Þróttur R.
0
3
FH
0-1
Steven Lennon
'36
0-2
Atli Viðar Björnsson
'85
0-3
Atli Guðnason
'87
01.05.2016 - 16:00
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Fínar. Blautur völlur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Steven Lennon - FH
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Fínar. Blautur völlur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Steven Lennon - FH
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
('68)
11. Dion Acoff
11. Emil Atlason
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
('81)
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
27. Thiago Pinto Borges
('74)
29. Kristian Larsen
Varamenn:
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
10. Brynjar Jónasson
('74)
20. Viktor Unnar Illugason
('68)
23. Aron Lloyd Green
25. Kabongo Tshimanga
('81)
Liðsstjórn:
Hallur Hallsson
Arnar Darri Pétursson
Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('44)
Viktor Unnar Illugason ('80)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Íslandsmeistararnir vinna 3-0 sigur á nýliðum Þróttar. Sigurinn var þó ekki jafn sannfærandi eins og tölurnar gefa til kynna. Það var ekki fyrr en undir lokin sem FH-ingar gátu farið að anda léttar. Nánari umfjöllun innan tíðar.
Ég elska þennan gaur. @atlividar þú ert Kóngurinn með stóru k-i.
— Björn Sverrisson (@bjornsverris) May 1, 2016
87. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
FH-ingar eru komnir á bragðið. Kristján Flóki stimplar sig strax inn með því að komast upp hægri kantinn. Hann gefur boltann með jörðinni inn á teiginn þar sem Atli Guðnason er aleinn nálægt vítapunktinum. Atli þakkar Þrótturum kærlega fyrir borðið og skorar.
87. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Út:Sam Hewson (FH)
Flóki mætir með nýja hárgreiðslu til leiks. Ljóshærður.
Atli það ekki!! Eldist eins og rauðvín! #pepsi365 #fotboltinet
— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) May 1, 2016
85. mín
MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
FH-ingar loka þessu! Hröð sókn sem endar á því að Þórarinn Ingi á flotta fyrirgjöf með jörðinni á fjærstöngina og þar er markaskorarinn Atli Viðar Björnsson mættur. Alvöru framherja mark. Atli ekki lengi að stimpla sig inn.
82. mín
Skyndisókn FH-inga endar á því að Atli Guðna leggur boltann út á Hewson. Skot hans fer beint á Trausta í markinu.
81. mín
Inn:Kabongo Tshimanga (Þróttur R.)
Út:Sebastian Steve Cann-Svärd (Þróttur R.)
Þróttur fer í 4-4-2. Ætla að sækja jöfnunmarkið. Svard er meiddur og fer úr vörninni en Kabongo kemur inn á í staðinn. Kabongo fer fram og Finnur fer af miðjunni í hjarta varnarinnar.
80. mín
Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Bresk tækling af gamla skólanum. Á fullum krafti. Verðskuldar spjald.
68. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Thiago fer á kantinn, og Viktor á miðjuna.
62. mín
Bergsveinn Ólafsson og Ragnar Pétursson fara í hörkutæklingu við varamannaskýlin og úr því verður smá æsingur. Þróttur fær aukaspyrnu og áfram heldur leikurinn.
58. mín
Fín sókn hjá FH. Lennon gerði fyst vel í að komast upp að endamörkum en sending hans fór yfir teiginn og á Þórarinn Inga. Þórarinn átti fyrirgjöf sem rataði á Atla Guðnason en skot hans var víðsfjarri úr fínu færi.
54. mín
Dauðafæri! Thiago nær að koma boltanum yfir á Vilhjálm Pálmason sem er aleinn vinstra megin. Vilhjálmur á skot sem Gunnar ver vel í horn. Þarna hefðu Þróttarar getað jafnað.
51. mín
Lennon heldur áfram að valda usla. Kemst bakvið vörnina enn á ný en Trausti ver skot hans úr þröngu færi.
