City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur Ó.
2
1
Valur
Hrvoje Tokic '24 1-0
1-1 Rolf Toft '43
Hrvoje Tokic '75 2-1
08.05.2016  -  16:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 712
Maður leiksins: Hrvoje Tokic
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Þorsteinn Már Ragnarsson
Alfreð Már Hjaltalín ('74)
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
12. Þórhallur Kári Knútsson ('92)
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic ('91)

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('74)
18. Leó Örn Þrastarson
21. Fannar Hilmarsson ('92)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Tomasz Luba ('48)
Hrvoje Tokic ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞAR HAFIÐI ÞAÐ
VÍKINGAR MEÐ FULLT HÚS STIGA
92. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Víkingur Ó.)
Lokaskipting
92. mín
Langt innkast frá Andra. Boltinn skoppar tvisvar áður en Cristian grípur hann
91. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
90. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kippti Egil niður. Pirringsbrot
89. mín
Stórfurðulegt atvik þarna. Guðjón Pétur tók aukaspyrnu á miðjunni en beint í Þorstein sem stóð einn í vegg
85. mín
Núna voru heimamenn komnir 5 á 3. Þórhallur skildi Andra eftir í rikinu en skotið hafnaði í hliðarnetinu
83. mín
Hár bolti innfyrir vörn víkinga og allir heimtuðu rangstöðu á Bjarna Ólaf sem alltíeinu var mættur fremstur. Sigurður tók á skarið og Bjarni lét boltann alveg vera. Cristian hafði hins vegar betur
81. mín
Valsarar allt í einu komnir 5 á 3. Skelfileg fyrirgjöf frá Sigurði Agli verður til þess að ekkert verður úr þeirri sókn
78. mín
Kominn smá pirringur í gestina. Víkingar betri í augnablikinu. Guðjón Pétur er orðinn mjög pirraður að ná ekki William niður. Þvílíkt jafnvægi
75. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Þórhallur Kári Knútsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK

Magnað hlaup hjá William upp miðjuna. Fann Þórhall vinstra megin sem hafði nóg pláss. Fyrirgjöfin hafði viðkomu í Andra og Tokic stökk manna hæst og stýrði boltanum í hornið
74. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Pape að koma inná í sínum fyrsta heimaleik fyrir liðið
72. mín
Víkingar byrjaðir að sækja í sig veðrið. Fín fyrirgjöf frá hægra sem Þórhallur átti en Alfreð náði ekki að snúa sér í skot. Reyndi að koma honum aftur til baka í teiginn en tókst ekki
69. mín
Frábær varsla hjá Cristian!!
hornspyrna sem endaði í klafsi. Cristian blakaði boltanum upp með annari hendinni og greip svo boltann.
67. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Taktískt brot. Hélt Alfreð þegar hann var að fara geysast upp kantinn
67. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Önnur skipting gestanna
65. mín
Loksins komust heimamenn í aðra sókn. Fínn sprettur hjá Alfreð upp hægri kantinn. Kom boltanum ekki fyrir en fékk aðra tilraun. Þorsteinn vann Orra í skalla en yfir fór boltinn
62. mín
Þung sókn hjá gestunum endar með fyrirgjöf sem ratar á Rolf en skalli hans hættulítill
61. mín
Víkingar eitthvað aðeins að sofna á verðinum en Cristian ver vel
58. mín
Fínn sprettur hjá Tokic. Komu þrír á hann en hann fann Þórhall sem átti laflaust skot beint á Jón
57. mín
Rasmus fær smá hefnd á Tokic og kippir honum niður. Víkingssveitin heimtar spjald en fá ekki
54. mín
Tempóið í leiknum aðeins dottið niður núna. Valsarar meira með boltann
51. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Víkingar farnir að safna gulum. Tokic virtist slá til Rasmusar
48. mín Gult spjald: Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Tomasz í bölvuðu basli í byrjun seinni hálfleiks. Missti manninn inn fyrir sig og kippti honum niður. Klárt gult
47. mín
Valsarar eiga fyrsta færi síðari hálfleiks. Luba kicksar boltann en Cristian kom boltanum frá en beint á Guðjón Pétur sem setti boltann yfir frá löngu færi
46. mín
Leikur hafinn
Valsarar byrja með boltann
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Fjorði dómari tilkynnir 3 mínútur í uppbót. Bætist við vegna meiðsla Kale
43. mín MARK!
Rolf Toft (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAAAAAAARK!
gegn gangi leiksins en það er ekki að spurja að því. Tvöfölduðu á Pontus og Kristinn Freyr komst upp að endalínu og setti boltann fastan fyrir markið þar sem Toft setti boltann í tómt markið
42. mín
Stórskemmtilegur bolti fyrir hjá William beint á kollinn á Tokic en beint á Jón Freyr
39. mín
Óþekktur drengur sem stígur í ramman hjá gestunum. Jón Freyr er á sínu sautjánda aldursári. Verður spennandi að sjá hvernig honum gengur í frumraun sinni í efstu deild
37. mín
Inn:Jón Freyr Eyþórsson (Valur) Út:Ingvar Þór Kale (Valur)
Ingvar leikur ekki meira með í dag. Sá ekki hvað gerðist en hann hélt um hægra hnéð
36. mín
Kale liggur eftir í teignum og Bjarni Ólafur nýtur tækifærið og heldur fund til að messa yfir sínum mönnum. Ejub kallar nokkra menn til sín á fund einnig
35. mín
Þórhallur með rosalegan sprett. Andri Fannar hafði 2 metra á hann en Þórhallur át hann uppi. Tókst ekki að finna Tokic á fjær
33. mín
Stórhættuleg sókn gestanna. Bjössi er ekki að höndla hraðann á Toft. Toft fann Sigurð Egil sem átti hörkuskot rétt framhjá markinu
30. mín
Valsarar sækja vel núna og freista því að jafna leikinn fyrir hlé. Luba kemur boltanum frá trekk í trekk
27. mín
Víkingar halda áfram að sækja. Alfreð komst í góða stöðu en skotið vel framhjá og lítil hætta
24. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Cristian Martínez
Kale kallaði hátt og snjallt og Orri lét hann fara. Tokic tók á skarið og kom boltanum framhjá Kale og setti hann í opið markið

