City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
HK
1
1
Keflavík
Ragnar Leósson '63 , víti 1-0
1-1 Sigurbergur Elísson '80
Guðjón Árni Antoníusson '90
06.05.2016  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Kórinn klikkar ekki
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f) ('81)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Ingimar Elí Hlynsson
8. Ragnar Leósson ('84)
9. Kristófer Eggertsson
20. Árni Arnarson
27. Jökull I Elísabetarson
33. Hákon Ingi Jónsson ('72)

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
11. Ísak Óli Helgason
15. Teitur Pétursson ('81)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('84)
30. Reynir Haraldsson
91. Fannar Freyr Gíslason ('72)

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Leifur Andri Leifsson ('39)
Ingimar Elí Hlynsson ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórmeistarajafntefli. Sanngjörn úrslit að mínu mati.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín Rautt spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Annað hvort fyrir brot eða tuð. Fór upp í boltann ásamt Jökli og Jökull liggur eftir.

Veit ekki hvort það var olnbogaskot eða eitthvað slíkt eða hvort Guðjón hafi látið Guðmund Ársæl heyra það hressilega.
90. mín
Sveinn nálægt því að vera kominn í gegn en Beitir kemur úr markinu og er á undan honum í boltann. Sveinn hefur verið sprækur eftir að hann kom inná.
90. mín
Þremur mínútum bætt við. Keflavík líklegra til að stela þessu.
90. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús barist vel en ekki sérlega mikið komið úr honum.
89. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ KEFLAVÍK!!!

Sigurbergur á skot sem Arnar ver en boltinn berst síðan á McAusland sem er nánast fyrir opnu marki en hann setur boltann framhjá. Þarna hefði hann heldur betur getað kvittað fyrir vítið sem hann gaf.
89. mín
Ein mínúta eftir og Keflavík fær hornspyrnu.
88. mín
Fannar Freyr næstum búinn að finna Svein í færi innan teigs en Haraldur gerir vel í að koma boltanum frá.

Varamenn HK að valda usla.

85. mín
Góð innkoma hjá Sveini, fer framhjá tveim og fær aukaspyrnu.

84. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (HK) Út:Ragnar Leósson (HK)
Ragnar að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir HK en hann skoraði liðsins.

Sveinn kemur inná en hann spilar í treyju númer 22 eins og pabbi sinn.
81. mín
Inn:Teitur Pétursson (HK) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Guðmundur eitthvað meiddur.
81. mín
HK-ingar féllu mjög langt til baka eftir að hafa komist yfir. Þeir fengu það að lokum í bakið.
80. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Sigurbergur fær boltann inn á teig, nær að snúa og klínir boltanum upp í hornið. Frábær afgreiðsla og Keflvíkingar hafa jafnað.
79. mín
Einar Orri liggur eftir samstuð við Fannar. Hann heldur um höfuð sér og heyrðust öskrin hans langt upp í stúku.

Einar stendur svo upp og heldur leik áfram.
78. mín
FRÁBÆRT FÆRI HJÁ KEFLAVÍK.

Magnús Þórir á flotta fyrirgjöf beint á kollinn á Herði Sveinssyni sem hefur oftar en ekki skorað úr svona færi. Aleinn úr markteig en skallinn fer framhjá.
75. mín
Árni reynir skot á lofti af um 25 metrum. Aldrei hætta og Beitir grípur boltann mjög auðveldlega.
74. mín
Keflvíkingar hafa rúmt korter til að jafna leikinn. Miðað við takmarkaða ógn frá þeim hingað til í leiknum, verður það þrautin þyngri.
72. mín
Inn:Fannar Freyr Gíslason (HK) Út:Hákon Ingi Jónsson (HK)
Fannar er númer 91 en hann er fæddur árið 91, eins og ég. Frábært ár.
70. mín
HK-ingar hafa varla verið með boltann eftir markið. Þeir falla vel til baka og leyfa Keflvíkingum að vera með hann. Þeim líður samt ekki illa þar sem gestirnir eru ekki að ógna mikið.
68. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Haukur Baldvinsson (Keflavík)
Þorvaldur gerir tvöfalda breytingu. Ekki sáttur og skiljanlega.
68. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
65. mín
Beitir ætti nú að þekkja Kórinn ágætlega en hann er búinn að sparka boltanum tvisvar of hátt úr markspyrnu og upp í loftið. HK fær innkast þegar það gerist þar sem það er ekki partur af vellinum.
63. mín Mark úr víti!
Ragnar Leósson (HK)
Stoðsending: Hákon Ingi Jónsson
MAAAAAAAAAAAARK!!

Ragnar skorar, Beitir var í boltanum en það dugði ekki til. Verður þetta eina mark leiksins eða er ég hræðilegur spámaður?
63. mín
Hákon Ingi fíflar McAusland sem brýtur síðan klaufalega á honum. Aldrei spurning með þennan dóm og Skotinn veit það.
62. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
Víti sem HK fær!
59. mín
Ég held það sé klárt mál að það verður ekki skorað meira en eitt mark í kvöld.

55. mín
Sigurbergur kemur sér í skotfæri með miklu harðfylgi þar sem hann náði að troða sér í gegnum vörn HK. Arnar sér hins vegar við honum. Arnar er búinn að vera mjög öruggur í kvöld.
54. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (HK)
Togar Jónas Guðna niður sem var að komast í snögga sókn.
52. mín
Einar Orri tekur skot með tilþrifum, klippti hann á lofti en Beitir ver.

Mjög góð tilraun hjá Einari samt sem áður.
51. mín
Magnús Þórir nær fínu skoti, rétt utan teigs, sem Arnar Freyr vel í horn.
50. mín
Kristófer á skot í jörðina og í átt að marki, Beitir nær að verja en heldur ekki boltanum. Keflvíkingar koma honum þó í burtu á síðustu stundu.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Ég bið ekki um mikið í seinni hálfleik. Þó það væri ekki nema eitt mark.
45. mín
Hálfleikur
Jöfnum fyrri hálfleik lokið. Leikurinn einkenndist af hörku og baráttu með einstaka færum inn á milli.
45. mín
Eftir smá skallatennis í og við vítateig HK, berst boltinn á Sigurberg sem á skot á lofti sem fer vel framhjá.
39. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Allt að sjóða uppúr. Guðjón Árni segir eitthvað við Leif og HK-ingurinn ýtir Guðjóni þegar boltinn er hvergi nálægt. Í kjölfarið hópast menn saman og fara að kítast en það er stoppað snögglega.

Þeir fá báðir áminningu.
39. mín Gult spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
38. mín
Jói Kalli með takta, sendir á Hákon Inga sem leggur hann aftur á Jóa sem er kominn í fínt færi, hann nær hins vegar ekki skotinu og fellur við. Jói vill fá víti en ekkert dæmt sem virðist vera réttur dómur. Ekki mikið í þessu en gaman að sjá Jóa bregða sér í sóknina.
36. mín
Leikurinn hefur lifnað við síðustu mínútur og er orðinn hin fínasta skemmtun. Virðast vera nokkuð jöfn lið.
35. mín
Sókn Keflvíkinga hinum megin endar með að Sigurbergur reynir bakfallsspyrnu sem rúllar mjög langt framhjá.
34. mín
STÓRSÓKN HK!