49. mín
,,Too easy guys, too easy," öskrar Heimir Guðjóns á sína menn eftir að Þróttarar náðu upp spilkafla.
.@RagnarPeturs og Davíð Þór Viðars í baráttunni #fotboltinet pic.twitter.com/95JVPJdcwZ
— Fótboltinet (@Fotboltinet) May 1, 2016
46. mín
Inn:Jeremy Serwy (FH)
Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
FH með breytingu í hálfleik. Spurning hvort Bjarni sé meiddur. Serwy kemur á hægri kantinn og Atli fer yfir á vinstri. Hewson tekur stöðu Bjarna á miðjunni.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Sólin farin og byrjað að rigna. Vonandi rignir inn mörkum líka.
46. mín
Röðin í sjoppuna í hálfleik minni á röðina þegar Dunkin Donuts opnaði. Þróttarar hljóta að opna aðra sjoppu fyrir næsta leik.
46. mín
Þróttarar taka reit í hálfleik. Erlingur Jack tekur þátt þó hann sé ekki í hóp í dag. Yfirburðamaður í reitnum.
45. mín
Hálfleikur
Nýliðar Þróttar fengu fín færi til að skora áður en FH náði að brjóta ísinn á 36. mínútu. Steven Lennon skoraði þá eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir, ekki ólíkt dauðafæri sem hann fékk snemma leiks.
Krafturinn í Þrótturum hefur verið aðdáunarverður hingað til. Ná þeir að halda því áfram og jafna gegn Íslandsmeisturunum?
Krafturinn í Þrótturum hefur verið aðdáunarverður hingað til. Ná þeir að halda því áfram og jafna gegn Íslandsmeisturunum?
44. mín
Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
Brýtur á Sam Hewson 27 metrum frá marki. Hárrétt!
40. mín
Dion fær aukaspyrnu upp við varamannabekk FH. ,,Þetta er dýfa!" öskrar Heimir Guðjóns.
36. mín
MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Davíð Þór Viðarsson
Stoðsending: Davíð Þór Viðarsson
Ég var varla búinn að sleppa orðinu að Þrottur ætti að vera yfir....þá skorar FH. Davíð Þór Viðarsson á laglega sendingu yfir vörn FH á Steven Lennon, sem tekur frábærlega á móti boltanum og rennir honum framhjá Trausta.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var búinn að segja Davíð skömmu áður að reyna að koma boltanum yfir vörn Þróttar. Það lukkaðist vel þarna.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var búinn að segja Davíð skömmu áður að reyna að koma boltanum yfir vörn Þróttar. Það lukkaðist vel þarna.
35. mín
Tölum íslensku. Þróttarar eru búnir að vera líklegri hingað til. Gífurleg barátta og stemning í liðinu. Ættu að vera komnir yfir. FH-ingar lítið gert fyrir utan færið sem Lennon fékk.
29. mín
Dion Acoff tekur svkalegan sprett upp völlinn eftir að hafa varist hornspyrnu frá FH-ingum. Nær ekki að finna sendingu á samherja en Þróttarar fá þó hornspyrnu.
Þróttarar óheppnir að vera ekki búnir að skora! #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) May 1, 2016
26. mín
Emil Atlason í flottu færi! Kemst framhjá Bergsveini og er einn gegn Gunnari. Gunnar kemur langt út á móti og nær að verja á vítateigslínunni.
Nýliðar Þróttar mjög baráttuglaðir og hafa átt fleiri tilraunir í byrjun leiks.
Nýliðar Þróttar mjög baráttuglaðir og hafa átt fleiri tilraunir í byrjun leiks.
20. mín
Þróttarar byrja hlaup sín langt fyrir utan vítateig í hornspyrnunni og koma síðan inn á fleygiferð. Skilaði engu í þetta skipti.