Stórfurðulegt mark. Cristian með langt útspark yfir alla og Kale vildi fá hann. Orri hlustaði en Tokic var ekkert á því og gerði vel í að koma sér bakvið vörnina.
19. mín
Pontus fór illa með Andra og klobbaði hann. Ákvað reyndar að reyna við táarskot sem var mjög lélegt vægast sagt. Beint á Kale
17. mín
Mögnuð skipting frá William á Alfreð sem tók Bjarna í bakaríið en skotið laflaust í Rasmus. Bjarni leit ekkert sérlega vel út þarna
15. mín
Fyrsta almennilega skotið lýtur dagsins ljós. Gullfalleg sending frá Guðjóni upp á Toft sem dró boltann út á Kristinn Inga en skotið beint á Cristian í markinu
12. mín
Enn og aftur sækja Valsarar vel upp vinstri kantinn. Bjarni Ólafur tók utanáhlaup sem dró Emir úr leiknum. Skelfileg fyrirgjöf Bjarna drap reyndar sóknarmöguleika Valsara
10. mín
Toft nálægt því að sleppa einn í gegn. Kom langur bolti í gegn frá Sindra sem kom í byrjunarliðið fyrir Hauk Pál sem varð fyrir meiðslum í upphitun. Cristian varð á undan í boltann
8. mín
Luba í einhverjum vandræðum við að hreinsa boltann frá. Sparkar í Toft. Luba stálheppinn þar sem boltinn fór rétt framhjá markinu af Toft
5. mín
Gestirnir byrja aðeins betur
Eiga tvær rispur upp vinstri kantinn á stuttu millibili. Emir missti tvisvar af manninum en ekkert varð úr því
2. mín
Byrjunarlið heimamanna er hefbundið 4-2-3-1
Cristian
Emir-Bjössi-Luba-Pontus
William-Egill
Þórhallur-Þorsteinn-Alfreð
Tokic

Byrjunarlið gestanna
Ingvar
Andri-Orri-Rasmus-Bjarni
Sindri
Guðjón-Kristinn Freyr
Kristinn Ingi-Toft-Sigurður Egill
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem byrja með boltann
Fyrir leik
Leikmenn og dómarar eru að koma sér á völlinn. Víkingar í sínum bláu N1 búningum og gestirnir leika í sínum rauðu unicef búning. Valsarar byrja að sækja að sundlauginni og Víkingar að Gilinu
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason ber flautuna í dag og honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Einar Ingi Jóhannsson er varadómari


Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Liðin eru klár hér til hliðar.

Kenan Turudija er í leikbanni hjá Víkingi Ólafsvík eftir að hafa fengið rauða spjaldið undir lokin gegn Blikum. William Dominguez kemur inn í hans stað.Það verður spennandi að sjá hver leikur í djúpum á miðjunni með Agli en varnarlega og á miðri miðjunni hafa Víkingar ekki mikið að velja úr.


Daði Bergsson meiddist í fyrstu umferðinni gegn Fjölni og er ekki með Val í dag. Kristinn Ingi Halldórsson tekur sæti hans.

Danski framherjinn Nikolaj Hansen er einnig mættur á bekkinn eftir að hafa misst af fyrstu umferðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í Meistarakeppninni gegn FH.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ólafsvíkingar hafa fengið spænska varnarmanninn Alexis Egea í sínar raðir en hann verður í stúkunni í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ólafsvíkingar unnu 2-1 útisigur á Breiðabliki í fyrstu umferðinni á meðan Valur tapaði 2-1 gegn Fjölni á heimavelli.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður fylgst með leik Víkings Ólafsvíkur og Vals í 2. umferð Pepsi-deildarinnar. Þetta er fyrsti heimaleikur Ólafsvíkinga í Pepsi-deildinni síðan liðið féll árið 2013.

Það ár mætti liðið einmitt Val á heimavelli í lokaumferðinni og tapaði 5-0.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m) ('37)
Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('67)
9. Rolf Toft
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m) ('37)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
12. Nikolaj Hansen
17. Andri Adolphsson
19. Baldvin Sturluson
22. Björgvin Stefánsson ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('67)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)

Rauð spjöld: