki. Eftir mikla hvatningu frá áhorfendum ákvað Højbjerg að láta vaða af 25 metra færi. Skotið var fast en Ögmundur kýldi boltann í burtu. Skömmu síðar áttu Danir hættulega fyrirgjöf sem framherjar þeirra voru hársbreidd frá því að komast í.
11. mín
Völlurinn er rennblautur og grasið er farið að láta á sjá á köflum.
9. mín
Rólegt yfir þessu í byrjun og ekkert um færi hingað til.
2. mín
Íslensku áhorfendurnir láta vel í sér heyra í byrjun leiks!
Magnús Þór Jónsson
Ísland með sænskan þjálfa og Danir með norskan. Kalmarsambandið endurvakið í Herning í kvöld!
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Mínútu þögn lokið til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Belgíu. Bæði lið leika einnig með sorgarbönd í kvöld.
Guðjón Guðmundsson
Í kvöld er fyrsta prófið fyrir EM. Vonandi hafa menn lesið heima. Reyndar ágætt að falla á skyndiprófi. Ekki fara á taugum. Eina.
Fyrir leik
Allir áhorfendur fengu lítinn danskan fána til að veifa. Stemning hjá heimamönnum þegar liðin ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Leikvangurinn tekur 11.800 áhorfendur í sæti og það er nálægt því að vera uppselt í kvöld. Fyrir aftan annað markið eru einnig stæði þar sem margir Íslendingar hafa komið sér fyrir með nokkra fána frá Íslandi. Alvöru ástríða á ferðinni þar!
Fyrir leik
Byrjunarliðið farið inn í klefa. Varamenn hita upp með því að skjóta á Hannes í markinu. Arnór Ingvi á skot sem fer yfir markið og endar í höfðinu á dönskum stuðningsmanni fyrir aftan markið. Úps!
Fyrir leik
Við fáum EKKI að sjá nýju bláu búningana í kvöld. Ísland leikur í hvítum varabúningum.
Fyrir leik
Tore Hansen frá Noregi sér um að dæma leikinn í kvöld.
Fyrir leik
Age Hareide hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Íslendingum klukkan 19:00.
Danir spila 3-5-2 í kvöld með þá Simon Kjær, Andreas Christiansen og Daniel Agger í vörninni.
Henrik Dalsgaard, leikmaður Zulte Waregem, spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld en hann byrjar á vinstri kantinum.
Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, er á sínum stað en hann spilar fyrir aftan framherjana Yussuf Yuray og Nicolai Jörgensen.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon fá tækifæri í bakvörðunum en þeir Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason byrja á bekknum.
Ögmundur Kristinsson byrjar í markinu en Hannes Þór Halldórsson er á bekknum. Hannes er nýbyrjaður að spila aftur eftir löng meiðsli.
Emil Hallfreðsson kemur inn á kantinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er á bekknum.
Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson byrja síðan saman í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Danskir stuðningsmenn voru byrjaðir að mæta á völlinn þegar tveir tímar voru í leik. Hress upphitun í gangi fyrir utan leikvanginn. Menn láta rigninguna ekki á sig fá.
Fyrir leik
Mínútu þögn verður fyrir leikinn í dag til minningar um fórnarlömbin sem létu lífið í hryðjuverkunum í Belgíu í fyrradag.
Fyrir leik
Mikið búið að rigna í Herning í dag og smá gola að auki.
Fyrir leik
Age Hareide stýrir Dönum í sínum fyrsta leik í kvöld. Hann tók við af Morten Olsen í vetur en Morten hafði stýrt Dönum í áraraðir. Hareide spilar líklega með þriggja manna vörn í kvöld en lið hans eru þekkt fyrir að spila beinskeyttan fótbolta.
Fyrir leik
Kári Árnason er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. ,,Það er kominn tími til að við vinnum þá. Ég held að við séum í fínu standi til að gera það núna. Ég held að okkar líkur séu finar."
Fyrir leik
Minnum á að nota #fotboltinet í tengslum við leikinn. Syngið með!
Fyrir leik
Ísland og Danmörk hafa 22 sinnum mæst í A-landsleik en fyrsti leikurinn var á Melavellinum árið 1946.
Danir hafa unnið 18 af þessum leikjum, fjórum sinnum hefur orðið jafntefli og aldrei hefur Ísland náð sigri.
14-2 tapið gegn Dönum árið 1967 er frægt en frá aldamótum hefur íslenska liðið einnig tapað oft gegn Dönum.
Síðustu 5 leikir við Dani
6. október 2001: Danmörk 6 - 0 Ísland
6. september 2006: Ísland 0 - 2 Danmörk
21. nóvember 2007: Danmörk 3 - 0 Ísland
7. september 2010: Danmörk 1 - 0 Ísland
4. júní 2011: Ísland 0 - 2 Danmörk
Aftur á móti sigraði Ísland lið Dana 3-1 í úrslitakeppni EM U21 árs landsliða í Álaborg árið 2011.
Þar voru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson allir í byrjunarliði Íslands en þeir verða í eldlínunni í leiknum í Herning í kvöld.
Fyrir leik
Mikið veðmálamenning er í Danmörku og fjölmargir veðbankar bjóða upp á vináttuleik Danmerkur og Íslands í kvöld.
Danir eru mun sigurstranglegri hjá veðbönkum en stuðullinn á sigur Dana er á bilinu 1,75-1,85 hjá hinum ýmsu veðbönkum.
Ísland er með stuðulinn 4 og allt upp í 4,70 hjá sumum veðbönkum.
Fyrir leik
Fótbolti.net heilsar frá Herning í Danmörku.
Hér verður bein textalýsing frá vináttuleik Íslands og Danmerkur á MCH Arena, heimavelli FC Midtjylland, í Herning en leikurinn hefst klukkan 19:00