Leifur Andri skallar hornspyrnu að marki en Sigurbergur bjargar á línu. Boltinn berst síðan á Jóa Kalla sem á skot af löngu færi sem Beitir þarf að hafa sig allan við til að verja. Bestu tilraunir leiksins eru HK-inga.
33. mín
Kristófer Eggertsson í besta færi leiksins hingað til, fær boltann frá Hákoni og tekur skot frá vítapunktinum en Haraldur Freyr nær að kasta sér fyrir skotið.
29. mín
Alveg jafn léleg spyrna og áðan, nú tekur Kristófer Eggertsson hana og skýtur 20 metra yfir. Afhverju er Jói Kalli ekki að taka þetta?
28. mín
Aftur fær HK aukaspryrnu. Sama fjarlægð og áðan bara hinum megin við vítateigsbogann.
26. mín
Ragnar Leóson tekur spyrnuna og hún er skelfileg. Beint í miðjan veginn.
25. mín
HK-ingar fá aukaspyrnu um 20 metrum frá marki. Jóhannes Karl labbar hægt og rólega að boltanum.
24. mín
Einar Orri hefði getað gert betur við þessa sókn, sendingin á Bojan var slök í annars mjög góðri stöðu.
23. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Keflvíkingar í skynsdisókn. Einar Orri vinnur boltann af Jökli á miðsvæðinu áður en hann tekur á rás og finnur Bojan sem er svo með fyrirgjöf sem hafnar á Magnúsi. Magnús fer niður í boxinu, hann biður ekki um neitt en Guðmundur segir hann hafa verið með leikaraskap.
22. mín
Klaufagangur í vörn HK og Haukur Baldvinsson fær tækifæri rúmum 20 metrum frá markinu, skot hans er hins vegar vel yfir.
20. mín
Magnús Þórir er nálægt því að koma sér í færi en Arnar Freyr er velvakandi í markinu og er á undan honum í boltann.
17. mín
Leikurinn þokkalegasta skemmtun hingað til en engin alvöru færi komin ennþá. Meira af baráttu en gæðum hingað til en það er nóg af baráttunni.
15. mín
Hann er staðinn upp en haltrar svolítið. Virðist ætla að halda leik áfram.
15. mín
Jóhannes Karl liggur eftir samstuð og heldur um hnéið á sér. Vonum hans og HK vegna að hann verði í lagi.
12. mín
Skemmtilega mikil harka í þessu. Menn eru að láta finna fyrir sér og gefa alls ekki neitt eftir.
9. mín
Mikil hætta við mark HK, hornspyrnan endar á Haraldi Frey sem nær ekki almennilegri snertingu á boltann og hann fer aftur fyrir. Bjarsýnir Keflvíkingar vildu fá víti þarna þar sem þeim fannst brotið á Haraldi en það var ekkert í því.
9. mín
Einar Orri reynir skot af góðum 30 metrum. Ekki versta tilraun í heimi, fer í varnarmann og framhjá. Horn.
8. mín
Eftir jafnar allra fyrstu mínútur eru Keflvíkingar búnir að ná smá stjórn á leiknum og eru meira með boltann.
7. mín
Löng sókn hjá Keflavík endar með að Sigurbergur Elísson á skot á fjærstönginni en hann hittir boltann illa og hann fer í hliðarnetið.
3. mín
Jóhannes Karl byrjar leikinn í miðverðinum með Guðmundi Þór.
1. mín
Keflvíkingar byrja á að fá hornspyrnu sem Guðmundur Þór nær að skalla í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Nú ganga liðin inná völlinn. HK-ingar fá plús fyrir afar snyrtilega nýja treyju.
Fyrir leik
HK er með nýjan markmann en Arnar Freyr Ólafsson kom til liðsins frá Leikni. Jóhannes Karl Guðjónsson er einnig kominn í Kópavogs liðið.

Beitir Ólafsson spilaði með HK á síðasta ári en hann fylgdi Þorvaldi til Keflavíkur. Jónas Guðni Sævarsson er snúinn aftur til Keflavíkur frá KR og Marc McAusland og Haukur Baldvinsson eru komnir í liðið.
Fyrir leik
Fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar spáðu fyrir mótið og sá þeir HK 5.sæti og Keflavík 2.sæti.

HK vann hins vegar Keflvíkinga í úrslitum Fótbolta.net mótins í vetur.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson snýr aftur í Kórinn en hann þjálfari HK áður en hann færði sig til Keflavíkur.
Fyrir leik
Góðan dag!
Hér verður bein lýsing frá leik HK og Keflavíkur í 1.umferð Inkasso deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('68)
14. Haukur Baldvinsson ('68)
20. Magnús Þórir Matthíasson ('90)
23. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauksson
9. Daníel Gylfason ('68)
10. Hörður Sveinsson ('68)
11. Stefan Ljubicic
15. Ási Þórhallsson
45. Tómas Óskarsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('23)
Guðjón Árni Antoníusson ('39)
Marc McAusland ('62)

Rauð spjöld:
Guðjón Árni Antoníusson ('90)