19. mín
Þarna munaði engu að Þróttarar næðu að komast yfir! Vilhjálmur Pálmason á fyrirgjöf sem fer af Kassim í stöngina og framhjá. Hornspyrna!
17. mín
FH-ingar spila boltanum fyrir utan teig en Þróttarar verjast. ,,Tóti, cross the ball!" öskrar Kassim á Þórarinn Inga eftir að sóknin rennur út í sandinn.
11. mín
Þvílík tækling hjá Sebastian Svard!!! Bergsveinn á langa sendingu yfir Karl Brynar og Steven Lennon tekur boltann glæsilega framhjá Trausta í fyrstu snertingu. Lennon er að fara að skora í autt markið í markteig en Svard kom þá til bjargar með frábærri tæklingu. Tæklaði boltann í horn.
6. mín
Þróttarar vilja fá vítaspyrnu! Aron Ýmir Pétursson á góðan sprett og fyrirgjöf inn á teig. Emil Atlason tekur við boltanum og fellur við eftir baráttu við Bergsvein Ólafsson. Bergsveinn togaði aðeins í Emil og var í hættulegum leik þarna. Vilhjálmur Alvar dæmir hins vegar ekkert.
4. mín
Fjórir leikmenn í leikmannahópi Þróttar eru uppaldir FH-ingar en það eru Karl Brynar, Emil, Aaron Lloyd og Brynjar Jónasson.
2. mín
Trausti
Aron Ýmir - Svard - Karl Brynjar - Larsen
Finnur - Raggi P
Dion Acoff - Thiago - Vilhjálmur
Emil Atla
Gunnar Nielsen
Hendrickx - Bergsveinn - Kassim - Þórarinn Ingi
Davíð Þór - Emil
Atli Guðna - Bjarni Þór - Sam Hewson
Lennon
Aron Ýmir - Svard - Karl Brynjar - Larsen
Finnur - Raggi P
Dion Acoff - Thiago - Vilhjálmur
Emil Atla
Gunnar Nielsen
Hendrickx - Bergsveinn - Kassim - Þórarinn Ingi
Davíð Þór - Emil
Atli Guðna - Bjarni Þór - Sam Hewson
Lennon
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn á meðan Hjálmar hljóma í hátalarakerfinu. FH-ingar í bláum varabúningum sínum í dag.
Það er #rodin í fullum gangi í laugardalnum #Pepsi365 pic.twitter.com/QYjgWBszQ6
— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) May 1, 2016
Fyrir leik
Stuðningsmannasveit Þróttara stendur þétt saman í miðri stúkunni á meðan FH-ingar eru mættir út í enda. Miðasalan gengur ennþá hægt og röðin nær einhverja 50-60 metra.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson:
Þróttur 0 - 3 FH
Nýliðarnir verða því miður einu númeri of litlir, jafnvel tveimur gegn Íslandsmeisturum FH.
Þróttur 0 - 3 FH
Nýliðarnir verða því miður einu númeri of litlir, jafnvel tveimur gegn Íslandsmeisturum FH.
Fyrir leik
Frekar fámennt í stúkunni ennþá en fullt af áhorfendum á leiðinni inn. Röðin er nokkrir tugir metra og eitthvað gengur erfiðlega að koma fólki inn.
Fyrir leik
Þróttarar eru með tvo af fljótustu leikmönnum deildarinnar á köntunum í dag. Dion Acoff byrjar hægra megin og Vilhjám Pálmason vinstra megin.
Stuðningsmenn Þróttara eru búnir að hanna glæsilega jakka fyrir sumarið! #fotboltinet pic.twitter.com/cF2fi52oOi
— Fótboltinet (@Fotboltinet) May 1, 2016
Fyrir leik
Gunnar Helgason, leikari og Þróttari, biður Vilhjálm Alvar dómara að vernda leikmenn liðsins. Gunnar segir að þeir séu betri en FH svo FH-ingarnir gætu reynt að meiða þá.
Fyrir leik
Það er búið að rigna mikið í dag en sólin er farin að láta sjá sig núna. Völlurinn er blautur og hægt verður að spilað hraðan fótbolta.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Gunnar Nielsen er mættur í mark FH á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan í mars vegna meiðsla á ökkla.
Bjarni Þór Viðarsson kemur inn í liðið hjá FH fyrir Jeremy Serwy síðan í leiknum gegn Val í Meistarakeppninni. Því eru líkur á að Sam Hewson byrji á kantinum. Steven Lennon kemur einnig inn í fremstu víglínu fyrir Atla Viðar Björnsson.
Hjá Þrótti er Ragnar Pétursson í byrjunarliðinu en hann er kominn á fullt eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Emil Atlason, Finnur Ólafsson, Sebastian Svard, Thiago Pinto Borges og Kristian Larsen byrja allir en þeir komu til Þróttar í vetur.
Bjarni Þór Viðarsson kemur inn í liðið hjá FH fyrir Jeremy Serwy síðan í leiknum gegn Val í Meistarakeppninni. Því eru líkur á að Sam Hewson byrji á kantinum. Steven Lennon kemur einnig inn í fremstu víglínu fyrir Atla Viðar Björnsson.
Hjá Þrótti er Ragnar Pétursson í byrjunarliðinu en hann er kominn á fullt eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Emil Atlason, Finnur Ólafsson, Sebastian Svard, Thiago Pinto Borges og Kristian Larsen byrja allir en þeir komu til Þróttar í vetur.
Aðgangur okkar á Twitter verður í góðum gír á leikdögum í deildinni og verður þar hægt að fylgjast með öllu sem er í gangi í leikjunum. Við erum @Fotboltinet á Twitter og hvetjum lesendur til að nota kassamerkið #fotboltinet yfir leikjunum!
Bæði lið fögnuðu eftir síðasta tímabil. Þau fagna ekki bæði í dag. Þróttur - FH kl. 16 #fotboltinet pic.twitter.com/HQgJZsxpTw
— Fótboltinet (@Fotboltinet) May 1, 2016
Fyrir leik
Þessi lið áttust tvívegis við í vetur. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Fótbolta.net mótinu en FH hafði betur 2-0 í Lengjubikarnum.
Fyrir leik
Gregg Ryder - þjálfari Þróttar
Ég get ekki lofað því að við vinnum. Við gerum okkar besta. Ég lofaði því að við yrðum tilbúnir og við erum það.
Ég get ekki lofað því að við vinnum. Við gerum okkar besta. Ég lofaði því að við yrðum tilbúnir og við erum það.
Fyrir leik
Davíð Þór Viðarsson - FH
Það verður örugglega stemning í Laugardalnum á sunnudaginn. Það er langt síðan þeir voru í efstu deild. Þeir voru flottir í fyrstu deild í fyrra. Það eru allir að spá þeim falli en við áttum okkur á því að þetta verður erfiður leikur.
Það verður örugglega stemning í Laugardalnum á sunnudaginn. Það er langt síðan þeir voru í efstu deild. Þeir voru flottir í fyrstu deild í fyrra. Það eru allir að spá þeim falli en við áttum okkur á því að þetta verður erfiður leikur.
Fyrir leik
Gunnar Niesen, markvörður FH, spilaði ekkert með liðinu í apríl vegna meiðsla. Talið er líklegt að hann snúi aftur í dag en byrjunarliðin koma hér inn klukkan 15:00.
Fyrir leik
FH-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum á nýjan leik á meðan Þrótturum er spáð botnsætinu.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
('46)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson
('87)
7. Steven Lennon
('82)
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx
Varamenn:
6. Grétar Snær Gunnarsson
17. Atli Viðar Björnsson
('82)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
('46)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
45. Kristján Flóki Finnbogason
('87)
Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Sam Hewson ('57)
Rauð spjöld: